50 Cent er skotheldur 6. apríl 2005 00:01 Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles. “Allt sem ég geri, geri ég til að ná árangri,” segir 50 Cent. “Ég ætla mér alltaf að rústa allri samkeppni og tölvuleikurinn er þar ekki undanskilinn. Leikurinn er nokkurskonar “fantasy” útgáfan af mínu lífi. Ég ætla að hrista upp í tölvuleikja heiminum líkt og ég gerði með rapp heiminn – ég legg allt í þennan leik.” “50 Cent er einn af hæfileikaríkustu listamönnum plötubransans með heilu fylkingarnar af aðdáendum um allan heim. Allt sem hann snertir breytist í gull – tónlist, kvikmyndir, föt, bílar og úr,” segir Bruce Hack, Forstjóri Vivendi Universal Games. “Við erum gríðarlega ánægð með að vinna með 50 Cent og Interscope Records að þessum tölvuleik sem mun færa leikmönnum einstaka tónlist, spennandi spilun og best af öllu, 50 Cent.” Um 50 Cent: Bulletproof Í 50 Cent tölvuleiknum, sem verður frumsýndur á E3 leikjasýningunni í Los Angeles, lendir 50 Cent í vef spillinga, svika og undanlegra samninga sem leiða hann um blóðuga slóð um undirheima New York borgar. 50 Cent finnur sér ótrúlega bandamenn og segir hættulegustu glæpafjölskyldu borgarinnar stríð á hendur. Þetta flækir hann í alþjóðlegt samsæri þar sem ótrúlegustu aðilar koma við sögu. Augu götunnar eru á 50 Cent þar sem hann sprengir sér leið að sannleikanum. Leikurinn blandar saman efni Hollywood kvikmynda, tónlistar og leik, og til að tryggja gæðin, fengu höfundar leiksins Emmy verðlaunahafann Terry Winter, framleiðanda Sopranos þáttanna til að skrifa handrit leiksins. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles. “Allt sem ég geri, geri ég til að ná árangri,” segir 50 Cent. “Ég ætla mér alltaf að rústa allri samkeppni og tölvuleikurinn er þar ekki undanskilinn. Leikurinn er nokkurskonar “fantasy” útgáfan af mínu lífi. Ég ætla að hrista upp í tölvuleikja heiminum líkt og ég gerði með rapp heiminn – ég legg allt í þennan leik.” “50 Cent er einn af hæfileikaríkustu listamönnum plötubransans með heilu fylkingarnar af aðdáendum um allan heim. Allt sem hann snertir breytist í gull – tónlist, kvikmyndir, föt, bílar og úr,” segir Bruce Hack, Forstjóri Vivendi Universal Games. “Við erum gríðarlega ánægð með að vinna með 50 Cent og Interscope Records að þessum tölvuleik sem mun færa leikmönnum einstaka tónlist, spennandi spilun og best af öllu, 50 Cent.” Um 50 Cent: Bulletproof Í 50 Cent tölvuleiknum, sem verður frumsýndur á E3 leikjasýningunni í Los Angeles, lendir 50 Cent í vef spillinga, svika og undanlegra samninga sem leiða hann um blóðuga slóð um undirheima New York borgar. 50 Cent finnur sér ótrúlega bandamenn og segir hættulegustu glæpafjölskyldu borgarinnar stríð á hendur. Þetta flækir hann í alþjóðlegt samsæri þar sem ótrúlegustu aðilar koma við sögu. Augu götunnar eru á 50 Cent þar sem hann sprengir sér leið að sannleikanum. Leikurinn blandar saman efni Hollywood kvikmynda, tónlistar og leik, og til að tryggja gæðin, fengu höfundar leiksins Emmy verðlaunahafann Terry Winter, framleiðanda Sopranos þáttanna til að skrifa handrit leiksins.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira