Formúla 1 Vettel: Afsaknir eru tilgangslausar Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að lið sitt verði að svara velgengni McLaren og Ferrari í síðustu mótum með góðum árangri um helgina. Fernando Alonso vann á dögunum á Silverstone brautinni í Bretlandi og Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstur í mark á Nürburgring brautinni í Þýskalandi á sunnudaginn. Formúla 1 29.7.2011 12:31 Hamilton fljótastur í Ungverjalandi Sigurvegari síðustu Formúlu 1 keppni, Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi í morgun. Hann var 0.204 úr sekúndu sneggri um brautina en meistarinn Sebastian Vettel á Red Bull, en Fernando Alsono á Ferrari varð þriðji. Formúla 1 29.7.2011 10:27 Kobayshi og Perez áfram hjá Sauber 2012 Sauber Formúlu 1 liðið tilkynnti í morgun að Kamui Kobayahsi og Sergio Perez verða áfram hjá liðinu á næsta ári. Þá verður varaökumaður liðsins, Esteban Gutigraverrez áfram hjá liðinu, en hann og Perez eru frá Mexíkó, en Kobayahsi er japanskur. Formúla 1 28.7.2011 13:02 Button ekur í 200 Formúlu 1 mótinu á sunnudaginn Það verða tímamót hjá Jenson Button hjá McLaren á sunnudaginn. Þá keppir hann í sínu 200 Formúlu 1 móti. Á sunnudaginn verður keppt á Hungaroring brautinni skammt frá miðborg Búdapest. Button vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á brautinni árið 2006. Formúla 1 27.7.2011 08:11 Hamilton vill halda slagkraftinum eftir sigur Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. Formúla 1 26.7.2011 17:43 Ferrari í sóknarhug í næstu mótum Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu. Formúla 1 26.7.2011 17:09 Alonso vonar að velgengni McLaren hjálpi Ferrari Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Formúla 1 25.7.2011 13:08 McLaren lætur ekki deigan síga eftir sigur Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum. Formúla 1 25.7.2011 11:25 Hamilton vann háspennumót og sótti á Vettel í stigakeppni ökumanna Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Formúla 1 24.7.2011 16:26 Hamilton vann í Þýskalandi Breski ökuþórinn Lewis Hamilton á McLaren var rétt í þessu að tryggja sér sigur í þýska kappakstrinum í Formúla 1 á Nurburgring. Er þetta annar sigur Hamilton í röð. Formúla 1 24.7.2011 13:23 Alonso býst við mistökum toppökumanna í dag Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Formúla 1 24.7.2011 10:02 Webber stefnir á sigur á Nürburgring Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. Formúla 1 23.7.2011 15:07 Webber rétt marði að vera fljótari en Hamilton í tímatökum Mark Webber á Red Bull varð 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir þýska kappaksturinn á Nurburgring, sem verður á morgun. Tímatakan fór fram í dag og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji og Fernando Alonso fjórði. Formúla 1 23.7.2011 14:08 Vettel sneggstur á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull reyndist sneggstur á lokaæfingu keppnisliða á Nurburgring brautinni í dag. Mark Webber á samskonar bíl varð annar og Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Vettel varð 0.133 úr sekúndu á undan Webber á æfingunni og 0.222 á undan Alonso. Formúla 1 23.7.2011 10:12 Webber sneggstur á seinni æfingunni Mark Webber á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Nürburgring brautinni í Þýskalandi í dag. Hann varð 0.168 á undan Fernando Alonso á Ferrari, en Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. Alonso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Formúla 1 22.7.2011 14:09 Alonso á Ferrari á undan Red Bull ökumönnunum á Nürburgring brautinni Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Nürburgring brautinni í Þýskalandi í dag. Um helgina fer fram tíunda umferð meistaramótsins og heimamaðurinn Sebastian Vettel stefnir á sigur, en hann er með 80 stiga forskot í stigamóti ökumanna. Sex þýskir ökumenn verða á heimavelli í keppninni á sunnudaginn og Vettel þeirra á meðal. Formúla 1 22.7.2011 10:08 Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. Formúla 1 22.7.2011 08:40 Ferrari stjórinn vill berjast án þess að skoða stigastöðuna Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Formúla 1 11.7.2011 16:34 Button óheppinn á heimavelli Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. Formúla 1 11.7.2011 