Innlent Óperutónleikar í boði BM Vallár BM Vallá ætlar að bjóða Reykvíkingum upp á óperutónleika á Menningarnótt 2006 í tilefni 60 ára afmælis fyrirtækisins. Innlent 9.8.2006 18:31 Teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Hvolsvelli tók erlendan ferðamann fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi, rétt austan við Hellu, í dag. Maðurinn var á 153 km hraða og var gert að greiða 37.500 krónur fyrir brotið. Innlent 9.8.2006 18:25 Varð ekki meint af eiturgufum Mennirnir tveir sem fluttir voru á slysadeild eftir að hafa andað að sér eiturgufum í nýbyggingu IKEA í Garðabæ í morgun hafa verið útskrifaðir. Gufurnar mynduðust í slysi þar sem akrílgrunnur sem notaður er á gólf blandaðist við herði í röngum hlutföllum. Innlent 9.8.2006 18:22 Átak hjá lögreglunni Lögreglan í Reykjavík var í átaki í dag og klippti númer af þó nokkrum bílum. Þeir sem eru með óskoðaða bíla eða ótryggða ættu að huga að því að koma öllu í lag þar sem lögreglan mun halda áfram að klippa af ólöglegum farartækjum. Innlent 9.8.2006 18:03 Engin sturta í Breiðholtshverfum Ekkert heitt vatn verður í Breiðholtshverfum eitt og tvö frá klukkan sjö í kvöld til klukkan átta í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Verið er að sinna viðhaldi í dælustöð fyrir heitt vatn við Stekkjabakka, en tiltölulega hlýr árstími var valinn til þess. Tilkynningar hafa verið bornar í öll hús í hverfunum tveimur sem um ræðir. Innlent 9.8.2006 17:15 Lögregla stjórnar ekki fréttaflutningi Félag fréttamanna vill minna löggæslumenn á að lögregla stjórnar ekki fréttaflutningi fjölmiðla. Myndatökumaður fréttastofu sjónvarps lenti í ryskingum við yfirlögregluþjón lögreglunnar á Egilsstöðum í gær. Lögreglumaðurinn baðst afsökunar í kjölfarið. Innlent 9.8.2006 17:10 Gekk of langt segir yfirlögregluþjónn Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að félaginu hafi ekki borist neinar kvartanir vegna samstuðs myndatökumanns og lögreglu á Egilsstöðum í gær. Innlent 9.8.2006 15:16 Ekki frekari fjárfestingar í stóriðju Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni. Innlent 9.8.2006 15:10 Aldrei minna lánað Viðskipti innlent 9.8.2006 13:55 Á þriðja þúsund lifa af fjármagnstekjum Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts í fyrra, unnu enga fasta vinnu, en lifðu af fjármagnstekjum af eignum sínum og greiddu mun lægri skatta en almenningur. Innlent 9.8.2006 13:21 Ölvaður rútubílstjóri stofnaði farþegum í hættu Ölvaður ökumaður langferðabíls stofnaði lífi og limum 16 farþega og annarra vegfarenda í bráða hættu með háskaakstri um helgina. Lögreglan á Selfossi bíður nú endanlegrar niðurstöðu rannsóknar á blóðsýni, sem tekið var úr hópferðabílstjóranum. Bílstjórinn, frá Kynnisferðum, missti stjórn á bíl sínum á leið niður Kambana á sunnudagsmorgun, með sextán erlenda farþega um borð, þeirra á meðal börn. Blásturssýni sem tekið var af ökumanninum á staðnum gefur til kynna að hann hafi verið ölvaður auk þess sem vitni segja að hann hafi sýnilega borið þess merki. Innlent 9.8.2006 13:02 Hæðarslár eknar niður tvisvar í gær Talsvert hefur borið á því að ökumenn hárra ökutækja keyri niður hæðarslár við brýr og göng. Í gær var tvisvar ekið á hæðarslár við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Engin slys urðu á fólki en Lögreglan í Reykjavík hefur áhyggjur af því að ef ökumenn halda áfram þessu hátterni sínu geti farið illa. Fyrir