Erlent

Ræða ekki kjarnorkuvopnaáætlunina

Norður-Kóreustjórn þvertekur fyrir að setjast aftur að samningaborði sexveldanna svokölluðu til að ræða kjarnorkuvopnaáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Talsmenn ráðamanna í Norður-Kóreu segja viðræður útilokaðar fyrr en Bandaríkjamenn hætta að kalla landið útvörð harðstjórnar. Norður-Kóreumenn telja orðaval bandarískra ráðamenna gefa til kynna að þeir vilji ekkert semja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×