Sverrir Jakobsson Af hverju vilja sjálfstæðismenn ekki konur? Þegar rætt er um stöðu kynjanna innan stjórnmálaflokka á Íslandi þá er hún að mörgu leyti býsna góð. Í þremur stjórnmálaflokkum, Vinstrihreyfingunni-grænu framboði, Samfylkingu og Framsóknarflokki, er forystusveitin þéttskipuð konum. Fastir pennar 3.11.2006 22:18 Klisjur stuðla að meðvitundarleysi Um daginn barst mér í hendur, einu sinni sem endranær, dagblað sem nefnir sig hinu frumlega nafni Blaðið. Framan á Blaðinu var mikil lofgjörð um frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kom á daginn að frambjóðandinn hafði einfaldlega keypt forsíðuna enda lifum við á tímum frjálsrar fjölmiðlunar. Fastir pennar 20.10.2006 18:20 Einelti Það var Marteinn skógarmús sem elti mig og reyndi að éta mig. Allir ættu að kannast við þessa málsvörn Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hún þótti ekki sérlega sannfærandi í leikritinu en kannski gleymdi Egner að skrifa réttu persónurnar inn í stykkið. Fastir pennar 6.10.2006 19:02 Lífið er súludans Sérhverjum frjálslyndum og þjóðhollum manni hlýtur að renna blóðið til skyldunnar þegar nöldurseggir ætla að vega að frjálsum viðskiptum í frjálsasta landi heimsins og banna atvinnugrein sem felst í því að karlkyns athafnamenn leigi stúlkur til að dilla sér berar upp við súlu og selji öðrum körlum aðgang að gjörningnum. Að sjálfsögðu verður að forðast að umræða um þetta mál sé sett í annarlegt samhengi þar sem hún á ekki heima. Fastir pennar 22.9.2006 19:29 Hvaða tilgang hafa fréttir? Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna þess að þeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun að þeir telja að sannleikurinn sé bara einn og að hann megi finna með mystískri aðferð sem kallast „fréttamat". Fastir pennar 8.9.2006 22:06 Hvenær er maður reikistjarna? Ákvörðun stjörnufræðinganna verður að teljast rökrétt að því leyti að annars hefði reikistjörnum í sólkerfinu líklega fjölgað allverulega á næstu árum og þær orðið allt að tuttugu. Slíkt er ekki leggjandi á skólabörn nú á dögum þannig að Plútó var fórnað. Fastir pennar 26.8.2006 11:29 Er framtíðinni lokið? Framtíðin rennur aldrei upp því þegar að því kemur þá er hún orðin samtíð. Að því leyti er framtíðin ekki áþreifanlegt fyrirbæri. Hennar tími er aldrei kominn. Samt er framtíðin líka ávallt til staðar, í þeim væntingum sem fólk gerir sér til síðari tíma, að þeir muni skera sig úr, að áföngum verði náð og að lífið verði kannski eilítið betra en í samtímanum. Fastir pennar 14.8.2006 15:05 Ofbeldi í stað alþjóðalaga Það er með fullkomnum ólíkindum að utanríkisráðherra Íslands skuli hafa tengt innrás Ísraels í Líbanon við rétt Ísraels til sjálfsvarnar. En þessi ummæli eru því miður í takti við þá tvöfeldni orðræðunnar og siðferðisins sem jafnan kemur upp hjá íslenskum stjórnmálamönnum þegar utanríkismál eru annars vegar. Eða öllu heldur: Þeim stjórnmálamönnum sem gert hafa George W. Bush að leiðarstjörnu lífs síns. Fastir pennar 28.7.2006 19:02 Leggjum niður Landsvirkjun! Á dögunum leysti Illugi Gunnarsson eyðufyllingaverkefni úr stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins á síðum Fréttablaðsins. Verkefnið hljóðaði eitthvað á þessa leið: "Ríkisfyrirtæki X á í vanda vegna Y og Z. Lausnin á þessu er að einkavæða X." Illugi setti nafn Landsvirkjunar samviskusamlega í eyðu X og fannst raunar úrlausnin svo góð hjá sér að hann birti aðra grein um sama efni skömmu síðar. Fastir pennar 14.7.2006 19:17 Þjóðin vill frumlega hugsun í utanríkismálum Niðurstöður skoðanakönnunar um afstöðu Íslendinga til "varnarsamningsins" svokallaða sýna svo ekki verður um villst að þjóðin er orðið þreytt á stöðugum knébeðjaföllum íslenskra ráðamanna gagnvart ráðamönnum í Washington. Rúm 68 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja segja upp varnarsamningnum og hefur það sjónarmið meirihlutastuðning meðal stuðningsmanna allra flokka. Fastir pennar 30.6.2006 19:38 Eignarhaldsfélagið Exbé Það getur hent bestu flokka að daga uppi og verða að eignarhaldsfélagi. Á