síðustu helgi kom lögreglan upp eftirlitsmyndavél á þessum gatnamótum og mega allir sem virða ekki hæðartakmörk búast við sektum. Hæðartakmörk eru 4,2 metrar samkvæmt reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Innlent 9.8.2006 13:23 Menningarnótt 19. ágúst Menningarnótt verður haldin í 11. sinn laugardaginn 19. ágúst. Dagskráin hefst með því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setur Reykjavíkurmaraþonið klukkan 11 í Lækjargötunni. Öll söfn og gallerí verða opin á menningarnótt og ýmis fyrirtæki í miðborginni sýna á sér aðra hlið. Meðal þess sem gestum menningarnætur stendur til boða er fræðsla um heilun og kristalla, tónleikar Ædolstjarnanna, húsdýragarður í Hallargarðinum og tónleikar út um allan miðbæ. Að venju lýkur menningarnótt með flugeldasýningu, en hún hefst á slaginu þrjátíu og eina mínútu yfir tíu, eða þegar myrkur verður skollið á samkvæmt Veðurstofu Íslands. Innlent 9.8.2006 12:56 Herða þarf á framfylgd fjárlaga Nauðsynlegt er að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um íslensk efnahagsmál. Þá þarf að gera átak í menntamálum þjóðarinnar. Innlent 9.8.2006 11:39 Nýbygging IKEA í Garðabæ rýmd vegna eiturgufa Búið er að rýma nýbyggingu IKEA í Garðabæ vegna eiturgufu sem myndaðist í húsinu. Flytja þurfti tvo menn til skoðunar á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss þar sem þeir fundu fyrir óþægindum. Innlent 9.8.2006 11:06 Krefst rannsóknar á framgöngu lögreglu gegn mótmælendum Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs krefst þess að fram fari rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins. Innlent 9.8.2006 11:14 Kópavogskirkjugarður vígður á morgun Fyrstu hlutar Kópavogskirkjugarðs verða vígðir á morgun, fimmtudag. Teknir verða í notkun tveir reitir, einn kistugrafreitur og einn duftreitur. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, mun ávarpa viðstadda og Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands mun vígja garðinn. Duftker Guðmundar Helgasonar málarameistara verður jarðsett, en hann verður vökumaður garðsins. Athöfnin fer fram við sáluhliðið í Kópavogskirkjugarði og hefst klukkan ellefu á morgun. Innlent 9.8.2006 09:57 Askja afhendir Rauða krossinum átta sjúkrabíla Askja afhenti á dögunum Rauði krossi Íslands tvo sjúkrabíla af gerðinni Benz Sprinter. Sex bílar til viðbótar sömu gerðar verða afhentir á næstu mánuðum og fara þeir í notkun vítt og breytt um landið. Fyrstu bílarnir fóru til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og hafa reynst vel það sem af er, að sögn Benedikts Höskuldssonar deildarstjóra þar á bæ. Innlent 9.8.2006 10:55 Bíða niðurstöðu blóðsýnisrannsóknar Lögreglan á Selfossi bíður nú endanlegrar niðurstöðu rannsóknar á blóðsýni, sem tekið var úr rútubílstjóra, sem missti stjórn á bíl sínum á leið niður Kambana á sunnudagsmorgun, með sextán erlenda farþega um borð. Blásturssýni sem tekið var af ökumanninum á staðnum gefur til kynna að hann hafi verið ölvaður. Hann missti stjórn á bílnum, sem fór yfir á öfugan vegarhelming og barst langa leið utan í vegriðinu uns hann nam staðar og hafði þá annað framhjólið af-felgast. Það hefur því legið við stór slysi og fengu skelfingu lostnir farþegarnir far með öðrum hópferðabíl af vettvangi. Ákæruvaldið tekur afstöðu í málinu þegar áfengismagn í blóði bílstjórans liggur fyrir. Innlent 9.8.2006 08:27 Rændi herbergi hótelgesta á meðan þeir brugðu sér frá Bíræfinn þjófur spennti upp glugga og braust þannig inn í hótelherbergi á Akureyri, þegar gestirnir brugðu sér út úr herberginu í gærkvöldi. Þjófurinn stal meðal annars tveimur myndavélum og veski með greiðslukortum og skilríkjum, sem kemur sér afar illa þar sem hjónin sem gistu í herberginu eru erlendir ferðamenn. Þjófurinn er ófundinn. Innlent 9.8.2006 08:33 Rúmlega tvö þúsund einungis með fjármagnstekjur Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts höfðu einungis fjármagnstekjur af peningum sínum í fyrra, og rúmlega sex þúsund og sex hundruð, eða fjögur prósent allra framteljenda, höfðu hærri fjármagnstekjur en venjulegar launatekjur. Þetta kemur fram í tölum sem ríkisskattstjóri hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið. Skattur af fjármangstekjum er tíu prósent, en en tæp 37 prósent af venjulegum launatekjum. Innlent 9.8.2006 08:26 Beðið um gæsluvarðhald yfir þremur mönnum Lögreglan á Akureyri krafðist í gærkvöldi gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þremur ungum mönnum, sem handteknir voru í fyrrinótt og í gær vegna gruns um ýmis afbrot. Þegar tveir þeirra voru handteknir í fyrrinótt, fannst talsvert af þýfi í bíl þeirra og er sá þriðji, sem handtekinn var í gær, grunaður um að vera vitorðsmaður þeirra. Innlent 9.8.2006 08:24 Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara Meðferð Ríkissaksóknara á samráði olíufélaganna lýkur í haust. Engin fordæmi eru fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka fyrir brot af þessu tagi. Umfangið verður minna en hjá samkeppnisyfirvöldum. Innlent 8.8.2006 21:51 Þurfa að greiða kennara bætur Sveitarfélagið Árborg hefur verið dæmt til að greiða Kristínu Stefánsdóttur, heimilisfræðikennara, tæpar átta hundruð þúsund krónur vegna launamissis sem hún varð fyrir í kjölfar gerðra kjarasamninga árið 2002. Innlent 8.8.2006 22:34 Ólöglegir innflytjendur láta lífið í bílslysi Bifreið full af ólöglegum innflytjendum valt í dag í Bandaríkjunum nálægt landamærunum við Mexíkó með þeim afleiðingum að níu menn létu lífið og tólf til viðbótar slösuðust. Innlent 8.8.2006 22:02 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sakað um aðgerðaleysi Fulltrúi Arababandalagsins sakaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag um að standa aðgerðalaust hjá á meðan átökin í Líbanon kyntu undir hatri og öfgum í Miðausturlöndum. Innlent 8.8.2006 21:55 Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja réttinn sín megin Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Innlent 8.8.2006 21:47 Íslendingar ferðast meira innanlands Fjöldi þeirra Íslendinga sem gistir á hótelum hér á landi hefur aukist um fimmtung. Ferðamálastjóri segir ánægjulegt að Íslendingar ferðist meira innanlands. Innlent 8.8.2006 19:40 Árni segir rangt að hann geti ekki boðið sig fram Árni Johnsen segir rangt að halda því fram að hann geti ekki boðið sig fram í þingkosningum á næsta ári. Afar skiptar skoðanir eru meðal Vestmannaeyinga um hugsanlegt framboð Árna. Innlent 8.8.2006 19:30 Vonsvikinn með úrskurð eignarnámsnefndar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hefur verið gert að greiða húsasmiði á Akranesi sjö og hálfa milljón króna í bætur fyrir landspildu sem hitaveitan tók eignarnámi. Stjórnarformaður Hitaveitunnar segir niðurstöðu matsnefndarinnar vonbrigði. Innlent 8.8.2006 19:08 « ‹ 292 293 294 295 296 297 298 299 300 … 334 ›
