Innlent Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. Innlent 27.11.2006 12:00 Vilja viðræður um lífeyrisréttindi vegna hlutafélagavæðingar Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. Innlent 27.11.2006 11:20 Hlutafjárútboð í Icelandair hefst í dag Almennt hlutafjárútboð í Icelandair Group Holding hf. hefst í dag. Í boði til almennings eru hlutabréf í félaginu fyrir einn milljarð króna að markaðsvirði á genginu 27 krónur á hlut. Viðskipti innlent 27.11.2006 11:19 Starfsmaður Impregilo enn á gjörgæsludeild Kínverskum starfsmanni Impregilo á Kárahnjúkum, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkastíflu á laugardagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hans óbreytt að sögn læknis. Maðurinn dróst um 40-50 metra niður stífluvegginn með kaðli sem hann notaði til að stýra bómu á krana og hafnaði hann á steypustyrktarjárni. Innlent 27.11.2006 11:11 Velta félagshagkerfisins yfir 500 milljarðar á Íslandi Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Innlent 27.11.2006 10:14 Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15 Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Innlent 27.11.2006 10:00 Rjúpnaveiðimenn ósáttir við veiðina Næst síðasti veiðidagur rjúpaveiðitímabilsins var í gær en síðasti veiðidagurinn er á fimmtudaginn. Fréttavefur Skessuhorns hefur rætt við veiðimenn frá Akranesi og norður á Akureyri, sem allir eru sammála um að tíðarfarið hafi verið erfitt og menn því ekki náð nema nokkrum fuglum. Hugsanlega hafa aldrei færri rjúpur verið skotnar og líklega ekki fleiri en 40 þúsund fuglar í haust. Innlent 27.11.2006 09:44 Upplýsingaskilti sett upp við veginn um Óshlíð Vegagerðin hefur unnið að uppsetningu upplýsingarbúnaðar við veginn um Óshlíð. Hætta skapast oft í rigningarveðrum á haustin og vorin vegna grjóthruns í hlíðinni. Innlent 27.11.2006 09:34 Flugfarþegar fundur reykjarlykt Engin eldur eða bilun fundust í þotu Iceland Express á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær, en farþegar töldu sig hafa fundið reykjarlykt í henni eftir lendingu. Innlent 27.11.2006 08:57 Rafael Correa næsti forseti Ekvador Rafael Correa hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Ekvador. Correa er vinstrisinnaður og keppti við auðmanninn Alvaro Noboa um forsetasætið. Correa hefur lofað félagslegum umbótum og riftun á viðskiptalegum- og hernaðarlegum tengslum við Bandaríkin. Erlent 27.11.2006 08:45 Ellefu handteknir og lagt hald á fíkniefni Lögreglan á Selfossi handtók ellefu manns og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 08:26 Latibær hlaut BAFTA verðlaun Latibær hlaut í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda-og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Magnús Scheving , höfundur þáttanna, sagði í viðtali við Fréttastofuna í morgun að það hafi komið mörgum á óvart að Íslendingar skyldu hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hirt verðlaunin. Innlent 27.11.2006 08:12 Fundu lík af kajakræðara Áhöfn á varðskipi Landhelgisgæslunnar fann lík af kajakræðara, sem saknað var í gærkvöldi. Þegar maðurinn, sem var á fimmtugsaldri, kom ekki heim á tilsettum tíma voru björgunarsveitir kallaðar út og fannst bíll hans við norðanverðan Hvalfjörð. Innlent 27.11.2006 07:11 RÚV frumvarpi breytt Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað. Innlent 26.11.2006 18:10 Þyngri dóma í kynferðisbrotamálum krafist Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. Innlent 25.11.2006 19:30 Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag. Innlent 25.11.2006 19:14 Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Innlent 25.11.2006 18:55 Umferð hleypt á Sæbrautina Umferð hefur verið hleypt á aftur á alla Sæbrautina. Enn er verið að vinna við frágang meðfram akbrautum og í miðeyju, einkum við gatnamótin Dalbraut-Sundagarðar. Vegagerðin býst ekki við að þeirri vinnu ljúki fyrr en í byrjun desember. Innlent 25.11.2006 18:04 Um sautjánhundruð hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Klukkan korter í fjögur höfðu rúmlega sautjánhundruð manns kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur en kosið er um sex sæti. Ekki er búist við fyrstu tölum fyrr en annað kvöld. Innlent 25.11.2006 16:27 Átök milli þjófs og starfsmanns Kom til átaka milli þjófs og starfsmanns, í versluninni Intersport á Bíldshöfða í Reykjavík, á þriðja tímanum. Starfsmaðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús með áverka á enni en hann var kýldur í ennið. Innlent 25.11.2006 15:42 Safnað fyrir hreinu vatni fyrir íbúa í Afríku Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag en í ár er verið að safna fjármunum í vatnsverkefni í Afríku. Á ári hverju deyja 1,8 milljón manna af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum. Um 1,1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni og veikist oft af menguðu vatni. Innlent 25.11.2006 15:16 Aðbúnaði ábótavant á leikskólum Aðbúnaði er ábótavant á nánast öllum leikskólum á Norður- og Austurlandi samkvæmt nýrri könnun háskólanema. Innlent 25.11.2006 15:08 Sjálfstæðiskonur óttast áhrif framboðs Árna Johnsen Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna hefur farið fram á það við flokksforystuna að hún skoði sérstaklega mál Árna Johnsen og óttast stjórnin að framboð hans í Suðurkjördæmi kunni að draga úr fylgi flokksins á landsvísu. Innlent 25.11.2006 15:04 Baugsmenn kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru vegna vanhæfni yfirmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir ætla ekki að svara spurningum lögreglu um skattrannsóknina fyrr en skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Innlent 25.11.2006 13:50 Á fjórða hundrað hafa tekið þátt í prófkjöri Á hádegi höfðu þrjú hundruð og fimmtíu manns greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið er á 22 stöðum en alls gefa níu einstaklingar kost í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Þrír sækjast eftir því að leiða listann. Innlent 25.11.2006 13:24 Verður var við andstöðu Framsóknarmanna við RÚV frumvarp Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra segist verða var við mikla andstöðu innan Framsóknarflokksins við hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Hann sagði í þættinum Pólitíkinni á Stöð tvö í dag að hann gæti ekki talað um það sem fram færi á þingflokksfundum en að hann hefði fáa Framsóknarmenn hitt sem vildu að RÚV yrði breytt í hlutafélag. Innlent 25.11.2006 12:52 Í hraðakstri með íþróttastúlkur Lögreglan á Blönduósi hafði í gær afskipti af um 30 ökumönnum fyrir hraðakstur í gegnum umdæmi sitt. Enginn þeirra ók á ofsahraða en einn mældist á 121 kílómetra hraða, sem teldist vart í frásögur færandi, nema af því að með honum í bílnum voru sjö stúlkur á táningsaldri frá íþróttafélagi á Akureyri á leið til keppni suður fyrir heiðar. Innlent 25.11.2006 11:02 Bílvelta undir Hafnarfjalli Fólksbíll keyrði útaf undir Hafnarfjalli rétt um sjö leytið í kvöld. Velti ökumaður bílnum og er bíllinn mikið skemmdur en ökumaðurinn var einn á ferð. Hlaut hann áverka á höfði og brjóstkassa og var því fluttur á sjúkrahúsið í Borgarnesi og verður fylgst með honum þar yfir nótt. Lögreglan í Borgarnesi gat ekkert sagt um ástæður útafaksturins að svo stöddu. Innlent 24.11.2006 23:05 Ísland og Noregur í varnarsamstarf Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Innlent 24.11.2006 19:36 Mið tekið af auknum flutningum Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari 500 olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Innlent 24.11.2006 19:17 « ‹ 139 140 141 142 143 144 145 146 147 … 334 ›
Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. Innlent 27.11.2006 12:00
Vilja viðræður um lífeyrisréttindi vegna hlutafélagavæðingar Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. Innlent 27.11.2006 11:20
Hlutafjárútboð í Icelandair hefst í dag Almennt hlutafjárútboð í Icelandair Group Holding hf. hefst í dag. Í boði til almennings eru hlutabréf í félaginu fyrir einn milljarð króna að markaðsvirði á genginu 27 krónur á hlut. Viðskipti innlent 27.11.2006 11:19
Starfsmaður Impregilo enn á gjörgæsludeild Kínverskum starfsmanni Impregilo á Kárahnjúkum, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkastíflu á laugardagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hans óbreytt að sögn læknis. Maðurinn dróst um 40-50 metra niður stífluvegginn með kaðli sem hann notaði til að stýra bómu á krana og hafnaði hann á steypustyrktarjárni. Innlent 27.11.2006 11:11
Velta félagshagkerfisins yfir 500 milljarðar á Íslandi Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Innlent 27.11.2006 10:14
Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15 Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Innlent 27.11.2006 10:00
Rjúpnaveiðimenn ósáttir við veiðina Næst síðasti veiðidagur rjúpaveiðitímabilsins var í gær en síðasti veiðidagurinn er á fimmtudaginn. Fréttavefur Skessuhorns hefur rætt við veiðimenn frá Akranesi og norður á Akureyri, sem allir eru sammála um að tíðarfarið hafi verið erfitt og menn því ekki náð nema nokkrum fuglum. Hugsanlega hafa aldrei færri rjúpur verið skotnar og líklega ekki fleiri en 40 þúsund fuglar í haust. Innlent 27.11.2006 09:44
Upplýsingaskilti sett upp við veginn um Óshlíð Vegagerðin hefur unnið að uppsetningu upplýsingarbúnaðar við veginn um Óshlíð. Hætta skapast oft í rigningarveðrum á haustin og vorin vegna grjóthruns í hlíðinni. Innlent 27.11.2006 09:34
Flugfarþegar fundur reykjarlykt Engin eldur eða bilun fundust í þotu Iceland Express á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær, en farþegar töldu sig hafa fundið reykjarlykt í henni eftir lendingu. Innlent 27.11.2006 08:57
Rafael Correa næsti forseti Ekvador Rafael Correa hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Ekvador. Correa er vinstrisinnaður og keppti við auðmanninn Alvaro Noboa um forsetasætið. Correa hefur lofað félagslegum umbótum og riftun á viðskiptalegum- og hernaðarlegum tengslum við Bandaríkin. Erlent 27.11.2006 08:45
Ellefu handteknir og lagt hald á fíkniefni Lögreglan á Selfossi handtók ellefu manns og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 08:26
Latibær hlaut BAFTA verðlaun Latibær hlaut í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda-og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Magnús Scheving , höfundur þáttanna, sagði í viðtali við Fréttastofuna í morgun að það hafi komið mörgum á óvart að Íslendingar skyldu hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hirt verðlaunin. Innlent 27.11.2006 08:12
Fundu lík af kajakræðara Áhöfn á varðskipi Landhelgisgæslunnar fann lík af kajakræðara, sem saknað var í gærkvöldi. Þegar maðurinn, sem var á fimmtugsaldri, kom ekki heim á tilsettum tíma voru björgunarsveitir kallaðar út og fannst bíll hans við norðanverðan Hvalfjörð. Innlent 27.11.2006 07:11
RÚV frumvarpi breytt Innan menntamálanefndar þingsins er unnið að enn einum breytingunum á RÚV-frumvarpinu til þess að koma á móts við andstöðu gegn því. Rætt er um að setja hömlur á sókn RÚV á auglýsingamarkað. Innlent 26.11.2006 18:10
Þyngri dóma í kynferðisbrotamálum krafist Þöglar mótmælastöður voru við héraðsdóma víða um landið í dag en mótmælendur kröfðust þyngri dóma í kynferðisbrotamálum. Fólkið kom saman klukkan fjögur í dag á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Egilsstöðum og í Reykjavík. Innlent 25.11.2006 19:30
Rúmlega þrjú þúsund tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Rúmlega þrjú þúsund manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk klukkan 18. Tæplega 3.300 voru á kjörskrá en í utankjörfundaratkvæðagreiðslu greiddu tæplega 500 atkvæði og um tvö þúsund og fimm hundruð manns greiddu atkvæði í dag. Innlent 25.11.2006 19:14
Kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og segja þá vanhæfa í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir neita að svara spurningum lögreglu þar til skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Innlent 25.11.2006 18:55
Umferð hleypt á Sæbrautina Umferð hefur verið hleypt á aftur á alla Sæbrautina. Enn er verið að vinna við frágang meðfram akbrautum og í miðeyju, einkum við gatnamótin Dalbraut-Sundagarðar. Vegagerðin býst ekki við að þeirri vinnu ljúki fyrr en í byrjun desember. Innlent 25.11.2006 18:04
Um sautjánhundruð hafa kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Klukkan korter í fjögur höfðu rúmlega sautjánhundruð manns kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Níu gefa kost á sér í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur en kosið er um sex sæti. Ekki er búist við fyrstu tölum fyrr en annað kvöld. Innlent 25.11.2006 16:27
Átök milli þjófs og starfsmanns Kom til átaka milli þjófs og starfsmanns, í versluninni Intersport á Bíldshöfða í Reykjavík, á þriðja tímanum. Starfsmaðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús með áverka á enni en hann var kýldur í ennið. Innlent 25.11.2006 15:42
Safnað fyrir hreinu vatni fyrir íbúa í Afríku Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefst í dag en í ár er verið að safna fjármunum í vatnsverkefni í Afríku. Á ári hverju deyja 1,8 milljón manna af vatnsskorti og sjúkdómum þeim tengdum. Um 1,1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu vatni og veikist oft af menguðu vatni. Innlent 25.11.2006 15:16
Aðbúnaði ábótavant á leikskólum Aðbúnaði er ábótavant á nánast öllum leikskólum á Norður- og Austurlandi samkvæmt nýrri könnun háskólanema. Innlent 25.11.2006 15:08
Sjálfstæðiskonur óttast áhrif framboðs Árna Johnsen Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna hefur farið fram á það við flokksforystuna að hún skoði sérstaklega mál Árna Johnsen og óttast stjórnin að framboð hans í Suðurkjördæmi kunni að draga úr fylgi flokksins á landsvísu. Innlent 25.11.2006 15:04
Baugsmenn kæra yfirmenn efnahagsbrotadeildar Baugsmenn hafa lagt fram kæru vegna vanhæfni yfirmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í rannsókn á skattamálum þeirra. Þeir ætla ekki að svara spurningum lögreglu um skattrannsóknina fyrr en skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Innlent 25.11.2006 13:50
Á fjórða hundrað hafa tekið þátt í prófkjöri Á hádegi höfðu þrjú hundruð og fimmtíu manns greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið er á 22 stöðum en alls gefa níu einstaklingar kost í prófkjörinu, sex karlar og þrjár konur. Þrír sækjast eftir því að leiða listann. Innlent 25.11.2006 13:24
Verður var við andstöðu Framsóknarmanna við RÚV frumvarp Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra segist verða var við mikla andstöðu innan Framsóknarflokksins við hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Hann sagði í þættinum Pólitíkinni á Stöð tvö í dag að hann gæti ekki talað um það sem fram færi á þingflokksfundum en að hann hefði fáa Framsóknarmenn hitt sem vildu að RÚV yrði breytt í hlutafélag. Innlent 25.11.2006 12:52
Í hraðakstri með íþróttastúlkur Lögreglan á Blönduósi hafði í gær afskipti af um 30 ökumönnum fyrir hraðakstur í gegnum umdæmi sitt. Enginn þeirra ók á ofsahraða en einn mældist á 121 kílómetra hraða, sem teldist vart í frásögur færandi, nema af því að með honum í bílnum voru sjö stúlkur á táningsaldri frá íþróttafélagi á Akureyri á leið til keppni suður fyrir heiðar. Innlent 25.11.2006 11:02
Bílvelta undir Hafnarfjalli Fólksbíll keyrði útaf undir Hafnarfjalli rétt um sjö leytið í kvöld. Velti ökumaður bílnum og er bíllinn mikið skemmdur en ökumaðurinn var einn á ferð. Hlaut hann áverka á höfði og brjóstkassa og var því fluttur á sjúkrahúsið í Borgarnesi og verður fylgst með honum þar yfir nótt. Lögreglan í Borgarnesi gat ekkert sagt um ástæður útafaksturins að svo stöddu. Innlent 24.11.2006 23:05
Ísland og Noregur í varnarsamstarf Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Innlent 24.11.2006 19:36
Mið tekið af auknum flutningum Dómsmálaráðherra segir þörf á alþjóðlegu átaki ef alvarlegt umhverfisslys verði í olíuflutningum við Ísland. Sérfræðingar spá því að innan fárra ára fari 500 olíuskip um íslenskt hafsvæði á hverju ári. Ráðherrann segir tekið mið af þessu við endurbætur á núverandi varðskipum og smíði nýrra. Innlent 24.11.2006 19:17