Körfubolti Lakers - Clippers í beinni í nótt Undirbúningstímabilið í NBA deildinni heldur áfram í kvöld og þá verða átta leikir á dagskrá. Grannaslagur Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsrásinni á Digital Ísland og hefst hann klukkan tvö í nótt. Körfubolti 19.10.2006 21:56 Fimm leikir í nótt Fimm æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. New Jersey er enn án sigurs eftir fjóra leiki, en Toronto hefur unnið alla fjóra leiki sína á undirbúningstímabilinu. Grannaslagur LA Lakers og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV í nótt klukkan hálf tvö. Körfubolti 19.10.2006 14:42 Mikil óánægja með nýja boltann Mikil óánægja er meðal leikmanna í NBA deildinni með nýja keppnisboltann sem notaður verður í vetur, en þetta er bolti úr gerviefni sem koma á í stað leðurboltans sem notaður hefur verið í 35 ár. Raunar eru það aðeins dýraverndunarsinnar sem eru ánægðir með boltann. Körfubolti 18.10.2006 19:59 Cleveland malaði Maccabi Cleveland Cavaliers var ekki í vandræðum með ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í æfingaleik liðanna í Ohio í gærkvöldi og vann auðveldan sigur 93-67. Drew Gooden skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst, Donyell Marshall skoraði 19 stig og hirti 8 fráköst og LeBron James skoraði 13 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í liði Cleveland. Körfubolti 18.10.2006 14:54 Cleveland - Maccabi Tel Aviv í beinni Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í kvöld verður mjög áhugaverður því þar etja kappi LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers og ísraelska Evrópustórveldið Maccabi Tel Aviv. Leikurinn hefst klukkan 23 og er sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland. Sport 17.10.2006 22:26 Fjórir leikir í nótt Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit lagði Utah 90-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem sýndur var beint í gærkvöldi. Ronald Murray skoraði 19 stig fyrir Detroit, en hann gekk í raðir liðsins frá Cleveland í sumar. Ronnie Brewer og Carlos Boozer skoruðu 15 stig hvor fyrir gestina. Körfubolti 17.10.2006 04:17 Detroit - Utah í beinni Sjónvarpsstöðin NBA TV heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en leikur kvöldsins verður viðureign Detroit Pistons og Utah Jazz og hefst leikurinn strax klukkan 23:30 að þessu sinni. Körfubolti 16.10.2006 17:14 Phoenix lagði LA Lakers Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni liðna nótt. LA Lakers tapaði fyrsta leik sínum til þessa þegar liðið lá fyrir Phoenix Suns í Las Vegas. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland. Körfubolti 16.10.2006 16:15 LA Lakers - Phoenix í beinni Viðureign LA Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld. Leikurinn fer fram í Las Vegas og hefst klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Körfubolti 15.10.2006 19:11 Baulað á Jackson í Indiana Átta æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Áhorfendur í Indiana bauluðu á vandræðagemlinginn Stephen Jackson þegar hann kom inn sem varamaður í tapleik gegn Utah Jazz. Körfubolti 15.10.2006 18:13 Sex leikir í nótt Sex leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikur Houston og Atlanta var í beinni útsendingu á NBA TV. Körfubolti 14.10.2006 14:29 Houston - Atlanta í beinni NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks. Körfubolti 13.10.2006 20:22 Avery Johnson framlengir við Dallas Avery Johnson skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við NBA lið Dallas Mavericks og mun því stýra liðinu til ársins 2011. Johnson kom Dallas alla leið í úrslitin á sínu fyrsta heila ári við stjórnvölinn á síðustu leiktíð og er sagður muni fá um 20 milljónir dollara fyrir samninginn. Körfubolti 13.10.2006 15:21 Sacramento burstaði Dallas Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101. Körfubolti 13.10.2006 14:45 Dallas - Sacramento í beinni Tveir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Körfubolti 12.10.2006 20:00 Sex æfingaleikir í nótt Sex æfingaleikir voru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Ben Wallace stimplaði sig vel inn í lið Chicago Bulls sem vann nauman sigur á Washington Wizards. Körfubolti 12.10.2006 16:11 Rasheed Wallace eignar sér reglubreytingar Reglur í NBA deildinni hafa nú verið hertar til muna og dómurum verið gert að grípa mun fyrr til þess að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir mótmæli. Rasheed Wallace segir að þessar breyttu áherslur séu bein árás á sig og kallar hinar nýju reglubreytingar "aðeins enn eina Wallace-regluna" Körfubolti 11.10.2006 18:38 Chicago - Washington í beinni Leikur kvöldsins á NBA TV frá undirbúningstímabilinu er viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards. Þarna gefst áhorfendum tækifæri til að sjá Big Ben Wallace í eldlínunni með Chicago í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir liðsins frá Detroit í sumar. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt í nótt. Körfubolti 11.10.2006 22:52 Stephen Jackson á leið í fangelsi? Stephen Jackson, leikmaður Indiana Pacers í NBA deildinni, gæti nú átt yfir höfði sér fangelsisvist eftir að lögregla í Indianapolis ákvað í dag að kæra hann fyrir gáleysi og ólæti á almannafæri í kjölfar þess að hann lenti í átökum fyrir utan súlustað þar í borg á dögunum. Körfubolti 11.10.2006 21:45 Detroit skellti meisturunum Nokkrir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit Pistons skellti Miami 84-64 í Portó Ríkó í leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Körfubolti 11.10.2006 14:43 George Karl framlengir við Denver Þjálfarinn George Karl hefur framlengt samning sinn við NBA lið Denver Nuggets til ársins 2010, en undir hans stjórn hefur liðið náð sínum besta árangri síðan það gekk inn í NBA deildina fyrir þremur áratugum. Körfubolti 10.10.2006 21:36 Fyrsta beina útsendingin á NBA TV í nótt Í kvöld geta NBA áhugamenn tekið forskot á sæluna þegar NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland verður með fyrstu beinu útsendinguna frá undirbúningstímabilinu og hér er enginn smá leikur á ferðinni - viðureign Miami Heat og Detroit Pistons. Körfubolti 10.10.2006 18:56 Clippers vann sigur í Moskvu NBA lið Los Angeles Clippers vann sigur á rússneska liðinu BC Khimki í æfingaleik í Moskvu í dag 89-91. Shaun Livingston skoraði 19 stig fyrir bandaríska liðið sem hefur verið í Rússlandi síðan um mánaðamót í æfingabúðum. Körfubolti 6.10.2006 20:22 Skaut af byssu til að skakka leikinn Villingurinn Stephen Jackson og nokkrir félagar hans frá NBA liði Indiana Pacers lentu í vandræðum fyrir utan súlustað í Indianapolis í gærkvöldi þar sem þeir áttu í deilum við nokkra aðra gesti staðarins. Jackson fór verst út úr þessum viðskiptum en hann fékk hnefahögg og því næst var ekið á hann. Jackson stillti sjálfur til friðar með því að skjóta fimm skotum upp í loftið af skammbyssu sinni. Körfubolti 6.10.2006 15:32 NBA lið í eldlínunni í Evrópu Um þessar mundir eru fjögur lið úr NBA deildinni í körfubolta á æfingaferðalögum um Evrópu undir yfirskriftinni NBA Europe Live ´06. Körfuboltaáhugamenn geta fylgst með fjórum þessara leikja í beinni útsendingu á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ. Körfubolti 6.10.2006 13:37 Carlisle fær nýjan samning og stöðuhækkun Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers í NBA deildinni, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið og hefur þar að auki fengið stöðu í stjórninni. Carlisle hefur þjálfað Pacers í þrjú ár og var meðal annars kjörinn þjálfari ársins