Starfsframi

Fréttamynd

„Hver þarf eiginlega að lesa svona?“

Síðari hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, höfundar þerapíunnar Lærðu að elska þig, en fyrri hluti viðtalsins birtist á Vísi í gær, „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig.“

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“

Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“

Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa

Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða.  Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf.

„Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“

„Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct.

Atvinnulíf
Fréttamynd

CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg

Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa

Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“

„Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekki (endilega) þiggja starfið ef…

Nú þegar atvinnuleysi mælist hlutfallslega hátt má alveg gera ráð fyrir að stundum sé fólk svo ánægt og þakklát ef það fær vinnu, að það segir JÁ við þeim tilboðum sem það fær. Sem þó geta verið alls konar. Og sum kannski ekkert endilega góð fyrir þig.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfsfólki mögulega gert að skila Covid niðurstöðum fyrir viðburði

Sóttvarnir virðast vera komnar til að vera en nánast ekkert er um það rætt hjá fyrirtækjum hvort krefja eigi starfsfólk um að fara í bólusetningar. Fyrir fjölmenna viðburði á vegum vinnustaða, velta fyrirtæki hins vegar fyrir sér að krefjast neikvæðra Covid niðurstaðna frá starfsfólki áður en það mætir á viðburðinn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Getur leitt til uppsagnar ef fólk vill ekki bólusetningu

Erlend stórfyrirtæki hafa sum hver sett þá kröfu á starfsmenn sína að þeir séu bólusettir gegn Covid. Nýleg dæmi eru fyrirtæki eins og Facebook, Google og Uber og fyrir stuttu var þremur starfsmönnum CNN sagt upp þegar þeir mættu óbólusettir til vinnu. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að vinnustaðir eins og skólar geti gert kröfu um að starfsfólk sé bólusett á þeim forsendum að starfsmennirnir starfi með viðkvæmum hópum, sbr. börnum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“

„Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“

Atvinnulíf
Fréttamynd

Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl

„Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“

Atvinnulíf