Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Það hefur ekkert gengið hjá Djurgården án Guðbjargar

Sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården byrjaði tímabilið frábærlega en hefur síðan fallið niður töfluna og situr nú í 8. sætið. Liðið er búið að tapa fjórum leikjum í röð síðan að íslenski landsliðsmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir, meiddist.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn tapar Kristianstad

Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur í sænsku úrvalsdeildinni, tapaði í dag sjöunda leik sínum í röð þegar það lá 3-2 fyrir Örebro.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda skoraði sigurmark Örebro

Edda Garðarsdóttir var hetja Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar hún skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Pitea. Markið kom úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Ólína Viðarsdóttir var einnig í byrjunarliði sænska liðsins í leiknum. Örebro er í þriðja sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar enn á skotskónum

Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson heldur áfram að fara á kostum í sænska boltanum. Ávallt traustur í vörninni og hann er þess utan farinn að skora grimmt fyrir félag sitt IFK Göteborg.

Fótbolti
Fréttamynd

SönderjyskE úr fallsæti

SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Lilleström enn án sigurs

Brann vann Lilleström, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en síðarnefnda liðið er enn án sigurs eftir fyrstu sjö leiki sína í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafntefli hjá GAIS

Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdseildinni í knattspyrnu í kvöld. Íslendingaliðið GAIS gerði 2-2 jafntefli við Hammarby á heimavelli sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bröndby úr leik í bikarnum

Bröndby er úr leik í dönsku bikarkeppninni eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Danmerkurmeistara Álaborgar í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar.

Fótbolti