Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Ólafi verður ekki snúið

Ólafur Stefánsson segist ekki ætla að endurskoða þá ákvörðun sína að taka ársfrí frá landsliðinu þó svo landsliðið sé í miklum vandræðum vegna meiðsla lykilmanna þessa dagana og eigi erfiða leiki í mánuðinum.

Handbolti
Fréttamynd

Þriðji sigurinn á Sviss

Ísland vann í kvöld sigur á Sviss í þrijða og síðasta æfingalandsleik liðanna, 32-26. Þar með vann Ísland alla þrjá leikina gegn Sviss í vikunni.

Handbolti
Fréttamynd

Júlíus velur landsliðshóp

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í hanbolta, tilkynnti í morgun um val á leikmannahópi fyrir æfingaleiki gegn Sviss og Portúgal.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan komin í 1-0

Stjarnan vann fyrsta leikinn við Aftureldingu, 28-24, í umspilinu um laust sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Stjarnan var yfir í hálfleik, 13-9.

Handbolti
Fréttamynd

Rífandi hagnaður hjá HSÍ

Ársþing HSÍ fór fram í gær. Á fundinum var greint frá því að hagnaður HSÍ á rekstrarárinu 2008 hefði verið tæpar 43 milljónir króna. Eigið fé sambandsins er þess utan orðið jákvætt um rúmar 43 milljónir. Velta síðasta árs var 200 milljónir króna.

Handbolti
Fréttamynd

Elvar hættur hjá FH

Elvar Örn Erlingsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá FH eftir tveggja ára starf og þrettán ára veru hjá félaginu

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Vildum ekki vera með hroka

„Við ákváðum að mæta vel stemmdir enda með frábæran stuðning í húsinu. Við vorum búnir að kortleggja þá frá a til ö og það kom okkur ekkert á óvart. Gummi bauð upp á tvo til þrjá myndbandsfundi fyrir leik eins og honum einum er lagið og það skilaði sínu," sagði ungstirnið Aron Pálmarsson eftir leik í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Páll: Eigum fullt af efnilegum strákum

„Við höldum standard út báða þessa leiki og höldum haus hér í dag gegn liði sem er slakara en við. Þess utan yfirspilum við þá algjörlega og erum orðnir það góðir að við sýnum alltaf hvað við getum," sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik að Ásvöllum í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Eistar niðurlægðir að Ásvöllum

Strákarnir okkar áttu frábæran dag er þeir niðurlægðu Eista að Ásvöllum, 38-24, í undankeppni EM 2010. Þeir gáfu ekkert eftir allan leikinn og unnu verðskuldaðan stórsigur fyrir framan stútfullt hús af áhorfendum.

Handbolti
Fréttamynd

Tímabilið búið hjá Arnóri

„Þetta er ansi mikið áfall. Þetta átti ekki að vera mikil aðgerð en þegar ég vakna er mér sagt að staðan hafi verið ansi slæm," sagði landsliðsmaðurinn Arnór Atlason við Vísi áðan en hann leikur ekki meira á þessari leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Stutt stopp hjá strákunum í Skopje

Strákarnir okkar eru á ferð og flugi þessa dagana. Þeir komu til Skopje klukkan 14.00 í dag og spila erfiðan leik við Makedóna í undankeppni EM 2010 annað kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Sigfús: Vinnum líka Íslandsmeistaratitilinn

„Mér líður rosalega vel núna fyrir utan smá verk í hnénu. Það er samt aukaatriði. Þetta var frábær leikur. Við erum með magnað lið og æðislegan hóp. Gróttan kom sterk í þennan leik en við ætluðum okkur þennan titil og það var aldrei spurning að við myndum vinna,“ sagði Sigfús Sigurðsson kátur með gull utan um hálsinn og bikar í fanginu.

Handbolti
Fréttamynd

Heimir Örn: Öruggt allan tímann

„Er þetta ekki bara týpískt. Náum góðu forskoti en svo slökum við óþarflega mikið á. Við settum svo bara beint aftur í fimmta gírinn og þetta var frekar öruggt allan tímann fannst mér,“ sagði Valsarinn Heimir Örn Árnason sem skoraði fimm mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Valur bikarmeistari karla

Valur tryggði sér í dag bikarmeistaratitilinn í karlaflokki með öruggum sigri á 1. deildarliði Gróttu, 31-24. Valsmönnum tókst þar með að verja titilinn sem þeir unnu í fyrra.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur í leikmannahópi Vals

Nú er verið að gera allt klárt í Laugardalshöllinni fyrir úrslitaleik karla í Eimskipsbikarnum en þar mætast Valur og Grótta. Leikurinn hefst klukkan 16.00

Handbolti