Ítalski boltinn

Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola
Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni.

Juventus skellti sér á toppinn á Ítalíu
Juventus skellti sér á toppinn í ítölsku seríu A-deildinni í kvöld þegar liðið vann góðan sigur á Palermo 2-0 en leikurinn fór fram á Renzo Barbera, heimavelli Palermo.

Fiorentina vann AC Milan | Juve getur farið á toppinn í kvöld
Átta leikjum er lokið í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu en Fiorentina gerði sér lítið fyrir og vann toppliðið í AC Milan 2-1 á útivelli.

Hellas Verona tapaði án Emils
Hellas Verona tapaði mikilvægum stigum þegar að liðið mátti þola tap gegn Brescia, 2-1, í ítölsku B-deildinni í dag.

Ólíklegt að Pato spili meira á tímabilinu
Ólánið leikur við Brasilíumanninn Alexandre Pato sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir aðeins 13 mínútna leik í viðureign AC Milan gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Elsti stuðningsmaður Inter er níu árum eldri en félagið
Það var glatt á hjalla í afmælisveislu elsta núlifandi stuðningsmanns Inter sem er níu árum eldri en félagið sjálft.

Benitez ætlar að bíða eftir rétta starfinu
Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Inter Milan í árslok 2010 og er hann jafnan orðaður við öll störf sem losna í bestu deildunum í Evrópu. Spánverjinn ætlar að bíða þolinmóður eftir rétta starfinu.

Cassano búinn að fá grænt ljós | Má spila með AC MIlan á ný
Antonio Cassano, framherji AC Milan og ítalska landsliðsins, má nú spila með liðinu á nýjan leik en hann hefur ekkert verið með síðan í lok október og hefur í millitíðinni gengist undir aðgerð á hjarta.

Galliani vill fá sprotadómara í ítalska boltann
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, er búinn að skrifa formanni ítalska knattspyrnusambandsins bréf þar sem hann kvartar yfir tveimur mikilvægum dómum sem hafa fallið gegn Mílanó-liðinu.

Skoraði viljandi sjálfsmark og tók 50 milljónir fyrir
Nýjasti sökudólgurinn í stóra svikamálinu í kringum hagræðingu úrslita í ítalska fótboltanum er Atalanta-maðurinn Andrea Masiello en hann var handtekinn í gær grunaður um að hafa þegið dágóða upphæð fyrir að skora viljandi í eigið mark.

Juve farið að anda ofan í hálsmálið á Milan
Juventus minnkaði forskot AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar niður í aðeins tvö stig í kvöld. Það er því allt útlit fyrir æsispennandi lokasprett þessara risa á Ítalíu um titilinn.

Markaveisla á Ítalíu | Inter vann Genoa í níu marka leik
Fjölmargir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag en þar ber helst að nefna magnaðan sigur hjá Inter Milan gegn Genoa en alls voru skoruð níu mörk í leiknum.

Milan tapaði mikilvægum stigum
AC Milan missteig sig í ítalska boltanum í dag þegar liðið fékk aðeins eitt stig í leiknum gegn Catania. Lokatölur þar 1-1.

Emil meiddist í sigri Hellas Verona
Emil Hallfreðsson lagði upp fyrsta markið þegar Hellas Verona vann 3-2 sigur á Cittadella í ítölsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði Verona-liðinu á topp deildarinnar en Sassuolo og Pescara eiga bæði leik inni. Það stefnir í harða baráttu milli þeirra um sæti í ítölsku A-deildinni.

Halda strákarnir hans van Bommel ekki með liði pabba síns á móti Barca?
Mark van Bommel, miðjumaður AC Milan og fyrrum leikmaður Barcelona, var að sniglast í kringum æfingu Barcelona á San Siro á þriðjudagskvöldið en kvöldið eftir gerðu liðin markalaust jafntefli í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Villas-Boas fær ekki meðmæli frá Mourinho
Þó svo José Mourinho sé ekki lengur að þjálfa lið Inter þá veitir hann forseta félagsins, Massimo Moratti, góð ráð. Nú hefur Mourinho tjáð Moratti að það sé ekki rétt að ráða Andre Villas-Boas sem næsta þjálfara Inter.

Balotelli ruddist inn á blaðamannafund nýs þjálfara Inter
Fyrsti blaðamannafundur nýs þjálfara Inter, Andrea Stramaccioni, fór heldur óvænta leið þegar Mario Balotelli, leikmaður Man. City, birtist óvænt og stal senunni eins og venjulega.

Silva fær fyrirliðabandið hjá Milan
AC Milan sér fram á mikinn slag við að halda varnarmanninum Thiago Silva hjá félaginu. Barcelona er enn á eftir honum og er sagt ætla að gera nýtt tilboð í hann í sumar.

Inter búið að reka Claudio Ranieri
Claudio Ranieri var rekinn í kvöld en hann hefur verið þjálfari ítalska liðsins Inter Milan síðan í september. Það hefur ekkert gengið hjá liðinu eftir áramót, Inter datt út úr Meistaradeildinni og hefur einnig hrunið niður töfluna í ítölsku deildinni.

Del Piero stoltur af mörkunum gegn Milan og Inter
Juventus-goðsögnin Alessandro Del Piero hefur mátt þola mikla bekkjarsetu hjá Juve í vetur en hann hefur heldur betur stigið upp fyrir liðið í síðustu leikjum.

Del Piero með sitt fyrsta deildarmark í sigri Juventus á Inter
Juventus vann 2-0 heimasigur á Inter Milan í stórleik umferðarinnar í ítalska boltanum. Juventus situr nú í öðru sætinu á eftir AC Milan en munurinn á liðunum eru fjögur stig.

Zlatan hetjan í sigri Milan á Roma
Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk AC Milan í 2-1 heimasigri á Roma í dag. Milan heldur því áfram vænu forskoti á toppi deildarinnar.

Napoli komið í úrslit bikarkeppninnar
Það verða Juventus og Napoli sem mætast í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í ár en Napoli tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í kvöld.

Juventus í bikarúrslit eftir framlengdan leik gegn AC Milan
Tvö bestu lið ítalska boltans, Juventus og AC Milan, mættust í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna en Juventus vann fyrri leikinn á San Siro, 2-1.

Úrslit dagsins í ítalska boltanum - Lazio tapar dýrmætum stigum
Sex leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag og þar ber helst að nefna frábær sigur hjá Catania gegn Lazio.

Juventus skoraði fimm mörk á útivelli og vann langþráðan sigur
Juventus minnkaði forskot AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig eftir 5-0 stórsigur á Fiorentina á útivelli. Þetta var langþráður sigur hjá Juventus-liðinu sem var búið að gera fimm jafntefli í röð og alls sjö jafntefli í síðustu átta leikjum.

Zlatan skoraði og AC Milan náði sjö stiga forskoti
Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fyrra mark AC Milan sem er komið með sjö stiga forskoti á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á Parma í dag.

Emil og félagar áfram á sigurbraut
Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu 2-0 sigur á Vicenza í ítölsku b-deildinni í fótbolta í dag en þetta var annar sigur liðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. Hellas Verona er í 3. sæti deildarinnar og til alls líklegt á lokasprettinum.

Zlatan sendi sjónvarpskonu nítján rósir
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, móðgaði Veru Spadini, fréttmann Sky á Ítalíu, eftir leik á dögunum og hefur nú séð að sér.

Emil og félagar felldu Torino af toppnum
Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu flottan 4-1 útisigur á toppliði Torino FC 1. í ítölsku b-deildinni í kvöld en Torino missti fyrir vikið toppsætið.