Körfubolti

Fréttamynd

Auglýst eftir mönnum á spjallborði

"Höttur í úrvalsdeild í fyrsta sinn - erum að leita að leikmönnum," segir á spjallborði sport.is. Það er ekki á hverjum degi sem að lið sést auglýsa eftir liðsauka með þessum hætti en að sögn Björgvins Karls Gunnarssonar, fyrirliða Hattar, þótti tilvalið að bregða á þetta ráð.

Sport
Fréttamynd

Dallas valtaði yfir San Antonio

Dallas Mavericks settu á svið sýningu á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið vann sinn stærsta sigur í sögunni á San Antonio Spurs, sem greinilega sakna Tim Duncan mikið.

Sport
Fréttamynd

Það kemur ekkert lengur á óvart

Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfubolta. Keflavík leiðir í einvíginu, 2-1, eftir að hafa unnið þriðja leikinn í Keflavík á fimmtudagskvöldið, 86-83, á dramatískan hátt. Þessir þrír leikir liðanna tveggja hafa verið frábær skemmtun og Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að miðað við það, hvernig þessi rimma hafi þróast þá geti allt gerst í fjórða leiknum í dag

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA í nótt og spennan eykst jafnt og þétt fyrir úrslitakeppnina sem hefst síðar í mánuðinum. Fá óvænt úrslit litu dagsins ljós og þau lið sem eru að berjast um efstu sætin í úrslitakeppninni, unnu öll leiki sína.

Sport
Fréttamynd

16-20 eftir fyrsta leikhluta

Snæfell leiðir með fjögurra stiga mun, 20-16, eftir fyrsta leikhluta í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Snæfellingar byrjuðu mjög vel en Keflvíkingar komu til baka í lok leikhlutans

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik í Keflavík

Þegar gengið er til búningsherbergja í Keflavík er staðan jöfn, 39-39. Snæfellingar byrjuðu betur en Keflvíkingar komu til baka og leikurinn er í algjörum járnum. Nick Bradford er lang stigahæstur hjá Keflvíkingum, búinn að gera 15 stig, þar af þrjá þrista, en Calvin Clemmons er atkvæðamestur hjá Snæfellingum með 12 stig og Hlynur Bæringsson hefur gert 9.

Sport
Fréttamynd

Keflavík komið í 2-1

Keflavík sigrað Snæfell í hörkuleik í Keflavík með þriggja stiga mun, 86-83, og þurfa nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Howard ekki meira með Rockets

Lið Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfalli, því framherji liðsins Juwan Howard, verður líklega ekki meira með liðinu á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Allt í járnum í Keflavík

Það er allt í járnum fyrir síðasta leikhluta í Keflavík, en heimamenn leiða með einu stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 63-62.

Sport
Fréttamynd

Grant Hill frá út tímabilið

Meiðsladraugurinn heldur áfram að þjaka Grant Hill, framherja Orlando Magic og nú þykir ljóst að hann muni ekki leika meira með liði sínu á þessari leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Mikill heiður að vera valinn

Eins og fram kom á dögunum hefur Jón Arnór Stefánsson, leikmaður rússneska liðsins Dynamo St. Petersburg, verið valinn í Evrópuúrval Stjörnuleiks FIBA sem fram fer á Kýpur fimmtudaginn 14. apríl.

Sport
Fréttamynd

Keflavík dró kæruna til baka

Mikið hefur verið rætt um mistök sem áttu sér stað á ritaraborði á leik Snæfells og Keflavíkur í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik.

Sport
Fréttamynd

Keflavík Íslandsmeistari

Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna, þriðja árið í röð, þegar liðið lagði Grindavík með þrettán stiga mun, 70-57, í Keflavík í kvöld. Keflavík vann þar með einvígið 3-0.

Sport
Fréttamynd

Þriðji í röð hjá Keflavíkurstúlkum

Kvennalið Keflavíkur í körfubolta tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn með 13 stiga sigri á Grindavík, 70-57, í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunm en þetta var þriðja árið í röð sem Keflavíkur vinnur úrslitaeinvígið 3-0.