í deildinni árið 2002 þegar hann stýrði liði Detroit Pistons. Körfubolti 5.10.2006 20:06 Luol Deng löglegur með enska landsliðinu Körfuboltamaðurinn Luol Deng sem spilar með Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur nú fengið grænt ljós á að spila með landsliði Englendinga í körfubolta. Deng kemur upphaflega frá Súdan í Afríku, en bjó í London á unglingsárum sínum. Körfubolti 5.10.2006 17:06 Slasaði þjálfara sinn með troðslu Nýliðinn Ryan Hollins hjá Charlotte Bobcats á ef til vill ekki eftir að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar í NBA deildinni í vetur en í dag tryggði hann að aðstoðarþjálfari liðsins á ekki eftir að gleyma honum í bráð. Körfubolti 4.10.2006 22:55 Eigandi Memphis Grizzlies selur hlut sinn Milljarðamæringurinn Michael Heisley hefur selt 70% hlut í NBA liðinu Memphis Grizzlies til hóps fjárfesta fyrir um 360 milljónir dollara. Hópurinn samanstendur af mörgum einstaklingum en sá þekktasti er líklega fyrrum leikmaðurinn Christian Laettner sem lagði skóna á hilluna í NBA í fyrra. Körfubolti 2.10.2006 20:00 O´Neal hefði hætt ef Riley hefði hætt Blaðið New York Daily News heldur því fram í dag að miðherjinn Shaquille O´Neal hafi verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna ef Pat Riley hefði ákveðið að hætta þjálfun í sumar. Riley ákvað þess í stað að þjálfa í amk eitt ár í viðbót og freistar þess að verja NBA meistaratitilinn með Miami Heat. Ef O´Neal hefði hætt, hefði hann orðið af 80 milljónum dollara sem hann á eftir af samningi sínum við félagið. Körfubolti 1.10.2006 19:34 « ‹ 171 172 173 174 175 176 177 178 179 … 219 ›
Lakers - Clippers í beinni í nótt Undirbúningstímabilið í NBA deildinni heldur áfram í kvöld og þá verða átta leikir á dagskrá. Grannaslagur Los Angeles Lakers og Los Angeles Clippers verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsrásinni á Digital Ísland og hefst hann klukkan tvö í nótt. Körfubolti 19.10.2006 21:56
Fimm leikir í nótt Fimm æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. New Jersey er enn án sigurs eftir fjóra leiki, en Toronto hefur unnið alla fjóra leiki sína á undirbúningstímabilinu. Grannaslagur LA Lakers og LA Clippers verður sýndur beint á NBA TV í nótt klukkan hálf tvö. Körfubolti 19.10.2006 14:42
Mikil óánægja með nýja boltann Mikil óánægja er meðal leikmanna í NBA deildinni með nýja keppnisboltann sem notaður verður í vetur, en þetta er bolti úr gerviefni sem koma á í stað leðurboltans sem notaður hefur verið í 35 ár. Raunar eru það aðeins dýraverndunarsinnar sem eru ánægðir með boltann. Körfubolti 18.10.2006 19:59
Cleveland malaði Maccabi Cleveland Cavaliers var ekki í vandræðum með ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í æfingaleik liðanna í Ohio í gærkvöldi og vann auðveldan sigur 93-67. Drew Gooden skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst, Donyell Marshall skoraði 19 stig og hirti 8 fráköst og LeBron James skoraði 13 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 8 fráköst í liði Cleveland. Körfubolti 18.10.2006 14:54
Cleveland - Maccabi Tel Aviv í beinni Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í kvöld verður mjög áhugaverður því þar etja kappi LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers og ísraelska Evrópustórveldið Maccabi Tel Aviv. Leikurinn hefst klukkan 23 og er sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland. Sport 17.10.2006 22:26
Fjórir leikir í nótt Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit lagði Utah 90-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem sýndur var beint í gærkvöldi. Ronald Murray skoraði 19 stig fyrir Detroit, en hann gekk í raðir liðsins frá Cleveland í sumar. Ronnie Brewer og Carlos Boozer skoruðu 15 stig hvor fyrir gestina. Körfubolti 17.10.2006 04:17
