Ástin á götunni

Fréttamynd

Óttast um meiðsli Ljungberg

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa nokkrar áhyggjur af hnémeiðslum Svíans Freddie Ljungberg, sem hann hlaut í leiknum gegn Chelsea í gær.

Sport
Fréttamynd

Rúrik aftur til Charlton

Rúrík Gíslason, leikmaður fyrstu deildarliðs HK fór í gær til reynslu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Charlton Athletic í annað skipti. Hann mun æfa með aðalliði félagsins en fyrir hjá Charlton er Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður. Rúrik, 17 ára  hefur leikið 11 deildaleiki í framlínu HK en á þó enn eftir að gera mark.

Sport
Fréttamynd

Robben er ekki í hundakofanum

Jose Mourinho hefur gefið það út að þó Arjen Robben verði ekki í byrjunarliði Chelsea gegn West Brom á miðvikudaginn, sé það ekki vegna þess að hann sé í hundakofanum vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Marseille með augastað á Cisse

Djibril Cisse, franski framherjinn hjá Liverpool, er undir smásjá Marseille í heimalandi sínu, en talið er að forráðamenn Liverpool séu reiðbúnir að selja leikmanninn fari svo að Michael Owen snúi aftur á heimaslóðir.

Sport
Fréttamynd

Fylkissigur í Laugardalnum

Fylkir sigraði Fram 2-1 í kvöld í Landsbankadeild karla. Öll mörkin í leiknum komu á lokamínútum leiksins. Með sigrinum eru Fylkismenn komnir í fimmta sætið en Fram er sem fyrr í sjöunda sæti.

Sport
Fréttamynd

Tilboð Aston Villa samþykkt

Tilboði Aston Villa uppá 6.5 milljónir punda í tékkneska framherja Liverpool, Milan Baros hefur verið samþykkt og samkvæmt nýjustu fréttum hefur leikmaðurinn samið um kaup og kjör og á eingöngu eftir að standast í læknisskoðun.

Sport
Fréttamynd

Jarosik til Birmingham

Tékkneski landsliðsmaðurinn Jiri Jarosik er genginn til liðs við Birmingham að láni frá Englandsmeisturum Chelsea. Jarosik, 27 ára, lék 20 leiki fyrir Chelsea á síðasta leiktímabili.

Sport
Fréttamynd

Vonbrigði í Ungverjalandi

Eftir tvo sigra á Chile og Kongó í upphafi heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Ungverjalandi hafa allir þrír leikir Íslands gegn stærri þjóðum tapast, nú síðast gegn Egyptum í gær, 30-25.

Sport
Fréttamynd

Beckham hrósað í hástert

Hæstráðendur hjá spænska stórliðinu Real Madrid eru mjög ósáttir við leikmenn liðsins að  David Beckham undanskildnum. " Leikmenn félagsins verða að læra að vera fulltrúar klúbbsins líkt og Beckham," sagði fjölmiðlafulltrúi félagsins.

Sport
Fréttamynd

Everton lagði Bolton

Marcus Bent tryggði Everton 0-1 útisigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurmarkið skoraði hann á 52. mínútu og dugði Everton til að næla í sín fyrstu stig í deildinni á tímabilinu en liðið er með 3 stig eftir tvo leiki. Kl. 15:00 hefst stórleikur Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge í London.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur á Hvít-Rússum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann auðveldan 3-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM2007. Dóra María Lárusdóttir skoraði tvívegis í dag og Margét Lára Viðarsdóttir eitt. Næsti leikur Íslands verður á sunnudaginn gegn Svíum ytra en þær eru taldar vera með sterkasta liðið í riðlinum.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik og KS skildu jöfn

Einn leikur var í gær í 1. deild karla í knattspyrnu. Breiðablik og KS gerðu 1-1 jafntefli. Hans Fróði Hansson skoraði mark Breiðabliks í fyrri hálfleik en Agnar Þór Sveinsson, fyrirliði KS, jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks. Breiðablik er með 39 stig í fyrsta sæti en KS er í tíunda og neðsta sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Chelsea hafði sigur gegn Arsenal

Chelsea vann Arsenal 1-0 í stórleik annarrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og skoraði Didier Drogba sigurmarkið á 73. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt út af á 59. mínútu fyrir nýliðann Michael Essien sem þótti sýna mjög góðan leik.

Sport
Fréttamynd

Lyon efst í Frakklandi

Olympique Lyon hefur forystu í frönsku 1. deildinni eftir 1-0 sigur á Nancy í gærkvöldi. Claudio Cacapa skoraði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lyon er með 10 stig eftir fjórar umferðir en Lens, Bordeaux og Paris St. Germain eru með 9 stig. Parísarmenn hafa unnið alla þrjá leiki sína og mæta Troyes í kvöld og geta þá endurheimt fyrsta sætið.

