Stj.mál

Fréttamynd

Danski þingmaðurinn gerður útlægur

Danski þingmaðurinn, Flemming Oppfeldt, sem grunaður er um kynferðislega misnotkun á 13 ára dreng, hefur verið tekinn af lista frambjóðanda Venstre flokksins til þings.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti innflytjandi í ráðherrastól

Ibrahim Baylan varð í gær fyrsti innflytjandinn í sögu Svíþjóðar til að taka við embætti ráðherra í stjórn landsins. Göran Persson forsætisráðherra skipaði Baylan í embætti menntamálaráðherra í uppstokkun sinni á ráðherrum sænsku stjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Kaup bújarða gagnleg þróun

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra segir enga ástæðu til að grípa til aðgerða vegna kaupa auðmanna á bújörðum og samþjöppun framleiðsluréttar. "Við megum ekkert gera til að stöðva þessa þróun sem er á margan hátt mjög gagnleg" sagði landbúnaðarráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Uppgreiðslugjald leyfilegt

Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra segir uppgreiðslugjald ekki bannað í íslenskum neytendalögum og sama gildi um löggjöf í nágrannalöndunum. Ákvæði um þetta mætti að hluta rekja til tilskipana Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki mega spyrja um Skjá 1

Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga

Innlent
Fréttamynd

Brottfall á undanhaldi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að brottfall úr framhaldsskólum væri "á undanhaldi". Þetta kom fram í svari ráðherranns við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Gaf Skotum granítegg

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, afhenti forseta skoska þingsins nýlega gjöf frá Alþingi í tilefni af opnun nýs skosks þinghúss. Gjöfin er egg heiðargæsarinnar, mótað úr graníti sem hvílir á hraunhellu frá Þingvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Segja styrk ekki stuðning

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu og Ríkissjónvarpinu hefur afthent verkfallssjóði Kennarasambands Íslands styrk að upphæð 220 þúsund krónur. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður félagsins vísar því á bug að með þessu séu fréttamenn ríkisfjölmiðlanna orðnir vanhæfir til að fjalla um kennaradeiluna.

Innlent
Fréttamynd

Kynnti stefnu stjórnvalda

Íslendingar leggja áherslu á fjögur málefni á 59. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðununum, kynnti stefnu Íslands fyrir fastanefndum þingsins í gær og fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Gáfu skotum egg heiðargæsarinnar

Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, afhenti forseta skoska þingsins, George Reid, nýlega gjöf frá Alþingi í tilefni af opnun nýs skosks þinghúss, sem tekið var í notkun við hátíðlega athöfn í Edinborg 9. októktóber. Gjöfin er egg heiðargæsarinnar, mótað úr graníti sem hvílir á hraunhellu frá Þingvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Allt annað en feluleik

Meta á stöðu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli út frá hernaðarlegum fremur en efnahagslegum forsendum samkvæmt tillögum framtíðarhóps Samfylkingarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi Alþýðuflokksmaður af Suðurnesjum segir að sú tillaga að Íslendingar taki að sér rekstur flugvallarins í vaxandi mæli valdi sér ekki áhyggjum.

Innlent
Fréttamynd

Uppboð eða útboð

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í gær þar sem gert er ráð fyrir að tíðnir svokallaðrar 3. kynslóðar farsíma verði boðnar út.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bara stefnt að tekjujöfnun

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að tekjujöfnun sé síður en svo eina markmiðið í skattamálum. Samkvæmt útreikningum sem ASÍ vann fyrir Fréttablaðið hefur skattbyrði láglaunamanns þyngst frá því staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 en skattprósentan verður álíka og þá þegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hafa tekið gildi.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi er áhygguefni

Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir aðspurður að þörf sé á að skoða þær tölur sem skýrt er frá í Fréttablaðinu í gær varðandi fækkun íbúa á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn ársfjóðung.

Innlent
Fréttamynd

Umboðsmaður neytenda

Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni mælti í gær fyrir frumvarpi á alþingi um að stofnað verði sérstakt embætti umboðsmanns neytenda.

Innlent
Fréttamynd

Samfylking komi út úr skápnum

Samtök herstöðvaandstæðinga hvetja Samfylkinguna til að skýra stefnu sína í varnarmálum. Þau saka Samfylkinguna um að "bera kápuna á báðum öxlum" í nýjum hugmyndum framtíðarhóps flokksins í varnarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Beiðni Steingríms hafnað

Stjórn Landssíma Íslands hefur hafnað kröfu Steingríms J. Sigfússonar, alþingismanns, um að boðað verði til hluthafafundar í fyrirtækinu vegna kaupa þess á hlut í Skjá einum.

Innlent
Fréttamynd

Vill loka samningamenn inni

Menntamálráðherra vill ekki að ríkið blandi sér í kennaradeiluna, hvorki með lögum né ívilnunum fyrir sveitarfélög. Þorgerður Katrín vill hins vegar loka samningamenn inni uns lausn finnst á deilunni.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli boða ekki gott

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir að ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að Framsóknarflokkurinn væri "ömurlegur flokkur" boði ekki gott. Aðspurður um framtíð R-listans segir Halldór að samstarfið hafi gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Halldór treystir deilendum

Forsætisráðherra segir að ekki standi til að setja lög á kennaraverkfallið. Hann segir mikilvægt að leysa málið en deilendur verði að gera það og það verði að treysta forystumönnum þeirra til þess.

Innlent
Fréttamynd

Andvaraleysi gagnrýnt

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna gagnrýndi íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í umræðum um heræfingar rússneska flotans hér við land á Alþingi í gær. Taldi hann vítavert að hálfur mánuður hefði liðið frá því að rússneskra skipa varð vart hér við land þar til íslensk stjórnvöld hafi leitað skýringa hjá Rússum.

Innlent
Fréttamynd

Frammíköll, skvaldur og fliss

Geir H. Haarde fjármálaráðherra sakaði Samfylkinguna um málefnaskort þegar hann var gagnrýndur fyrir það í upphafi þingfundar að skipa einungis karlmenn í nýja framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. 

Innlent
Fréttamynd

Sinnuleysi um varnir landsins

Rússnesku herskipin höfðu verið innan íslensku efnahagslögsögunnar í hálfan mánuð áður en krafist var skýringa frá yfirvöldum í Moskvu. Þetta töldu stjórnarandstæðingar bera vott um sinnuleysi ríkisstjórnarinnar um varnir landsins í umræðum um málið á Alþingi í dag. Ótti við kjarnorkuknúna, rússneska ryðdalla virtist þó ekki fylgja flokkslínum.

Innlent
Fréttamynd

Grafið undan samningum

Alþýðusamband Íslands segir nýja verðbólguspá greiningadeildar Landsbanka Íslands staðfesta enn að grafið sé undan forsendum kjarasamninga. Gert var ráð fyrir 2.5% verðbólgu á næsta ári í kjarasamningum, 3.5% í forsendum fjárlagafrumvarpsins og Landsbankinn spáir nú stöðugt 3-3.5% verðbólgu til 2007.

Innlent
Fréttamynd

Þóttum ótraust og kröfuhörð þjóð

Bandaríkjastjórn vildi taka til athugunar að segja upp varnarsamningnum við Ísland og draga herlið sitt frá landinu í þorskastríðinu 1975 til 1976. Var það mat embættismanna í Washington að Íslendingar væru svo ótraustir og kröfuharðir bandamenn að vera kynni að Bandaríkin sættu sig ekki við fórnarkostnaðinn sem því fylgdi að halda þeim góðum.

Innlent
Fréttamynd

10 þúsund minna í vasann

Skattprósentan á að lækka niður í um 35% í lok kjörtímabilsins eða svipað og hún var 1988 þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp. Hins vegar hefur maður sem hafði 50 þúsund krónur á mánuði 1988 10 þúsund krónum minna eftir í vasanum nú en hann hefði haft ef skattkerfið hefði haldist óbreytt.

Innlent
Fréttamynd

Gripið verði til lagasetningar

Gunnar Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis, segir að ríkið verði að grípa til örþrifaráða með lagasetningu ef ekki gangi saman með deilendum í kennaradeilunni á næstunni. Gunnar sagði þetta í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi en vildi ekki tímasetja nánar hvenær nóg væri komið svo að lög verði sett til að stöðva verkfallið.

Innlent
Fréttamynd

Varnarhugmyndir gagnrýndar

Hugmyndir framtíðarhóps Samfylkingarinnar um varnarmál eru gagnrýndar bæði frá hægri og vinstri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar kynnti nýjar hugmyndir framtíðarhóps á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Óhætt er að segja að "umræðuplagg" hópsins í varnarmálum hafi vakið mesta athygli.

Innlent
Fréttamynd

Nefndarskipan gagnrýnd

Til hvassra orðaskipta kom á Alþingi í gær á milli fjármálaráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar. Tilefnið var athugasemd Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns flokksins um störf þingsins.

Innlent