Detroit - Utah í beinni Sjónvarpsstöðin NBA TV heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en leikur kvöldsins verður viðureign Detroit Pistons og Utah Jazz og hefst leikurinn strax klukkan 23:30 að þessu sinni. Körfubolti 16.10.2006 17:14
Phoenix lagði LA Lakers Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni liðna nótt. LA Lakers tapaði fyrsta leik sínum til þessa þegar liðið lá fyrir Phoenix Suns í Las Vegas. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland. Körfubolti 16.10.2006 16:15
LA Lakers - Phoenix í beinni Viðureign LA Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu í NBA verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland í kvöld. Leikurinn fer fram í Las Vegas og hefst klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Körfubolti 15.10.2006 19:11
Baulað á Jackson í Indiana Átta æfingaleikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Áhorfendur í Indiana bauluðu á vandræðagemlinginn Stephen Jackson þegar hann kom inn sem varamaður í tapleik gegn Utah Jazz. Körfubolti 15.10.2006 18:13
Sex leikir í nótt Sex leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Leikur Houston og Atlanta var í beinni útsendingu á NBA TV. Körfubolti 14.10.2006 14:29
Houston - Atlanta í beinni NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland heldur áfram beinum útsendingum frá undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en klukkan 0:30 verður á dagskrá leikur Houston Rockets og Atlanta Hawks. Körfubolti 13.10.2006 20:22
Avery Johnson framlengir við Dallas Avery Johnson skrifaði í gær undir nýjan fimm ára samning við NBA lið Dallas Mavericks og mun því stýra liðinu til ársins 2011. Johnson kom Dallas alla leið í úrslitin á sínu fyrsta heila ári við stjórnvölinn á síðustu leiktíð og er sagður muni fá um 20 milljónir dollara fyrir samninginn. Körfubolti 13.10.2006 15:21
Sacramento burstaði Dallas Tveir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Sacramento burstaði Dallas á útivelli 111-90 í leik sem sýndur var beint á NBA TV og LA Lakers vann annan leik sinn í röð þegar liðið skellti Seattle 104-101. Körfubolti 13.10.2006 14:45
Dallas - Sacramento í beinni Tveir leikir fara fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt og verður leikur Dallas Mavericks og Sacramento Kings sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Körfubolti 12.10.2006 20:00
Sex æfingaleikir í nótt Sex æfingaleikir voru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA liðna nótt. Ben Wallace stimplaði sig vel inn í lið Chicago Bulls sem vann nauman sigur á Washington Wizards. Körfubolti 12.10.2006 16:11
Rasheed Wallace eignar sér reglubreytingar Reglur í NBA deildinni hafa nú verið hertar til muna og dómurum verið gert að grípa mun fyrr til þess að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir mótmæli. Rasheed Wallace segir að þessar breyttu áherslur séu bein árás á sig og kallar hinar nýju reglubreytingar "aðeins enn eina Wallace-regluna" Körfubolti 11.10.2006 18:38
Chicago - Washington í beinni Leikur kvöldsins á NBA TV frá undirbúningstímabilinu er viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards. Þarna gefst áhorfendum tækifæri til að sjá Big Ben Wallace í eldlínunni með Chicago í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir liðsins frá Detroit í sumar. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt í nótt. Körfubolti 11.10.2006 22:52
Stephen Jackson á leið í fangelsi? Stephen Jackson, leikmaður Indiana Pacers í NBA deildinni, gæti nú átt yfir höfði sér fangelsisvist eftir að lögregla í Indianapolis ákvað í dag að kæra hann fyrir gáleysi og ólæti á almannafæri í kjölfar þess að hann lenti í átökum fyrir utan súlustað þar í borg á dögunum. Körfubolti 11.10.2006 21:45
Detroit skellti meisturunum Nokkrir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Detroit Pistons skellti Miami 84-64 í Portó Ríkó í leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Körfubolti 11.10.2006 14:43
George Karl framlengir við Denver Þjálfarinn George Karl hefur framlengt samning sinn við NBA lið Denver Nuggets til ársins 2010, en undir hans stjórn hefur liðið náð sínum besta árangri síðan það gekk inn í NBA deildina fyrir þremur áratugum. Körfubolti 10.10.2006 21:36
Fyrsta beina útsendingin á NBA TV í nótt Í kvöld geta NBA áhugamenn tekið forskot á sæluna þegar NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland verður með fyrstu beinu útsendinguna frá undirbúningstímabilinu og hér er enginn smá leikur á ferðinni - viðureign Miami Heat og Detroit Pistons. Körfubolti 10.10.2006 18:56
Clippers vann sigur í Moskvu NBA lið Los Angeles Clippers vann sigur á rússneska liðinu BC Khimki í æfingaleik í Moskvu í dag 89-91. Shaun Livingston skoraði 19 stig fyrir bandaríska liðið sem hefur verið í Rússlandi síðan um mánaðamót í æfingabúðum. Körfubolti 6.10.2006 20:22
Skaut af byssu til að skakka leikinn Villingurinn Stephen Jackson og nokkrir félagar hans frá NBA liði Indiana Pacers lentu í vandræðum fyrir utan súlustað í Indianapolis í gærkvöldi þar sem þeir áttu í deilum við nokkra aðra gesti staðarins. Jackson fór verst út úr þessum viðskiptum en hann fékk hnefahögg og því næst var ekið á hann. Jackson stillti sjálfur til friðar með því að skjóta fimm skotum upp í loftið af skammbyssu sinni. Körfubolti 6.10.2006 15:32
NBA lið í eldlínunni í Evrópu Um þessar mundir eru fjögur lið úr NBA deildinni í körfubolta á æfingaferðalögum um Evrópu undir yfirskriftinni NBA Europe Live ´06. Körfuboltaáhugamenn geta fylgst með fjórum þessara leikja í beinni útsendingu á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ. Körfubolti 6.10.2006 13:37
Carlisle fær nýjan samning og stöðuhækkun Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers í NBA deildinni, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið og hefur þar að auki fengið stöðu í stjórninni. Carlisle hefur þjálfað Pacers í þrjú ár og var meðal annars kjörinn þjálfari ársins í deildinni árið 2002 þegar hann stýrði liði Detroit Pistons. Körfubolti 5.10.2006 20:06
Luol Deng löglegur með enska landsliðinu Körfuboltamaðurinn Luol Deng sem spilar með Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur nú fengið grænt ljós á að spila með landsliði Englendinga í körfubolta. Deng kemur upphaflega frá Súdan í Afríku, en bjó í London á unglingsárum sínum. Körfubolti 5.10.2006 17:06
Slasaði þjálfara sinn með troðslu Nýliðinn Ryan Hollins hjá Charlotte Bobcats á ef til vill ekki eftir að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar í NBA deildinni í vetur en í dag tryggði hann að aðstoðarþjálfari liðsins á ekki eftir að gleyma honum í bráð. Körfubolti 4.10.2006 22:55
Eigandi Memphis Grizzlies selur hlut sinn Milljarðamæringurinn Michael Heisley hefur selt 70% hlut í NBA liðinu Memphis Grizzlies til hóps fjárfesta fyrir um 360 milljónir dollara. Hópurinn samanstendur af mörgum einstaklingum en sá þekktasti er líklega fyrrum leikmaðurinn Christian Laettner sem lagði skóna á hilluna í NBA í fyrra. Körfubolti 2.10.2006 20:00
O´Neal hefði hætt ef Riley hefði hætt Blaðið New York Daily News heldur því fram í dag að miðherjinn Shaquille O´Neal hafi verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna ef Pat Riley hefði ákveðið að hætta þjálfun í sumar. Riley ákvað þess í stað að þjálfa í amk eitt ár í viðbót og freistar þess að verja NBA meistaratitilinn með Miami Heat. Ef O´Neal hefði hætt, hefði hann orðið af 80 milljónum dollara sem hann á eftir af samningi sínum við félagið. Körfubolti 1.10.2006 19:34