Stj.mál

Fréttamynd

Ráðherra harðorður um Hæstarétt

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði Hæstarétt hafa gert nokkur afdrifarík mistök í dómum sínum sem hefðu neytt stjórnvöld til að bregðast við með lagasetningu. Harkalegri viðbrögð en búast mátti við segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstri-grænna.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Valgerður samstarfsráðherra

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í morgun við því hlutverki að vera samstarfsráðherra Norðurlandanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að Valgerður myndi taka við þessu embætti sem Siv Friðleifsdóttir gegndi áður.

Innlent
Fréttamynd

Vill breytingar á starfseminni

Nota verður tækifærið sem umræður um umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna gefa til að tryggja að öryggisráðið verði skilvirkara og endurspegli betur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sagði Geir H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Guðni forsætisráðherra

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra verður starfandi forsætisráðherra næstu daga vegna fjarveru Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar.

Innlent
Fréttamynd

Halldór hittir Raffarin

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hittir Jean-Paul Raffarin, forsætisráðherra Frakklands í París á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Siv í varaformaður efnahagsnefndar

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, taka við embætti varaformanns efnahags- og viðskiptanefndar þegar þing kemur saman á ný eftir næstu mánaðamót. Gengið verður frá skipan þingmanna í þingnefndir á þingflokksfundi Framsóknarflokksins á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Náðarhögg ESB?

Hafni margar Evrópusambandsþjóðir nýrri stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum gæti það reynst náðarhögg evrópska verkefnisins að mati Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hafni eitt ríki stjórnarskránni sé hægt að bjarga því, en verði þau mörg sé úti ævintýri.

Erlent
Fréttamynd

Nýr formaður umhverfisnefndar

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður verður næsti formaður umhverfisnefndar og leysir nýskipaðan umhverfisráðherra, Sigríði Önnu Þórðardóttur, af hólmi.

Innlent
Fréttamynd

Davíð mun skera

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist sannfærður um að Davíð Oddsson, nýskipaður utanríkisráðherra muni bregða niðurskurðarhnífi á loft í utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Bush með forskot en Kerry sækir á

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur naumt forskot á helsta keppinaut sinn, John Kerry, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CBS og dagblaðsins Wall Street Journal. Samkvæmt könnuninni kysu 48 prósent Bush, 45 prósent Kerry og tvö prósent óháða frambjóðandann Ralph Nader.

Erlent
Fréttamynd

Sá á kvölina sem á völina

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kom sér undan því að skipa í stöðu hæstaréttardómara og situr Geir H. Haarde því uppi með það að velja milli umsækjenda. Hann er í erfiðri stöðu því ákvörðun hans verður túlkuð í pólitísku ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Þreföldun útgjalda

Útgjöld umhverfisráðuneytisins þrefölduðust í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur. Útgjöld umhverfisráðuneytisins á yfirstandandi ári, 2004, eiga að vera 4,1 milljarður samkvæmt fjárlögum. Þetta þýðir að útgjöld ráðuneytisins hafa þrefaldast, hækkað úr 1,3 milljörðum í rúma fjóra í fimm ára valdatíð Sivjar Friðleifsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Geir ávarpar allsherjarþingið

Geir H. Haarde fjármálaráðherra kemur nú í stað Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra við almenna umræðu 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York.

Innlent
Fréttamynd

Fólk treystir einum en kýs annan

Lítið samhengi virðist milli trausts á forystumönnum og fylgis stjórmálaflokkanna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þetta kemur í ljós ef rýnt er í tölur í könnunum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Listalistinn - börnin heim

Nýtt stjórnmálaafl, Listalistinn - börnin - heim, býður sig fram til bæjarstjórnar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Héraði.

Innlent
Fréttamynd

Geir stýrði fundi

Geir H. Haarde fjármálaráðherra stýrði í gær óformlegum samráðsfundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í New York í gær í tilefni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Geir situr þingið í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Óskar eftir fundi um innrásina

Steingrímur J. Sigfússon, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í utanríkismálanefnd, hefur sent Sólveigu Pétursdóttur, formanni nefndarinnar, bréf þar sem óskað er eftir fundi í nefndinni við fyrsta hentugleika til að ræða stuðning Íslands við innrásina í Írak og aðdraganda hennar.

