Innlent

Fréttamynd

Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,4 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á sama tíma lækkaði gengi 365 um 1,74 prósent í kjölfar 4,55 prósenta hækkunar í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn veikist krónan

Krónan veiktist um 0,4 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismarkaði. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengi krónunnar sígur. Í gær féll það um 3,8 prósent innan dags. Hún hefur ekki verið veikari frá því Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið og hóf að skrá gengi krónunnar fyrir sjö árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

365 hækkaði um 4,55 prósent

Gengi hlutabréfa í 365 hækkaði um 4,55 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að stjórn félagsins greindi frá því að það hyggðist taka það af markaði. Á sama tíma féll gengi Færeyjabanka um 5,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhrif Landsmóts eru ómetanleg

„Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Risaskjáirnir komnir, kamrarnir farnir

Landsmót hestamanna var fyrst haldið árið 1950 á Þingvöllum. Þá voru gestir um tíu þúsund talsins. Þó gestum hafi ekki fjölgað mikið síðan þá hefur umfang mótsins gjörbreyst og fyrirkomulag mótsins er orðið allt annað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útivist og gönguferðir

„Mývatnssveitin er í uppáhaldi,“ segir Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Glitni í Þarabakka, en hún er mikil ferðakona þegar kemur að því að ferðast um landið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþingsbréf hækka í Svíþjóð

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð er í sænsku kauphöllina hafa hækkað um 1,3 prósent það sem af er dags. Gengið stendur nú í 58,5 sænskum krónum á hlut. Kauphöll Íslands er lokuð vegna Þjóðhátíðardagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur á síðustu metrunum

Gengi hlutabréfa í Nýherja rauk upp um 22,22 prósent í Kauphöllinni í snörpum viðsnúningi á síðustu metrunum í enda viðskiptadagsins. Alla jafna eru lítil viðskipti með bréf Nýherja og þarf lítið til að hreyfa við þeim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ellefu þúsund króna viðskipti hækka gengi Teymis

Gengi bréfa í Teymi er það eina sem hækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Ekki er þó um stórviðskipti að ræða en á bakvið hækkunina er velta upp á rúmar ellefu þúsund krónur. Eimskipafélagið hefur fallið um 2,7 prósent og Exista um 2,5 prósent. Önnur félög hafa lækkað minna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn fellur Eimskipafélagið

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 2,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Það hefur nú fallið um rúm þrjátíu prósent á þremur dögum í vikunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Teymi tók dýfu annan daginn í röð

Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 12,24 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta lækkunin á eftir Eimskipi. Á eftir fylgdi Icelandair, sem fór niður um 8,8 prósent. Gengi bréfa í Landsbankanum, SPRON, Straumi og Kaupþingi lækkaði um rúmt prósent á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip fellur um 28 prósent á tveimur dögum

Gengi hlutabréfa í Eimskip féll um rúm 15,4 prósent í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið fer niður en það hefur fallið um tæp 28 prósent á tveimur dögum. Fyrirtækið afskrifaði breska frystifyrirtækið Innovate Holding úr bókum sínum í gær og nemur færslan níu milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Eimskipi og Teymi féll um rúmlega tólf prósent í Kauphöll Íslands í dag á afar rauðum degi. Einungis gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði lítillega en greint var frá því í dag að bræðurnir Moises og Mendi Gernter hefðu keypt tveggja prósenta hlut í bankanum fyrir 13,9 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn lækkar DeCode

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lækkað um 4,7 prósent frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu í Bandaríkjunum í dag. Gengið féll um 11,5 prósent í gær. Gengið stendur nú í 0,86 sent á hlut. Það fór senti neðar fyrr í dag og hefur aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip leiðir lækkun dagsins

Gengi bréfa í Kaupþingi er það eina sem hefur hækkað í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað frekar og hefur hún ekki verið jafn lág síðan snemma í október árið 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip féll um 11,5 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um tæp 11,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði afskrifað nærri níu milljarða úr bókum sínum vegna eignarhlutar í dótturfélagi sínu, Innovate Holding, í Bretlandi. Unnið er að sölu á Innovate, að sögn Eimskipafélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Besti tíminn fyrir hertar reglur

„Nú um stundir gefst fyrsta tækifærið í hálfa öld til að setja hertar reglur um starfsemi banka og fjármálafyrirtækja,“ segir Robert Wade, prófessor við London School of Economics. Wade hélt erindi um fjármálakreppuna í alþjóðlegu samhengi í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrstu viðskipti með Straumsbréf felld niður

Kauphöllin felldi í morgun niður viðskipti með hlutabréf í Straumi. Tilboð í bréfin hljóðuðu upp á 11,36 til 11,6 krónur á hlut. Þetta voru fyrstu viðskiptin með bréf félagsins í morgun og keyrði það upp um rúm sex prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur tók stökkið í byrjun dags

Gengi bréfa í Straumi Burðarási tók stökkið við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði um 6,37 prósent. Á eftir fylgdi gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 4,26 prósent eftir nokkra lækkun í næstu viu. Þá hækkaði gengi SPRON sömuleiðis, eða um 0,46 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavarabréf ruku upp í enda dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um tæp 6,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkunin sem sást á hlutabréfamarkaði hér á landi í dag. Gengið hefur legið í láginni upp á síðkastið. Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um 1,18 prósent á sama tíma. Bréf Færeyjabanka, Glitnis, Alfesca, Landsbankans, Icelandair og Straums hækkaði sömuleiðis um tæpt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankabréfin hækka

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði mest í upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Landsbankinn hefur hækkað mest, eða um 1,62 prósent. Bréfin voru þau einu af Úrvalsvísitölufélögunum sem hækkaði í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist í byrjun dags

Gengi krónunnar styrkist mest um 0,85 prósent í morgun en gaf fljótlega eftir. Gengið hefur veikst um tvö prósent það sem af er vikunnar en gengisvísitalan stendur í sléttum 152 stigum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn hækkaði einn í dag

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum var það eina sem hækkaði af félögum í Úrvalsvísitölunni í Kauphöll Íslands í dag, eða um lítil 0,2 prósent. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af lækkun líkt og víða á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Félög Bakkabræðra lækka mest

Gengi bréfa í Bakkavör og Existu hefur lækkað um tæp þrjú prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni í dag. Félög tengd þeim Lýði og Ágústi Guðmundssonum eru stærstu hluthafar beggja fyrirtækja.

Viðskipti innlent