Óperutónleikar í boði BM Vallár BM Vallá ætlar að bjóða Reykvíkingum upp á óperutónleika á Menningarnótt 2006 í tilefni 60 ára afmælis fyrirtækisins. Innlent 9.8.2006 18:31
Teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Hvolsvelli tók erlendan ferðamann fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi, rétt austan við Hellu, í dag. Maðurinn var á 153 km hraða og var gert að greiða 37.500 krónur fyrir brotið. Innlent 9.8.2006 18:25
Varð ekki meint af eiturgufum Mennirnir tveir sem fluttir voru á slysadeild eftir að hafa andað að sér eiturgufum í nýbyggingu IKEA í Garðabæ í morgun hafa verið útskrifaðir. Gufurnar mynduðust í slysi þar sem akrílgrunnur sem notaður er á gólf blandaðist við herði í röngum hlutföllum. Innlent 9.8.2006 18:22
Átak hjá lögreglunni Lögreglan í Reykjavík var í átaki í dag og klippti númer af þó nokkrum bílum. Þeir sem eru með óskoðaða bíla eða ótryggða ættu að huga að því að koma öllu í lag þar sem lögreglan mun halda áfram að klippa af ólöglegum farartækjum. Innlent 9.8.2006 18:03
Engin sturta í Breiðholtshverfum Ekkert heitt vatn verður í Breiðholtshverfum eitt og tvö frá klukkan sjö í kvöld til klukkan átta í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Verið er að sinna viðhaldi í dælustöð fyrir heitt vatn við Stekkjabakka, en tiltölulega hlýr árstími var valinn til þess. Tilkynningar hafa verið bornar í öll hús í hverfunum tveimur sem um ræðir. Innlent 9.8.2006 17:15
Lögregla stjórnar ekki fréttaflutningi Félag fréttamanna vill minna löggæslumenn á að lögregla stjórnar ekki fréttaflutningi fjölmiðla. Myndatökumaður fréttastofu sjónvarps lenti í ryskingum við yfirlögregluþjón lögreglunnar á Egilsstöðum í gær. Lögreglumaðurinn baðst afsökunar í kjölfarið. Innlent 9.8.2006 17:10
Gekk of langt segir yfirlögregluþjónn Arna Scram, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að félaginu hafi ekki borist neinar kvartanir vegna samstuðs myndatökumanns og lögreglu á Egilsstöðum í gær. Innlent 9.8.2006 15:16
Ekki frekari fjárfestingar í stóriðju Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni. Innlent 9.8.2006 15:10
Á þriðja þúsund lifa af fjármagnstekjum Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts í fyrra, unnu enga fasta vinnu, en lifðu af fjármagnstekjum af eignum sínum og greiddu mun lægri skatta en almenningur. Innlent 9.8.2006 13:21
Ölvaður rútubílstjóri stofnaði farþegum í hættu Ölvaður ökumaður langferðabíls stofnaði lífi og limum 16 farþega og annarra vegfarenda í bráða hættu með háskaakstri um helgina. Lögreglan á Selfossi bíður nú endanlegrar niðurstöðu rannsóknar á blóðsýni, sem tekið var úr hópferðabílstjóranum. Bílstjórinn, frá Kynnisferðum, missti stjórn á bíl sínum á leið niður Kambana á sunnudagsmorgun, með sextán erlenda farþega um borð, þeirra á meðal börn. Blásturssýni sem tekið var af ökumanninum á staðnum gefur til kynna að hann hafi verið ölvaður auk þess sem vitni segja að hann hafi sýnilega borið þess merki. Innlent 9.8.2006 13:02
Hæðarslár eknar niður tvisvar í gær Talsvert hefur borið á því að ökumenn hárra ökutækja keyri niður hæðarslár við brýr og göng. Í gær var tvisvar ekið á hæðarslár við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Engin slys urðu á fólki en Lögreglan í Reykjavík hefur áhyggjur af því að ef ökumenn halda áfram þessu hátterni sínu geti farið illa. Fyrir síðustu helgi kom lögreglan upp eftirlitsmyndavél á þessum gatnamótum og mega allir sem virða ekki hæðartakmörk búast við sektum. Hæðartakmörk eru 4,2 metrar samkvæmt reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Innlent 9.8.2006 13:23
Menningarnótt 19. ágúst Menningarnótt verður haldin í 11. sinn laugardaginn 19. ágúst. Dagskráin hefst með því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setur Reykjavíkurmaraþonið klukkan 11 í Lækjargötunni. Öll söfn og gallerí verða opin á menningarnótt og ýmis fyrirtæki í miðborginni sýna á sér aðra hlið. Meðal þess sem gestum menningarnætur stendur til boða er fræðsla um heilun og kristalla, tónleikar Ædolstjarnanna, húsdýragarður í Hallargarðinum og tónleikar út um allan miðbæ. Að venju lýkur menningarnótt með flugeldasýningu, en hún hefst á slaginu þrjátíu og eina mínútu yfir tíu, eða þegar myrkur verður skollið á samkvæmt Veðurstofu Íslands. Innlent 9.8.2006 12:56
Herða þarf á framfylgd fjárlaga Nauðsynlegt er að koma skjótt á jafnvægi í efnahagslífinu og styrkja innviði hagstjórnarinnar. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar í París, OECD, um íslensk efnahagsmál. Þá þarf að gera átak í menntamálum þjóðarinnar. Innlent 9.8.2006 11:39
Nýbygging IKEA í Garðabæ rýmd vegna eiturgufa Búið er að rýma nýbyggingu IKEA í Garðabæ vegna eiturgufu sem myndaðist í húsinu. Flytja þurfti tvo menn til skoðunar á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss þar sem þeir fundu fyrir óþægindum. Innlent 9.8.2006 11:06
Krefst rannsóknar á framgöngu lögreglu gegn mótmælendum Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs krefst þess að fram fari rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins. Innlent 9.8.2006 11:14
Kópavogskirkjugarður vígður á morgun Fyrstu hlutar Kópavogskirkjugarðs verða vígðir á morgun, fimmtudag. Teknir verða í notkun tveir reitir, einn kistugrafreitur og einn duftreitur. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, mun ávarpa viðstadda og Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands mun vígja garðinn. Duftker Guðmundar Helgasonar málarameistara verður jarðsett, en hann verður vökumaður garðsins. Athöfnin fer fram við sáluhliðið í Kópavogskirkjugarði og hefst klukkan ellefu á morgun. Innlent 9.8.2006 09:57
Askja afhendir Rauða krossinum átta sjúkrabíla Askja afhenti á dögunum Rauði krossi Íslands tvo sjúkrabíla af gerðinni Benz Sprinter. Sex bílar til viðbótar sömu gerðar verða afhentir á næstu mánuðum og fara þeir í notkun vítt og breytt um landið. Fyrstu bílarnir fóru til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og hafa reynst vel það sem af er, að sögn Benedikts Höskuldssonar deildarstjóra þar á bæ. Innlent 9.8.2006 10:55
Bíða niðurstöðu blóðsýnisrannsóknar Lögreglan á Selfossi bíður nú endanlegrar niðurstöðu rannsóknar á blóðsýni, sem tekið var úr rútubílstjóra, sem missti stjórn á bíl sínum á leið niður Kambana á sunnudagsmorgun, með sextán erlenda farþega um borð. Blásturssýni sem tekið var af ökumanninum á staðnum gefur til kynna að hann hafi verið ölvaður. Hann missti stjórn á bílnum, sem fór yfir á öfugan vegarhelming og barst langa leið utan í vegriðinu uns hann nam staðar og hafði þá annað framhjólið af-felgast. Það hefur því legið við stór slysi og fengu skelfingu lostnir farþegarnir far með öðrum hópferðabíl af vettvangi. Ákæruvaldið tekur afstöðu í málinu þegar áfengismagn í blóði bílstjórans liggur fyrir. Innlent 9.8.2006 08:27
Rændi herbergi hótelgesta á meðan þeir brugðu sér frá Bíræfinn þjófur spennti upp glugga og braust þannig inn í hótelherbergi á Akureyri, þegar gestirnir brugðu sér út úr herberginu í gærkvöldi. Þjófurinn stal meðal annars tveimur myndavélum og veski með greiðslukortum og skilríkjum, sem kemur sér afar illa þar sem hjónin sem gistu í herberginu eru erlendir ferðamenn. Þjófurinn er ófundinn. Innlent 9.8.2006 08:33
Rúmlega tvö þúsund einungis með fjármagnstekjur Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts höfðu einungis fjármagnstekjur af peningum sínum í fyrra, og rúmlega sex þúsund og sex hundruð, eða fjögur prósent allra framteljenda, höfðu hærri fjármagnstekjur en venjulegar launatekjur. Þetta kemur fram í tölum sem ríkisskattstjóri hefur tekið saman fyrir Morgunblaðið. Skattur af fjármangstekjum er tíu prósent, en en tæp 37 prósent af venjulegum launatekjum. Innlent 9.8.2006 08:26
Beðið um gæsluvarðhald yfir þremur mönnum Lögreglan á Akureyri krafðist í gærkvöldi gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þremur ungum mönnum, sem handteknir voru í fyrrinótt og í gær vegna gruns um ýmis afbrot. Þegar tveir þeirra voru handteknir í fyrrinótt, fannst talsvert af þýfi í bíl þeirra og er sá þriðji, sem handtekinn var í gær, grunaður um að vera vitorðsmaður þeirra. Innlent 9.8.2006 08:24
Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara Meðferð Ríkissaksóknara á samráði olíufélaganna lýkur í haust. Engin fordæmi eru fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka fyrir brot af þessu tagi. Umfangið verður minna en hjá samkeppnisyfirvöldum. Innlent 8.8.2006 21:51
Þurfa að greiða kennara bætur Sveitarfélagið Árborg hefur verið dæmt til að greiða Kristínu Stefánsdóttur, heimilisfræðikennara, tæpar átta hundruð þúsund krónur vegna launamissis sem hún varð fyrir í kjölfar gerðra kjarasamninga árið 2002. Innlent 8.8.2006 22:34
Ólöglegir innflytjendur láta lífið í bílslysi Bifreið full af ólöglegum innflytjendum valt í dag í Bandaríkjunum nálægt landamærunum við Mexíkó með þeim afleiðingum að níu menn létu lífið og tólf til viðbótar slösuðust. Innlent 8.8.2006 22:02
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sakað um aðgerðaleysi Fulltrúi Arababandalagsins sakaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag um að standa aðgerðalaust hjá á meðan átökin í Líbanon kyntu undir hatri og öfgum í Miðausturlöndum. Innlent 8.8.2006 21:55
Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja réttinn sín megin Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Innlent 8.8.2006 21:47
Íslendingar ferðast meira innanlands Fjöldi þeirra Íslendinga sem gistir á hótelum hér á landi hefur aukist um fimmtung. Ferðamálastjóri segir ánægjulegt að Íslendingar ferðist meira innanlands. Innlent 8.8.2006 19:40
Árni segir rangt að hann geti ekki boðið sig fram Árni Johnsen segir rangt að halda því fram að hann geti ekki boðið sig fram í þingkosningum á næsta ári. Afar skiptar skoðanir eru meðal Vestmannaeyinga um hugsanlegt framboð Árna. Innlent 8.8.2006 19:30
Vonsvikinn með úrskurð eignarnámsnefndar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hefur verið gert að greiða húsasmiði á Akranesi sjö og hálfa milljón króna í bætur fyrir landspildu sem hitaveitan tók eignarnámi. Stjórnarformaður Hitaveitunnar segir niðurstöðu matsnefndarinnar vonbrigði. Innlent 8.8.2006 19:08