11:57 Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Formúla 1 11.7.2011 11:14 Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Formúla 1 10.7.2011 18:51 Fernando Alonso sigraði Silverstone-kappaksturinn Fernando Alonso, ökuþór hjá Ferrari, vann í dag frábæran sigur í breska kappakstrinum í Silverstone eftir spennandi keppni. Sebastian Vettel varð í öðru sæti og Mark Webber í því þriðja en þeir tveir aka báðir fyrir Red Bull liðið. Formúla 1 10.7.2011 14:19 Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Formúla 1 10.7.2011 10:11 Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Formúla 1 9.7.2011 18:16 Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða. Formúla 1 9.7.2011 13:32 Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn. Formúla 1 9.7.2011 10:24 Massa stal senunni á Silverstone Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi á blautri braut. Rigndi mikið á æfingunni. Massa náði besta tíma í blálokin, eftir að nokkrir ökumenn höfðu skipst á efsta sætinu á lokasprettinum á æfingunni. Formúla 1 8.7.2011 13:44 Webber á undan Schumacher á Silverstone Mark Webber hjá Red Bull var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi í dag, en keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Michael Schumacher á Mercedes var næst fljótastur og Rubens Barrichello á Williams þriðji. Sergio Perez á Sauber var með fjórða besta tíma, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Bleyta var á Silverstone brautinni og Webber náði besta tímanum undir lok æfingarinnar, þegar hlutar brautarinnar höfðu þornað. Formúla 1 8.7.2011 09:51 Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. Formúla 1 8.7.2011 09:01 Silverstone breytt fyrir tæpa 5.2 miljarða Silverstone brautarstæðinu í Bretlandi hefur verið breytt fyrir 28 miljónir sterlingspunda á milli ára, eða fyrir 5.196 milljarða íslenskra króna. Búið er að reisa ný mannvirki fyrir aðstöðu keppnisliða, sem verður notuð í fyrsta skipti af Formúlu 1 liðum í breska kappakstrinum um helgina. Formúla 1 6.7.2011 15:52 « ‹ 75 76 77 78 79 80 81 82 83 … 101 ›
Vettel: Afsaknir eru tilgangslausar Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að lið sitt verði að svara velgengni McLaren og Ferrari í síðustu mótum með góðum árangri um helgina. Fernando Alonso vann á dögunum á Silverstone brautinni í Bretlandi og Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstur í mark á Nürburgring brautinni í Þýskalandi á sunnudaginn. Formúla 1 29.7.2011 12:31
Hamilton fljótastur í Ungverjalandi Sigurvegari síðustu Formúlu 1 keppni, Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi í morgun. Hann var 0.204 úr sekúndu sneggri um brautina en meistarinn Sebastian Vettel á Red Bull, en Fernando Alsono á Ferrari varð þriðji. Formúla 1 29.7.2011 10:27
Kobayshi og Perez áfram hjá Sauber 2012 Sauber Formúlu 1 liðið tilkynnti í morgun að Kamui Kobayahsi og Sergio Perez verða áfram hjá liðinu á næsta ári. Þá verður varaökumaður liðsins, Esteban Gutigraverrez áfram hjá liðinu, en hann og Perez eru frá Mexíkó, en Kobayahsi er japanskur. Formúla 1 28.7.2011 13:02
Button ekur í 200 Formúlu 1 mótinu á sunnudaginn Það verða tímamót hjá Jenson Button hjá McLaren á sunnudaginn. Þá keppir hann í sínu 200 Formúlu 1 móti. Á sunnudaginn verður keppt á Hungaroring brautinni skammt frá miðborg Búdapest. Button vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á brautinni árið 2006. Formúla 1 27.7.2011 08:11
Hamilton vill halda slagkraftinum eftir sigur Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. Formúla 1 26.7.2011 17:43
Ferrari í sóknarhug í næstu mótum Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu. Formúla 1 26.7.2011 17:09
Alonso vonar að velgengni McLaren hjálpi Ferrari Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Formúla 1 25.7.2011 13:08
McLaren lætur ekki deigan síga eftir sigur Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum. Formúla 1 25.7.2011 11:25
Hamilton vann háspennumót og sótti á Vettel í stigakeppni ökumanna Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Formúla 1 24.7.2011 16:26
Hamilton vann í Þýskalandi Breski ökuþórinn Lewis Hamilton á McLaren var rétt í þessu að tryggja sér sigur í þýska kappakstrinum í Formúla 1 á Nurburgring. Er þetta annar sigur Hamilton í röð. Formúla 1 24.7.2011 13:23
