Innlent

Fréttamynd

Óflokksbundinn gæti lent á þingi

Svo gæti farið að varaþingmaður sem sagði sig úr Framsóknarflokknum taki sæti á þingi á næstunni. Hann óttast þó að flokkurinn reyni að koma í veg fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð breytt

Ríkisstjórnin hefur samþykkt breytt frumvarp um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Eldra frumvarp olli miklum deilum á síðasta vorþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir búið að sníða vankanta af eldra frumvarpi. Eftir er þó að koma í ljós hvort tekist hafi að sætta ólík sjónarmið.

Innlent
Fréttamynd

Eldri virkjanir betur rannsakaðar

Rannsóknir fyrir Blönduvirkjun og Sultartangavirkjun voru mun vandaðri en þær rannsóknir sem fóru fram áður en ráðist var í stærstu og dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar - Kárahnjúkavirkjun. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Linnulaus hernaður gegn jöfnuði

Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Bara Vodafone

Og Vodafone heitir nú bara Vodafone. Nýr tímamótasamningur við alþjóðlega stórfyrirtækið Vodafone Group um nánara samstarf var kynntur í morgun. Vodafone á Íslandi er fyrsta sjálfstæða farsímafélagið sem fær að nota vörumerki Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Bjartar horfur á hlutabréfamarkaði

Greiningardeild Glitnis telur nokkuð bjartar horfur á innlendum hlutabréfamarkaði litið til næstu missera. Grunnrekstur flestra fyrirtækja í Kauphöll Íslands sé með ágætum og megi reikna með að afkoma þeirra verði góð bæði í ár og á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Og Vodafone heitir Vodafone á Íslandi

Og fjarskipti ehf. (Og Vodafone), dótturfélag Dagsbrúnar, hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis. Og Vodafone mun því hér eftir heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðsett undir vörumerki Vodafone.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir Kaupþingi yfir 39 milljarða hagnaði

Greiningardeild Glitnis spáir því að Kaupþing banki hafi hagnist um 39,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuspá Glitnis sem kom út í dag. Gangi spáin eftir er um mesta hagnað í sögu nokkurs íslensks félags á einum ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tækjastuldur í herstöðinni

Óprúttnir aðilar hafa farið ránshendi um gömlu herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur sérhæfðum flugvallarbúnaði verið stolið. Meðal þess sem stolið var er svokallaður töggur eða dráttarbifreið fyrir flugvélar.

Erlent
Fréttamynd

Gistnóttum á hótelum fjölgar

Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 5,7% í ágúst sambanborið við ágúst í fyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum en hlutfallslega mest á Norðurlandi en þar fjölgaði þeim um 23%.

Innlent
Fréttamynd

Leiklistarfólk hlýtur stuðning

Þrír hlutu styrki úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur sem veittir voru fyrir leikárið 2005 til 2006 á mánudagskvöld. Grétar Reynisson leiktjaldahönnuður, Baltasar Kormákur leikstjóri og Gunnar Eyjólfsson leikari hlutu allir 400 þúsund króna styrk.

Innlent
Fréttamynd

Banka upp á og vilja kaupa

Íbúar nokkurra gamalla húsa við Lindargötu hafa fengið heimsóknir að undanförnu. Þar eru á ferðinni fulltrúar frá fyrirtæki sem kallast Skuggabyggð ehf. Erindi mannanna er að falast eftir kaupum á húsunum til þess að rífa þau og byggja ný.

Innlent
Fréttamynd

Varnarmálastefna í vestur og austur

Ný staða í varnarmálum var rædd á Alþingi í gær. Forsætisráðherra sagði samningana við Bandaríkjamenn tryggja "trúverðugar varnir". Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu forsætis- og utanríkisráðherra tala "í austur og vestur" um stefnuna.

