Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Haukar undir í Meistaradeildinni

Haukar eru undir í hálfleik, 18-14 gegn danska liðinu Århus GF í Meistaradeild Evrópu í handbolta en leikið er að Ásvöllum. Jón Karl Björnsson er markahæstur með 5 mörk og Árni Þór Sigtryggsson með 4 mörk.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur skoraði níu mörk

Guðjón Valur Sigurðsson er baneitraður þessa dagana í þýsku Bundesligunni í handbolta en hann var markahæstur hjá Gummersbach með 9 mörk (3 úr víti) þegar liðið gerði jafntefli við Lemgo  í dag, 26-26. Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach sem var að tapa sínu fyrsta stigi í deildarkeppninni í vetur. Gummersbach er efst með 11 stig en Lemgo í 6. sæti með 8 stig.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan yfir gegn ÍBV

Stjarnan var yfir gegn ÍBV í hálfleik, 17-12 í DHL deild kvenna í handbolta en fjórir leikir fara fram í deildinni í dag. Hálfleikstölur í öðrum leikjum eru sem hér segir:

Sport
Fréttamynd

ÍR-ingar skoruðu 42 mörk

ÍR burstaði Selfoss, 42-33 í DHL-deild karla í handbolta í dag en leikið var í Austurbergi. Staðan í hálfleik var 21-18 fyrir ÍR. Ragnar Helgason var markahæstur heimamanna með 13 mörk fyrir ÍR en Ramunas Mikalonis hjá Slefyssingum með 12 mörk. Gísli Guðmundsson markvörður ÍR fór hamförum í markinu og varði 31 skot.

Sport
Fréttamynd

Sigurmark Fram á lokasekúndunum

Framarar unnu nauman sigur á Fylki nú síðdegis, 30-29 og eru enn með fullt hús stiga í DHL deild karla í handbolta að loknum 5 leikjum. Jóhann Gunnnar Einarsson skoraði sigurmark Fram 18 sekúndur voru eftir. Afturelding tapaði heima fyrir Þór Akureyri, 23-30 og Víkingur/Fjölnir og KA gerðu jafntefli í 60 marka leik, 30-30.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur með fullt hús stiga

Valur vann KA/Þór 28-19 í lokaleik dagsins í DHL deild kvenna í handbolta í dag. Alla Gokorian var markahæst Valskvenna með 6 mörk og Hafrún Kristjánsdóttir fimm. Berglind Hansdóttir fór á kostum í marki Vals og varði 23 skot. Valsstúlkur eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki eða 8 stig en KA/Þór hefur tapað þremur leikjum af fjórum.

Sport
Fréttamynd

Þóra í handboltann

Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta verður með liði FH sem mætir Víkingum í Fossvogi í DHL-deild kvenna í handbolta í dag.

Sport
Fréttamynd

Haukar í eldlínunni um helgina

Karlalið Hauka mætir danska úrvalsdeildarliðinu Århus GF í C-riðli meistaradeildar Evrópu á laugardaginn kl. 16:00 á Ásvöllum. Århus GF er eitt sterkasta lið Danmerkur en það lenti í öðru sæti á síðustu leiktíð.>

Sport
Fréttamynd

Haukar í eldlínunni í dag

Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja.

Sport
Fréttamynd

Erlingur hættur að þjálfa

"Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn.

Sport
Fréttamynd

Sigurður kennir varnarleikinn

"Við erum að sýna liðunum hvernig á að spila vörn! Þetta hefur ekki sést í mörg ár," sagði Sigurður Sveinsson þjálfari Fylkis eftir að lærisveinar hans sigruðu FH-inga 27-22 í Árbænum í gær.

Sport
Fréttamynd

Tölfræði úr handboltanum í kvöld

Sebastian Alexandersson var maður kvöldsins í DHL deildinni, þegar hann varði hvorki meira né minna en 30 skot í marki Selfyssinga í sigri þeirra á Þór í kvöld. Þar af varði Sebastian þrjú vítaköst og kórónaði frammistöðu sína með því að skora mark.

Sport
Fréttamynd

Sjö leikir í handboltanum í kvöld

Þriðja umferðin í DHL deild karla í handknattleik karla fer fram í kvöld og þá verða spilaðir sjö leikir. Stórleikur verður í Laugardalshöll, þar sem Valsmenn taka á móti Íslandsmeisturum Hauka. Valur hefur unnið tvo fyrstu leiki sína, en Haukarnir hafa enn ekki fundið taktinn það sem af er tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Kalandadze frá í sex vikur?

Georgíumaðurinn Tite Kalandadze, rétthenta skyttan sem Stjarnan fékk til sín eftir að hann sló í gegn á síðustu leiktíð með ÍBV, er fingurbrotinn og gæti misst af næstu 4-6 vikum með liði sínu.

Sport
Fréttamynd

Ungu stelpurnar standa sig vel

Kvennalið HK í handboltanum er að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki en hefur komið flestum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leiki sína í DHL-deild kvenna. HK vann Gróttu 30-26 á laugardaginn og fylgdi því síðan eftir með tíu marka sigri á Fram, 30-20, á þriðjudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Fram efst í DHL deild karla

Fram er eitt í efsta sæti DHL deild karla í handbolta eftir leiki kvöldsins og hefur unnið alla þrjá leiki sína. Liðið lagði Aftureldingu 26-21 í Safamýrinni í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka lögðu Val á útivelli 32-29 og nýliðar Fylkis skelltu FHingum 27-22, en hafnfirska liðið hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Risinn í dvala

Það er ljóst að Risinn í Hafnarfirði er ennþá í dvala í handboltanum en FH tapaði í gær fyrir Stjörnunni í Kaplakrika. Þar með hefur liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu, en ljóst er að þeirra bíður mikið verk ef liðið ætlar sér að vera í toppbaráttunni í vetur.

Sport
Fréttamynd

HK sigraði Fram

HK skellti Fram 30-20 í Digranesi í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld, eftir að staðan hafði verið 13-9 fyrir HK í hálfleik. Það var Arna Sif Pálsdóttir sem var atkvæðamest í liði HK með 9 mörk, en hin 15 ára gamla Rut Jónsdóttir skoraði 7 mörk úr aðeins 8 skotum, öll í síðarihálfleik.

Sport
Fréttamynd

Guðjón sá besti í sinni stöðu

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach, hefur farið á kostum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur. Hann er á meðal markahæstu manna og Gummersbach með fullt hús stiga eftir 5 umferðir.

Sport
Fréttamynd

Dregið í SS bikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum í handknattleik, en leikirnir fara fram í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Liðsstyrkur til FH

"Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta sé einn besti leikmaður sem komið hefur hingað til lands sem atvinnumaður í kvennaboltanum, án þess að ég vilji vera að kasta rýrð á þá leikmenn sem fyrir eru," sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH, þegar Fréttablaðið spurði hann út í nýja leikmann liðsins, dönsku skyttuna Maju Grönbek, sem lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í gærkvöld.

Sport
Fréttamynd

Haukar og Fram unnu leiki sína

Íslandsmeistarar Hauka notuðu góðan endasprett til að leggja nýliða Fylkis í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. Staðan í hálfleik var 12-8 fyrir Hauka, en þeir skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleik ekki fyrr en eftir 17 mínútur, en þá hrökk liðið loks í gang og vann sigur 23-18. Fram sigraði FH í Hafnarfirði, 26-21.

Sport
Fréttamynd

Fram, Valur og KA með fullt hús

Átta leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær. Eftir aðra umferð hjá körlunum eru þrjú lið, Valur, KA og Fram, með fullt hús stiga en FH-ingar eru hinsvegar stigalausir á botninum ásamt Víkingi/Fjölni og ÍBV þrátt fyrir að hafa spilað tvo fyrstu leiki sína á heimavelli sínum í Kaplakrika.

Sport
Fréttamynd

HK sigraði Gróttu

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 18 í DHL deild kvenna í handknattleik er lokið. HK vann sinn fyrsta leik í efstu deild þegar liðið lagði Gróttu 30-26. Haukastúlkur lögðu granna sína í FH, 36-24 í Hafnafjarðarslagnum og þá unnu Valsstelpur góðan sigur á Víkingi 30-20.

Sport
Fréttamynd

Finnur sig vel á heimaslóðunum

Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu.

Sport
Fréttamynd

ÍBV burstaði Fram í Safamýri

Eyjastúlkur gerðu góða ferð í Safamýrina í dag og burstuðu Fram 35-18 í DHL deild kvenna í handknattleik. Staðan í hálfleik var 17-8 fyrir ÍBV. Hildigunnur Einarsdóttir var markahæst Framstúlkna með fimm mörk, en Simona Vintila skoraði ellefu fyrir ÍBV og Pavla Plamínikova skoraði sjö.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá ÍR og KA í hálfleik

Staðan í leik ÍR og KA í DHL deild karla í handknattleik er jöfn, 14-14 í hálfleik, en leikurinn fer fram í Austurbergi núna. Þorsteinn Ingason er markahæstur heimamanna með fjögur mörk, en Ólafur Sigurgeirsson hefur skoraði þrjú fyrir gestina.

Sport
Fréttamynd

KA sigraði ÍR

KA-menn sigruðu ÍR í Breiðholtinu í DHL deild karla í handknattleik nú áðan, 32-25. Magnús Stefánsson var markahæstur í liði KA með 8 mörk og Jónatan Magnússon skoraði 6 mörk. Ólafur Sigurjónsson og Tryggvi Haraldsson skorðu 6 mörk hver í liði ÍR.

Sport
Fréttamynd

Þýski handboltinn í dag

Nokkrum leikjum er lokið í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæstur í liði sínu Gummersbach sem sigraði Melsungen örugglega 38-21 á útivelli, en Guðjón skoraði 7 mörk í leiknum og Róbert Gunnarsson skoraði tvö.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli í Mosfellsbæ

Afturelding og Selfoss gerðu jafntefli 30-30 í síðasta leik dagsins í DHL deild karla í handbolta í dag, eftir að gestirnir höfðu yfir 15-14 í hálfleik. Hrafn Ingvarsson var markahæstur í liði heimamanna með 6 mörk og Daníel Jónsson skoraði 4.

Sport