Framboð Jónínu kom Guðna á óvart 12. júlí 2006 03:30 Guðni Ágústsson segir Jónínu Bjartmarz hafa hringt í sig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnt sér að hún væri á leið í Kastljós að lýsa yfir framboði til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur. Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur.
Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira