Körfubolti

Fréttamynd

Milwaukee valdi Bogut

Það kom fáum á óvart að Milwaukee Bucks skyldu velja Andrew Bogut frá Utah Háskólanum fyrstan í nýliðavalinu í NBA í gærkvöldi, en hann er talinn muni láta hart að sér kveða í deildinni strax. Atlanta valdi hinn unga Marvin Williams frá Norður-Karólínu númer tvö.

Sport
Fréttamynd

Nýliðavalið í NBA verður í nótt

Í nótt fer fram hið árlega nýliðaval í NBA deildinni og þar kemur í ljós hjá hvaða liðum bestu nýliðarnir enda í haust, en einnig má búast við að miklar hræringar verði í kring um valið í ár, þar sem nokkur lið munu reyna að skipta leikmönnum fyrir betri valrétti.

Sport
Fréttamynd

Jón Ólafur aftur í Snæfell

Miðherjinn Jón Ólafur Jónsson sem lék með KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrravetur, hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Snæfell og mun leika með þeim á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Utah Jazz fær þriðja valréttinn

Strax er farið að draga til tíðinda í nýliðavalinu í NBA deildinni sem fram fer í kvöld, en Utah Jazz gerði nú rétt í þessu stór skipti við Portland Trailblazers og tryggðu sér þriðja valréttinn í kvöld, með það fyrir augum að ná í einn hinna frambærilegu leikstjórnenda sem eru í boði.

Sport
Fréttamynd

Cleveland ræður framkvæmdastjóra

Cleveland Cavaliers hafa gengið frá samningi við Danny Ferry, fyrrum leikmann liðsins, um að taka við stöðu framkvæmdastjóra félagsins, en það tekur loks af allan vafa um að Larry Brown þjálfari Detroit taki við stöðunni.

Sport
Fréttamynd

San Antonio NBA meistarar !

San Antonio Spurs tryggðu sér í nótt NBA meistaratitilinn í körfubolta þegar liðið sigraði Detroit Pistons í hreinum úrslitaleik, 81-74 í Texas. Þetta var sjöundi leikur liðanna í úrslitaeinvíginu sem Spurs unnu samtals 4-3. Tim Duncan var stigahæstur meistaranna nýkrýndu með 25 stig og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Verkfalli afstýrt í NBA

Þær gleðifréttir bárust úr NBA deildinni nú í kvöld að samkomulag hefur náðst í kjarasamningum milli fulltrúa leikmanna og deildarinnar, en þar með er ljóst að ekkert verður af verkfalli sem virtist óumflýjanlegt fyrir nokkrum dögum þegar hvorki gekk né rak í viðræðunum.

Sport
Fréttamynd

Fyrrum KR-ingur æfir hjá Lakers

Körfuknattleiksmaðurinn Aaron Harper, sem lék með KR-ingum í Intersportdeildinni eftir áramót, er nú staddur í æfingabúðum NBA stórveldisins Los Angeles Lakers. Harper fluttist til Venesúela eftir að Íslandsmótinu lauk hér á landi og er óhætt að segja að Harper hafi staðið sig vel hjá liði sínu því hann var fyrir skömmu valinn verðmætasti leikmaðurinn.

Sport
Fréttamynd

Spurs 2-0 yfir gegn Detroit

Manu Ginobili skoraði 27 stig fyrir San Antonio Spurs sem sigruðu meistara Detroit Pistons, 97-76 í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í hálfleik var 58-42 fyrir Spurs sem leiða einvígið nú 2-0 en það lið sem fyrr vinnur 4 leiki hampar titlinum. Tim Duncan var næst stigahæstur Spurs með 18 stig.

Sport
Fréttamynd

Unndór þjálfar Grindavík

Unndór Sigurðsson mun þjálfa kvennalið Grindavíkur í körfuknattleik á næsta ári, en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið á dögunum. Unndór, sem er Grindvíkingur þjálfaði lið ÍS með góðum árangri í fyrra. Víkurfréttir greindu frá þessu í dag.

Sport
Fréttamynd

Spurs unnu fyrsta leikinn

San Antonio Spurs sigruðu í nótt Detroit Pistons, 84-69 í fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar í körfubolta, en leikið var í San Antonio. Spurs leiða því 1-0 í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður meistari. Annar leikur liðanna fer fram aðfaranótt mánudags nk. og eru viðureignirnar í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

X-ið977 byrjar með íþróttafréttir

Í dag miðvikudag byrjar Rokk útvarpsstöðin X-ið 97.7 að nýju á því að útvarpa íþróttafréttum og mun sá hátturinn verða á hverjum virkum degi kl. 11.00. Með þessu gefst útvarpshlustendum kostur á að fá nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna snemma hvers dags en stöðin mun bjóða upp á ítarlegan sport-fréttapakka hverju sinni.

Sport
Fréttamynd

Skiles framlengir ekki við Bulls

Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum milli þjálfarans Scott Skiles og forráðamanna Chicago Bulls um framlengingu á samningi hans, sem verður að teljast nokkuð skrítið eftir óvænt gengi Chicago í vetur.

Sport
Fréttamynd

Enn ekkert gull í körfuboltanum

Íslenska karlalandsliðið endaði í öðru sæti þriðju Smáþjóðaleikana í röð. Kýpur tryggði sér fimmta gullið í röð með því að vinna stærsta sigurinn á Íslandi í sögu leikanna Körfuboltalandsliðin þurftu bæði að sætta sig við silfur á Smáþjóðaleikunum í Andorra og lengist því biðin eftir gullinu um að minnsta kosti tvö ár í viðbót.

Sport
Fréttamynd

Með tvöfalt hærri laun en Woudstra

Jakob Örn Sigurðarson, sem hefur gert það gott með háskólaliðinu sínu Birmingham Southern undanfarin ár, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið BayerGiants Leverkusen um að leika með því næsta vetur.

Sport
Fréttamynd

Helgi Jónas verður með

Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga hefur ekki setið auðum höndum í sumarfríinu og nú er að verða komin mynd á hóp liðsins fyrir næsta vetur. Friðrik Ingi Rúnarsson mun stýra liðinu á næstu leiktíð, þeir fengu Pál Kristinsson til liðs við sig frá Njarðvík og hafa nú samið við skyttuna Guðlaug Eyjólfsson um að snúa aftur til liðsins eftir hálfs árs fjarveru.

Sport
Fréttamynd

Makedóni semur við Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi hefur samið við 22 ára gamlan makedónskan leikstjórnanda að nafni Dimitar Karadjovski um að leika með liðinu næsta vetur. Karadjoski er í landsliðshóp Makedóníu og er sagður sterkur alhliða leikmaður sem á einnig að geta leikið sem skotbakvörður.

Sport
Fréttamynd

Milwaukee fékk fyrsta valréttinn

Í  vikunni varð ljóst hvaða lið hlytu fyrstu valréttina í nýliðavali NBA sem fram fer í lok næsta mánaðar. Lið Milwaukee Bucks datt heldur betur í lukkupottinn þegar þeir hlutu fyrsta valréttinn, enda voru líkurnar á því að þeir fengju að velja númer eitt ekki nema um 6%.

Sport
Fréttamynd

Jakob eftirsóttur í Evrópu

Jakob Sigurðsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er eftirsóttur, en hann var á dögunum valinn íþróttamaður ársins í Birmingham Southern College skólanum í Bandaríkjunum. Mörg félagslið í Evrópu hafa sóst eftir því að fá hann í sínar raðir. Lið í Belgíu , Hollandi og Þýskalandi hafa öll spurst fyrir um Jakob, m.a. hollensku meistararnir í Amsterdam og þýska liðið Bayer Leverkusen.

Sport
Fréttamynd

Tveir landsliðsmenn í KR

Tveir landsliðsmenn í körfubolta skrifuðu undir samning við úrvalsdeildarlið KR í morgun. Fannar Ólafsson, sem lék í Þýskalandi, og Pálmi Freyr Sigurgeirsson, sem lék með Snæfelli, skrifuðu báðir undir tveggja ára samninga við KR.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur á Englendingum

Ísland sigraði England örugglega í öðrum vináttulandsleik þjóðanna í körfubolta kvenna á jafn mörgum dögum í gær, 78-59, en leikið var í Kópavogi. Birna Valgarðsdóttir lék sinn 61. landsleik og bætti landsleikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Englendingum

Kvennalandslið Íslands og Englands í körfubolta mætast í vináttulandsleik í DHL-höll KR-inga í dag kl. 18. Á morgun leika liðin í Smáranum og í Njarðvík á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar sigruðu þær ensku

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik sigraði stöllur sínar frá Englandi með átta stiga mun, 71-63, í vináttuleik í kvöld. Helena Sverrisdóttir var lang atkvæðamest í íslenska liðinu og gerði 22 stig.

Sport
Fréttamynd

Viðræður í NBA sigldar í strand

Viðræður stjórnar NBA-deildarinnar í körfuknattleik og leikmannasamtaka virðast sigldar í strand og svo gæti farið að keppni á næstu leiktíð hefjist ekki á sama tíma. Helsta deilumálið er lengd samningstíma leikmanna. Stjórn NBA-deildarinnar vill stytta hámarkslengd samninga úr 7 árum í 5 en á það vilja leikmannasamtökin ekki fallast.

Sport
Fréttamynd

Predrag Bojovic tekur við Haukum

Predrag "Kuki" Bojovic hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Hauka í körfubolta og tekur við starfi Reynis Kristjánssonar. Bojovic hefur leikið með Haukum undanfarin fjögur ár og var aðstoðarþjálfari Reynis á nýloknu tímabili.

Sport
Fréttamynd

Fannar Ólafsson til liðs við KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tveggja ára samning við landsliðsmiðherjann Fannar Ólafsson. Fannar er klárlega einn af bestu miðherjum landsins, en undanfarin tvö ár hefur hann leikið á Grikklandi og nú síðast með þýska liðinu Ulm. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Sigurður áfram með Keflavík

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík í gær, en hann stýrði liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í vetur. Sigurður valdi í gær landsliðið sem æfa mun fyrir smáþjóðaleikana í Andorra, en fimm nýliðar eru í hópnum: Derrel Lewis, Grindavík, Egill Jónasson, Njarðvík, Sævar Haraldsson, Haukum, Kristinn Jónasson, Haukum, og Guðmundur Jónsson, Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

KKÍ harmar mál Ólafs Arons

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands lýsir yfir harmi sínum, eins og það er orðað á heimasíðu félagsins, með að körfuknattleiksmaður hafi fallið á lyfjaprófi. Eins og greint var frá í gær hefur Ólafur Aron Ingvarsson, leikmaður Njarðvíkur, verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að í ljós kom að hann hafi neytt amfetamíns.

Sport
Fréttamynd

Nýliðarnir mætast í 1. umferð

Nýliðarnir í úrvalsdeildinni í körfubolta, Höttur og Þór Akureyri munu mætast í 1. umferð Íslandsmótsins í haust en KKÍ kynnti leikjaniðurröðun í dag. Íslandsmeistarar Keflavíkur hefja titilvörn sína í Seljaskóla gegn ÍR-ingum. Í 1. deild karla fara nýliðarnir í Hrafnaflóka til Víkur og mæta þar Drangi í 1. umferð í byrjun október.

Sport