Innlent Fleiri samningar í pípum FME Stóraukin starfsemi íslenskra banka á erlendri grundu hefur orðið til þess að breyta störfum starfsfólks Fjármálaeftirlitsins töluvert. Starfssvið eftirlitsins víkkar út í samræmi við útrás þeirra. FME ber eftirlitsábyrgð á starfsemi útibúa íslensku bankanna að langstærstu leyti á erlendri grundu. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Unity byggir upp 20 milljarða króna safn í Bretlandi Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Líkur á nýju tilboði í vikunni Líklegt er að hluthöfum í Actavis muni berast nýtt yfirtökutilboð frá Novator fyrir vikulok. Formlegt tilboð Novators tók gildi 5. júní og stendur opið til 3. júlí. Í skilmálum þess kemur fram að ef breyta eigi tilboðinu innan tilboðsfrestsins verði að gera það á fyrstu tveimur vikum hans. Ella bætist tvær vikur við heildarfrestinn. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Lítið vitað um íslenska markaðinn Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn,“ segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið.“ Viðskipti innlent 12.6.2007 16:05 Fimm sjóðir í eina sæng Sjóðsfélagar í fimm lífeyrissjóðum sem eru í vörslu Landsbankans samþykktu að sameina sjóðina í einn. Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf., Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03 Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. Innlent 12.6.2007 18:50 Biluð umferðaljós Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að umferðaljós við Kringlumýrabraut og Laugaveg eru biluð. Lögregla stjórnar umferðinni á meðan á viðgerð stendur. Innlent 12.6.2007 16:55 Umferðaslys við Hvalfjarðargöngin Umferðaslys varð norðanvið Hvalfjarðargöngin um klukkan 15:00 í dag. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en eru að sögn vakthafandi læknis með minniháttar meiðsl. Innlent 12.6.2007 16:35 Jöklabréf gefin út fyrir 10 milljarða Inter-American Development Bank gaf í dag út jöklabréf fyrir 10 milljarða króna til eins árs. Verðmæti útistandandi jöklabréfa nemur því nú 397 milljörðum króna. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:16 SPRON tekur 200 milljóna evra sambankalán SPRON hefur gengið frá samningi um 200 milljóna evra sambankalán til þriggja ára. Þetta jafngildir tæpum 17,3 milljörðum íslenskra króna, og er stærsta sambankalán í sögu bankans. Viðskipti innlent 12.6.2007 15:50 Íslenskur strætó í Kína Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Innlent 12.6.2007 15:17 Ókeypis bóluefni fyrir áhættuhópa Sóttvarnarlæknir undirritaði nýverið fyrir hönd hins opinbera samning við GlaxoSmithKline (GSK) og Icepharma um kaup á bóluefni gegn árlegri inflúensu. Bóluefnið mun verða áhættuhópum að kostnaðarlausu en selt öðrum á kostnaðarverði. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta. Innlent 12.6.2007 14:17 Fangar opna vef AFSTAÐA, félag fanga, hefur opnað nýjan vef á slóðinni timamot.is Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar er varða fanga og aðstandendur þeirra. Innlent 12.6.2007 13:19 Landspítali fær loftdýnur að gjöf Lionsklúbburinn Freyr hefur fært deild R-2 á Landspítala Grensási tvær loftdýnur til sértækra sáravarna að gjöf. Dýnurnar eru af gerðinni Auta Logic 200. Innlent 12.6.2007 12:16 Nýr framkvæmdastjóri OR Jakob Sigurður Friðriksson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Undir hann heyra einnig framkvæmdir Orkuveitunnar. Innlent 12.6.2007 11:48 Tveir menn dæmdir fyrir innbrot í Norðlenska hf. Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Annar fékk tveggja ára dóm en hinn hafði hlotið þriggja ára skilorðsbundinn dóm í maí slíðastliðinn og var sá dómur ekki þyngdur. Innlent 12.6.2007 10:19 Fyrirtæki Marel Food Systems fær dönsk útflutningsverðlaun Scanvaegt International, dótturfyrirtæki Marel Food Systems, hlaut í gær heiðursverðlaun Friðriks níunda Danakonungs fyrir framúrskarandi árangur í útflutningsstarfi. Það var Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem afhenti forstjórum Scanvaegt, Lárusi Ásgeirssyni og Erik Steffensen, heiðursverðlaunin við konunglega athöfn í Fredensborgarhöll. Viðskipti innlent 12.6.2007 09:34 Fimmtán ára tekinn fyrir hraðakstur Fimmtán ára piltur var stöðvaður eftir að bíll sem hann ók mældist á 130 kílómetra hraða á Reykjanesbraut rétt fyrir miðnætti. Hann var að sjálfsögðu próflaus og hafði stolið bílnum. Ekki munaði heldur nema nokkrum mínútum að þeir brytu líka ákvæði um útivistarheimildir unglinga. Innlent 12.6.2007 09:30 Verðbólga mælist 4,0 prósent Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Hækkunin er í lægri kantinum en spár greiningadeilda viðskiptabankanna spáðu allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Viðskipti innlent 12.6.2007 09:00 Middlesbrough vill Grétar Rafn Enska liðið Middlesbrough ætlar sér að gera tilboð í Grétar Rafn Steinsson, leikmann AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins. Þetta kemur fram á fréttavef Skysports í morgun. Innlent 12.6.2007 08:41 Rúmlega 20% Reykvíkinga versla aldrei í miðborginni Rúmlega 20 prósent Reykvíkinga fara aldrei í verslun í miðborginni og tæp 23 prósent versla þar sjaldnar en einu sinni í mánuði. Samanlagt fara því rösklega 43 prósent höfuðborgarbúa nær aldrei í verslun í miðborginni, samkvæmt könnun Gallups og Fréttablaðið greinir frá. Innlent 12.6.2007 07:10 Sæborg dró Dalaröst til hafnar Dragnótabáturinn Sæborg ÞH kom með Dalaröst ÞH í drætti til Húsavíkur í gærkvöldi eftir að Dalaröst fékk veiðarfæri í skrúfuna þegar báturinn var að veiðum á Öxarfirði í gær. Innlent 12.6.2007 07:04 Fjórir teknir fyrir hraðakstur á Akureyri Ungir ökumenn virðast vera farnir að hita upp fyrir svonefnda bíladaga á Akureyri næstu helgi, því lögreglan stöðvaði fjóra fyrir of hraðann akstur innanbæjar í gærkvöldi og í nótt. Engin var þó á ofsahraða. Innlent 12.6.2007 07:03 Flugfélag Íslands eini tilboðsgjafi í flug til Eyja Flugfélag Íslands var eini tilboðsgjafi í áætlunarflug til Vestmannaeyja, en Vegagerðin óskaði eftir tilboðum. Útboðið var í tveimur hlutum og var tilboð Flugfélagsins í báðum tilvikum tugum milljóna hærra en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir. Innlent 12.6.2007 06:59 Fagurey strandaði við Grindavík Þrjátíu tonna eikarbátur, Fagurey HF 21, strandaði við innsiglinguna til Grindavíkur, þegar báturinn var að koma til hafnar laust fyrir miðnætti. Þrír menn voru um borð og kölluðu þeir eftir aðstoð björgunarsveitar. Innlent 12.6.2007 06:54 Kaupþing spáir 10 prósenta hagvexti Greiningardeild Kaupþings spáir því að hagvöxtur verði við 10 prósent á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Má vöxtinn einkum rekja til um 25 prósenta vaxtar í útflutningi á vöru og þjónustu á fjórðungnum. Viðskipti innlent 11.6.2007 16:50 Þingflokkur VG styður tillögur Hafrannsóknarstofnunar Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar. Innlent 11.6.2007 16:24 Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. Innlent 11.6.2007 16:07 Þvagfæralyf frá Actavis á markað í Evrópu Actavis hefur markaðssett þvagfæralyfið Finasteride í 14 Evrópulöndum og er sala lyfsins nú þegar hafin. Actavis setti lyfið á markað í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Danmörku um leið og einkaleyfið rann út. Viðskipti innlent 11.6.2007 15:20 Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram. Innlent 11.6.2007 14:06 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 76 77 … 334 ›
Fleiri samningar í pípum FME Stóraukin starfsemi íslenskra banka á erlendri grundu hefur orðið til þess að breyta störfum starfsfólks Fjármálaeftirlitsins töluvert. Starfssvið eftirlitsins víkkar út í samræmi við útrás þeirra. FME ber eftirlitsábyrgð á starfsemi útibúa íslensku bankanna að langstærstu leyti á erlendri grundu. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Unity byggir upp 20 milljarða króna safn í Bretlandi Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Líkur á nýju tilboði í vikunni Líklegt er að hluthöfum í Actavis muni berast nýtt yfirtökutilboð frá Novator fyrir vikulok. Formlegt tilboð Novators tók gildi 5. júní og stendur opið til 3. júlí. Í skilmálum þess kemur fram að ef breyta eigi tilboðinu innan tilboðsfrestsins verði að gera það á fyrstu tveimur vikum hans. Ella bætist tvær vikur við heildarfrestinn. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Lítið vitað um íslenska markaðinn Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn,“ segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið.“ Viðskipti innlent 12.6.2007 16:05
