Innlent

Fréttamynd

Starfshópur um norðurslóðamál

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í dag ákvörðun sína um að setja á laggirnar starfshóp um norðurslóðamál. Viðfangsefni starfshópsins verða að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um norðurslóðamál í Reykjavík í mars 2007 og leggja fram greinargerð í kjölfar hennar um stefnumið Íslands og forgangsröðun verkefna í norðurslóðastarfi.

Innlent
Fréttamynd

Kaupmáttur mun lækka tímabundið

Búast má við tímabundinni lækkun kaupmáttar, eignaverðs og fjölgun gjaldþrota þegar um hægist í efnahagslífinu, að mati Greiningar Glitnis.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Dagsbrún

Gunnar Smári Egilsson hefur látið af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og mun veita nýjum sjóði forstöðu, Dagsbrún Mediafund, sem tekur við uppbyggingu og útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku og undirbýr frekari útgáfu fríblaða í öðrum löndum. Árni Pétur Jónsson tekur við starfi forstjóra Dagsbrúnar og gengir því starfi samhliða starfi sínu sem forstjóri Og Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga um flýtingu útboða felld

Meirihluti samgöngunefndar Alþingis felldi í morgun tillögu fulltrúa minnihluta þess efnis að ríkisstjórnin dragi nú þegar til baka ákvörðun um að skera niður framkvæmdir á tilgreindum vegaköflum úti á landi og að útboðum verði flýtt til að vinna upp glataðan tíma. Fulltrúar minnihlutans bentu á að vegaáætlun er samþykkt af Alþingi og studd samþykktum fjárlögum og enginn nema Alþingi sjálft geti fellt slíkt úr gildi. Eins og áður segir var tillagan felld með 5 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 4 atkvæðum minnihlutans í samgöngunefnd.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgan næstmest á Íslandi

Vísitala neysluverðs mældist 3,1 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í júlí. Þetta er 0,1 prósentustigi minna en á sama tíma í fyrra. Verðbólgan er næstmest á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tafir á umferð

Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á Eiðavegi

Ung kona sem lenti í umferðarslysi á Eiðavegi hjá Fossgerði lést í gærkvöldi. Hún var nítján ára.

Innlent
Fréttamynd

Tap á rekstri Landsvirkjunar

Sex komma fimm milljarða króna tap varð af rekstri Landsvirkjunar á fyrri helmingi þessa árs og skýrist það aðallega af veikingu krónunnar og lánum í erlendri mynt.

Innlent
Fréttamynd

Þorgeir Pálsson til Flugstoða ohf.

Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hefur ákveðið að taka boði stjórnar Flugstoða ohf. um að verða forstjóri félagsins. Gengið hefur verið frá starfssamningi milli aðila, sem kveður á um að Þorgeir taki við starfinu 1. janúar 2007. Hann mun fram til þess tíma gegna embætti flugmálastjóra, sem hann var skipaður til árið 1992.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurborg og Strætó BS krefjast skaðabóta

Reykjavíkurborg og Strætó bs krefjast skaðabóta frá olíufélögunum upp á 157 milljónir króna vegna samráðs félaganna. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, þar sem stefnandi og verjendur kröfðust frestunar á málunum tveimur í þrjár vikur sem þeir hyggjast nota til frekari gagnaöflunar. Olíufélögin sem um ræðir eru Esso, Olís og Skeljungur.

Innlent
Fréttamynd

Frestun á fyllingu Hálslóns myndi kosta milljarða

Frestun á fyllingu Hálslóns, eins og Vinstri grænir leggja til, myndi kosta Landsvirkjun milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon segir það vel sloppið, miðað við milljarðana sem óvandaður undirbúningur hafi kostað.

Innlent
Fréttamynd

VG vill að Valgerður segi af sér

Formaður Vinstri grænna hvetur Valgerði Sverrisdóttur til að segja af sér ráðherradómi í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á þátt hennar í að greinargerð Gríms Björnssonar jarðfræðings var stimpluð sem trúnaðarmál árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Hættan innan viðmiðunarmarka

Mannvirki Kárahnjúkavirkjunar standast allar kröfur sem til þeirra eru gerðar og hættan sem af þeim stafar er innan viðmiðunarmarka. Þetta kemur fram í endurskoðuðu áhættumati Landsvirkjunar sem kynnt var á stjórnarfundi í dag. Stjórnarmenn eru þó ekki allir sannfærðir um niðurstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Smyglaði 300 grömmum af hassi

Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni sem handtekinn var á laugardag. Orðrómur er meðal refsifanga á Litla-Hrauni um að fangavörðurinn hafi einnig smyglað farsímum inn í fangelsið.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt umferðarslys á Eiðavegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Eiðavegi við Fossgerði í nágrenni Egilsstaða skömmu fyrir fimm í dag. Tveir bílar skullu saman og er annar ökumaðurinn alvarlega slasaður. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Tap hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun skilaði tæplega 6,5 milljarða króna taprekstri á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2 milljörðum króna. Tap fyrir skatta nam tæpum 23 milljörðum króna sem er 25 milljarða króna verri afkoma en á sama tíma fyrir ári. Landsvirkjun greiddi í fyrsta skipti skatt af starfsemi sinni á árinu en tapið skýrist af veikingu krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr samningur milli Íslensku óperunnar og ríkisins undirritaður

Nýr samningur var undirritaður í dag milli Íslensku óperunnar og ríkisins um óperustarfsemi. Samningurinn er til fjögurra ára og í honum er miðað við óbreytt framlag úr ríkissjóði og tilkekinn fjölda á uppfærslum óperusýninga. Gert er ráð fyrir auknu samstarfi við aðila á sviði óperulistarinnar. Ráðgert er að setja upp átta meðalstórar óperur í vetur auk einnar barnaóperu. Þá mun Íslenska óperan taka þátt í átta samstarfsverkefnum á gildistíma samningsins sem rennur út í árslok árið 2009.

Innlent
Fréttamynd

Tap hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan í Neskaupstað tapaði 204 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtækið 728,4 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri Síldarvinnslunnar segir að útlit sé fyrir að rekstur félagsins verði þokkalegur á síðari hluta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja afrit af bréfi orkumálastjóra til ráðherra

Formaður þingflokks VG hefur óskað eftir því við iðnaðarráðherra að fá í hendur afrit af bréfi eða greinargerð orkumálastjóra til ráðherra í kjölfar skýrslu Gríms Björnssonar um Kárahnjúka árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestir fyrra mat

Stjórn Landsvirkjunar lýsir yfir fyllsta trausti á þá starfsmenn Landsvirkjunar og aðra sem hafa unnið að hönnun og byggingu Kárahnjúkavirkjunar og vill fullvissa landsmenn að alls öryggis hafi verið gætt við hönnun og byggingu mannvirkjanna og að engin hætta steðji að íbúum svæðisins. Stjórnin samþykkti á fundi í dag endurskoðað áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Það staðfestir fyrra mat og verður því haldið áfram með framkvæmdina eins og ráðgert var.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri vilja vinstristjórn

68 prósent þeirra sem þátt taka í nýrri könnun Fréttablaðsins vilja skipta út flokkum í ríkisstjórninni eftir næstu þingkosningar. Fleiri vilja fá vinstristjórn heldur en áframhaldandi hægri stjórn.

Innlent