Innlent
Fréttamynd

September sá fjórði hlýjasti

Nýliðinn september mánuður var ákaflega hlýr um allt land. Þetta er meðal þess sem fram kemur á tíðindayfirliti frá Veðurstofu Íslands. Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,5 gráður sem er 3,1 stigi hærra en í meðalári. September í ár er fjórði hlýjasti septembermánuður í Reykjavík síðan mælingar hófust. Á Akureyri var hitinn 2,3 gráðum hærri en í meðalári eða 8,6 stig. Mæld úrkoma í Reykjavík var 117 mm sem er nærri meðallagi en 50 mm á Akureyri sem er þriðjungi yfir meðallagi.

Innlent
Fréttamynd

Hafrannsóknir þarf að efla

Hafrannsóknir þarf að auka verulega hér á landi. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sem kynnti í gær skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð hefur verið ný deild innan hans sem fer með sjávarrannsóknir á samkeppnissviði. Breytingunum er ætlað að gefa fleirum færi á að sækja um styrk til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins til að stunda hafrannsóknir, ekki síst þeim sem starfa utan Hafrannsóknastofnunarinnar en þeir hafa haft takmarkaðan aðgang að styrkjum til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Nærþjónusta til borgarinnar

Samfylkingin í Reykjavík lagði það til á fundi borgarstjórnar í gær að borgarstjóri myndi hefja viðræður um flutning á málefnum aldraðra, fatlaðra og heilsugæslu frá ríki til borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Eini skólinn með ISO-staðal

„ISO 9001 er alþjóðlegur gæðastaðall vottaður af utanaðkomandi aðila sem kemur tvisvar á ári og tekur út starfsemina,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands. „Staðallinn gengur út á það að það er fyrirfram ákveðið hvernig hlutirnir eiga að gerast. Hvernig við innritum nemendur, hvernig við kennum og hvernig við kaupum búnað til dæmis. Síðan kemur úttektaraðilinn og gengur úr skugga um að rétt sé staðið að málum.“

Innlent
Fréttamynd

Bankar ofverndaðir

Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja að verðtrygging húsnæðislána verði afnumin og hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Hallinn minnkar á milli mánaða

Í september voru fluttar inn vörur fyrir 30 milljarða króna en út fyrir sem nemur 22,3 milljörðum samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugleikinn felist í stöðugum óróa

Stöðugur órói hefur verið í efnahagskerfinu og greinilega markmið ríkisstjórnarinnar að þannig verði áfram, að mati ASÍ. „Í því felist stöðugleikinn.“ Framkvæmdastjóri SA vill að Seðlabankinn og fjármálaráðuneyti gangi í takt.

Innlent
Fréttamynd

Gæðaeftirlit viðhaft með háskólastiginu

Í fyrsta skipti er bundið í lög á Íslandi að háskólar þurfa að sækja um viðurkenningu til menntamálaráðherra. Skiptir sköpum fyrir nema að vita að nám þeirra sé viðurkennt, segir framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra námsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif farsíma á fólk verði könnuð

Átta þingmenn úr þremur flokkum vilja að gerð verði faraldsfræðileg rannsókn á mögulegum áhrifum rafsegulsviðs farsíma og rafsegulbylgna á mannslíkamann. Rannsóknin verði framkvæmd á næstu tíu árum og niðurstöðum hennar skilað fyrir 1. október 2017.

Innlent
Fréttamynd

Stöðin tilbúin ef veiðar hefjast

Um tugur manna vinnur að viðgerðum á Hvalstöðinni í Hvalfirði um þessar mundir. Verið er að endurnýja gufuleiðslur til að knýja spilin sem notuð eru við að hífa hvalinn á land. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

S5 aftur í Árbæinn

Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að hraðferðin S5 hefji aftur akstur í Árbæinn, með fyrirvara um að Reykjavíkurborg samþykki greiðslu en akstur á háannatíma kostar 27 til 28 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Lægstu meðaltekjur á landinu

Hvergi á landinu eru lægri mánaðartekjur að meðaltali en á Norðurlandi vestra, 250 þúsund krónur. Meðaltekjur á landinu öllu eru 327 þúsund krónur og eru tekjur á Norðurlandi vestra því fjórðungi lægri.

Innlent