Leikjavélar

Fréttamynd

Doom í farsíma

Doom leikirnir hafa verið brautryðjandi í gegnum tíðina fyrir skotleikjageirann en nú mun afbrigði af Doom sjást í farsímum í nánustu framtíð. Það sérstaka við þessa útgáfu er að leikurinn mun vera hlutverkaleikur gerður af einum höfunda Doom, John Carmack.

Leikjavísir
Fréttamynd

50 Cent er skotheldur

Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles.

Leikjavísir
Fréttamynd

Halo 2 aukapakki á leiðinni

Miklar vangaveltur hafa verið undanfarið um aukapakka fyrir hinn vinsæla Halo 2 fyrir Xbox leikjavélina eftir að upplýsingar birtust fyrst á heimasíðu Microsoft í Kóreu og svo á Ebgames.com sem birti upplýsingar og verð á pakkanum en tók svo upplýsingarnar af síðunni.

Leikjavísir
Fréttamynd

Guðfaðirinn á leiðinni í tölvurnar

Electronic Arts hafa tilkynnt útgáfu á leik byggðum á meistaraverkinu Godfather. Leikurinn verður gefin út í haust fyrir PS2, Xbox, PC og PSP og mun innihalda raddir frá leikurunum James Caan, Robert Duvall og Marlon Brando sjálfur mun koma við sögu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Simsararnir mála bæinn rauðann

Í þessum öðrum aukadisk fyrir vinsælasta leik heimsins eða The Sims 2, fá simsarnir loks tækifæri á að mála bæinn rauðann. Nú er tími til að láta námið eiga sig, henda skólabókunum lengst ofan í skúffu og leggja alla orku í að verða drottning eða konungur næturinnar.

Leikjavísir
Fréttamynd

24 hertekur stafræna heiminn

Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ´24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit).

Leikjavísir