Innlent

Fréttamynd

Tap hjá Hitaveitu Rangæinga

Hitaveita Rangæinga tapaði 21,4 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði hitaveitan 17 milljónum krónum. Tekjuskattur hitaveitunnar, sem greiddur verður á næsta ári, er ekki inni í árshlutareikningnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð á eldsneyti lækkar

Verð á eldsneyti lækkaði í morgun og er lítrinn nú kominn í 124 krónur og tuttugu aura. Það var Essó sem reið á vaðið og lækkaði verð á bensíni um tvær krónur og tíu aura.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gamla Hampiðjuhúsinu

Eldur kom upp í gamla Hampiðjuhúsinu í Brautarholti rétt fyrir klukkan tvö í dag. Kviknað hafði í rusli á annarri hæð hússins og var mikill reykur. Slökkviliðið slökkti eldinn og vinnur nú við að reykraæsta. Ekki er vitað hve miklar skemmdir urðu í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður hjá Atorku Group

Hagnaður fjárfestingarfélagsins Atorku Group, nam 856 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur viðsnúningur í rekstri félagsins, sem tapaði 241,4 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður Atorku á fyrri helmingi ársins 4,9 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endaði í húsagarði

Pallbíll á miklum hraða ók aftan á annan pallbíl við Hlíðarveg 11 í Kópavogi um tvö leytið í dag, með þeim afleiðingum að pallbíllinn sem ekið var á endaði í runna inn í garði en bíllinn sem lögregla veitti eftirför endað á strætisvagnaskýli og stórskemmdi það. Lögregla handtók tvo menn, annan 17 ára og hinn 19 ára á staðnum. Lögreglan hafði áður fengið tilkynningu um ferð pallbíls á miklum hraða í hverfinu og sýndist sjónarvottum bílstjórinn vera í annarlegu ástandi. Bíllinn fannst fljótlega og veitti lögregla honum eftirför, með fyrrgreindum afleiðingum. Sjónarvottar segja að mikill hvellur hafi hreyrst þegar bílarnir lentu í árekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennar aðgerðir lögreglu í Kópavogi

Fjölmennt lögreglulið er nú við Hlíðarveg í Kópavogi. Lögreglan gefur ekki upplýsingar um málið að svo stöddu en staðfestir að um aðgerðir að hennar hálfu sé að ræða á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Lýsing og framkvæmd laga

Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér lýsingu á ákvæðum laga um réttarstöðu kvenna af erlendu bergi brotnar, sem ganga í hjónaband með íslenskum mönnum. Töluverð óvissa hefur ríkt um þessi mál, þar sem konur sem sagt hafa skilið við menn sína vegna ofbeldis, hafa jafnvel þurft að yfirgefa landið. Hér er greinargerð dómsmálaráðuneytisins í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi ferðamanna

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 67 þúsund erlendir ferðamenn um flugstöðina í júlí. Þetta er mesti fjöldi ferðamanna, sem komið hafa til landsins, í einum mánuði og hækkun um 2,6% frá sama tíma í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Hannes vann fyrstu skákina

Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum í gærkvöldi, en þeir tefla nú um Íslandsmeistaratitilinn í skák.

Innlent
Fréttamynd

Lyklar að nýjum stúdentagörðum afhentir

Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðu í gær þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti alnafna sínum lyklana að nýrri stúdentaíbúð að því tilefni.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðlega gekk að greiða Magna atkvæði

Erfiðlega gekk að greiða atkvæði fyrir raunveruleikaþáttinn Rockstar Supernova í gærkvöldi vegna mikils álags, í það minnsta hér á Íslandi. Margir Íslendingar ætluðu að styðja Magna með því að senda inn fjölda atkvæða en fram til þrjú í nótt komst ekki í gegn nema brotabrot af þeim atkvæðum sem fólk reyndi að senda.

Innlent
Fréttamynd

Lánaði 15 ára strák bílinn sinn

Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gærkvöldi 15 ára ungling undir stýri í miðbæ Keflavíkur. 18 ára eigandi bílsins hafði leyft honum að keyra og fær sá líklega kæru fyrir enda er það ólöglegt.

Innlent
Fréttamynd

Ók um göngustía í Fossvogsdal

Ökumaður á stolnum bíl, sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, reyndi að stinga lögregluna í Kópavogi af í nótt. Mikill eltingaleikur upphófst og tók lögreglan í Reykjavík þátt. Eltingaleikurinn barst um víðan völl, meðal annars um göngustíga í Fossvogsdal.

Innlent
Fréttamynd

Hannes komin með einn vinning

Hannes Hlífar Stefánson vann Héðinn Steingrímsson í fyrstu einvígisskákinni af fjórum, en þeir heyja nú einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák í Orkuveitu Reykjavíkur. Einvígsskákvígið hófst fyrr í dag og mun standa næstu daga. Fjöldi áhofenda kom á skákstað og sá Helgi Ólafsson stórmeistari um skákskýringar. Næsta einvígsskák fer fram á morgun klukkan fimm í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í timbursölu BYKO

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á áttunda tímanum í kvöld vegna elds sem hafði kviknað í sagi í timbursölu BYKO í Kópavogi. Starfsmenn Byko voru búnir að slökkva eldin þegar slökkvilið kom á staðinn. Talsverður reykur var á svæðinu og þurftu slökkviliðsmenn því að reykræsta timbursöluna.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að kjósa Magna á MSN

Í nótt verður í fyrsta sinn hægt að kjósa Magna Ásgeirsson í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Það er Microsoft á Íslandi stendur fyrir þessari nýjung. Þeir sem hyggjast greiða Magna atkvæði sitt með þessum hætti þurfa að endurræsa forritið og þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Þegar ýtt er á stjörnuna kemur kosningavalmynd í ljós. Þessi nýja leið til að greiða keppendum atkvæði í Rockstar:Supernova stendur einungis Íslendingum og Bandaríkjamönnum til boða en auk þess er hægt að kjósa á Netinu og senda sms líkt og áður.

Innlent
Fréttamynd

Tvær létust í umferðarslysum

Nítján hafa látist í umferðinni á Íslandi á þessu ári. Stúlka lést eftir umferðarslys á Eiðavegi í gærkvöldi. Önnur íslensk stúlka lést í umferðarslysi í Danmörku í gær.

Innlent
Fréttamynd

Tefla á skákborði meistaranna

Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson hófu að tefla um Íslandsmeistaratitilinn í skák í húsakynnum Orkuveitunnar klukkan fimm í dag. Þeir tefla á skákborðinu sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972, en afar sjaldgæft að mönnum sé leyft að tefla á því.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður á fund iðnaðarnefndar

Minnihluti iðnaðarnefndar hefur óskað eftir því við formann nefndarinnar að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðaráðherra, verði kölluð á fund nefndarinnar á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bæta þarf viðbúnarð og viðbragðsáætlanir

Skerpa þarf á viðbúnaði og gera viðbragðsáætlanir vegna sinu- og skógarelda sem upp kunna að blossa í framtíðinni. Sinubruninn á Mýrum í vor sýndi fram á að áhættan væri meiri en áður var talið.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur bjartsýnir í ágúst

Væntingavísitala Gallup mældist 108 stig í ágúst og er það 22,6 prósenta hækkun frá síðasta mánuði. Niðurstöðurnar benda til að íslenskir neytendur séu almennt bjartsýnir á stöðu mála í hagkerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krabbameinssjúk börn fá fartölvur til eignar

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og EJS, umboðsaðili Dell tölva á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamning á Barnaspítala hringsins í dag. Að því tilefni fengu fjögur börn fengu afhendar tölvur frá EJS.

Innlent