Tölvupóstur verður dulkóðaður 15. apríl 2005 00:01 Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóstur sem innihéldi viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að allur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneytið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir Stjórnarráð Íslands og í netföngum allra starfsmanna ráðuneytanna, nema umhverfisráðuneytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti viðkomandi starfar. Netföng starfsmanna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneytisins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðuneytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið, segir að út frá öryggissjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. "Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til umhugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því," segir Guðbjörg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Forsætisráðuneytið íhugar að dulkóða tölvupóst vegna hættu á að hann lendi í röngum höndum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að dæmi væru um að tölvupóstur sem innihéldi viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og ætlaður væri utanríkisráðuneytinu, bærist fyrir misskilning sendenda í hendur Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Fyrirtæki í eigu Láru átti lénið utn.is og það var stillt þannig að allur póstur sem sendur var á netföng sem enda á @utn.is barst í pósthólf Láru og gilti þá einu hver fyrri hluti netfangsins var. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is og Lára segir dæmi þess að hún hafi fengið send mjög viðkvæm mál, jafnvel erindi er varðað hafa öryggi landsins. Þrátt fyrir að Lára léti ráðuneytið vita af þessum netfangaruglingi strax árið 2001 var það ekki fyrr en í gær sem ráðuneytið gekk frá samkomulagi við Láru um kaup á léninu; eftir að Fréttablaðið bar fréttina undir Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann untanríkisráðherra. Alls heyra fjórtán ráðuneyti undir Stjórnarráð Íslands og í netföngum allra starfsmanna ráðuneytanna, nema umhverfisráðuneytisins og Hagstofunnar, kemur fyrir þriggja stafa skammstöfun sem sýnir í hvaða ráðuneyti viðkomandi starfar. Netföng starfsmanna forsætisráðuneytisins enda þannig á @for.stjr.is og netföng starfsmanna samgönguráðuneytisins enda á @sam.stjr.is. Sex ráðuneyti hafa keypt íslensku lénin þar sem þriggja stafa skammstöfun og kennileiti ráðuneytanna koma fyrir. Þannig á menntamálaráðuneytið mrn.is og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið á ivr.is. Í fjórum tilfellum eru lénin í eigu óskyldra aðila og tveimur lénanna er óráðstafað. Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins sem heyrir undir forsætisráðuneytið, segir að út frá öryggissjónarmiði sé lausnin ekki að kaupa ný og ný lén til að koma í veg fyrir misskilning. "Við munum skoða þetta mál af þessu gefna tilefni en lausnin til lengri tíma litið er fólgin í að hægt verði að dulkóða tölvupóstinn. Það er auðvelt að koma því á innan ríkiskerfisins en kannski lengra í að það verði almennt í þjóðfélaginu. Öll umræða vekur menn til umhugsunar og ýtir á eftir verkefnum og því er vel hugsanlegt að þetta mál verði til að flýta því," segir Guðbjörg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira