Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Rússar unnu Alsíringa

Rússar og Alsíringar, andstæðingar Íslendinga í b-riðli heimsmeistaramótsins í Túnis, mættust á æfingamóti í Noregi í gærkvöldi. Rússar unnu sex marka sigur, 27-21. Rússneska liðið er mjög breytt frá fyrri stórmótum. Liðið er ungt að árum og þjálfari liðsins til margra ára, Maximov, er hættur.

Sport
Fréttamynd

Adios senor Padron

Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í 1. deild kvenna

Tveir leikir eru í fyrstu deild kvenna í handknattleik í dag. Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti Stjörnunni í Eyjum klukkan tvö. Klukkutíma síðar hefst viðureign Fram og Hauka í Framheimilinu.

Sport
Fréttamynd

Grosswallstadt fær nýjan þjálfara

Grosswallstadt, lið Snorra Steins Guðjónssonar og Einars Hólmgeirssonar í þýska handboltanum, skiptir um þjálfara næsta sumar. Michael Roth tekur við af Peter Meisinger, núverandi þjálfara liðsins.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan vann Gróttu/KR

Stjarnan bar sigurorð af Gróttu/KR 26-20 í fyrstu deild kvenna í handbolta í gærkvöldi. Anna Blöndal skoraði sjö mörk og Kristín Guðmundsdóttir sex fyrir Stjörnuna. Arna Gunnarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Gróttu/KR.

Sport
Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Frökkum

Íslenska karlahandboltalandsliðið tapaði fyrir Frökkum í kvöld, 30-26, á æfingaleik á Spáni. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Frakka. Nýjasta stjarna okkar Íslendinga, línumaðurinn Róbert Gunnarsson hélt áfram sínu striki og var markahæstur með 6 mörk. Næstur á eftir honum kom Haukamaðurinn Vignir Svavarsson með 5 mörk.

Sport
Fréttamynd

Garcia fær að skýra mál sitt

"Ég vil nú ekki líta svo á að hann hafi kallað mig lygara heldur frekar að íþróttafréttamaðurinn hafi lagt honum orð í munn," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik.

Sport
Fréttamynd

Garcia sendir Viggó tóninn

Jaliesky Garcia, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik á meðan Viggó Sigurðsson er landsliðsþjálfari. Þetta kom fram í viðtali við Garcia í Olíssporti á Sýn í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Leikirnir hér heima í kvöld

Í kvöld er leikið í efstu deildum kvenna í handbolta og körfubolta. Í úrvalsdeild kvenna í handbolta mætast FH og ÍBV í Hafnarfirði og Valur og Víkingur á Hlíðarenda en báðir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni eru einnig tveir leikir hjá stelpunum þegar 12. umferð hefst. Botnlið KR stúlkna sem er enn án stiga fær ÍS í heimsókn og topplið Keflavíkur tekur á móti Haukum.

Sport
Fréttamynd

Viggó í Olíssporti í kvöld

Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, verður gestur Olíssports á Sýn í kvöld klukkan tíu. Landsliðið heldur utan á fimmtudag til Spánar þar sem þeir taka þátt í æfingamóti fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23.janúar.

Sport
Fréttamynd

ÍBV og Valur sigruðu

ÍBV sigraði FH 29-37 í úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld og söxuðu Eyjastúlkur með því á forskot Hauka á toppi deldarinnar í 2 stig. Valsstúlkur sigruðu Víking 28-21 og eru í 3. sæti með 14 stig, sex stigum á eftir ÍBV.

Sport
Fréttamynd

Garcia kominn í leitirnar

Jaliesky Garcia, landsliðsmaður í handbolta, er kominn í leitirnar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, talaði við Garcia seint í gærkvöldi en þá var leikmaðurinn staddur á Púertó Ríkó. Ekkert hafði náðst í Garcia í nokkrar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Sport
Fréttamynd

Garcia fer ekki til Túnis

Jaliesky Garcia mun ekki fara með íslenska landsliðinu í handknattleik á HM í Túnis sem hefst síðar í mánuðinum að sögn Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálfara í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar nú fyrir stundu. Hugsanlegt er að Garcia hafi leikið sinn síðasta landsleik undir stjórn Viggós.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur með þrjú í sigurleik

Hrafnhildur Skúladóttir landsliðskona skoraði þrjú mörk fyrir danska liðið Århus í gær þegar liðið lagði Neustadt frá Austurríki að velli 29-24 í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Síðari leikurinn verður í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Mikil upplifun að spila með Óla

Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Viggó ánægður með Petersson

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með Alexander Petersson í frumraun hans með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Svíum í síðustu viku. Viggó sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að innkoma Peterssons í landsliðið hefði verið mjög jákvæð.

Sport
Fréttamynd

Garcia enn ófundinn

Forysta Handknattleikssambands Íslands og landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson munu taka ákvörðun, um hvort stórskyttan Jaliesky Garcia verði í landsliðshópnum sem fer á heimsmeistaramótið í Túnis, í dag. Garcia hefur ekkert látið í sér heyra frá því að hann fór til Kúbu til að vera viðstaddur jarðarför föður síns á milli jóla og nýárs og sagði Viggó í samtali við Fréttablaðið í gær að framkoma Garcia væri furðuleg.

Sport
Fréttamynd

Svavar frá næstu vikurnar

Svavar Vignisson, línumaðurinn sterki hjá handknattleiksliði ÍBV, ristarbrotnaði á æfingu og verður frá næstu vikurnar. Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar og tryggði sér sæti í úrvalsdeild DHL-deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan komst áfram

Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leikmönnum sínum að spila.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan sigraði Osmangazi

Stjörnustúlkur sigruðu í dag Eskisehir Osmangazi frá Tyrklandi í Evrópukeppni kvenna í handknattleik, en lokatölur urðu 30-23. Möguleikar Stjörnustúlkna á að komast áfram eru því ágætir, en á morgun mæta þær gríska liðinu Makedonikos.

Sport
Fréttamynd

ÍBV og FH sigruðu

Tveir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í handknattleik í dag. Í Vestmannaeyjum sigruðu heimastúlkur Val 27-26 og FH sigraði Gróttu/KR 25-22 á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur aldarinnar

Mikil stemming er á Akureyri vegna leiks bikarmeistara KA í handknattleik frá árinu 1995, gegn núverandi bikarmeisturum félagsins en leikurinn fer fram í KA-heimilinu í dag og hefst klukkan 15.

Sport
Fréttamynd

Danir og Serbar skildu jafnir

Ýmsar af bestu handknattleiksþjóðum heims undirbúa sig nú fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23. janúar. Danir og Serbar áttust við á undirbúningsmóti í Frakklandi í gærkvöld og skildu jafnir, 27-27. Á sama móti lögðu Frakkar Grikki örugglega, 31-22.

Sport
Fréttamynd

Reynsluleysi hjá Stjörnunni

Stjarnan tók á móti svissneska liðinu Spono Nottwill í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna sem fram fór í Garðabæ. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar á mótinu og þétt setinn áhorfendabekkurinn í Garðabænum.

Sport
Fréttamynd

Reynt að ná í Garcia um helgina

Beðið verður fram yfir helgi með að taka ákvörðun um hvort Jaliesky Garica, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, verði með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis í lok mánaðarins.

Sport
Fréttamynd

Góður möguleiki að komast áfram

Kvennalið Stjörnunnar í handknattleik spilar um helgina þrjá leiki í Áskorendakeppni Evrópu en leikið er með riðlafyrirkomulagi í fyrsta sinn.

Sport
Fréttamynd

Fimm marka tap gegn Svíum

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði gegn Svíum í vináttuleik í Skövde í kvöld, en lokatölur urðu urðu 36-31 eftir að Íslendingar höfðu leitt með eins marks mun í leikhléi, 17-16.

Sport
Fréttamynd

Fjórum mörkum yfir gegn Svíum

Íslenska landsliðið í handknattleik er 15-11 yfir í hálfleik í vináttuleik sínum gegn Svíum þar ytra. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir HM í handknattleik sem hefst síðar í mánuðinum í Túnis. Roland Eradze markvörður hefur verið besti maður liðsins í fyrri hálfleik.

Sport