Innlent Hlutabréf hækka í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði almennt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Flögu hækkaði um 2,7 prósent en bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla þess. Þá hélt gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu áfram að hækka og stendur gengið í hæstu hæðum. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað. Viðskipti innlent 12.11.2007 10:06 Áfram lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí. Viðskipti innlent 9.11.2007 16:56 Atlantic Petroleum enn á uppleið Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs. Viðskipti innlent 9.11.2007 10:07 Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör. Viðskipti innlent 8.11.2007 16:56 Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent. Viðskipti innlent 8.11.2007 11:38 Árið horfið úr bókum margra félaga í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem vísitalan lækkar en hún hefur farið niður um 11,4 prósent í vikunni. Fjármálafyrirtæki leiða lækkanalestina. Gengi bréfa í nokkrum fjármálafyrirtækjanna hefur ekki verið lægra síðan í byrjun síðasta hausts. Viðskipti innlent 8.11.2007 10:14 Fjöldi félaga fellur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair féll um sex prósent og fór í 22,3 krónur á hlut skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra. Fjöldi félaga í Kauphöllinni tók sömuleiðis á sig skell og féll Úrvalsvísitalan um tæp 2,4 prósent. Einungis tvö færeysk félög og SPRON hafa hækkað í dag. Viðskipti innlent 7.11.2007 10:22 Íslenskir barnaníðingar kynntir í Haag Tveir Íslendingar eru í alþjóðlegum hring barnaníðinga sem sagt verður frá á blaðamannafundi sem Interpol og Eurojust halda á mánudaginn. Innlent 2.11.2007 14:03 Úrvalsvísitalan komin undir 8.000 stigin Gengi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur almennt lækkað eftir upphaf viðskipta í dag. Kaupþing og Landsbankinn reka lækkanalestina en gengi bréfa í bönkunum lækkaði um 1,84 prósent í fyrstu viðskiptum. Fast á hæla bankanna fylgja bankar og fjármálastofnanir að báðum færeysku bönkunum, Existu og SPRON undanskildum. Viðskipti innlent 2.11.2007 10:06 FL Group tapaði 27 milljörðum FL Group tapaði 27,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er á pari við væntingar greinenda, sem reiknaðist til að tapið myndi hlaupa á 26 til 29 milljörðum króna. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna. Viðskipti innlent 2.11.2007 08:03 Krónan styrkist mikið á einum mánuði Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarinn mánuð. Gengi krónunnar gagnvart evru, Bandaríkjadal og sterlingspundi hefur til að mynda hækkað í kringum þrjár krónur. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:47 Opinber útgjöld nálgast helming landsframleiðslu Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári nemi útgjöld hins opinbera 47 prósentum af landsframleiðslu. Í ár nemi útgjöldin 44,5 prósent landsframleiðslunnar. Þannig aukist opinber útgjöld um 5,5 prósent á þessu ári og um 3,5 prósent á því næsta. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:42 Atvinnuleysi fjögur prósent eftir tvö ár Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi hér á landi verði um fjögur prósent ár árinum 2009-10. Stýrivextir bankans hafi sömuleiðis lækkað umtalsvert frá því sem nú er og einnig hafi töluvert dregið úr verðbólgu og hún verði komin nær 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði bankans. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:35 Úrvalsvísitalan við 8.000 stigin Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag, gengi SPRON mest, eða um 3,82 prósent. Þá lækkaði gengi allra fjármálastofnana sömuleiðis. Markaðsverðmæti einungis þriggja fyrirtækja hækkaði. Það eru Össur, Teymi og færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum en gengi félagsins hefur verið á hraðferð upp og stendur nú í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2007 16:36 Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur lækkað mest, eða um 2,15 prósent. Ekkert félag hefur hins vegar hækkað á móti. Þá hefur gengi krónunnar sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent. Viðskipti innlent 1.11.2007 10:24 Eimskip selur fasteignir fyrir 18,8 milljarða Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 18,8 milljarða íslenskra króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir. Kaupandi er fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal annars að kaupum á fyrirtækjunum Atlas og Versacold. Viðskipti innlent 1.11.2007 10:08 Halldór Ásgrímsson í ritdeilum í Danmörku "Ég talaði fyrir því sem utanríkis- og forsætisráðherra Íslands að Ísland tæki skref í átt að ESB. Evrópskt samstarf er mikilvægt og það er samhljómur með Norðurlöndum og Evrópu. Innlent 31.10.2007 15:24 Tap Teymis tæpir 1,2 milljarðar króna Teymi tapaði 1.187 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á níu fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. Viðskipti innlent 31.10.2007 12:04 Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári. Viðskipti innlent 31.10.2007 11:36 Færeyingar efstir og neðstir Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag. Viðskipti innlent 31.10.2007 10:14 Kaupþing spáir aukinni verðbólgu og óbreyttum vöxtum Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi það eftir hækkar verðbólga úr 4,5 prósentum nú í 4,7 prósent. Kaupþing spáir því að seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á fimmtudag. Viðskipti innlent 30.10.2007 15:57 SPRON á uppleið en Icelandair niður Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 3,66 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en þetta er annar dagurinn í röð sem markaðsvirði bankans hefur hækkað eftir mikla niðursveiflu frá fyrsta viðskiptadegi á þriðjudag. Á sama tíma hefur gengi Icelandair fallið um rúm átta prósent. Viðskipti innlent 29.10.2007 10:44 Heimilt að leita í vélum sem hingað koma Íslensk yfirvöld hafa skýrar heimildir til þess að fara um borð í flugvélar sem lenda hér á landi. Ef grunur leikur á um að um sé að ræða fangaflug geta bæði tollayfirvöld og lögregla farið um borð í vélarnar. Innlent 29.10.2007 10:41 Háskólasjúkrahúsið komið í bakkgír Framkvæmdir við nýtt háskólasjúkrahús hefjast ekki 2009 eins og áætlað var. Þetta segir fyrrverandi formaður nefndar um byggingu Háskólasjúkrahúss og telur heilbrigðisráðherra hafa skipt í bakkgír í málinu. Innlent 28.10.2007 18:54 Vantar erlenda banka á Íslandi Einkavæðing bankanna hefur mistekist og skilað mun meiri vaxtamun hér en annar staðar í heiminum. Þetta segir Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, og telur að tilkoma erlendra banka á Íslandi myndi laga stöðuna. Innlent 28.10.2007 18:47 Auglýst eftir lögbroti Karlmaður í atvinnuleit fer ekki leynt með ætlun sína að brjóta gegn skattalögum í blaðaauglýsingu í dag. Hann óskar eftir svartri vinnu. Innlent 28.10.2007 13:11 Umhverfis hvað? Áhugi Íslendinga á Norrænu samstarfi í umhverfis- og loftslagsmálum er minni en annarsstaðar. Innlent 26.10.2007 14:27 Eimskip selur Air Atlanta Eimskip hefur samið um sölu á meirihluta hlutafjár í flugfélaginu Air Atlanta til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarhlutafé félagsins nemur 44 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljörðum króna. Samhliða þessu hefur Atlanta verið skipt upp í tvö félög, flugfélagið Air Atlanta og flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing NLL sem hefur eignast flugflota Air Atlanta sem á 13 breiðþotur. Viðskipti innlent 26.10.2007 10:34 Gengi SPRON hækkar í fyrsta sinn Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um tæp þrettán prósent í Kauphöll Íslands í morgun og fór í hæstu hæðir, 1775 krónur á hlut. Gengi SPRON hækkaði á sama tíma í fyrsta sinn í dag, um heil eitt prósent en það stendur í 14,31 krónum á hlut. Viðskipti innlent 26.10.2007 10:28 Afkoma Bakkavarar undir spám Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru undir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem reiknaðist til að hagnaðurinn myndi nema á bilinu 12 til 14 milljónir punda. Viðskipti innlent 25.10.2007 16:12 « ‹ 43 44 45 46 47 48 49 50 51 … 334 ›
Hlutabréf hækka í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði almennt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Flögu hækkaði um 2,7 prósent en bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla þess. Þá hélt gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu áfram að hækka og stendur gengið í hæstu hæðum. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað. Viðskipti innlent 12.11.2007 10:06
Áfram lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði enn einn daginn í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent. Hún hefur hríðlækkað í vikunni, eða sem nemur tæpum tíu prósentum. Hún hefur lækkað um tæp 25 prósent frá því hún stóð hæst um miðjan júlí. Viðskipti innlent 9.11.2007 16:56
