Öllum tilraunum Evrópusinna hrint 27. febrúar 2005 00:01 Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira