Tekið sem sjálfsögðum hlut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 06:00 Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. Þetta ættu til dæmis sumir sem ljúka skólagöngu og ráða sig í vinnu að kannast við. Bölvaður próflestur og verkefnavinna á bak og burt. Loksins fara peningar að streyma inn á bankabókina en ekki út af henni. Kvöldin fara í að sinna tómstundum en ekki heimalærdómi. Svo líður tíminn. „En hvað það var nú ljúft að geta sofið út á mánudögum og þurfa bara að mæta í skólann annan hvern föstudag,“ rifjar maður upp eftir hálft ár í 9-5 starfi. „Hvað ég vildi að það væri eitthvert sýnidæmi sem ég gæti skoðað,“ hugsar annar og klórar sér í hausnum. Skólinn var ekki svo slæmur eftir allt saman. Maður er ómeðvitað í áskrift að hraustum líkama og góðri heilsu þar til veikindi ber að garði. Vikulegar heimsóknir til lækna og sjúkraþjálfara með ábendingum um breytta hegðun í lækningaskyni fá þig til að hugsa hvað þú nýttir tímann í áður. Að geta gengið upp stiga eftir stiga, farið út að skokka, ekið bíl þótt umferð sé þung, hjólað þótt blási á móti, farið á klósettið og lokið þér af á innan við mínútu, borðað skúffuköku með kaffinu og fengið þér sósu á steikina. Sjálfsagðir hlutir hjá flestum en alls ekki öllum. Sömuleiðis hafa eflaust margir tekið maka sínum sem sjálfsögðum hlut. Látið vera að hrósa honum fyrir „sjálfsagða“ hluti eins og frábæran kvöldverð eða falleg augu, fyrir að svæfa börnin þegar vinna þurfti fram eftir og fara fyrr heim úr matarboði til að leysa barnapíuna af hólmi. Á hverjum einasta degi hefur maður svo margt til að vera þakklátur fyrir. Hluti sem gætu breyst á augabragði. Þeir sem þetta lesa þurfa væntanlega ekki nema að líta í kringum sig í nokkrar sekúndur, þar sem þeir sitja, til að finna eitthvað sem þeir kunna svo sannarlega vel að meta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. Þetta ættu til dæmis sumir sem ljúka skólagöngu og ráða sig í vinnu að kannast við. Bölvaður próflestur og verkefnavinna á bak og burt. Loksins fara peningar að streyma inn á bankabókina en ekki út af henni. Kvöldin fara í að sinna tómstundum en ekki heimalærdómi. Svo líður tíminn. „En hvað það var nú ljúft að geta sofið út á mánudögum og þurfa bara að mæta í skólann annan hvern föstudag,“ rifjar maður upp eftir hálft ár í 9-5 starfi. „Hvað ég vildi að það væri eitthvert sýnidæmi sem ég gæti skoðað,“ hugsar annar og klórar sér í hausnum. Skólinn var ekki svo slæmur eftir allt saman. Maður er ómeðvitað í áskrift að hraustum líkama og góðri heilsu þar til veikindi ber að garði. Vikulegar heimsóknir til lækna og sjúkraþjálfara með ábendingum um breytta hegðun í lækningaskyni fá þig til að hugsa hvað þú nýttir tímann í áður. Að geta gengið upp stiga eftir stiga, farið út að skokka, ekið bíl þótt umferð sé þung, hjólað þótt blási á móti, farið á klósettið og lokið þér af á innan við mínútu, borðað skúffuköku með kaffinu og fengið þér sósu á steikina. Sjálfsagðir hlutir hjá flestum en alls ekki öllum. Sömuleiðis hafa eflaust margir tekið maka sínum sem sjálfsögðum hlut. Látið vera að hrósa honum fyrir „sjálfsagða“ hluti eins og frábæran kvöldverð eða falleg augu, fyrir að svæfa börnin þegar vinna þurfti fram eftir og fara fyrr heim úr matarboði til að leysa barnapíuna af hólmi. Á hverjum einasta degi hefur maður svo margt til að vera þakklátur fyrir. Hluti sem gætu breyst á augabragði. Þeir sem þetta lesa þurfa væntanlega ekki nema að líta í kringum sig í nokkrar sekúndur, þar sem þeir sitja, til að finna eitthvað sem þeir kunna svo sannarlega vel að meta.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun