Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja réttinn sín megin 8. ágúst 2006 21:47 Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Eftir að búðum mótmælenda var lokað í gær gistu flestir þeirra á Egilsstöðuðum í nótt og ekki annað að heyra en hlé yrði á aðgerðum þeirra. Flestir þessara mótmælenda eru útlendingar. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum að ásakanir um harðræði og ofbeldi væru hrein og klár ósannindi. Það hefði ekki komið til neinna beinna átaka en nauðsynlegt hafi verið að taka á fólkinu sem ekki hafi hlýtt skipunum lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni á aðgerðir lögreglu, meðal annars frá Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni efast Óskar ekki um lögmæti þeirra. Í búðunum fundust þessi tæki sem Óskar telur að kunni að hafa verið notuð við skemmdarverk. Talsmaður mótmælendanna vísar því á bug og telur að réttara væri að kanna hvort óánægðir starfsmenn verktaka hafi ekki staðið að skemmdarverkunum. Hann segir að kærur verði lagðar fram. Mikið hefur verið gert úr því að þarna séu atvinnumótmælendur á ferð sem fái greitt fyrir að taka þátt í aðgerðum. Matt, sem er einn af mótmælendunum hlær að þessu og segist vinna og safna fé til að greiða fyrir ferðir sínar. Hann segir þetta lífstíl og baráttu fyrir bættum heimi. Ekki bara barátta fyrir umhverfinu, segir hann sem síðast lét til sín taka á vesturbakkanum í Palestínu. Hann gerir einnig lítið úr þeirri gagnrýni að mótmælendurnir sem komi til landsins hafi lítið vit á eða skilning á því sem þeir eru að mótmæla Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Eftir að búðum mótmælenda var lokað í gær gistu flestir þeirra á Egilsstöðuðum í nótt og ekki annað að heyra en hlé yrði á aðgerðum þeirra. Flestir þessara mótmælenda eru útlendingar. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum að ásakanir um harðræði og ofbeldi væru hrein og klár ósannindi. Það hefði ekki komið til neinna beinna átaka en nauðsynlegt hafi verið að taka á fólkinu sem ekki hafi hlýtt skipunum lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni á aðgerðir lögreglu, meðal annars frá Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni efast Óskar ekki um lögmæti þeirra. Í búðunum fundust þessi tæki sem Óskar telur að kunni að hafa verið notuð við skemmdarverk. Talsmaður mótmælendanna vísar því á bug og telur að réttara væri að kanna hvort óánægðir starfsmenn verktaka hafi ekki staðið að skemmdarverkunum. Hann segir að kærur verði lagðar fram. Mikið hefur verið gert úr því að þarna séu atvinnumótmælendur á ferð sem fái greitt fyrir að taka þátt í aðgerðum. Matt, sem er einn af mótmælendunum hlær að þessu og segist vinna og safna fé til að greiða fyrir ferðir sínar. Hann segir þetta lífstíl og baráttu fyrir bættum heimi. Ekki bara barátta fyrir umhverfinu, segir hann sem síðast lét til sín taka á vesturbakkanum í Palestínu. Hann gerir einnig lítið úr þeirri gagnrýni að mótmælendurnir sem komi til landsins hafi lítið vit á eða skilning á því sem þeir eru að mótmæla
Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira