
Flugslys í Barkárdal

Talinn hafa flogið inn Barkárdalinn án nægilegrar aðgæslu
Héraðsdómur Reykjavíkur metur það svo að Arngrímur Jóhannsson flugstjóri hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu vegna yfirvofandi hættu á blöndungsísingu, er hann hagaði flugi inn Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að kanadíski flugmaðurinn Arthur Grant Wagstaff fórst.

Fjölskylda Wagstaff fær níu milljónir vegna flugslyssins
Ekkju og þremur börnum kanadíska flugmannsins Arthur Grant Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal í ágúst 2015 hafa verið dæmdar samanlagt um níu milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá
Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.

Flugmannsdóttir stefnir líka Arngrími
Lögmaður dóttur Grants Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal sumarið 2015 segir andlát hans mega rekja til stórfellds gáleysis flugmannsins Arngríms Jóhannssonar. Krefst dóttirin 12 milljóna króna miskabóta frá Arngrími og tryggingafélagi hans, Sjóvá.

Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju
Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum.

Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar
Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis.

Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju
Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá.

Safnar fyrir málsókn vegna flugslyss föður
Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá.

Hvernig gat þetta komið fyrir okkur?
Sarah Wagstaff er dóttir Grants Wagstaff sem lést í flugslysi á Íslandi 2015. Hann var um borð í sjóflugvél sem flogið var af Arngrími Jóhannssyni, kenndum við Atlanta. Sarah telur illa farið með fjölskylduna.

Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart
Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015.

Ekkert flugslys varð í fyrra í fyrsta skipti í nærri hálfa öld
Árið 2018 var flugslysalaust ár. Er þetta í fyrsta skipti síðan árið 1969 að ekkert flugslys er skráð. Ekkert banaslys frá 2015. Allir sem vinna að flugöryggi eiga hrós skilið segir formaður flugsviðs rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung
Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni.

Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar
Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað.

Banaslys enn í rannsókn
Tvö banaslys sem urðu í flugi hérlendis á árinu 2015 eru enn til meðferðar hjá flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Kanna hleðslu vélar sem brotlenti
Lögð hafa verið fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa drög að lokaskýrslu um orsakir þess að lítil flugvél brotlenti í Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015.

Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt
"Ég fæ oft "flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti.“

Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu
Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum.

Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild
Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi.

Arngrímur hlaut alvarleg brunasár á handlegg og báðum fótleggjum
Fór í aðgerð í gær og líðan hans er stöðug.

Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni
Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda.

Flak flugvélarinnar á leið til Reykjavíkur
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hana niður af slysstað í kvöld.

Nafn mannsins sem lést í flugslysinu í gær
Maðurinn var kanadískur ríkisborgari á sextugsaldri.

Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni
Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang.

Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn
Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa.

Með alvarlega áverka eftir flugslysið
Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit.

Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni
Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins.

Flugslysið í Barkárdal: Annar mannanna látinn
Hinn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Akureyrar og þaðan fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.

Flugvélin fannst í dal inn af Hörgárdal
Samhæfingastöð ríkislögreglustjóra var ræst síðdegis vegna eins hreyfis vélar sem hafði ekki skilað sér. Í henni voru tveir menn.