Stj.mál

Fréttamynd

Enginn eigi að segja af sér

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að hann og aðrir ráðherrar beri ábyrgð á því að ákveðið hafi verið að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng á sínum tíma. Hann segir deildar meiningar um hvort ríkið hafi brotið lög, eins og héraðsdómur hefur sagt, Hæstiréttur eigi eftir að fjalla um málið. Hann telur að enginn eigi að segja af sér vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Ísland verið fremst í fjarskiptum

Ísland kemst í fremstu röð í heiminum í upplýsingatækni og fjarskiptum með fimm ára fjarskiptaáætlun sem hefst í ár. Með henni á að bæta sjónvarps- og útvarpssendingar til dreifðra byggða og sjómanna auk þess sem farsímakerfið verður eflt og háhraðatengingu komið upp um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýni ákvæði um RÚV

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segist ekki sjá nein rök fyrir ákvæði í frumvarpi að nýjum lögum um Ríkisútvarpið, þar sem kveðið er á um að stjórn stofnunarinnar eigi að setja reglur um fréttaflutning og auglýsingar og gæta þess að reglum sé fylgt.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýndi ómálefnalega umræðu

Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Hafi erindi sem erfiði

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist vona að Agnes Bragadóttir og félagar hennar í átaki til að koma saman hópi lítilla fjárfesta til að kaupa hlut í Símanum hafi erindi sem erfiði. Hann furðar sig hins vegar á því að hún geri Alþingi að blóraböggli.

Innlent
Fréttamynd

Össur og Ingibjörg á Akureyri

Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru á meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins á Akureyri í hádeginu. Fundurinn ber yfirskriftina <em>Ekki gera eins og mamma þín segir þér!</em> - klár tilvísun í þá félaga Karíus og Baktus. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Ingibjörg og Össur mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna.

Innlent
Fréttamynd

Illskiljanleg ákvörðun

Heilbrigðisyfirvöld fyrirskipa sameiningu allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk heilsugæslunnar í Hafnarfirði telur að ákvörðunin gangi þvert gegn fyrri yfirlýsingum heilbrigðisráðherra. Reglugerð um framkvæmd sameiningarinnar hefur ekki verið gefin út. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Björn fagnar áræði Agnesar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vonar að Agnes Bragadóttir blaðamaður og félagar hennar hafi erindi sem erfiði í baráttu sinni fyrir því að almenningur eignist sem stærstan hlut í Símanum. Þetta segir Björn á heimasíðu sinni í dag og fagnar áræði Agnesar sem og dugnaði.

Innlent
Fréttamynd

Háhraðavæðing fyrir árið 2007

Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet.

Innlent
Fréttamynd

Auka kvóta til jafns við Norðmenn

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Athyglin dregin frá kjarna málsins

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að forseti Alþingis hafi beitt gamaldags aðferðafræði í pólitík og dregið athyglina frá kjarna málsins með því að víta hann á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja til afgreiðslu frumvarps

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á allsherjarnefnd Alþingis að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni og leyfa Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Vonarstjarna almennra flokksmanna

Helle Thorning-Schmidt er fyrsta konan til að leiða danska jafnaðarmannaflokkinn og um leið fyrsta konan í sögu danskra stjórnmála sem á raunhæfan kost á að verða forsætisráðherra. Hún hyggst færa stefnu flokksins nær miðju.</font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Samfylkingin: Félögum fjölgar ört

Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á ungliðum í forystusveit

Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ákvörðun sína tilkynnti hann opinberlega í gær og tók þar með áskorun framkvæmdastjórnar Ungra jafnaðarmanna.

Innlent
Fréttamynd

Meðalverð lóða ríflega 100% hærra

Meðalverð á einbýlishúsalóðum í Norðlingaholti var vel á annað hundrað prósentum hærra í tilboðunum, sem opnuð voru í gær, en í tilboðunum í júní í fyrra. Þá er lóðaverð vegna íbúðar í fjölbýlishúsi orðið hærra en einbýlishúsalóð kostaði fyrir nokkrum misserum.