Atlantic Petroleum enn á uppleið Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs. Viðskipti innlent 9.11.2007 10:07
Úrvalsvísitalan rétt náði að hækka Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega eftir mjög sveiflukenndan dag í Kauphöllinni en vísitalan fór frá því að falla um rúm þrjú prósent í tveggja prósenta hækkun. Undir lok dags hafði gengi bréfa í Icelandair hækkað mest, eða um 3,6 prósent. Á hæla fyrirtækisins fylgdi Exista og Bakkavör. Viðskipti innlent 8.11.2007 16:56
Snarpur viðsnúningur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina tók skarpa beygju úr lækkanaferli síðustu fjóra daga en þau hafa nú hækkað mjög í verði. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 3,4 prósent í morgun en hefur nú snúist við og hækkað um rúm 2,5 prósent. Gengi bréfa í Icelandair hefur hækkað langmest, eða um rúm sex prósent. Viðskipti innlent 8.11.2007 11:38
Árið horfið úr bókum margra félaga í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem vísitalan lækkar en hún hefur farið niður um 11,4 prósent í vikunni. Fjármálafyrirtæki leiða lækkanalestina. Gengi bréfa í nokkrum fjármálafyrirtækjanna hefur ekki verið lægra síðan í byrjun síðasta hausts. Viðskipti innlent 8.11.2007 10:14
Fjöldi félaga fellur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair féll um sex prósent og fór í 22,3 krónur á hlut skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra. Fjöldi félaga í Kauphöllinni tók sömuleiðis á sig skell og féll Úrvalsvísitalan um tæp 2,4 prósent. Einungis tvö færeysk félög og SPRON hafa hækkað í dag. Viðskipti innlent 7.11.2007 10:22
Íslenskir barnaníðingar kynntir í Haag Tveir Íslendingar eru í alþjóðlegum hring barnaníðinga sem sagt verður frá á blaðamannafundi sem Interpol og Eurojust halda á mánudaginn. Innlent 2.11.2007 14:03
Úrvalsvísitalan komin undir 8.000 stigin Gengi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur almennt lækkað eftir upphaf viðskipta í dag. Kaupþing og Landsbankinn reka lækkanalestina en gengi bréfa í bönkunum lækkaði um 1,84 prósent í fyrstu viðskiptum. Fast á hæla bankanna fylgja bankar og fjármálastofnanir að báðum færeysku bönkunum, Existu og SPRON undanskildum. Viðskipti innlent 2.11.2007 10:06
FL Group tapaði 27 milljörðum FL Group tapaði 27,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er á pari við væntingar greinenda, sem reiknaðist til að tapið myndi hlaupa á 26 til 29 milljörðum króna. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna. Viðskipti innlent 2.11.2007 08:03
Krónan styrkist mikið á einum mánuði Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarinn mánuð. Gengi krónunnar gagnvart evru, Bandaríkjadal og sterlingspundi hefur til að mynda hækkað í kringum þrjár krónur. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:47
Opinber útgjöld nálgast helming landsframleiðslu Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári nemi útgjöld hins opinbera 47 prósentum af landsframleiðslu. Í ár nemi útgjöldin 44,5 prósent landsframleiðslunnar. Þannig aukist opinber útgjöld um 5,5 prósent á þessu ári og um 3,5 prósent á því næsta. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:42
Atvinnuleysi fjögur prósent eftir tvö ár Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi hér á landi verði um fjögur prósent ár árinum 2009-10. Stýrivextir bankans hafi sömuleiðis lækkað umtalsvert frá því sem nú er og einnig hafi töluvert dregið úr verðbólgu og hún verði komin nær 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði bankans. Viðskipti innlent 1.11.2007 17:35
Úrvalsvísitalan við 8.000 stigin Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag, gengi SPRON mest, eða um 3,82 prósent. Þá lækkaði gengi allra fjármálastofnana sömuleiðis. Markaðsverðmæti einungis þriggja fyrirtækja hækkaði. Það eru Össur, Teymi og færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum en gengi félagsins hefur verið á hraðferð upp og stendur nú í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2007 16:36
Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur lækkað mest, eða um 2,15 prósent. Ekkert félag hefur hins vegar hækkað á móti. Þá hefur gengi krónunnar sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent. Viðskipti innlent 1.11.2007 10:24
Eimskip selur fasteignir fyrir 18,8 milljarða Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 18,8 milljarða íslenskra króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir. Kaupandi er fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal annars að kaupum á fyrirtækjunum Atlas og Versacold. Viðskipti innlent 1.11.2007 10:08
Halldór Ásgrímsson í ritdeilum í Danmörku "Ég talaði fyrir því sem utanríkis- og forsætisráðherra Íslands að Ísland tæki skref í átt að ESB. Evrópskt samstarf er mikilvægt og það er samhljómur með Norðurlöndum og Evrópu. Innlent 31.10.2007 15:24
Tap Teymis tæpir 1,2 milljarðar króna Teymi tapaði 1.187 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á níu fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar 1.575 milljónum króna. Viðskipti innlent 31.10.2007 12:04
Mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeild Glitnis telur líkur á því að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á vaxtaákvörðunarfundi bankans á morgun og muni hugsanlega ekki hefja lækkanaferli fyrr en á öðrum fjórðungi á næsta ári. Viðskipti innlent 31.10.2007 11:36
Færeyingar efstir og neðstir Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 2,39 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en þetta er mesta lækkun dagsins. Gengi félagsins hefur rokið upp um l80 prósent síðan það féll í óróleika á fjármálamörkuðum í ágúst og stendur nú nálægt sínu hæsta gildi, sem náðist í gær. Á sama tíma hefur gengi Föroya banka hækkað mest í dag. Viðskipti innlent 31.10.2007 10:14
Kaupþing spáir aukinni verðbólgu og óbreyttum vöxtum Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi það eftir hækkar verðbólga úr 4,5 prósentum nú í 4,7 prósent. Kaupþing spáir því að seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum á fimmtudag. Viðskipti innlent 30.10.2007 15:57
SPRON á uppleið en Icelandair niður Gengi hlutabréfa í SPRON hefur hækkað um 3,66 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en þetta er annar dagurinn í röð sem markaðsvirði bankans hefur hækkað eftir mikla niðursveiflu frá fyrsta viðskiptadegi á þriðjudag. Á sama tíma hefur gengi Icelandair fallið um rúm átta prósent. Viðskipti innlent 29.10.2007 10:44
Heimilt að leita í vélum sem hingað koma Íslensk yfirvöld hafa skýrar heimildir til þess að fara um borð í flugvélar sem lenda hér á landi. Ef grunur leikur á um að um sé að ræða fangaflug geta bæði tollayfirvöld og lögregla farið um borð í vélarnar. Innlent 29.10.2007 10:41
Háskólasjúkrahúsið komið í bakkgír Framkvæmdir við nýtt háskólasjúkrahús hefjast ekki 2009 eins og áætlað var. Þetta segir fyrrverandi formaður nefndar um byggingu Háskólasjúkrahúss og telur heilbrigðisráðherra hafa skipt í bakkgír í málinu. Innlent 28.10.2007 18:54
Vantar erlenda banka á Íslandi Einkavæðing bankanna hefur mistekist og skilað mun meiri vaxtamun hér en annar staðar í heiminum. Þetta segir Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, og telur að tilkoma erlendra banka á Íslandi myndi laga stöðuna. Innlent 28.10.2007 18:47
Auglýst eftir lögbroti Karlmaður í atvinnuleit fer ekki leynt með ætlun sína að brjóta gegn skattalögum í blaðaauglýsingu í dag. Hann óskar eftir svartri vinnu. Innlent 28.10.2007 13:11
Umhverfis hvað? Áhugi Íslendinga á Norrænu samstarfi í umhverfis- og loftslagsmálum er minni en annarsstaðar. Innlent 26.10.2007 14:27
Eimskip selur Air Atlanta Eimskip hefur samið um sölu á meirihluta hlutafjár í flugfélaginu Air Atlanta til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarhlutafé félagsins nemur 44 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljörðum króna. Samhliða þessu hefur Atlanta verið skipt upp í tvö félög, flugfélagið Air Atlanta og flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing NLL sem hefur eignast flugflota Air Atlanta sem á 13 breiðþotur. Viðskipti innlent 26.10.2007 10:34
Gengi SPRON hækkar í fyrsta sinn Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um tæp þrettán prósent í Kauphöll Íslands í morgun og fór í hæstu hæðir, 1775 krónur á hlut. Gengi SPRON hækkaði á sama tíma í fyrsta sinn í dag, um heil eitt prósent en það stendur í 14,31 krónum á hlut. Viðskipti innlent 26.10.2007 10:28
Afkoma Bakkavarar undir spám Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er nokkru undir spám greiningardeilda viðskiptabankanna sem reiknaðist til að hagnaðurinn myndi nema á bilinu 12 til 14 milljónir punda. Viðskipti innlent 25.10.2007 16:12