Stj.mál

Fréttamynd

Viðgerð er ofarlega á dagskrá

Það blasir við að ráðast þarf í margvíslegar endurbætur á Þjóðleikhúsinu, segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Ekki hefur þó verið ákveðið hvenær lagt verður til fjármagn í þær endurbætur, en slík fjárúthlutun er ofarlega á lista hjá menntamálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Vildu láta reyna á meirihluta

Sjálfstæðismenn báru fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að viljayfirlýsing borgarstjórnar og ríkisstjórnarinnar um sölu á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun yrði borin undir atkvæði. Komið hefði fram andstaða hjá vinstri - grænum sem skapaði óvissu um hvort meirihluti væri fyrir málinu. Borgarstjóri segir það af og frá.

Innlent
Fréttamynd

Vill draga úr niðurrifi húsa

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, ætlar að leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að nýjum starfshópi verði komið á fót til að endurskoða deiliskipulag við Laugaveg. Markmið endurskoðunarinnar verði að draga úr þeim víðtæku heilmildum til niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg sem ætlunin sé að veita.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg tekur við af Bryndísi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, mun taka við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur þegar hún hættir þann 1. ágúst og tekur við embætti forseta lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Ákvörðun Bryndísar var kynnt þingflokki Samfylkingarinnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís hættir á þingi 1. ágúst

Bryndís Hlöðversdóttir ætlar að hætta þingmennsku til að taka við stöðu deildarforseta lagadeildar Viðskiptaháskólans í Bifröst. Gert er ráð fyrir að hún hætti þingstörfum 1. ágúst. Næsti maður inn á þing er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun tengist ekki formannsslag

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tekur við þingmennsku af Bryndísi Hlöðversdóttur, sem gerist deildarstjóri lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst. Bryndís neitar því að hún sé að rýma til fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í tengslum við framboð hennar til formanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fagna nýrri stefnu varðandi ESB

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fagnar því að stefna flokksins í Evrópumálum hafi verið endurskoðuð á flokksþingi Framsóknarflokksins sem lauk í gær. Ungir framsóknarmenn telja þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið og þeir segja líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins verði til þess að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Telur þingmennsku styrkja framboð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur að það styrki framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar að hún taki við þingmennsku í haust því að það hafi verið notað sem rök gegn framboðinu að hún sitji ekki á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlanefnd skilar áliti í mars

Nefnd menntamálaráðherra, sem á að gera tillögur að frumvarpi um fjölmiðla, stefnir að því að skila áliti sínu seint í mars. Til stóð að skila álitinu 1. febrúar en strax þá var ljóst að það gengi ekki. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, sagði að nefndinni hefði verið ætlaður of naumur tími til verksins og tímasetningin hefði verið óraunhæf. Karl segir nú að verkið gangi vel og vonandi verði því lokið um eða eftir páska.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra til Danmerkur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fer í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Anders Foghs Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur. Í heimsókninni mun Halldór hitta marga málsmetandi Dani og einnig forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja í Danmörku. Heimsókn forsætisráðherra til Danmerkur lýkur á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar í varaformanninn

Gunnar Örlygsson alþingismaður Frjálslynda flokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni, á landsþingi flokksins sem fram fer um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Segir blað brotið í sögu flokksins

Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir brotið blað í sögu Framsóknarflokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti kynjanna innan flokksins. Samkvæmt henni skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður.

Innlent
Fréttamynd

Stór ákvörðun að hætta

Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst og tekur við starfi deildarforseta lögfræðideildar á Bifröst. Hún segir að lögfræðin hafi togað í sig og hún hafi ekki viljað sleppa þessu tækifæri. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fagna eflingu jafnréttis

Landssamband framsóknarkvenna telur að djúp spor hafi verið mörkuð í sögu framsóknarkvenna og þar með sögu flokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti innan flokksins. Framsóknarkonur telja að þau skref muni án efa leiða Framsóknarflokkinn áfram til aukinna áhrifa og framgöngu í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Segir Evrópuumræðu leikrit

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Evrópuumræðu Framsóknarflokksins um helgina að öllum líkindum leikrit til að breiða yfir innanbúðarátök í flokknum. Sé hins vegar um raunverulega stefnubreytingu að ræða geti það þrengt hjónabandsmarkaðinn fyrir Framsókn eftir næstu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu

Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa aðildarviðræður en ...

„Framsóknarflokkurinn á þegar að hefja vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið en bera niðurstöðu þeirrar vinnu undir næsta flokksþing, til samþykktar eða synjunar.“ Á þessa leið hljóðar texti ályktunar Framsóknarflokksins um Evrópumál.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkasveitum verði útrýmt

Ariel Sharon vill að Palestínumenn útrými hryðjuverkasveitum í eitt skipti fyrir öll. Annars sér hann engan tilgang í viðræðum og segir Ísraelsmenn þá verða að grípa til aðgerða. Ahmed Queria, forsætisráðherra Palestínu, segir að ef Ísraelsmenn ákveði að slíta sambandi sínu við Palestínumenn sé það þeirra val.

Erlent
Fréttamynd

Kynjakvóti samþykktur

Framsóknarmenn samþykktu á flokksþinginu í gær ákvæði um að hlutur hvors kyns skuli ekki vera lægra en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins, sem og við val á framboðslista.

Innlent
Fréttamynd

Átakamikið flokksþing

Hörð átök voru um stór mál á flokksþingi framsóknarmanna. Mestu deilurnar voru um Evrópumál. Evrópusinnar bökkuðu mikið frá upphaflegum drögum að ályktun en fengu grundvallaratriði í gegn. Formaðurinn segir umboð flokksins skýrt. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Öllum tilraunum Evrópusinna hrint

Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn hreyfir við Norðmönnum

Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, segir Evrópustefnu Framsóknarflokksins hafa áhrif í Noregi. Í samtali við Fréttablaðið segir Bondevik að Norðmenn fylgist grannt með þróun umræðunnar um Evrópumál á Íslandi. Aðildarviðræður séu á dagskrá Norðmanna í fyrsta lagi 2007. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarflokkurinn stefnulaus?

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, telur ESB-umræðuna hugsanlega skilaboð um breytt stjórnarmynstur á næsta kjörtímabili. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, telur sjálfstæðismenn móta stefnu Framsóknarflokksins í Evrópumálum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Innanlandsflug áfram í Reykjavík

Gert er ráð fyrir að Framsóknarmenn samþykki ályktun um höfuðborgarstefnu þar sem lagt er til að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík. Í upphafi þings lá fyrir tillaga um að innanlandsflug til höfuðborgarsvæðisins yrði flutt til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Orðrómurinn ekki réttur

Halldór Ásgrímsson, sem endurkjörinn var formaður Framsóknarflokksins um helgina, finnst vegur sinn innan flokksins ekki hafa minnkað. Hann kannast ekki við það sem sumir framsóknarmenn hafa haldið fram, að formaðurinn hafi tekið einhverja tiltekna einstaklinga að brjósti sér og úthýst öðrum. „Ég kannast við þennan orðróm en hann er einfaldlega ekki réttur,“ segir Halldór.

Innlent
Fréttamynd

Ungir framsóknarmenn fagna

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður fagnar því að ákvörðun hafi verið tekin um endurskoðun á stefnu Framsóknarflokksins í evrópumálum. Félagið segir þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið, enda líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins þurfi til að Ísland hefji aðildarviðræður.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB

Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Halldór fékk 81,85% atkvæða

Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu á öðrum tímanum í dag. 406 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði en alls voru atkvæðin 520, þar af tvö ógild og 22 skiluðu auðu. Halldór fékk því 81,85% atkvæða. Ef auðir seðlar eru taldir með fékk formaðurinn 78,4% atkvæða. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari.

Innlent
Fréttamynd

Kjarnorkuvopnaáætlun í bígerð?

Íranar keyptu upplýsingar af pakistönskum vísindamönnum um hvernig koma ætti af stað kjarnorkuvopnaáætlun, segja rannsóknarmenn Bandaríkjastjórnar. 

Erlent