Erlent
Fréttamynd

Milljarði meira til utanríkismála

Útgjöld utanríkisráðuneytisins hækka í 6.5 milljarð króna á fjárlögum 2005. Þetta þýðir að útgjöld til málaflokksins hafa meir en tvöfaldast árunum 1995-2004 í utanríkisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarkonur í hringferð

Framsóknarkonur munu leggja af stað í hringferð um landið með yfirskriftinni „Konur til áhrifa!“ frá Stjórnarráðinu á fimmtudaginn. Þar verður ferðaáætlunin kynnt og táknrænn gjörningur fer fram að því er segir í fréttatilkynningu frá Landssambandi framsóknarkvenna.

Innlent
Fréttamynd

Hægriöfgaflokkur sigurvegari

Hægriöfgaflokkurinn NPD og fyrrverandi kommúnistaflokkurinn PDS eru sigurvegarar kosninga sem fóru fram í Þýskalandi í gær. Stjórnmálamenn segja kjósendur vera að mótmæla en virðast vanmeta hversu útbreitt útlendingahatur er orðið.

Erlent
Fréttamynd

Kúvent í afstöðu til Davíðs

Óvinsældir Davíðs Oddssonar snarminnka í skoðanakönnun Fréttablaðsins. 26 prósent treysta honum nú minnst stjórnmálamanna í stað 57 prósenta síðast. Steingrímur J. sækir enn í sig veðrið en þeim sem bera minnst traust til Halldórs Ásgrímssonar fjölgar mjög. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti á móti ríkisstjórninni

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins er meirihluti landsmanna andvígur ríkisstjórninni. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þó sótt í sig veðrið frá því í síðustu könnun en hafa ekki náð því fylgi er þeir fengu í síðustu kosningum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlafrumvarpið smágleymist

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórmálafræði telur að athyglisverðustu niðurstöður könnunar Fréttablaðsins á því hvaða stjórnmálamaður njóti mesta og minnsta trausts séu þær að vinsældir Davíðs Oddssonar virðist vera að aukast á ný þótt hann sé bersýnilega áfram umdeildur enda tróni hann á toppi beggja lista.

Innlent
Fréttamynd

Samúð í veikindum Davíðs

Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta minna trausts en leiðtogar helstu stjórnmálaafla. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar nýtur þó heldur minna trausts en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður. Traust á henni hefur minnkað talsvert frá síðustu könnun eða úr rúmum 14 prósentum í 9 prósent og traust á Össuri virðist fara dvínandi.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi við stjórnarflokkana eykst

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins bæta stjórnarflokkarnir við sig fylgi frá því í júlí. Framsókn nær tvöfaldar fylgi sitt. Flokkarnir hafa þó ekki náð sama fylgi og í síðustu kosningum og gætu ekki myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. Meirihluti segist andvígur ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki áhyggjur af þenslu

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telur af og frá að hætta þurfi við einstakar framkvæmdir vegna hættu á þenslu í hagkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Aukin harka hjá Pútín og Tjetjenum

Sífellt meiri harka færist í málflutning Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna. Rússar íhuga forvarnarstríð, en segja hryðjuverkamennina hafa skilgreint vígvöllinn, sem sé allsstaðar.

Erlent
Fréttamynd

Um 76% á móti verkfalli

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru 75,9 prósent þjóðarinnar andvíg boðuðu verkfalli grunnskólakennara, en einungis 24,1 prósent eru fylgjandi.

Innlent
Fréttamynd

Getur ekki flúið fortíðina

Stjórnarandstæðingar furða sig á orðum forsætisráðherra um að tal um lögmæti innrásar í Írak tilheyri fortíðinni. Viðurkenning hans um að hafa fengið rangar upplýsingar kallar á rannsókn á Íraksmálinu, segja þeir. </font /></b />

Innlent