Fimm sjóðir í eina sæng Sjóðsfélagar í fimm lífeyrissjóðum sem eru í vörslu Landsbankans samþykktu að sameina sjóðina í einn. Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands hf., Lífeyrissjóður Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóður Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóður starfsmanna Olíuverzlunar Íslands hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:03
Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. Innlent 12.6.2007 18:50
Biluð umferðaljós Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að umferðaljós við Kringlumýrabraut og Laugaveg eru biluð. Lögregla stjórnar umferðinni á meðan á viðgerð stendur. Innlent 12.6.2007 16:55
Umferðaslys við Hvalfjarðargöngin Umferðaslys varð norðanvið Hvalfjarðargöngin um klukkan 15:00 í dag. Tveir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi en eru að sögn vakthafandi læknis með minniháttar meiðsl. Innlent 12.6.2007 16:35
Jöklabréf gefin út fyrir 10 milljarða Inter-American Development Bank gaf í dag út jöklabréf fyrir 10 milljarða króna til eins árs. Verðmæti útistandandi jöklabréfa nemur því nú 397 milljörðum króna. Viðskipti innlent 12.6.2007 16:16
SPRON tekur 200 milljóna evra sambankalán SPRON hefur gengið frá samningi um 200 milljóna evra sambankalán til þriggja ára. Þetta jafngildir tæpum 17,3 milljörðum íslenskra króna, og er stærsta sambankalán í sögu bankans. Viðskipti innlent 12.6.2007 15:50
Íslenskur strætó í Kína Auglýsingar og ljósmyndir frá Íslandi munu síðar í mánuðinum þekja tveggja hæða almenningsvagn í Peking í Kína. Þetta kemur fram í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklur. Sendiráðið Íslands í Kína komst nýverið að samkomulagi við fjölmiðlafyrirtækið Viavom Outdoor Ltd. um að fyrirtækið færði vagninn í íslenskan búning. Innlent 12.6.2007 15:17
Ókeypis bóluefni fyrir áhættuhópa Sóttvarnarlæknir undirritaði nýverið fyrir hönd hins opinbera samning við GlaxoSmithKline (GSK) og Icepharma um kaup á bóluefni gegn árlegri inflúensu. Bóluefnið mun verða áhættuhópum að kostnaðarlausu en selt öðrum á kostnaðarverði. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttarfrétta. Innlent 12.6.2007 14:17
Fangar opna vef AFSTAÐA, félag fanga, hefur opnað nýjan vef á slóðinni timamot.is Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar er varða fanga og aðstandendur þeirra. Innlent 12.6.2007 13:19
Landspítali fær loftdýnur að gjöf Lionsklúbburinn Freyr hefur fært deild R-2 á Landspítala Grensási tvær loftdýnur til sértækra sáravarna að gjöf. Dýnurnar eru af gerðinni Auta Logic 200. Innlent 12.6.2007 12:16
Nýr framkvæmdastjóri OR Jakob Sigurður Friðriksson verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Undir hann heyra einnig framkvæmdir Orkuveitunnar. Innlent 12.6.2007 11:48
Tveir menn dæmdir fyrir innbrot í Norðlenska hf. Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Annar fékk tveggja ára dóm en hinn hafði hlotið þriggja ára skilorðsbundinn dóm í maí slíðastliðinn og var sá dómur ekki þyngdur. Innlent 12.6.2007 10:19
Fyrirtæki Marel Food Systems fær dönsk útflutningsverðlaun Scanvaegt International, dótturfyrirtæki Marel Food Systems, hlaut í gær heiðursverðlaun Friðriks níunda Danakonungs fyrir framúrskarandi árangur í útflutningsstarfi. Það var Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem afhenti forstjórum Scanvaegt, Lárusi Ásgeirssyni og Erik Steffensen, heiðursverðlaunin við konunglega athöfn í Fredensborgarhöll. Viðskipti innlent 12.6.2007 09:34
Fimmtán ára tekinn fyrir hraðakstur Fimmtán ára piltur var stöðvaður eftir að bíll sem hann ók mældist á 130 kílómetra hraða á Reykjanesbraut rétt fyrir miðnætti. Hann var að sjálfsögðu próflaus og hafði stolið bílnum. Ekki munaði heldur nema nokkrum mínútum að þeir brytu líka ákvæði um útivistarheimildir unglinga. Innlent 12.6.2007 09:30
Verðbólga mælist 4,0 prósent Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Hækkunin er í lægri kantinum en spár greiningadeilda viðskiptabankanna spáðu allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Viðskipti innlent 12.6.2007 09:00
Middlesbrough vill Grétar Rafn Enska liðið Middlesbrough ætlar sér að gera tilboð í Grétar Rafn Steinsson, leikmann AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins. Þetta kemur fram á fréttavef Skysports í morgun. Innlent 12.6.2007 08:41
Rúmlega 20% Reykvíkinga versla aldrei í miðborginni Rúmlega 20 prósent Reykvíkinga fara aldrei í verslun í miðborginni og tæp 23 prósent versla þar sjaldnar en einu sinni í mánuði. Samanlagt fara því rösklega 43 prósent höfuðborgarbúa nær aldrei í verslun í miðborginni, samkvæmt könnun Gallups og Fréttablaðið greinir frá. Innlent 12.6.2007 07:10
Sæborg dró Dalaröst til hafnar Dragnótabáturinn Sæborg ÞH kom með Dalaröst ÞH í drætti til Húsavíkur í gærkvöldi eftir að Dalaröst fékk veiðarfæri í skrúfuna þegar báturinn var að veiðum á Öxarfirði í gær. Innlent 12.6.2007 07:04
Fjórir teknir fyrir hraðakstur á Akureyri Ungir ökumenn virðast vera farnir að hita upp fyrir svonefnda bíladaga á Akureyri næstu helgi, því lögreglan stöðvaði fjóra fyrir of hraðann akstur innanbæjar í gærkvöldi og í nótt. Engin var þó á ofsahraða. Innlent 12.6.2007 07:03
Flugfélag Íslands eini tilboðsgjafi í flug til Eyja Flugfélag Íslands var eini tilboðsgjafi í áætlunarflug til Vestmannaeyja, en Vegagerðin óskaði eftir tilboðum. Útboðið var í tveimur hlutum og var tilboð Flugfélagsins í báðum tilvikum tugum milljóna hærra en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir. Innlent 12.6.2007 06:59
Fagurey strandaði við Grindavík Þrjátíu tonna eikarbátur, Fagurey HF 21, strandaði við innsiglinguna til Grindavíkur, þegar báturinn var að koma til hafnar laust fyrir miðnætti. Þrír menn voru um borð og kölluðu þeir eftir aðstoð björgunarsveitar. Innlent 12.6.2007 06:54
Kaupþing spáir 10 prósenta hagvexti Greiningardeild Kaupþings spáir því að hagvöxtur verði við 10 prósent á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Má vöxtinn einkum rekja til um 25 prósenta vaxtar í útflutningi á vöru og þjónustu á fjórðungnum. Viðskipti innlent 11.6.2007 16:50
Þingflokkur VG styður tillögur Hafrannsóknarstofnunar Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun um stöðu þorskstofnsins, vanda sjávarbyggða og heildarendurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar. Þingflokkurinn telur skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um ástand þorskstofnsins fela í sér mjög alvarlegar upplýsingar. Innlent 11.6.2007 16:24
Hanna Katrín Friðriksson og Gréta Ingþórsdóttir aðstoðarmenn ráðherra Hanna Katrín Friðriksson hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra. Hanna Katrín er 42 ára gömul. Hún er er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. Innlent 11.6.2007 16:07
Þvagfæralyf frá Actavis á markað í Evrópu Actavis hefur markaðssett þvagfæralyfið Finasteride í 14 Evrópulöndum og er sala lyfsins nú þegar hafin. Actavis setti lyfið á markað í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi og Danmörku um leið og einkaleyfið rann út. Viðskipti innlent 11.6.2007 15:20
Tildrög slyss í Lundareykjardal óljós Ekki liggur fyrir hvað olli því að kona á níræðisaldri drukknaði í heimasundlaug að bænum Þverfelli í Lundareykjadal um klukkan 15:00 í gær, sunnudag. Ættingjar konunnar af næsta bæ komu að henni. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar málið og mun krufning fara fram. Innlent 11.6.2007 14:06