Sport
Fréttamynd

Mörkunum rignir í Laugardalnum

Dóra María Lárusdóttir var að koma Íslandi í 3-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli, aðeins 2 mínútum efir mark Margrétar Láru. Dóra er þar með búin að skora tvívegis í leiknum. Yfirburðir Íslands eru algerir og ráða stelpurnar auðveldlega gangi leiksins.

Sport
Fréttamynd

Margét Lára kemur Íslandi í 2-0

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur komið Íslandi í 2-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli. Markið sem kom á 56. mínútu var einstaklega gæsilegt og er tólfta mark Margrétar í 16 leikjum með landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Inter meistari meistaranna

Internazionale í Mílano sigraði Juventus í framlengdum leik í ítölsku meistarakeppninni. Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron skoraði sigurmarkið á 6. mínútu í framlengingu. Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Drogba kemur Chelsea yfir

Didier Drogba hefur komið Chelsea yfir gegn Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Markið kom á 73. mínútu og var þó nokkur heppnisstimpill yfir því.

Sport
Fréttamynd

Ajax lagði Roosendaal

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar, sem lék með landsliði sínu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli á miðvikudag, skoraði fyrra mark Ajax sem sigraði Roosendaal 2-0 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Svíinn Markus Roosenberg skoraði seinna markið. Þetta var fyrsti leikur Ajax í deildinni

Sport
Fréttamynd

Barcelona vann Konungsbikarinn

Real Betis sigraði Barcelona með tveimur mörkum gegn einu í seinni leik liðanna um meistarabikarinn á Spáni. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og því 4-2 samtals. Samuel Eto´o skoraði fyrsta markið á 15. mínútu en Dani skoraði síðan tvívegis á fimm mínútna kafla um miðjan hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum

Nú klukkan 14 hófst á Laugardalsvelli leikur Íslands og Hvíta Rússlands í undankeppni HM 2007 í knattspyrnu kvenna og hefur Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið Íslands en Ásthildur Helgadóttir er snúin til baka eftir erfið meiðsli og er hún fyrirliði liðsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Carvalho skilinn eftir í stúkunni

Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var skilinn útundan og ekki hafður í 16 manna leikmannahópi Chelsea gegn Arsenal í dag. Jose Mourinho knattspyrnustjóri er ekki þekktur fyrir að taka hlutina neinum vettlingatökum og notaði tækifærið í dag og útskyrði fjarveru varnarmannsins í ræðu sinni fyrir leikinn í dag.

Sport
Fréttamynd

Eiður byrjar inni á gegn Arsenal

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Arsenal í dag kl. 15 og leikur hann á miðjunni ásamt Frank Lampard og Claude Makelele. Nýjasti leikmaður félagsins og sá dýrasti, Mickael Essien er á varamannabekknum en hann var í vikunni keyptur frá Lyon í Frakklandi fyrir 26 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Eiður út fyrir Essien

Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið skipt af velli fyrir nýliðann Michael Essien í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Essien sem kom frá Lyon á 26 milljónir punda er að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið og var skipt inn fyrir Eið á 59. mínútu. Staðan í leinum sem hófst kl. 15 er ennþá markalaus.

Sport
Fréttamynd

Kári kom inn á hjá Djurgården

Kári Árnason lék síðustu 8 mínúturnar í liði Djurgården sem endurheimti toppsætið með sigri á Kalmar, 3-1 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta nú síðdegis. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Halmstad sem steinlá fyrir Gefle, 1-4.

Sport
Fréttamynd

Ísland komið yfir í Laugardalnum

Dóra María Lárusdóttir hefur komið Íslandi yfir gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli þar sem staðan er orðin 1-0. Mark Dóru kom á 31. mínútu eftir sendingu frá Ólínu Viðarsdóttur. Leikurinn hófst kl. 14:00 og hefur íslenska liðið verið með meiri yfirburði þó Hvít Rússarnir hafi átt skot í neðanverða þverslá íslenska marksins snemma í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Jói Kalli búinn að skora

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skorað fyrir Leicester gegn Crewe í ensku 1. deildinni í fótbolta þar sem staðan er 2-2. Jóhannes skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á 60. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Heiðar kom inn á hjá Fulham

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem sigraði nýliða Wigan 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Charlton hefur þar með unnið báða fyrstu leiki sína í deildinni á tímabilinu. Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður í liði Fulham sem tapaði 2-1 fyrir Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Notts County gerði jafntefli

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 3. deildinni gerði 1-1 jafntefli við Stockport í dag. Mark County var sjálfsmark og kom strákunum hans Guðjóns yfir í leiknum á 14. mínútu en heimamenn jöfnuðu á 35. mínútu. Notts County er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 4 umferðir og hefur ekki enn tapaði leik.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan á toppinn í 2. deild

Stjarnan laumaði sér á topp 2. deildar karla í fótbolta í dag þegar Garðabæjarliðið sótti 3-5 útisigur til Seyðisfjarðar gegn Hugin. Stjarnan er nú komin í 30 stig með tveggja stiga forskot á Leikni sem reyndar á leik til góða gegn botnliði Leiftri/Dalvík í dag kl. 16.

Sport