50 Cent er skotheldur 6. apríl 2005 00:01 Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles. “Allt sem ég geri, geri ég til að ná árangri,” segir 50 Cent. “Ég ætla mér alltaf að rústa allri samkeppni og tölvuleikurinn er þar ekki undanskilinn. Leikurinn er nokkurskonar “fantasy” útgáfan af mínu lífi. Ég ætla að hrista upp í tölvuleikja heiminum líkt og ég gerði með rapp heiminn – ég legg allt í þennan leik.” “50 Cent er einn af hæfileikaríkustu listamönnum plötubransans með heilu fylkingarnar af aðdáendum um allan heim. Allt sem hann snertir breytist í gull – tónlist, kvikmyndir, föt, bílar og úr,” segir Bruce Hack, Forstjóri Vivendi Universal Games. “Við erum gríðarlega ánægð með að vinna með 50 Cent og Interscope Records að þessum tölvuleik sem mun færa leikmönnum einstaka tónlist, spennandi spilun og best af öllu, 50 Cent.” Um 50 Cent: Bulletproof Í 50 Cent tölvuleiknum, sem verður frumsýndur á E3 leikjasýningunni í Los Angeles, lendir 50 Cent í vef spillinga, svika og undanlegra samninga sem leiða hann um blóðuga slóð um undirheima New York borgar. 50 Cent finnur sér ótrúlega bandamenn og segir hættulegustu glæpafjölskyldu borgarinnar stríð á hendur. Þetta flækir hann í alþjóðlegt samsæri þar sem ótrúlegustu aðilar koma við sögu. Augu götunnar eru á 50 Cent þar sem hann sprengir sér leið að sannleikanum. Leikurinn blandar saman efni Hollywood kvikmynda, tónlistar og leik, og til að tryggja gæðin, fengu höfundar leiksins Emmy verðlaunahafann Terry Winter, framleiðanda Sopranos þáttanna til að skrifa handrit leiksins. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Vivendi Universal Games (VU Games) hafa gert samning við stórstjörnuna og rapparann 50 Cent um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Í leiknum 50 Cent®: Bulletproof™, kemur höfðinginn sjálfur fram, en leikurinn verður frumsýndur á E3 sýningunni í Los Angeles. “Allt sem ég geri, geri ég til að ná árangri,” segir 50 Cent. “Ég ætla mér alltaf að rústa allri samkeppni og tölvuleikurinn er þar ekki undanskilinn. Leikurinn er nokkurskonar “fantasy” útgáfan af mínu lífi. Ég ætla að hrista upp í tölvuleikja heiminum líkt og ég gerði með rapp heiminn – ég legg allt í þennan leik.” “50 Cent er einn af hæfileikaríkustu listamönnum plötubransans með heilu fylkingarnar af aðdáendum um allan heim. Allt sem hann snertir breytist í gull – tónlist, kvikmyndir, föt, bílar og úr,” segir Bruce Hack, Forstjóri Vivendi Universal Games. “Við erum gríðarlega ánægð með að vinna með 50 Cent og Interscope Records að þessum tölvuleik sem mun færa leikmönnum einstaka tónlist, spennandi spilun og best af öllu, 50 Cent.” Um 50 Cent: Bulletproof Í 50 Cent tölvuleiknum, sem verður frumsýndur á E3 leikjasýningunni í Los Angeles, lendir 50 Cent í vef spillinga, svika og undanlegra samninga sem leiða hann um blóðuga slóð um undirheima New York borgar. 50 Cent finnur sér ótrúlega bandamenn og segir hættulegustu glæpafjölskyldu borgarinnar stríð á hendur. Þetta flækir hann í alþjóðlegt samsæri þar sem ótrúlegustu aðilar koma við sögu. Augu götunnar eru á 50 Cent þar sem hann sprengir sér leið að sannleikanum. Leikurinn blandar saman efni Hollywood kvikmynda, tónlistar og leik, og til að tryggja gæðin, fengu höfundar leiksins Emmy verðlaunahafann Terry Winter, framleiðanda Sopranos þáttanna til að skrifa handrit leiksins.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira