Innlent Molar Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Innlent 11.7.2006 22:00 Framboð Jónínu kom Guðna á óvart Lagt hefur verið að Guðna Ágústssyni að bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum. Hann hefur ekki tekið ákvörðun en segir þrjá kosti í stöðunni. Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um varaformannsframboð kom Guðna á óvart. Innlent 11.7.2006 22:00 Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlýtur fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppni Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlaut fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppninni Gaddakylfan en verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag. Innlent 11.7.2006 22:39 Dökkan reyk lagði frá Járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga Reykhreinsibúnaður Járnblendiverksmiðjunnar í Grundartanga bilaði nú í kvöld með þeim afleiðingum að mikinn og dökkan reyk lagði frá verksmiðjunni. Innlent 11.7.2006 22:21 Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir íhuga hugsanlegt framboð til forystu. Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku. Innlent 11.7.2006 21:47 Kalt vatn komið á ný Kalt vatn var aftur komið á Seltjarnarnesi og í vestur-og miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í kvöld en kaldavatnslaust hafði verið á þessum stöðum frá klukkan sjö. Grafin hafði verið í sundur kaldavatnsstofnæð á horni Ingólfsstrætis og Sæbrautar sem orsakaði kaldavatnsleysið. Innlent 11.7.2006 21:08 Ekkert kalt vatn í miðborginni Kaldavatnslaust er nú á Seltjarnarnesi og í vestur- og miðbæ Reykjavíkur. Ekki er vitað að svo stöddu hvað veldur en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunnir er verið að kanna málið. Við segjum nánar frá þessu þegar frekari upplýsingar berast. Innlent 11.7.2006 19:57 Methagnaður hjá Alcoa Hagnaður Alcoa Corp. nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi yfirstandandi árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins. Innlent 11.7.2006 19:16 Notkun kreditkorta 22,2% meiri nú en í fyrra Þenslan kemur meðal annars fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við tólf mánuðina næstu á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% í janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. Innlent 11.7.2006 19:13 Álagið að sliga hjúkrunarfræðinga Hópur reyndra hjúkrunarfræðinga við Landspítalann er að því kominn að hætta vegna viðvarandi álags, segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. Formaður stjórnarnefndar spítalans segir molbúahátt ráða för þegar stjórnvöld ákveði fjárframlög til Landspítalans. Innlent 11.7.2006 18:25 Níu lóðir standa eftir Níu lóðir í landi Úlfarsárdals standa eftir en þær voru í hópi 104 lóða sem boðnar voru út í febrúar. Lóðirnar verða settar í hóp lóða í sama hverfi sem er óráðstafað. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti þeim verður útdeilt. Innlent 11.7.2006 18:21 Dæmdur í fangelsi fyrir að breyta lyfseðli Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag rúmlega fimmtugan karlmann fyrir skjalafals. Í mars á þessu ári framvísaði hann lyfseðli á lyfið Parkódín Forte, sem hann hafði fengið framvísað hjá tannlækni, en afmáði kross aftan við texta sem tilgreindi að lyfseðlinum mætti aðeins framvísa einu sinni. Í stað þess lét hann líta þannig út fyrir að lyfseðilinn mætti afgreiða fjórum sinnum á minnst sjö daga fresti. Maðurinn játaði brot sitt og var það virt til refsilækkunar. Hann var því dæmdur til fangelsi í þrjátíu daga en einnig var litið til þess að hann hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður og því fellur refsingin niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár frá því dómur var kveðin upp. Innlent 11.7.2006 18:32 Auðvelt að sitja í Seðlabankanum og gagnrýna Það er auðveldara að sitja í Seðlabankanum heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála, segir forsætisráðherra. Hann er sannfærður um að verðbólgan sé á niðurleið. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði fyrir aðeins fimm dögum að aðgerðir Seðlabankans væru of varfærnar ef eitthvað væri. Innlent 11.7.2006 18:20 Góðæri hjá útgerðarfélögum Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst. Ekki er útlit fyrir að verð á aflanum lækki á næstunni. Innlent 11.7.2006 18:02 Yfir 160 manns látnir og tæplega 500 særðir í Mumbai Talið er að yfir 160 manns hafi látist og tæplega 500 særst í sprengingum í lestakerfi Mumbai á Indlandi fyrr í dag. Komið er í ljós að sprengingarnar voru alls átta en ekki sjö eins og fyrr var talið. Sprengjusérfræðingum tókst að aftengja níundu sprengjuna áður en hún sprakk. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræðinu en öruggt er talið að um hryðjuverk sé að ræða. Erlent 11.7.2006 17:37 Windows 98 út um gluggann Tölvurisinn Microsoft hætti í dag stuðningi við sín stýrikerfi frá árinu "98. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar í heimi tækninnar á þessum árum er enn mikill fjöldi fólks sem nýtir sér þennan búnað. Innlent 11.7.2006 17:16 Aukning í debet- og kreditkortaveltu milli ára Þenslan kemur m.a. fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við næstu tólf mánuði á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% á tímabilinu janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimilanna síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. Innlent 11.7.2006 16:23 Grímur átti lægra boð í borholur á Norð-Austurlandi Tilboð í borholur á Norð-Austurlandi og uppsetningu blástursbúnaðar voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Verkið var boðið út í júní síðastliðnum, en um er að ræða tilraunaboranir fyrir nýtt raforkuver til álframleiðslu á Húsavík. Tvö tilboð bárust, frá Vélsmiðjunni Grími ehf. og frá Stáli og suðu ehf. Tilboð Vélsmiðjunnar Gríms var lægra, rúmlega 8,8 milljónir. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar var upp á 8,5 milljónir. Innlent 11.7.2006 16:07 Skáldaganga um gamla kirkjugarðinn Borgarbókasafn Reykjavíkur býður til kvöldgöngu um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu á fimmtudaginn. Skáldin og bókaverðirnir Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir munu leiða gönguna, sem er hluti af göngudagskrá menningarstofnana borgarinnar, Kvöldgöngur úr Kvosinni, sem nú er boðið upp á annað árið í röð. Innlent 11.7.2006 15:41 Samkeppni um merki fyrir eyfirsk matvæli Félag um verkefni til að auka hróður eyfirsks matvælaiðnaðar hefur efnt til samkeppni um merki fyrir verkefnið. Merkið mun auðkenna eyfirskan matvælaiðnað og veitingahús og vera gæðastimpill á vöru og þjónustu. Innlent 11.7.2006 15:28 Fjölgun ferðamanna mikil Fram kemur í nýlegri skýrslu um erlenda ferðamenn á Íslandi að fjölgun erlendra ferðamanna hefur verið mun hraðari en til dæmis fjölgun landsmanna og vöxtur bílaumferðar síðasta áratuginn. Innlent 11.7.2006 14:50 Lifrarbólgutilfellum í hundum fjölgar Á síðustu árum hefur tilfellum lifrarbólgu í hundum farið fjölgandi. Hundar landsins hafa ekki verið bólusettir gegn lifrarbólgu síðustu þrjú ár, vegna þess að þá var hætt að framleiða bóluefni sem notað var gegn lifrabólgu í hundum á Íslandi. Innlent 11.7.2006 13:04 Forseti Íslands í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú sátu í gær kvöldverð í Hvíta húsinu í boði George Bush forseta Bandaríkjanna og Laura Bush forsetafrúar. Innlent 11.7.2006 14:02 Um hundrað manns látnir eftir sprengingar í Mumbai Sjö sprengjur sprungu í farþegalestum í borginni Mumbai, sem áður kallaðist Bombay, á Indlandi fyrr í dag. Að sögn lögreglu borgarinnar eru að minnsta kosti 100 manns látnir. Björgunarmenn eru á vettvangi og hafa þeir bjargað tugum manna úr lestunum. Forsætisráðherra Indlands hefur kallað til neyðarfundar. Borgin er fjármálamiðstöð landsins og þar hafa áður verið framin sprengjutilræði. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðunum en böndin eru talin berast að aðskilnaðarsinnum frá héraðinu Kasmír. Erlent 11.7.2006 13:53 Ríkisstjórn styður stefnumörkun Landspítala Háskólasjúkrahúss Ríkisstjórnin styður þá stefnumörkun Landspítala - háskólasjúkrahúss, að yfirmenn spítalans skuli sinna starfi sínu þar eingöngu og ekki öðrum störfum utan hans. Innlent 11.7.2006 13:29 Umhverfis- og fegrunarátak í Reykjavíkurborg Laugardaginn 22. júlí hefst umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar. Átakið ber slagorðið “Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík” og er fyrirhugað að það eigi sér stað í öllum hverfum borgarinnar og hefjist í Breiðholti. Innlent 11.7.2006 12:58 Hætt við framkvæmdir vegna breyttra íbúðalána Kaupendur fimm einbýlishúsalóða og fjögurra parhúsalóða, sem úthlutað var við Úlfarsfell í febrúar, eru hættir við framkvæmdir og búnir að skila lóðunum. Innlent 11.7.2006 12:41 Actavis og Barr berjast um bitana Lyfjafyrirtækið Actavis virðist vera að berjast við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr á tvennum vígstöðvum, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka. Viðskipti innlent 11.7.2006 12:28 Fiskurinn dýrari Viðskipti innlent 11.7.2006 12:09 Molbúaháttur einkennir fjárveitingar til Landspítalans Molbúaháttur ræður för þegar stjórnvöld ákveða fjárframlög til Landspítalans. Þetta segir formaður stjórnarnefndar spítalans. Innlent 11.7.2006 12:07 « ‹ 330 331 332 333 334 ›
Molar Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Innlent 11.7.2006 22:00
Framboð Jónínu kom Guðna á óvart Lagt hefur verið að Guðna Ágústssyni að bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum. Hann hefur ekki tekið ákvörðun en segir þrjá kosti í stöðunni. Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um varaformannsframboð kom Guðna á óvart. Innlent 11.7.2006 22:00
Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlýtur fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppni Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlaut fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppninni Gaddakylfan en verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag. Innlent 11.7.2006 22:39
Dökkan reyk lagði frá Járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga Reykhreinsibúnaður Járnblendiverksmiðjunnar í Grundartanga bilaði nú í kvöld með þeim afleiðingum að mikinn og dökkan reyk lagði frá verksmiðjunni. Innlent 11.7.2006 22:21
Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir íhuga hugsanlegt framboð til forystu. Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku. Innlent 11.7.2006 21:47
Kalt vatn komið á ný Kalt vatn var aftur komið á Seltjarnarnesi og í vestur-og miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í kvöld en kaldavatnslaust hafði verið á þessum stöðum frá klukkan sjö. Grafin hafði verið í sundur kaldavatnsstofnæð á horni Ingólfsstrætis og Sæbrautar sem orsakaði kaldavatnsleysið. Innlent 11.7.2006 21:08
Ekkert kalt vatn í miðborginni Kaldavatnslaust er nú á Seltjarnarnesi og í vestur- og miðbæ Reykjavíkur. Ekki er vitað að svo stöddu hvað veldur en samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunnir er verið að kanna málið. Við segjum nánar frá þessu þegar frekari upplýsingar berast. Innlent 11.7.2006 19:57
Methagnaður hjá Alcoa Hagnaður Alcoa Corp. nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi yfirstandandi árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins. Innlent 11.7.2006 19:16
Notkun kreditkorta 22,2% meiri nú en í fyrra Þenslan kemur meðal annars fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við tólf mánuðina næstu á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% í janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. Innlent 11.7.2006 19:13
Álagið að sliga hjúkrunarfræðinga Hópur reyndra hjúkrunarfræðinga við Landspítalann er að því kominn að hætta vegna viðvarandi álags, segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. Formaður stjórnarnefndar spítalans segir molbúahátt ráða för þegar stjórnvöld ákveði fjárframlög til Landspítalans. Innlent 11.7.2006 18:25
Níu lóðir standa eftir Níu lóðir í landi Úlfarsárdals standa eftir en þær voru í hópi 104 lóða sem boðnar voru út í febrúar. Lóðirnar verða settar í hóp lóða í sama hverfi sem er óráðstafað. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti þeim verður útdeilt. Innlent 11.7.2006 18:21
Dæmdur í fangelsi fyrir að breyta lyfseðli Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag rúmlega fimmtugan karlmann fyrir skjalafals. Í mars á þessu ári framvísaði hann lyfseðli á lyfið Parkódín Forte, sem hann hafði fengið framvísað hjá tannlækni, en afmáði kross aftan við texta sem tilgreindi að lyfseðlinum mætti aðeins framvísa einu sinni. Í stað þess lét hann líta þannig út fyrir að lyfseðilinn mætti afgreiða fjórum sinnum á minnst sjö daga fresti. Maðurinn játaði brot sitt og var það virt til refsilækkunar. Hann var því dæmdur til fangelsi í þrjátíu daga en einnig var litið til þess að hann hefur ekki gerst sekur um refsiverðan verknað áður og því fellur refsingin niður haldi maðurinn skilorð í tvö ár frá því dómur var kveðin upp. Innlent 11.7.2006 18:32
Auðvelt að sitja í Seðlabankanum og gagnrýna Það er auðveldara að sitja í Seðlabankanum heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála, segir forsætisráðherra. Hann er sannfærður um að verðbólgan sé á niðurleið. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði fyrir aðeins fimm dögum að aðgerðir Seðlabankans væru of varfærnar ef eitthvað væri. Innlent 11.7.2006 18:20
Góðæri hjá útgerðarfélögum Góðæri ríkir nú hjá útgerðarfélögunum þar sem verðmæti fiskiaflans hefur hækkað mikið á þessu ári á sama tíma og gengi krónunnar hefur veikst. Ekki er útlit fyrir að verð á aflanum lækki á næstunni. Innlent 11.7.2006 18:02
Yfir 160 manns látnir og tæplega 500 særðir í Mumbai Talið er að yfir 160 manns hafi látist og tæplega 500 særst í sprengingum í lestakerfi Mumbai á Indlandi fyrr í dag. Komið er í ljós að sprengingarnar voru alls átta en ekki sjö eins og fyrr var talið. Sprengjusérfræðingum tókst að aftengja níundu sprengjuna áður en hún sprakk. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræðinu en öruggt er talið að um hryðjuverk sé að ræða. Erlent 11.7.2006 17:37
Windows 98 út um gluggann Tölvurisinn Microsoft hætti í dag stuðningi við sín stýrikerfi frá árinu "98. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar í heimi tækninnar á þessum árum er enn mikill fjöldi fólks sem nýtir sér þennan búnað. Innlent 11.7.2006 17:16
Aukning í debet- og kreditkortaveltu milli ára Þenslan kemur m.a. fram í notkun Íslendinga á kredit- og debetkortum. Kreditkortavelta heimilanna var 22,2% meiri í frá janúar til maí á þessu ári en á sama tíma í fyrra, eða um 90 milljarðar króna. Aukning síðustu tólf mánuði er 18,2% borið saman við næstu tólf mánuði á undan. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. Debetkortavelta jókst um 10,4% á tímabilinu janúar til maí 2006. Aukning síðustu tólf mánuði er 14,8%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimilanna síðustu tólf mánuði um 16,3%. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 34,6%á tímabilinu janúar til maí frá sama tíma árið áður. Innlent 11.7.2006 16:23
Grímur átti lægra boð í borholur á Norð-Austurlandi Tilboð í borholur á Norð-Austurlandi og uppsetningu blástursbúnaðar voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Verkið var boðið út í júní síðastliðnum, en um er að ræða tilraunaboranir fyrir nýtt raforkuver til álframleiðslu á Húsavík. Tvö tilboð bárust, frá Vélsmiðjunni Grími ehf. og frá Stáli og suðu ehf. Tilboð Vélsmiðjunnar Gríms var lægra, rúmlega 8,8 milljónir. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar var upp á 8,5 milljónir. Innlent 11.7.2006 16:07
Skáldaganga um gamla kirkjugarðinn Borgarbókasafn Reykjavíkur býður til kvöldgöngu um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu á fimmtudaginn. Skáldin og bókaverðirnir Einar Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir munu leiða gönguna, sem er hluti af göngudagskrá menningarstofnana borgarinnar, Kvöldgöngur úr Kvosinni, sem nú er boðið upp á annað árið í röð. Innlent 11.7.2006 15:41
Samkeppni um merki fyrir eyfirsk matvæli Félag um verkefni til að auka hróður eyfirsks matvælaiðnaðar hefur efnt til samkeppni um merki fyrir verkefnið. Merkið mun auðkenna eyfirskan matvælaiðnað og veitingahús og vera gæðastimpill á vöru og þjónustu. Innlent 11.7.2006 15:28
Fjölgun ferðamanna mikil Fram kemur í nýlegri skýrslu um erlenda ferðamenn á Íslandi að fjölgun erlendra ferðamanna hefur verið mun hraðari en til dæmis fjölgun landsmanna og vöxtur bílaumferðar síðasta áratuginn. Innlent 11.7.2006 14:50
Lifrarbólgutilfellum í hundum fjölgar Á síðustu árum hefur tilfellum lifrarbólgu í hundum farið fjölgandi. Hundar landsins hafa ekki verið bólusettir gegn lifrarbólgu síðustu þrjú ár, vegna þess að þá var hætt að framleiða bóluefni sem notað var gegn lifrabólgu í hundum á Íslandi. Innlent 11.7.2006 13:04
Forseti Íslands í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú sátu í gær kvöldverð í Hvíta húsinu í boði George Bush forseta Bandaríkjanna og Laura Bush forsetafrúar. Innlent 11.7.2006 14:02
Um hundrað manns látnir eftir sprengingar í Mumbai Sjö sprengjur sprungu í farþegalestum í borginni Mumbai, sem áður kallaðist Bombay, á Indlandi fyrr í dag. Að sögn lögreglu borgarinnar eru að minnsta kosti 100 manns látnir. Björgunarmenn eru á vettvangi og hafa þeir bjargað tugum manna úr lestunum. Forsætisráðherra Indlands hefur kallað til neyðarfundar. Borgin er fjármálamiðstöð landsins og þar hafa áður verið framin sprengjutilræði. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðunum en böndin eru talin berast að aðskilnaðarsinnum frá héraðinu Kasmír. Erlent 11.7.2006 13:53
Ríkisstjórn styður stefnumörkun Landspítala Háskólasjúkrahúss Ríkisstjórnin styður þá stefnumörkun Landspítala - háskólasjúkrahúss, að yfirmenn spítalans skuli sinna starfi sínu þar eingöngu og ekki öðrum störfum utan hans. Innlent 11.7.2006 13:29
Umhverfis- og fegrunarátak í Reykjavíkurborg Laugardaginn 22. júlí hefst umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar. Átakið ber slagorðið “Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík” og er fyrirhugað að það eigi sér stað í öllum hverfum borgarinnar og hefjist í Breiðholti. Innlent 11.7.2006 12:58
Hætt við framkvæmdir vegna breyttra íbúðalána Kaupendur fimm einbýlishúsalóða og fjögurra parhúsalóða, sem úthlutað var við Úlfarsfell í febrúar, eru hættir við framkvæmdir og búnir að skila lóðunum. Innlent 11.7.2006 12:41
Actavis og Barr berjast um bitana Lyfjafyrirtækið Actavis virðist vera að berjast við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr á tvennum vígstöðvum, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka. Viðskipti innlent 11.7.2006 12:28
Molbúaháttur einkennir fjárveitingar til Landspítalans Molbúaháttur ræður för þegar stjórnvöld ákveða fjárframlög til Landspítalans. Þetta segir formaður stjórnarnefndar spítalans. Innlent 11.7.2006 12:07
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent