Árin í Landakotsskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. Auk þess hafði hann gott orð á sér. Skóli þar sem maður þarf að borga skólagjöld hlýtur að vera betri en þar sem þau þekkjast ekki. Er það ekki? Faðir vorið var á sínum stað í upphafi dags og frímínúturnar buðu upp á fátt annað en eltingaleik á mölinni. Leika sér með bolta? Ekki möguleiki. Krakkarnir sem hlaupa yfir Landakotstúnið í frímínútum í dag og fela sig í garði foreldra minna vita ekki hve gott þau hafa það. Þótt ég hafi komist stóráfallalaust í gegnum bekkina sjö var það ekki þannig hjá öllum. Margrét Möller, sem nú er orðin landsþekkt, kunni þá list best allra að láta þeim sem leið illa líða enn verr. Aðrir pössuðu sig að sýna alltaf á sér sparihliðarnar þegar sú þýska var nærri. Augljóst var að Margrét gekk ekki heil til skógar og voru foreldrar upp til hópa hálfsmeykir við hana. Hins vegar datt engum í hug að kynferðisleg áreitni og verri hlutir á sömu línu væri á meðal þess sem á gekk. Hvað þá að hollenski skólastjórinn séra Georg væri jafnilla innrættur og síðar hefur komið í ljós. Allir vissu að eitthvað mikið væri að en gerðu lítið í því. Hverjum dettur í hug að rukka skólagjöld á þann hátt að senda sjö ára börn heim með tómt umslag mánaðarlega? Hvaða kennarar bjóða útvöldum börnum heim til sín en ekki öðrum? Og baktala þá sömu? Hvers lags kennari býr í skólanum? Er eðlilegt að foreldrar séu smeykir við hann? Hvers konar skólastjóri heldur slíkum kennara í vinnu? Í einhverjum grunnskólum viðgengst vafalítið óeðlileg háttsemi eins og í nunnuskólanum á sínum tíma. Vonandi hafa foreldrar barna í þeim skóla kjark til þess að láta í sér heyra áður en það er um seinan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00 Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01 Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. Auk þess hafði hann gott orð á sér. Skóli þar sem maður þarf að borga skólagjöld hlýtur að vera betri en þar sem þau þekkjast ekki. Er það ekki? Faðir vorið var á sínum stað í upphafi dags og frímínúturnar buðu upp á fátt annað en eltingaleik á mölinni. Leika sér með bolta? Ekki möguleiki. Krakkarnir sem hlaupa yfir Landakotstúnið í frímínútum í dag og fela sig í garði foreldra minna vita ekki hve gott þau hafa það. Þótt ég hafi komist stóráfallalaust í gegnum bekkina sjö var það ekki þannig hjá öllum. Margrét Möller, sem nú er orðin landsþekkt, kunni þá list best allra að láta þeim sem leið illa líða enn verr. Aðrir pössuðu sig að sýna alltaf á sér sparihliðarnar þegar sú þýska var nærri. Augljóst var að Margrét gekk ekki heil til skógar og voru foreldrar upp til hópa hálfsmeykir við hana. Hins vegar datt engum í hug að kynferðisleg áreitni og verri hlutir á sömu línu væri á meðal þess sem á gekk. Hvað þá að hollenski skólastjórinn séra Georg væri jafnilla innrættur og síðar hefur komið í ljós. Allir vissu að eitthvað mikið væri að en gerðu lítið í því. Hverjum dettur í hug að rukka skólagjöld á þann hátt að senda sjö ára börn heim með tómt umslag mánaðarlega? Hvaða kennarar bjóða útvöldum börnum heim til sín en ekki öðrum? Og baktala þá sömu? Hvers lags kennari býr í skólanum? Er eðlilegt að foreldrar séu smeykir við hann? Hvers konar skólastjóri heldur slíkum kennara í vinnu? Í einhverjum grunnskólum viðgengst vafalítið óeðlileg háttsemi eins og í nunnuskólanum á sínum tíma. Vonandi hafa foreldrar barna í þeim skóla kjark til þess að láta í sér heyra áður en það er um seinan.
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00
Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun