Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Karpov með forystu í tugþrautinni

Dmitri Karpov frá Kasakstan hefur forystu í tugþrautarkeppni karla á Ólympíuleikunum að loknum sjö greinum. Hann er með 6572 stig, er 166 stigum á undan Tékkanum Roman Zeberle.

Sport
Fréttamynd

Draumaliðið mætir Spánverjum

Draumaliðið í körfuknattleik mun væntanlega eiga í kröppum dansi á morgun þegar liðið mætir taplausu liði Spánverja í átta liðum úrslitum á Ólympíuleikunum.

Sport
Fréttamynd

Fjarvera Kenteris fælir frá

Aðsókn á frjálsíþróttakeppnina á Ólympíuleikunum hefur valdið miklum vonbrigðum mótshaldara en í gær vantaði marga áhorfendur. Skýringin er sú að hetja Grikkja á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir fjórum árum, Kostas Kenteris, vantaði. Kenteris fór ekki í lyfjapróf og sviðssetti síðan vélhjólaslys og var rekinn úr Ólympíuþorpinu með skömm.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistararnir urðu neðstir

Riðlakeppni körfubolta karla lauk á Ólympíuleikunum í gær. Kínverjar sigruðu heimsmeistara Serba, 67-66. Serbar urðu neðstir í A-riðli og spila um 11. sætið. Þetta er versti árangur þeirra á stórmóti frá 1947 þegar Júgóslavar urðu þrettándu á Evrópumeistaramótinu.

Sport
Fréttamynd

Þórey Edda í fimmta sæti

Þórey Edda sýndi og sannaði að hún er komin í hóp allra bestu stangastökkvara í heimi.  Stökk hennar uppá 4,55 metra fleytti henni upp í fimmta sætið á Ólympíuleikunu í Aþenu. Isinbayeva frá Rússlandi setti heimsmet þegar hún stökk 4,91 metra eftir einvígi gegn löndu sinni Feofanova.

Sport
Fréttamynd

Áfall fyrir Bandaríkjamenn

Katie Smith, einn af lykilleikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, verður ekki meira með á Ólympíuleikunum vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Brassar skeinuhættir

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu.

Sport
Fréttamynd

Írakar ætla að gleðja sitt fólk

Íraska landsliðið í knattspyrnu lætur stríðsástandið í landi sínu ekkert á sig fá og stefnir ótrautt á verðlaunapall á Ólympíuleikunum.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnar meiddur aftan í læri

Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi, hefur lokið þremur greinum af tíu á Ólympíuleikunum en það eru aðeins helmingslíkur að mati þjálfara hans að hann snúi aftur í kvöld til að klára tvær síðustu greinar fyrri dagsins. Jón Arnar er sem stendur í 19. sæti með 2480 stig.

Sport
Fréttamynd

Fljótasti maður heims

Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin, sem sigraði í hundrað metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu í fyrradag, hefur vakið mikla athygli fyrir hógværa framkomu.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnar í 23. sæti

Jón Arnar Magnússon stökk 7,12 metra í langstökki í tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna nú áðan. Fyrr í morgun hljóp hann 100 metrana á 11,05 sekúndum. Jón Arnar er í 23. sæti þrautarinnar með 1692 stig en forystu hefur Bryan Clay frá Bandaríkjunum með 2039 stig. Þrefaldur heimsmeistari, Tomas Dvorak, hætti keppni eftir fyrstu grein í morgun vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Draumaliðið sigraði Angóla

Mikið hefur verið rætt og ritað um árangur Bandaríska Draumaliðsins í körfubolta en liðið hefur ekki sýnt þess nein merki að hin liðin þurfi að vera hrædd.

Sport
Fréttamynd

Þórey Edda á góða möguleika

Þórey Edda Elísdóttir hefur keppni í úrslitum í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag. Þórey Edda á ágæta möguleika í úrslitakeppninni en aðeins sex stangarstökkskonur af fimmtán sem skipa efstu sætin á heimslistanum komust í úrslitakeppnina.

Sport
Fréttamynd

Svetlana endaði ferilinn illa

Svetlana Khorkina, fimleikakona frá Rússlandi, hafði í hyggju að bera sigur úr býtum á þriðju Ólympíuleikunum í röð og enda sinn fimleikaferil með stæl.

Sport
Fréttamynd

Korzhanenko svipt gullinu

Rússneska stúlkan, Irina Korzhanenko, sem vann til gullverðlauna í kúluvarpi á ólympíuleikunum á miðvikudag, var svipt verðlaununum í dag vegna ólöglegrar lyfjaneyslu.

Sport
Fréttamynd

Lyfjahneykslið heldur áfram

Grikkir, sem eru gestgjafar ólympíuleikana í ár, eiga ekki sjö dagana sæla þegar kemur að lyfjamisnotkun hjá þátttakendum leikana.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnar hættur vegna meiðsla

Tugþrautarkappinn, Jón Arnar Magnússon, hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum. Hann var í 19. sæti eftir þrjár greinar en vegna tognunar í aftanverðu læri var sú ákvörðun tekin, í samráði við Brynjólf Jónsson, lækni, að ráðlegast væri að hætta keppni.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson hættur

Ólafur Stefánsson segist hættur að leika með íslenska landsliðinu í handbolta, að minnsta kosti í bili. Hann tilkynnti þetta eftir leik Íslands og Rússlands á Ólympíuleikunum í gær að því er fram kemur á opinberri vefsíðu leikanna.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar sviptir verðlaunum

Ákveðið hefur verið að svipta liði þjóðverja gullverðlaunum sínum í hestaíþróttum eftir mistök dómara í keppninni, en þeim láðist að gefa Bettina Hoy tímarefsingu.

Sport
Fréttamynd

Draumaliðið lélegt

Bandaríska Draumaliðið í körfuknattleik er svo sannarlega ekki að standa undir nafni á Ólympíuleikunum í ár.

Sport
Fréttamynd

Rúnar keppir í dag

Rúnar Alexandersson keppir til úrslita á bogahesti í dag en keppnin hefst laust eftir klukkan 18. Rúnar á í höggi við sjö fimleikamenn um gullið. Í úrslitum eru 2 Kínverjar, 2 Japanar, Rúmeni, Bandaríkjamaður og Spánverji auk Rúnars.

Sport
Fréttamynd

Númeri of litlir á leikunum

Íslenska handboltalandsliðið átti aldrei möguleika í úrslitaleiknum við Rússa um sæti í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Ísland tapaði leiknum reyndar aðeins með fjórum mörkum en líkt og oft á áður misstu íslensku strákarnir máttinn andspænis rússneska birninum.

Sport
Fréttamynd

Átti að fá bronsverðlaunin

Guðmundur Þór Brynjólfsson, þjálfari Rúnars, var brosmildur með afbrigðum eftir að strákurinn hans hafði lokið keppni á Ólympíuleikunum. Hann átti líka vel inni fyrir því þar sem Rúnar fór á kostum og komst lengra en þeir höfðu leyft sér að dreyma um fyrir fram.

Sport
Fréttamynd

Rúnar náði sjöunda sætinu

Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér.

Sport
Fréttamynd

Sviptur bronsverðlaunum

Gríski lyftingamaðurinn Leonidas Sampanis hefur verið sviptur bronsverðlaunum á Ólympíuleikunum í Aþenu, þar sem hann féll lyfjaprófi. Testósterónmagn var tvöfalt það sem leyfilegt er.

Sport