Sport
Fréttamynd

McGrady með 44 stig

Tracy McGrady og Baron Davis settu á fót mikla skotsýningu er Houston Rockets sótti Golden State Warriors heim í NBA-körfuboltanum í nótt.

Sport
Fréttamynd

Keflavík kærir úrslitin

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur lagt fram kæru vegna mistaka sem áttu sér stað í öðrum leik Keflvíkinga og Snæfells sem fram fór í Stykkishólmi í fyrrakvöld.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin dæmd ógild?

Svo gæti farið að slæm mistök á ritaraborði í leik Snæfells og Keflavíkur í gærkvöld dragi dilk á eftir sér því tveggja stiga karfa, sem Jón Hafsteinsson skoraði fyrir Keflavík í lok þriðja leikhluta, var þurrkuð út.

Sport
Fréttamynd

Glenn Robinson til Spurs

Lið San Antonio Spurs hefur fengið til sín framherjann Glenn Robinson til að styrkja sig fyrir lokaátökin í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Regnmaðurinn í grjótinu

Fyrrum körfuboltamaðurinn Shawn Kemp, sem gerði garðinn frægan hjá Seattle Supersonics á sínum tíma, var nýverið handtekinn fyrir að vera með fíkniefni og skotvopn í fórum sínum.

Sport
Fréttamynd

Snæfell vann leik númer tvö

Snæfell sigraði Keflavík í öðrum leik liðana í úrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í kvöld með 97 stigum gegn 93. Keflvíkingar voru með pálmann í höndunum og leiddu þegar lítið var eftir, en góður endasprettur Snæfellinga sá til þess að staðan í einvíginu er 1-1.

Sport
Fréttamynd

Spennuþrungið í Stykkishólmi

Snæfell tók á móti Keflavík í öðrum leik lokaúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Keflavík vann fyrsta leikinn og því lykilatriði fyrir Snæfellinga að fara með sigur af hólmi. Það hafðist eftir mikla baráttu og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Lokatölur urðu 97-93.

Sport
Fréttamynd

Gera allt til þess að tækla þetta

Mikla athygli vakti þegar leikmönnum úr körfuknattleiksliði ÍR var hótað með SMS-sendingum meðan á undanúrslitunum í Intersportdeildinni stóð þar sem liðið átti í höggi við Keflavík.

Sport
Fréttamynd

Snæfell yfir í hálfleik

Snæfell leiðir gegn Keflvíkingum með tveimur stigum, 44-42, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Calvin Clemmons hefur verði atkvæðamestur hjá Snæfellingum og gert 12 stig og Pálmi Sigurgeirsson 9. Hjá Keflvíkingum hefur Gunnar Einarsson sett niður fjóra þrista og er með 14 stig.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns halda sínu striki og stefna á að ná efsta sæti deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, en liðið lagði Houston Rockets í nótt 91-78.

Sport
Fréttamynd

Tíu töp í ellefu leikjum Lakers

Los Angeles Lakers tapaði enn eina ferðina, með eins stigs mun fyrir San Antonio Spurs í gærkvöldi, 95-94. Lakers hefur tapað 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Brent Barry skoraði sigurkörfuna 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant, sem aðeins skoraði 15 stig, gat tryggt Lakers sigurinn en skot hans í lokin geigaði.

Sport
Fréttamynd

Keflavík einum sigri frá titli

Keflavík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna á miðvikudag. Keflavík vann Grindavík 89-87 í framlengdum leik í Grindavík í gær og hefur því unnið báða leikina í úrslitarimmunni.

Sport
Fréttamynd

Færri þristar hjá Keflavík

Keflvíkingar hafa unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppni Intersportdeildar karla í körfubolta og stefna ótrauðir á það að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á síðustu átta árum.

Sport
Fréttamynd

Veikleikar í svæðisvörn Keflavíkur

Hlynur Bæringsson er bjartsýnn fyrir annan leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, sem háður verður í Stykkishólmi í kvöld og telur sína menn geta nýtt sér veikleika í keflvíska liðinu.

Sport