hinn bóginn er það nýjung að flokkur umbreyti sér í eignarhaldsfélag samhliða því að hann heldur stjórnmálastarfi áfram, tekur þátt í kosningum, á fulltrúa á þingi og jafnvel í ríkisstjórn líka. En sú þróun virðist eiga sér stað þessa dagana varðandi Framsóknarflokkinn. Fastir pennar 16.6.2006 16:02 Spennandi kosningar í Tékklandi Núna um helgina fara fram þingkosningar í Tékklandi, þær fyrstu frá því að Tékkar gengu í Evrópusambandið 2004. Mikil spenna ríkir í tékkneskum stjórnmálum enda eru fjölbreyttir valkostir í boði. Fastir pennar 2.6.2006 17:14 Vinstri, hægri, fram og aftur Allt frá dögum frönsku byltingarinnar hefur verið hefð fyrir því að skilgreina stjórnmál sem eins konar dans eða handbolta þar sem meginhreyfingarnar eru til vinstri og hægri en hreyfingarleysið er á miðjunni. Þessi flokkun hefur ýmsa kosti en einnig verulega galla. Fastir pennar 5.5.2006 19:37 Innflytjendavandinn - martröð Evrópumannsins Ótti Evrópumanna við innflytjendur er sálrænn frekar en röklegur. Hann byggist á okkar eigin sögu sem landnemar í öðrum heimsálfum. Hún hefur verið sigurganga fyrir hin nýju samfélög en um leið skelfingarsaga fyrir allt það fólk sem var fyrir hvarvetna þar sem útópíur Vesturlanda voru stofnsettar. Fastir pennar 21.4.2006 19:27 Birtingarmynd föðurveldisins Þarf frekari sannanir fyrir því að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, líta í raun og veru á þjóðina sem "makróorganisma", risavaxinn þjóðarlíkama sem þarf stöðuga næringu í æð? Gleymum því ekki að Pétur Blöndal studdi byggingu Kárahnjúkavirkjunar, rétt eins og allir hinir stjórnlyndu stjórnarliðarnir. Fastir pennar 7.4.2006 19:07 Fjölskyldan og ríkið Væri kannski tilraunarinnar virði að breyta íslenskum hjúskaparlögum á þann veg að öll hjúskaparform verði leyfð? Að hver einasti hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili teljist vera fjölskylda, óháð því nákvæmlega hversu margir einstaklingar skipi hópinn eða hver kynjasamsetningin sé? Fastir pennar 2.12.2005 16:57 « ‹ 1 2 3 ›
Af hverju vilja sjálfstæðismenn ekki konur? Þegar rætt er um stöðu kynjanna innan stjórnmálaflokka á Íslandi þá er hún að mörgu leyti býsna góð. Í þremur stjórnmálaflokkum, Vinstrihreyfingunni-grænu framboði, Samfylkingu og Framsóknarflokki, er forystusveitin þéttskipuð konum. Fastir pennar 3.11.2006 22:18
Klisjur stuðla að meðvitundarleysi Um daginn barst mér í hendur, einu sinni sem endranær, dagblað sem nefnir sig hinu frumlega nafni Blaðið. Framan á Blaðinu var mikil lofgjörð um frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kom á daginn að frambjóðandinn hafði einfaldlega keypt forsíðuna enda lifum við á tímum frjálsrar fjölmiðlunar. Fastir pennar 20.10.2006 18:20
Einelti Það var Marteinn skógarmús sem elti mig og reyndi að éta mig. Allir ættu að kannast við þessa málsvörn Mikka refs úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hún þótti ekki sérlega sannfærandi í leikritinu en kannski gleymdi Egner að skrifa réttu persónurnar inn í stykkið. Fastir pennar 6.10.2006 19:02
Lífið er súludans Sérhverjum frjálslyndum og þjóðhollum manni hlýtur að renna blóðið til skyldunnar þegar nöldurseggir ætla að vega að frjálsum viðskiptum í frjálsasta landi heimsins og banna atvinnugrein sem felst í því að karlkyns athafnamenn leigi stúlkur til að dilla sér berar upp við súlu og selji öðrum körlum aðgang að gjörningnum. Að sjálfsögðu verður að forðast að umræða um þetta mál sé sett í annarlegt samhengi þar sem hún á ekki heima. Fastir pennar 22.9.2006 19:29
Hvaða tilgang hafa fréttir? Fréttamennirnir segja allar sömu fréttirnar vegna þess að þeir eru svo stutt komnir í vísindalegri hugsun að þeir telja að sannleikurinn sé bara einn og að hann megi finna með mystískri aðferð sem kallast „fréttamat". Fastir pennar 8.9.2006 22:06
Hvenær er maður reikistjarna? Ákvörðun stjörnufræðinganna verður að teljast rökrétt að því leyti að annars hefði reikistjörnum í sólkerfinu líklega fjölgað allverulega á næstu árum og þær orðið allt að tuttugu. Slíkt er ekki leggjandi á skólabörn nú á dögum þannig að Plútó var fórnað. Fastir pennar 26.8.2006 11:29
Er framtíðinni lokið? Framtíðin rennur aldrei upp því þegar að því kemur þá er hún orðin samtíð. Að því leyti er framtíðin ekki áþreifanlegt fyrirbæri. Hennar tími er aldrei kominn. Samt er framtíðin líka ávallt til staðar, í þeim væntingum sem fólk gerir sér til síðari tíma, að þeir muni skera sig úr, að áföngum verði náð og að lífið verði kannski eilítið betra en í samtímanum. Fastir pennar 14.8.2006 15:05
Ofbeldi í stað alþjóðalaga Það er með fullkomnum ólíkindum að utanríkisráðherra Íslands skuli hafa tengt innrás Ísraels í Líbanon við rétt Ísraels til sjálfsvarnar. En þessi ummæli eru því miður í takti við þá tvöfeldni orðræðunnar og siðferðisins sem jafnan kemur upp hjá íslenskum stjórnmálamönnum þegar utanríkismál eru annars vegar. Eða öllu heldur: Þeim stjórnmálamönnum sem gert hafa George W. Bush að leiðarstjörnu lífs síns. Fastir pennar 28.7.2006 19:02
Leggjum niður Landsvirkjun! Á dögunum leysti Illugi Gunnarsson eyðufyllingaverkefni úr stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins á síðum Fréttablaðsins. Verkefnið hljóðaði eitthvað á þessa leið: "Ríkisfyrirtæki X á í vanda vegna Y og Z. Lausnin á þessu er að einkavæða X." Illugi setti nafn Landsvirkjunar samviskusamlega í eyðu X og fannst raunar úrlausnin svo góð hjá sér að hann birti aðra grein um sama efni skömmu síðar. Fastir pennar 14.7.2006 19:17
Þjóðin vill frumlega hugsun í utanríkismálum Niðurstöður skoðanakönnunar um afstöðu Íslendinga til "varnarsamningsins" svokallaða sýna svo ekki verður um villst að þjóðin er orðið þreytt á stöðugum knébeðjaföllum íslenskra ráðamanna gagnvart ráðamönnum í Washington. Rúm 68 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja segja upp varnarsamningnum og hefur það sjónarmið meirihlutastuðning meðal stuðningsmanna allra flokka. Fastir pennar 30.6.2006 19:38
Eignarhaldsfélagið Exbé Það getur hent bestu flokka að daga uppi og verða að eignarhaldsfélagi. Á hinn bóginn er það nýjung að flokkur umbreyti sér í eignarhaldsfélag samhliða því að hann heldur stjórnmálastarfi áfram, tekur þátt í kosningum, á fulltrúa á þingi og jafnvel í ríkisstjórn líka. En sú þróun virðist eiga sér stað þessa dagana varðandi Framsóknarflokkinn. Fastir pennar 16.6.2006 16:02
Spennandi kosningar í Tékklandi Núna um helgina fara fram þingkosningar í Tékklandi, þær fyrstu frá því að Tékkar gengu í Evrópusambandið 2004. Mikil spenna ríkir í tékkneskum stjórnmálum enda eru fjölbreyttir valkostir í boði. Fastir pennar 2.6.2006 17:14
Vinstri, hægri, fram og aftur Allt frá dögum frönsku byltingarinnar hefur verið hefð fyrir því að skilgreina stjórnmál sem eins konar dans eða handbolta þar sem meginhreyfingarnar eru til vinstri og hægri en hreyfingarleysið er á miðjunni. Þessi flokkun hefur ýmsa kosti en einnig verulega galla. Fastir pennar 5.5.2006 19:37
Innflytjendavandinn - martröð Evrópumannsins Ótti Evrópumanna við innflytjendur er sálrænn frekar en röklegur. Hann byggist á okkar eigin sögu sem landnemar í öðrum heimsálfum. Hún hefur verið sigurganga fyrir hin nýju samfélög en um leið skelfingarsaga fyrir allt það fólk sem var fyrir hvarvetna þar sem útópíur Vesturlanda voru stofnsettar. Fastir pennar 21.4.2006 19:27
Birtingarmynd föðurveldisins Þarf frekari sannanir fyrir því að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, líta í raun og veru á þjóðina sem "makróorganisma", risavaxinn þjóðarlíkama sem þarf stöðuga næringu í æð? Gleymum því ekki að Pétur Blöndal studdi byggingu Kárahnjúkavirkjunar, rétt eins og allir hinir stjórnlyndu stjórnarliðarnir. Fastir pennar 7.4.2006 19:07
Fjölskyldan og ríkið Væri kannski tilraunarinnar virði að breyta íslenskum hjúskaparlögum á þann veg að öll hjúskaparform verði leyfð? Að hver einasti hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili teljist vera fjölskylda, óháð því nákvæmlega hversu margir einstaklingar skipi hópinn eða hver kynjasamsetningin sé? Fastir pennar 2.12.2005 16:57