Innlent
Fréttamynd

Landburður af nýjum félögum

Talið er að allt að 4.000 nýir félagar hafi skráð sig í Samfylkinguna, en frestur til skráningar fyrir formannskjörið rann út klukkan sex í gærkvöld. "Það er landburður af nýjum félögum," segir Flosi Eiríksson formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Undirbýr leyfi til olíurannsókna

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að veita olíufyrirtækjum leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu á landgrunni Íslands. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra lagði fram greinargerð um málið á ríkisstjórnarfundi í dag og samþykkti ríkisstjórnin áætlun sem gerir ráð fyrir að nauðsynlegum undirbúningi til að bjóða fram leyfi verði lokið í ársbyrjun 2007.

Innlent
Fréttamynd

Tölvupóstur verður dulkóðaður

Til skoðunar er að dulkóða tölvupóst á milli starfsmanna ráðuneytanna til að koma í veg fyrir að viðkvæm mál berist til óviðkomandi. Dæmi eru um að mál er varða þjóðaröryggi hafi lent í röngum höndum.

Innlent
Fréttamynd

Undrast hlutleysi Ágústs

Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tilkynnti í morgun að hann gæfi kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í maí. Ágúst Ólafur er 28 ára og var kjörinn á þing í kosningunum árið 2003. Samfylkingarmenn sem fréttastofa ræddi við í morgun eru undrandi á yfirlýsingum Ágústs um að hann ætli engan að styðja til formannskjörs.

Innlent
Fréttamynd

Hafi tíma til að skila inn tilboði

Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Samgönguáætlun gagnrýnd

Höfuðborgarsvæðið og Reykjavíkurborg sérstaklega fara verulega varhluta af fyrirhuguðum framkvæmdum ríkisins í samgöngumálum að mati borgarráðs. Er ný fjögurra ára samgönguáætlun Sturla Böðvarssonar gagnrýnd þar sem innan við tíu prósent framkvæmdafjár fari til höfuðborgarbúa þar sem 40 prósent landsmanna búa.

Innlent
Fréttamynd

Vantreystir Landsvirkjun

Í utandagskrárumræðum um framkvæmdir á Kárahnjúkum í gær spurði Steingrímur J. Sigfússon Valgerði Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hvort Landsvirkjun væri treystandi til að halda byggingu Kárahnjúkastíflu áfram.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki hækka leikskólagjöld

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fallið verði frá hækkunum á leikskólagjöldum sem R-listinn samþykkti fyrir fjórum mánuðum. Tillöguna lögðu þeir fram á fundi borgarráðs í dag og vilja að hækkunin verði aflögð frá 1. maí nk. Tillögunni var vísað til afgreiðslu menntaráðs.

Innlent
Fréttamynd

Vítum mótmælt

Þingflokkur Samfylkingar hefur sent Forsætisnefnd Alþingis bréf, þar sem því er harðlega mótmælt að orð Lúðvíks Bergvinssonar hafi verið af því tagi að forseti Alþingis hefði átt að víta hann á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt innflytjendaráð í deiglunni

Stefnt verður að því að stofna innflytjendaráð til að sinna brýnum málefnum innflytjenda og bera ábyrgð á móttöku flóttamanna. Ráðið mun heyra undir félagsmálaráðuneyti, en vera skipað fulltrúum fjögurra ráðuneyta og Sambands sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarfundur á Ítalíu

Ríkisstjórn Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, er í kreppu. Neyðarfundur var haldinn í dag en ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi í héraðskosningum í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Samfylkingin mótmælir vítinu

Þingflokkur Samfylkingarinnar mótmælir því harðlega að orð Lúðvíks Bergvinssonar, sem Halldór Blöndal vítti hann fyrir í gær, hafi verið af því tagi að beita ætti vítum. Lúðvík sagði: „Forseti, ég hef orðið.“

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp dregið til baka

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, dró í gær til baka frumvarp um að leggja niður tryggingadeild útflutningslána sem hún hafði áður mælt fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Eina stjórnarandstaðan í Bretlandi

Frjálslyndir demókratar í Bretlandi hófu kosningabaráttu sína í dag með því að lýsa því yfir að þeir væru eina raunverulega stjórnarandstaðan í landinu. Demókratarnir voru einir stóru flokkanna á móti innrásinni í Írak.

Erlent