Strand Wilson Skaw

Fréttamynd

Wil­son Skaw dregið úr Stein­gríms­firði á næstu dögum

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Hefja for­færingar til undir­búnings dráttar í dag

Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar.

Innlent
Fréttamynd

Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar

Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki unnt að draga Wil­son Skaw til Akur­eyrar að sinni

Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Senda kafara til að kanna hugsan­legar skemmdir

Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurftum að fara svolítið varlega“

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er.

Innlent
Fréttamynd

Wilson Skaw komið á flot

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

2.000 tonn af salti og 195 tonn af olíu um borð

Engin merki eru um olíuleka frá flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa í gær. Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu. Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verður í björgun þess og ljóst er að það verður ekki fært strax.

Innlent
Fréttamynd

Kafarar könnuðu á­stand skipsins

Kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu í gærkvöldi ástand flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Varðskipið Freyja er á staðnum en skipið er strand við Ennishöfða. Stefnt er að því að losa skipið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skipið virðist hafa siglt ó­hefð­bundna leið

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best. 

Innlent
Fréttamynd

Skip strandaði á Húna­flóa

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð.

Innlent