Innlent

Fréttamynd

Var drekinn á Bolafjalli

„Jú, þetta er búið að vera yfirvofandi lengi, eða síðan það var skorið niður í fyrra,“ segir Haraldur Ringsted Steingrímsson, einn þeirra sem var nýlega sagt upp á ratsjárstöðinni á Bolafjalli. „Þetta kom svo sem engum á óvart en maður vonaði að þetta yrði ekki alveg strax. Ég verð að vinna út maí og er ekkert búinn að ákveða hvað tekur við þá.“ Haraldur býr með eiginkonu sinni og þremur börnum í Bolungarvík. „Við erum nýbúin að kaupa hús og ætlum að vera hér áfram. Það er mjög fínt að vera á Bolungarvík.“

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sparar í lyfjakaupum

Lækka á kostnað ríkisins vegna lyfjakaupa um hálfan milljarð króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki frekar rætt af borginni

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra, lagði það til á fundi borgarstjórnar í gær að þeim tilmælum yrði beint til stjórnar Landsvirkjunar að hámarkshæð vatnsborðs í Hálslóni yrði lækkuð um 20 metra. Með því yrði öryggi mannvirkja aukið, dregið yrði úr hættu á stíflurofi og umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar minnkuð. Við það myndi flatarmál lónsins minnka um 20 ferkílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Fjárfestar erlendis eiga helming íslenskra ríkisskuldabréfa

Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskuldabréf fyrir 51 milljarð íslenskra króna að markaðsvirði í lok júlí. Þetta nemur helmingi íslenskra ríkisskuldabréfa á móti eign innlendra aðila. Þetta er talsverð aukning á milli ára en á svipuðum tíma í fyrra áttu fjárfestar með búsetu erlendis 27 prósent ríkisskuldabréfa að verðmæti 24 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

85 milljónir til ráðstöfunar

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa samtals 85 milljónir króna til frjálsrar ráðstöfunar samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Það er sama fjárhæð og á árinu sem er að líða. Menntamálaráðherra fær mest, 18 milljónir króna, iðnaðar- og viðskiptaráðherra fær 11 milljónir og dómsmála- og heilbrigðisráðherra fá 8 milljónir hvor. Sjávarútvegsráðherra fær minnst, 3 milljónir en aðrir ráðherrar ýmist 5 eða 6 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Farbann yfir Sainz staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest farbann yfir Jesus Sainz, einum fimmmenninganna sem sakaðir eru um að hafa stolið vísindaniðurstöðum og viðskiptaupplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í farbann 29. september.

Innlent
Fréttamynd

Kjartan Gunnarsson hættur sem framkvæmdastjóri

Andri Óttarsson tók í gær við af Kjartani Gunnarssyni sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Staða flokksins er virkilega sterk nú, segir Kjartan. Hlakka til að takast á við krefjandi verkefni, segir Andri.

Innlent
Fréttamynd

Gamla hvalstöðin gerð upp

Verið er að gera Hvalstöðina í Hvalfirði upp til að hún verði tilbúin ef stjórnvöld ákveða að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni.

Innlent
Fréttamynd

Standast prófið

Fjármálaeftirlitið hefur reiknað út áhrif af álagsprófi á bankana. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, vaxtafrystum/virðisrýrðum útlánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.

Innlent
Fréttamynd

Lést í slysi

Konan sem lést í umferðarslysi á Miklubraut um helgina hét Ragnheiður Björnsdóttir, til heimilis á Kleppsvegi 126. Ragnheiður var á gangi eftir brautinni þegar hún varð fyrir bifreið á austurleið. Talið er að hún hafi látist samstundis. Ragnheiður var fædd 10. júní 1951 og því 55 ára þegar hún lést. Hún lætur eftir sig sambýlismann og uppkominn son.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair skráð í Kauphöllina

Áætlanir FL Group um sölu á hlutabréfum í Icelandair tóku óvænta stefnu í gær þegar félagið greindi frá áformum sínum um skráningu Icelandair Group í Kauphöll fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Vörubifreið full af fiski valt

Vörubifreið með eftirvagn fullan af fiski valt á Reykjanesbrautinni í fyrrinótt. Þegar lögreglan kom á staðinn lá vörubifreiðin á hliðinni og hindraði för annarra bíla um aðra akrein vegarins. Lítilsháttar umferðartafir urðu á meðan að beðið var eftir kranabifreið til að hífa vörubifreiðina og eftirvagninn í burtu.

Innlent
Fréttamynd

Gaf upp kennitölu annars

Tæplega tvítugur maður var stöðvaður af lögreglunni í Reykjavík um miðnættið á mánudagskvöld þar sem skrásetningarnúmer vantaði á framhlið bifreiðar sem hann ók.

Innlent
Fréttamynd

Brenndist á hálsi og baki

Fernt var flutt á slysadeild á mánudaginn. Fjögurra ára stúlka brenndist á hálsi og herðum á meðan hún var í baði. Hún hafði átt við blöndunartækin án þess að faðir hennar yrði þess var með þessum afleiðingum. Brunasár hennar voru þó minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Barnshafandi með 122 karton

Tæplega þrítug barnshafandi kona var stöðvuð við reglubundið eftirlit tollvarða aðfaranótt síðastliðins sunnudags með 122 karton af sígarettum í fórum sínum. Sígaretturnar voru faldar í tveimur troðfullum ferðatöskum en mjög óvenjulegt er að gerðar séu tilraunir til að smygla viðlíka magni af þess konar varningi með flugi hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir frelsissviptingu

Aðalmeðferð hófst í gær í máli rúmlega sextugs manns sem er ákærður fyrir að hafa í febrúar síðastliðnum haldið konu á þrítugsaldri nauðugri í um hálftíma. Atburðurinn átti sér stað á skrifstofu fyrirtækis í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Engin sátt um kvótakerfið

Um kvótakerfið ríkir engin sátt og við í Frjálslynda flokknum munum leggja hiklaust í baráttu gegn óbreyttu kerfi sem veikir byggðir landsins eins og dæmin sanna, hvert af öðru, nú síðast þegar 42 prósent af atvinnurétti Grímseyinga var seldur í dag, sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frálslynda flokksins í sinni ræðu.

Innlent
Fréttamynd

Ísþjófur gengur laus í Reykjavík

Ísþjófur lét á sér kræla í austurbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Hann braust inn í flutningabíl og hafði með sér á brott nokkurt magn af hinum ýmsu ístegundum. Auk ísþjófsins bíræfna var tilkynnt um tvö önnur innbrot í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Öll spil á borðið

Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í ræðu á Alþingi í kvöld vera sammála formanni Vinstri grænna um að mikilvægt væri að fá öll spil á borðið varðandi Kaldastríðs árin á Íslandi. Tími sé kominn til að draga fram afstöðu manna á hverjum tíma. Ræða þurfi hvaðan flokkar hafi fengið fjárstuðning á liðnum árum og sagði hann að formenn Samfylkingar og Vinstri grænna hefðu báðir dregið taum utanríkisstefnu Sovétríkjanan á áttunda áratug liðinnar aldar.

Innlent
Fréttamynd

Langdýrasta félagsmálastofnun landsins

Sjáfstæðisflokkurinn að breytast í langdýrstu félagsmálastofnun landsins þar sem vinum og öðrum er úthlutað embættum, þetta sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, í ræðu sinni á Alþingi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Vill friðlýsa Skerjafjörð

Friðlýsing Skerjafjarðar, frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð og undurbúningshópur sem vinnur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum voru meðal umræðuefna Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, á Alþingi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Of mikið hugað að hagsmunum bankanna

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, sagði í ræðu sinni á Alþingi í kvöld að brottför hersins væri ánægjuefni. Hernaðarstefna Bush, Bandaríkjaforseta, hefði ekki aukið á vinsældir hans og Bandaríkjahers. Guðjón gerði einnig bankana að umtalsefni sínu en ofverndun væri hér á landi á viðskiptum með lánsfé.

Innlent
Fréttamynd

Gera þarf upp Kalda stríðið á Íslandi

Nauðsynlegt er að gera upp atburði kalda stríðsins í kjölfar brotthvarfs hersins að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði að leggja þyrfti öll spil á borðið og upplýsa um símhleranir og njósnir sem fólk virðist hafa mátt sæta vegna skoðana sinna. Stofna þyrfti sannleiksnefnd í því máli.

Innlent
Fréttamynd

Rangfærslur og misskilningur um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir hafa orðið vart við ótrúlegar rangfærslur og misskilning í umræðunni um undirbúning Kárahnjúkavirkjunar. Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi í kvöld. Hann sagði andstæðinga framkvæmdanna hafa sáð fræjum ótta og kvíða með málflutningi sínum. Ráðherra sagði unnið að samfelldri heildaráætlun um nýtingu og vernd auðlinda. Megin stefnan væri að ráðdeild og aðgát, varúð og virðing ráði ferð við nýtingu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin mætir tómhent til leiks

Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mætir tómehnt til leiks á nýju þingi að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í kvöld. Hún segir forsætisráðherra ekki hafa talað um framtíðina í stefnuræðu sinni á þingi í kvöld og sá forsætisráðherra sem geri það ekki sé saddur og fullmettur og hafi ekki brennandi áhuga á að laga það sem betur megi fara.

Innlent