Körfubolti

Fréttamynd

Ísland tapaði fyrir Hollandi

Holland vann í kvöld öruggan sigur á Íslandi, 70-52, í leik liðanna í B-deild Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már búinn að semja við Solna Vikings

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon mun spila með sænska liðinu Solna Vikings á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Þar með er ljóst að KR-liðið hefur misst þrjá landsliðsmenn frá því í fyrra því áður höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ákveðið að spila erlendis.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór næst stigahæstur í sigurleik Benetton

Jón Arnór Stefánsson skoraði fjórtán stig þegar að lið hans, Benetton Treviso, vann átján stiga sigur á Bologna í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Treviso tók þar með 2-1 forystu í einvígi liðanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Ellefu stig frá Jóni Arnóri dugðu ekki Benetton

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik Benetton Treviso í öðrum leik liðsins í átta liða úrslitum úrslitakeppni ítalska körfuboltans en það dugði þó ekki til á móti La Fortezza Bologna. Bologna vann leikinn 94-81 og jafnaði einvígið í 1-1.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando lagði Cleveland á útivelli

Orlando Magic vann óvæntan útisigur, 107-106, á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þetta var fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar mæta Bologna

Benetton Treviso, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta, vann í gær útisigur á Bologna 90-85 sem tryggði liðinu fjórða sætið í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik fyrir Benetton Treviso í kvöld. Þá mætti liðið Bancateras Teramo sem er í þriðja sæti deildarinnar en Benetton er í því sjötta.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór hefur alltaf byrjað á sigri á Ítalíu

Jón Arnór hefur unnið sinn fyrsta leik á tímabili öll þrjú árin sín á Ítalíu með Napoli 2005-2006 og Lottomatica 2007-2008. Jón Arnór leikur sinn fyrsta leik með Benetton Treviso í kvöld þegar liðið tekur á móti Banca Tercas Teramo í Palaverde-höllinni í Treviso.

Körfubolti
Fréttamynd

Gríska liðið Panathinaikos vann Euroleague

Gríska liðið Panathinaikos er besta körfuboltalið Evrópu eftir 73-71 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í úrslitaleik í Berlín í kvöld. Þetta er í fimmta sinn sem Panathinaikos verður Evrópumeistari en CSKA vann Euroleague í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór kynntur á blaðamannafundi í dag

Jón Arnór Stefánsson verður kynntur sem nýr leikmaður Benetton Basket Treviso á sérstökum blaðamannafundi í Palaverde-höllinni í Treviso klukkan 17.15 í dag að ítölskum tíma sem er klukkan 15.15 að íslenskum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Norður Karólína háskólameistari

Lið Norður Karólínu varð í nótt háskólameistari í körfuknattleik í Bandaríkjunum þegar liðið vann auðveldan sigur á Michigan í úrslitaleik í Detroit 89-72.

Körfubolti
Fréttamynd

TCU féll úr leik

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU töpuðu í nótt fyrir South Dakota í fyrstu umferð NCAA-úrslitakeppninnar, 90-55.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveir af fimm spá sigri hjá Helenu og félögum

Tveir af fimm spámönnum heimasíðu WNBA-deildarinnar spá því að Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU komist í gegnum fyrstu umferð NCAA-deildarinnar. Helena hefur átt frábært tímabil með TCU sem fékk boð um að taka þátt í úrslitakeppninni í ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena enn og aftur með tvöfalda tvennu

Helena Sverrisdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir TCU í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Liðið vann þá sigur á Utah, 53-47, í lokaleik deildakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena setti persónulegt met í tapleik

Helena Sverrisdóttir setti persónulegt met í nótt þegar hún skoraði 27 stig fyrir lið sitt TCU í bandaríska háskólaboltanum, en það nægði liðinu ekki þegar það tapaði 73-63 fyrir Utah á útivelli.

Körfubolti