Alonso býst við mistökum toppökumanna í dag Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Formúla 1 24.7.2011 10:02
Webber stefnir á sigur á Nürburgring Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum sem fram á morgun. Hann varð hlutskarpastur í tímatökum í dag, en aðeins 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren. Formúla 1 23.7.2011 15:07
Webber rétt marði að vera fljótari en Hamilton í tímatökum Mark Webber á Red Bull varð 0.055 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir þýska kappaksturinn á Nurburgring, sem verður á morgun. Tímatakan fór fram í dag og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji og Fernando Alonso fjórði. Formúla 1 23.7.2011 14:08
Vettel sneggstur á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull reyndist sneggstur á lokaæfingu keppnisliða á Nurburgring brautinni í dag. Mark Webber á samskonar bíl varð annar og Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Vettel varð 0.133 úr sekúndu á undan Webber á æfingunni og 0.222 á undan Alonso. Formúla 1 23.7.2011 10:12
Webber sneggstur á seinni æfingunni Mark Webber á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Nürburgring brautinni í Þýskalandi í dag. Hann varð 0.168 á undan Fernando Alonso á Ferrari, en Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. Alonso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Formúla 1 22.7.2011 14:09
Alonso á Ferrari á undan Red Bull ökumönnunum á Nürburgring brautinni Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Nürburgring brautinni í Þýskalandi í dag. Um helgina fer fram tíunda umferð meistaramótsins og heimamaðurinn Sebastian Vettel stefnir á sigur, en hann er með 80 stiga forskot í stigamóti ökumanna. Sex þýskir ökumenn verða á heimavelli í keppninni á sunnudaginn og Vettel þeirra á meðal. Formúla 1 22.7.2011 10:08
Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. Formúla 1 22.7.2011 08:40
Ferrari stjórinn vill berjast án þess að skoða stigastöðuna Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Formúla 1 11.7.2011 16:34
Button óheppinn á heimavelli Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. Formúla 1 11.7.2011 11:57
Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Formúla 1 11.7.2011 11:14
Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Formúla 1 10.7.2011 18:51
Fernando Alonso sigraði Silverstone-kappaksturinn Fernando Alonso, ökuþór hjá Ferrari, vann í dag frábæran sigur í breska kappakstrinum í Silverstone eftir spennandi keppni. Sebastian Vettel varð í öðru sæti og Mark Webber í því þriðja en þeir tveir aka báðir fyrir Red Bull liðið. Formúla 1 10.7.2011 14:19
Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Formúla 1 10.7.2011 10:11
Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Formúla 1 9.7.2011 18:16
Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða. Formúla 1 9.7.2011 13:32
Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn. Formúla 1 9.7.2011 10:24
Massa stal senunni á Silverstone Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi á blautri braut. Rigndi mikið á æfingunni. Massa náði besta tíma í blálokin, eftir að nokkrir ökumenn höfðu skipst á efsta sætinu á lokasprettinum á æfingunni. Formúla 1 8.7.2011 13:44
Webber á undan Schumacher á Silverstone Mark Webber hjá Red Bull var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi í dag, en keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Michael Schumacher á Mercedes var næst fljótastur og Rubens Barrichello á Williams þriðji. Sergio Perez á Sauber var með fjórða besta tíma, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Bleyta var á Silverstone brautinni og Webber náði besta tímanum undir lok æfingarinnar, þegar hlutar brautarinnar höfðu þornað. Formúla 1 8.7.2011 09:51
Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag. Formúla 1 8.7.2011 09:01
Silverstone breytt fyrir tæpa 5.2 miljarða Silverstone brautarstæðinu í Bretlandi hefur verið breytt fyrir 28 miljónir sterlingspunda á milli ára, eða fyrir 5.196 milljarða íslenskra króna. Búið er að reisa ný mannvirki fyrir aðstöðu keppnisliða, sem verður notuð í fyrsta skipti af Formúlu 1 liðum í breska kappakstrinum um helgina. Formúla 1 6.7.2011 15:52