Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Al­var­legt rútuslys og kona sem á níu­tíu þúsund servíettur

Rúta fór út af veginum yfir Öxnadalsheiði á sjötta tímanum. Tuttugu og tveir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hópslysaáætlun og samhæfingarmiðstöð Almannavarna hafa verið virkjaðar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær sjúkraflugvélar hafa verið sendar á staðinn og er byrjað að flytja slasaða frá vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Lögregluaðgerð og á­hyggju­fullir for­eldrar í Garða­bæ

Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend.

Innlent
Fréttamynd

Efast um heimild ráð­herra til rann­sóknar

Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Ný ógn við ís­lensk fyrir­tæki og pönnukökumeistari krýndur

Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn forstjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það mjög alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum gegn Íslandi. Netöryggismálin verða í öndvegi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Blóð­bað við björgun gísla og bein út­sending frá Grinda­víkur­vegi

Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir þó ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við mótmælendur sem komu saman í fjölmennri kröfugöngu í miðborginni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krísufundur VG, ó­nýt stúka og tón­leikar í beinni

Stjórn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ákvað í dag að flýta landsfundi til þess að velja nýja forystu og móta nýja stefnu. Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli og VG-liðar boða róttækari vinstristefnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá stjórnarfundi Vinstri Grænna og ræðum við flokksfélaga sem hafa áhyggjur af stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Loka­sprettur fyrir kosningar og um­ræða um kyn­bundið of­beldi

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir forsetakosningarnar á morgun og víða verið að stilla upp kjörstöðum. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefur verið minni en oft áður. Í kvöldfréttum verður rætt við almenning í landinu um morgundaginn og svo við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

And­lát í Bolungar­vík og for­seta­efni í slorinu

Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést.

Innlent
Fréttamynd

Bregst við á­hyggjum af á­fengis­sölu og á­hyggjur brimbrettakappa

Forstjóri Hagkaups segir áhyggjur af áformum um netsölu áfengis í verslun keðjunnar skiljanlegar að einhverju leyti. Þess vegna verði gerðar ítrustu kröfur til þeirra sem vilja versla þar áfengi, sem hann segir meiri en aðrir á áfengismarkaði geri. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Aukinn við­búnaður í verð­mæta­flutningum og ó­veður í beinni

Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður í fyrsta sinn frá atvikinu rætt við framkvæmdastjóra Öryggismiðstöðvarinnar sem segir að viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Spenna við Svarts­engi, hval­veiðar í upp­námi og flug­vélar í beinni

Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar þrátt fyrir að veiðitímabilið ætti að hefjast eftir einungis um hálfan mánuð. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hand­töku­skipun á hendur for­sætis­ráð­herra og kjara­deila

Prófessor í stjórnmálafræði segir það stórfréttir að alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hafi farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Stærstu fréttirnar séu þó þær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi reynst algjörlega vanhæft til að takast á við aðstæðurnar.

Innlent
Fréttamynd

Þungar á­hyggjur af þyngdarstjórnunarlyfjum

Klínískur næringarfræðingur hefur áhyggjur af stóraukinni notkun þyngdarstjórnunarlyfja hér á landi. Hún þekkir dæmi um að fólk hljóti af þeim alvarlegar aukaverkanir á borð við garnalömun. Þá telur hún lækna sæta mikilli pressu frá skjólstæðingum sínum um að skrifa upp á lyfin.

Innlent
Fréttamynd

Vendingar í nýrri könnun og mann­björg á ögur­stundu

Talsverðar breytingar eru á fylgi forsetaframbjóðenda samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem greint verður frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við rýnum í niðurstöðurnar og sýnum frá undirbúningi kappræðna efstu sex frambjóðenda, sem mætast strax eftir fréttir.

Innlent