
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt
Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur.

Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum
Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða.

„Þetta er afnotagjald“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu.

Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV
„Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra.

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus.

Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt
Seinni umferð rekstorskjörs Háskóla Íslands lauk nú klukkan 17. Kosið var á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við stjórnmálafræðideild.

Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum
Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar.

Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings
Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Fréttamaður RÚV hafi orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti vegna fréttar um samband barnamálaráðherra við táningspilt þegar ráðherrann var 22 ára gömul.

Lýðræðið deyr í myrkrinu
Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp.

Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins
Lovísa Ósk Gunnarsdóttur hefur verið skipuð í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins. Logi Einarsson, M-menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur skipað hana í embættið frá og með 1. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að alls hafi borist átta umsóknir um starfið.

Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri
Seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands stendur nú yfir en kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Kjörfundi lýkur klukkan 17 í dag.

„Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“
Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku.

Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi.

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Undanfarin ár hefur samfélagsþjónustu verið beitt í meiri mæli en áður. Hún getur verið góð og skynsamleg leið. Það er ekki endilega betra fyrir samfélagið að allir sem hafa verið dæmdir fyrir afbrot séu settir á bak við lás og slá. Hins vegar má ekki nota þetta úrræði á röngum forsendum.

„Fall er fararheill“
Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram.

„Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“
Formaður Samtaka smærri útgerða segir fyrirhugaða hækkun á veiðigjaldi reiðarslag fyrir landsbyggðina. Fram undan séu kjarasamningsviðræður við sjómenn á smábátum en hækkunin muni hafa það með í för með sér að ekkert verði til skiptanna. Atvinnuvegaráðherra segir orðræðu um uppsagnir fráleitar.

Eldurinn og slökkvitækið
Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið.

„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina”
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar
Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót.

Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign.

„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“
Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri.

Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof
Formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um breytingar á kerfinu til að styrkja afkomuöryggi fjölskyldna.

„Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir mikið í húfi hvað sjávarútveginn varðar og því sé mikilvægt að vanda til verka þegar kemur að lagabreytingum sem honum tengjast. Íslenskur sjávarútvegur sé burðarás í atvinnulífinu um allt land.

Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda
Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga.

Auðlind þjóðarinnar
Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind.

Leiðrétt veiðigjöld
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins.

Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel
Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega.

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Kvótakerfið var bundið í lög árið 1983. Framsal á kvóta var gefið frjálst nokkrum árum síðar og heimild til að veðsetja þann kvóta, sem úthlutað hafði verið án endurgjalds, fyrir bankalánum var gefin árið 1997.

Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra munu kynna breytingar á lögum um veiðigjald á fréttamannafundi sem hefst 13.

Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöldum harðlega. Áformin hafa ekki verið kynnt en samtökin segja þau fela í sér tvöföldun veiðigjalds. „Það er þungur róður fram undan.“