Stj.mál Berlusconi að draga í land? Silvio Berlusconi virðist eitthvað vera að draga í land með þá ákvörðun sína að fara með herlið Ítala burt frá Írak í september. Í gær sagði Berlusconi að ekki væri búið að ákveða hvenær herinn færi og það yrði að gerast í góðri sátt við bandamenn landsins. Erlent 13.10.2005 18:55 Afsögn Perssons ekki á dagskrá Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vísar því á bug að hann hyggist segja af sér embætti. Vinsældir Persons hafa dalað mjög samkvæmt skoðanakönnunum og í dagblaðinu <em>Expressen</em> í dag eru settar fram getgátur um afsögn hans á flokksþingi sósíaldemókrata síðar á þessu ári. Erlent 13.10.2005 18:55 Óvíst hvort Wolfowitz verði ráðinn Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest. Erlent 13.10.2005 18:55 Fyrsta hluta brottflutnings lokið Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:55 Óeðlileg samkeppni? Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:55 Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. Innlent 13.10.2005 18:55 Ítalskir hermenn kallaðir heim Ítalir ætla að hefja brottfluttning herliðs síns frá Írak þegar í september á þessu ári. Þetta sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í gær. Ummælin koma mjög á óvart því að hingað til hafa ítölsk stjórnvöld sagst ætla að halda herliði landsins í Írak þangað til Írakar geti sjálfir séð um öryggi lands síns. Erlent 13.10.2005 18:55 Hersveitir kallaðar frá Jeríkóborg Ísraelskar hersveitir hafa verið kallaðar frá Jeríkóborg og markar það upphaf brotthvarfs hersveita frá fimm borgum á Vesturbakkanum. Palestínskar öryggissveitir munu nú halda uppi lögum á svæðinu en þetta er sagt styrkja stöðu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, til mikilla muna. Erlent 13.10.2005 18:55 Enginn árangur af þingfundinum Fyrsta þingfundi írakska þjóðþingsins lauk nú fyrir skömmu, án þess að endanleg sátt hafi náðst um skipan nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta í nýafstöðnum kosningum, hafa náð saman um stærstu embættin. Erlent 13.10.2005 18:55 Furða sig á RÚV-frumvarpinu Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 18:55 Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Innlent 13.10.2005 18:55 Króatar sýna ekki samvinnu Evrópusambandið mun í dag að öllum líkindum ákveða að fresta upphafi aðildarviðræðna við Króatíu þar sem stjórnvöld þar hafa ekki sýnt nægilega samvinnu við alþjóðaglæpadómstólinn í Haag. Erlent 13.10.2005 18:55 Óvíst um umsókn Fischers Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Innlent 13.10.2005 18:55 Wolfowitz forseti Alþjóðabankans Bandaríkjastjórn tilnefndi hinn umdeilda Paul Wolfowitz sem forseta Alþjóðabankans nú fyrir stundu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var vegna tilnefningarinnar að Wolfowitz hafi alla þá reynslu sem þurfi til að stýra bankanum, auk þess sem persóna hans og framkoma sé hrein og bein. Erlent 13.10.2005 18:55 Yfirlýsing OPEC marklaus Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi. Erlent 13.10.2005 18:55 Ræða ekki kjarnorkuvopnaáætlunina Norður-Kóreustjórn þvertekur fyrir að setjast aftur að samningaborði sexveldanna svokölluðu til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Talsmenn ráðamanna í Norður-Kóreu segja viðræður útilokaðar fyrr en Bandaríkjamenn hætta að kalla landið útvörð harðstjórnar. Erlent 13.10.2005 18:55 Aðeins bráðabirgðalausn "Þó að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu tilbúnir að skrifa upp á þennan samning þá er mikil almenn óánægja með þessa niðurstöðu," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lúðvík er einn fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga en félagsmálaráðherra kynnir niðurstöður hennar á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:55 Málið rætt í allsherjarnefnd? Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. Innlent 13.10.2005 18:55 Brösug stjórnarmyndun í Írak Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Erlent 13.10.2005 18:55 Ríkisborgararéttur fyrir Fischer? Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir stuðningsmenn Fischers eru boðaðir á fund nefndarinnar. Fulltrúi í nefndinni kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt. Innlent 13.10.2005 18:55 Deilt um fyrirkomulag RÚV Sjálfstæðismenn vildu gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi en Framsóknarflokkurinn var ófáanlegur til þess. Sæst var á að stofnunin yrði gerð að sameignarfélagi. Lögfræðingar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt. Menntamálaráðherra segir sérlög ofar almennum lögum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:55 Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið. Innlent 13.10.2005 18:55 Um umsækjendurna Úr upplýsingum um umsækjendur sem Útvarpsráð byggði ákvörðun sína á. Innlent 15.3.2005 00:01 Meirihlutaviðræður í kvöld "Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra. Innlent 13.10.2005 18:55 Leggja fé í menningu Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 18:55 Færri veik börn til útlanda Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:55 Meirihlutinn springur í annað sinn Meirihlutinn í bæjarstjórn Blönduóss er sprunginn. Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem mynda þarf nýjan meirihluta. Innlent 13.10.2005 18:54 Utanríkisráðherra taki af skarið Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:55 Meirihlutinn sprunginn á Blönduósi Meirihlutasamstarfi H-lista vinstri manna og óháðra og bæjarmálafélagsins Hnjúka, Á-lista, í bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur verið slitið. Í tilkynningu sem H-listamenn sendu frá sér í gær er ástæðan sögð trúnaðarbrestur vegna framgöngu formanns bæjarráðs, Valdimars Guðmannssonar, sem situr í bæjarráði fyrir hönd Á-lista en trúnaðarbresturinn ku tengjast byggingu þjónustuhúss við tjaldsvæðið á Blönduósi. Innlent 13.10.2005 18:54 Fá mun meira úr sjóði en greitt er Vestfirðir, Norðurland og Austurland fá um helmingi meira úr flutningsjöfnunarsjóði olíuvara en þessir landshlutar greiða í hann og hafa þeir því mest gagn af honum. Þetta kom fram í skriflegu svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar á Alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:55 « ‹ 126 127 128 129 130 131 132 133 134 … 187 ›
Berlusconi að draga í land? Silvio Berlusconi virðist eitthvað vera að draga í land með þá ákvörðun sína að fara með herlið Ítala burt frá Írak í september. Í gær sagði Berlusconi að ekki væri búið að ákveða hvenær herinn færi og það yrði að gerast í góðri sátt við bandamenn landsins. Erlent 13.10.2005 18:55
Afsögn Perssons ekki á dagskrá Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vísar því á bug að hann hyggist segja af sér embætti. Vinsældir Persons hafa dalað mjög samkvæmt skoðanakönnunum og í dagblaðinu <em>Expressen</em> í dag eru settar fram getgátur um afsögn hans á flokksþingi sósíaldemókrata síðar á þessu ári. Erlent 13.10.2005 18:55
Óvíst hvort Wolfowitz verði ráðinn Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest. Erlent 13.10.2005 18:55
Fyrsta hluta brottflutnings lokið Sýrlendingar hafa lokið fyrsta hluta brottflutnings frá Líbanon. Sýrlenskar hersveitir og leyniþjónustufólk er nú komið til austurhluta Líbanons, skammt frá landamærunum að Sýrlandi, og stór hluti yfir landamærin. Erlent 13.10.2005 18:55
Óeðlileg samkeppni? Alþingismenn vilja að kannað verði hvort tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar í endurbætur á varðskipum Landhelgisgæslunnar samræmist reglum á EES-svæðinu. Innlent 13.10.2005 18:55
Fengu helmingi minna en vildu <>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu í tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. Innlent 13.10.2005 18:55
Ítalskir hermenn kallaðir heim Ítalir ætla að hefja brottfluttning herliðs síns frá Írak þegar í september á þessu ári. Þetta sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í gær. Ummælin koma mjög á óvart því að hingað til hafa ítölsk stjórnvöld sagst ætla að halda herliði landsins í Írak þangað til Írakar geti sjálfir séð um öryggi lands síns. Erlent 13.10.2005 18:55
Hersveitir kallaðar frá Jeríkóborg Ísraelskar hersveitir hafa verið kallaðar frá Jeríkóborg og markar það upphaf brotthvarfs hersveita frá fimm borgum á Vesturbakkanum. Palestínskar öryggissveitir munu nú halda uppi lögum á svæðinu en þetta er sagt styrkja stöðu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, til mikilla muna. Erlent 13.10.2005 18:55
Enginn árangur af þingfundinum Fyrsta þingfundi írakska þjóðþingsins lauk nú fyrir skömmu, án þess að endanleg sátt hafi náðst um skipan nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta í nýafstöðnum kosningum, hafa náð saman um stærstu embættin. Erlent 13.10.2005 18:55
Furða sig á RÚV-frumvarpinu Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa furðu sinni á frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sem þeir segja slæmt fyrir lýðræðið. Verið að stofna ríkisstjórnarútvarp, segir þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 18:55
Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins. Innlent 13.10.2005 18:55
Króatar sýna ekki samvinnu Evrópusambandið mun í dag að öllum líkindum ákveða að fresta upphafi aðildarviðræðna við Króatíu þar sem stjórnvöld þar hafa ekki sýnt nægilega samvinnu við alþjóðaglæpadómstólinn í Haag. Erlent 13.10.2005 18:55
Óvíst um umsókn Fischers Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Innlent 13.10.2005 18:55
Wolfowitz forseti Alþjóðabankans Bandaríkjastjórn tilnefndi hinn umdeilda Paul Wolfowitz sem forseta Alþjóðabankans nú fyrir stundu. George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi sem haldinn var vegna tilnefningarinnar að Wolfowitz hafi alla þá reynslu sem þurfi til að stýra bankanum, auk þess sem persóna hans og framkoma sé hrein og bein. Erlent 13.10.2005 18:55
Yfirlýsing OPEC marklaus Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi. Erlent 13.10.2005 18:55
Ræða ekki kjarnorkuvopnaáætlunina Norður-Kóreustjórn þvertekur fyrir að setjast aftur að samningaborði sexveldanna svokölluðu til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Talsmenn ráðamanna í Norður-Kóreu segja viðræður útilokaðar fyrr en Bandaríkjamenn hætta að kalla landið útvörð harðstjórnar. Erlent 13.10.2005 18:55
Aðeins bráðabirgðalausn "Þó að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu tilbúnir að skrifa upp á þennan samning þá er mikil almenn óánægja með þessa niðurstöðu," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lúðvík er einn fulltrúa sveitarfélaga í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga en félagsmálaráðherra kynnir niðurstöður hennar á Alþingi í dag. Innlent 13.10.2005 18:55
Málið rætt í allsherjarnefnd? Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins. Innlent 13.10.2005 18:55
Brösug stjórnarmyndun í Írak Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Erlent 13.10.2005 18:55
Ríkisborgararéttur fyrir Fischer? Ríkisborgararéttur til handa Bobby Fischer er á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið. Fjórir stuðningsmenn Fischers eru boðaðir á fund nefndarinnar. Fulltrúi í nefndinni kveðst ekki geta túlkað þetta öðruvísi en svo að samstaða sé um að veita Fishcer ríkisborgararétt. Innlent 13.10.2005 18:55
Deilt um fyrirkomulag RÚV Sjálfstæðismenn vildu gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi en Framsóknarflokkurinn var ófáanlegur til þess. Sæst var á að stofnunin yrði gerð að sameignarfélagi. Lögfræðingar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt. Menntamálaráðherra segir sérlög ofar almennum lögum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:55
Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið. Innlent 13.10.2005 18:55
Um umsækjendurna Úr upplýsingum um umsækjendur sem Útvarpsráð byggði ákvörðun sína á. Innlent 15.3.2005 00:01
Meirihlutaviðræður í kvöld "Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra. Innlent 13.10.2005 18:55
Leggja fé í menningu Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 18:55
Færri veik börn til útlanda Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:55
Meirihlutinn springur í annað sinn Meirihlutinn í bæjarstjórn Blönduóss er sprunginn. Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem mynda þarf nýjan meirihluta. Innlent 13.10.2005 18:54
Utanríkisráðherra taki af skarið Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Innlent 13.10.2005 18:55
Meirihlutinn sprunginn á Blönduósi Meirihlutasamstarfi H-lista vinstri manna og óháðra og bæjarmálafélagsins Hnjúka, Á-lista, í bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur verið slitið. Í tilkynningu sem H-listamenn sendu frá sér í gær er ástæðan sögð trúnaðarbrestur vegna framgöngu formanns bæjarráðs, Valdimars Guðmannssonar, sem situr í bæjarráði fyrir hönd Á-lista en trúnaðarbresturinn ku tengjast byggingu þjónustuhúss við tjaldsvæðið á Blönduósi. Innlent 13.10.2005 18:54
Fá mun meira úr sjóði en greitt er Vestfirðir, Norðurland og Austurland fá um helmingi meira úr flutningsjöfnunarsjóði olíuvara en þessir landshlutar greiða í hann og hafa þeir því mest gagn af honum. Þetta kom fram í skriflegu svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar á Alþingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:55