Erlent Barnaníðingurinn ákærður Lögreglan í Belgíu hefur ákært dæmdan barnaníðing vegna hvarfs tveggja telpna, sjö og tíu ára, en stúlkurnar hurfu á laugardag. Abdallah Ait Oud gaf sig sjálfur fram til lögreglu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. Hann neitar allri aðild að málinu og belgíska lögreglan er vonlítil um að hann játi nokkuð á sig, nema sönnunargögn finnist. Erlent 15.6.2006 22:37 Lofar að fangelsa Taylor Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi. Erlent 15.6.2006 22:37 Stórt skref í aðskilnaðarátt Líkur eru á því að kjósendur í Katalóníuhéraði samþykki næstkomandi sunnudag áætlun um aukna sjálfstjórn héraðsins. Íhaldsmenn á Spáni leggja þetta að jöfnu við áætlun um sjálfstæði Katalóníu og upplausn Spánar. Upplausn Spánar má reyndar kalla stjórnarskrárbundna, því í stjórnarskrá landsins er kveðið á um að vald ríkisins skuli í áranna rás vera fært æ frekar heim í héruðin. Erlent 15.6.2006 22:37 Viðurkenna Svartfjallaland Ríkisstjórn Serbíu viðurkenndi í gær sjálfstæði Svartfjallalands og tilkynnti að komið yrði á stjórnmálasambandi ríkjanna á milli. Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði og sambandsslitum frá Serbíu hinn 3. júní eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Erlent 15.6.2006 22:37 Mega ekki koma að landi Ráðherra þjóðaröryggismála á karabísku eyjunni St. Kitts tilkynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að banna skipi Grænfriðunga að koma að landi. Hann neitaði að tjá sig um tilefni hafnbannsins en ákvörðunin var líklega tekin í tilefni fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á eyjunni. Erlent 15.6.2006 22:37 Múslimar hertaka aðra borg Múslimar hafa hertekið Jowhar, síðustu hernaðarlega mikilvægu borgina sem var á valdi bandalags nokkurra stríðsherra sem eru styrktir af Bandaríkjastjórn. Erlent 15.6.2006 22:37 Hamas vill vopnahlé Hamas-hreyfingin hefur boðist til að koma aftur á vopnahléi, nokkrum dögum eftir að því var slitið í mótmælaskyni við blóðuga sprengingu í Gazasvæðinu sem varð átta Palestínumönnum að bana. Erlent 15.6.2006 22:37 Fljótandi kjarnorkuver Áform eru uppi í Rússlandi um að búa til fljótandi kjarnorkuver til að þjóna afskekktum svæðum í norðurhluta Rússlands, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Umhverfisverndarsinnar í Noregi hafa gagnrýnt áformin. Þeir telja mikla hættu á því að kjarnorkuverið sökkvi. Erlent 15.6.2006 22:37 Á þriðja þúsund fallnir 2.500 Bandaríkjamenn hafa nú látið lífið í Írak. Umræður í Bandaríkjunum um stríðið í Írak hafa þótt á jákvæðari nótunum síðustu daga, en víst er að andstæðingar stríðsrekstursins eiga eftir að vekja mikla athygli í fjölmiðlum á nýrri tölu látinna. Erlent 15.6.2006 22:37 Börn láta lífið Þriðja hvert dauðsfall vegna astmakasta er hjá börnum með vægt form af sjúkdómnum, samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var á miðvikudag. Erlent 15.6.2006 22:37 Gefa sér lengri íhugunarfrest Eins árs "íhugunarhlé" sem leiðtogar Evrópusambandsins gáfu sér eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskrársáttmálanum svonefnda í þjóðaratkvæðagreiðslum í fyrra, er nú formlega að baki. En á leiðtogafundi sem hófst í Brussel í gær munu ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna 25 ákveða að gefa sér eins árs frest til viðbótar til að íhuga hvert framhaldið skuli verða. Erlent 15.6.2006 22:37 Íranar ekki samvinnuþýðir Helsti sendifulltrúi Bandaríkjamanna hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni segir Írana enn neita að veita stofnuninni allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína. Sendifulltrúi Írana segir stjórnvöld í Teheran skoða vandlega tilboð Vesturveldanna til lausnar deilunni. Erlent 15.6.2006 12:25 Grunaður um að hafa rænt barnungum stúlkum Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, sjö og tíu ára. Maðurinn hefur tvívegis setið í fangelsi fyrir að hafa misnotað börn. Óttast er um afdrif stúlkanna sem hurfu á föstudagskvöldið. Erlent 15.6.2006 12:22 61 féll í sprengingu á Sri Lanka Að minnsta kosti 61 féll þegar sprenging varð um leið og strætisvagni var ekið yfir jarðsprengju á norðurhluta Sri Lanka í morgun. 45 særðust. Ekki hafa jafn margir óbreyttir borgarar fallið í einu síðan vopnahlé tók gildi árið 2002. Erlent 15.6.2006 12:17 Maður ákærður vegna mannráns í Belgíu Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, 7 og 10 ára. Stúlkurnar, sem eru stjúpsystur, hurfu úr götuveislu í borginni Liege seint á laugardagskvöldið og hefur þeirra verið leitað síðan, án árangurs. Erlent 15.6.2006 10:44 41 sprenging í Tælandi Að minnsta kosti tveir féllu og sextán særðust þegar sprengjur sprungu á um fjörutíu mismunandi stöðum á Tælandi snemma í morgun. Sprengjunum hafi verið komið fyrir víðsvegar í þremur héruðum í suðurhluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta. Erlent 15.6.2006 10:40 Methækkun hlutabréfa á Indlandi Gengi hlutabréfa hækkaði um 6,9 prósent á mörkuðum á Indlandi í dag og er það methækkun hlutabréfa á einum degi. Gengi bréfanna hafði lækkað mikið síðastliðna þrjá daga og því var hækkuninni tekið fagnandi, að sögn sérfræðinga. Viðskipti erlent 15.6.2006 11:23 Taylor verður fangelsaður í Bretlandi Bretar hafa lofað því að fangelsa Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Þar með verður hægt að hefja réttarhöld yfir Taylor fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Taylor er nú í haldi í Sierra Leone, nágrannaríki Líberu. Erlent 15.6.2006 10:02 Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar funda Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar hittust í gær á aðalfundi stofnunarinnar. Nokkur stærstu lönd í mið- og Austur-Asíu eiga aðild að stofnuninni, Kína, Rússland, Tajikistan, Kasakstan, Kyrgistan og Úsbekistan. Búist er við að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, eigi tvíhliða fundi með Kína og Rússlandi um afstöðu þeirra til kjarnorkudeilu Vesturveldanna við Íran. Erlent 15.6.2006 09:33 Skotárás í Karachi Þrír féllu og tveir særðust þegar byssumenn réðust á bifreið á vegum pakistönsku lögreglunnar í hafnarborginni Karachi í morgun. Meðal þeirra sem féllu var einn yfirmanna fangelsismála í borginni. Erlent 15.6.2006 09:31 Smásöluverslun jókst um 0,5 prósent Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,5 prósent í maí, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands. Helsta ástæða hækkunarinnar er aukin viðskipti með fatnað og raftæki. Verslunareigendur í Bretlandi segjast hafa tekið eftir aukinni sölu plasma-sjónvarpa og fótboltabola með merki enska landsliðsins. Viðskipti erlent 15.6.2006 10:42 Heimsmeistarakeppni vélmenna Það er um fátt annað talað en heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og því fer ekki hátt að það er önnur heimsmeistarakeppni sem fer fram þessa dagana, einnig í Þýskalandi. Í óformlegri heimsmeistarakeppni sem nefnist Robocup eru keppendurnir ekki mennskir og ekki einu sinni lifandi, heldur vélmenni með gervigreind. Erlent 15.6.2006 09:18 2,5 prósenta verðbólga á evrusvæðinu Verðbólgan mældist 2,5 prósent á evrusvæðinu í maí, samkvæmt útreikningum Evrópusambandsins (ESB). Þetta er 0,1 prósenti meiri verðbólga en mældist á svæðinu í apríl. Viðskipti erlent 15.6.2006 10:03 Sprenging í Istanbúl Sprengja sprakk í miðbæ Istanbúl í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir utan stoppistöð strætisvagna. Þrír eru taldir slasaðir en ekki er vitað hversu illa. Erlent 15.6.2006 09:01 Hamas-samtökin sökuð um glæpi gegn Palestínumönnum Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatha-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stýra sjálfsstjórnarsvæðunum. Dahlan hefur mikil áhrif innan Fatha-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Erlent 15.6.2006 08:56 Síamstvíburar aðskildir Tæplega sólarhringslangri aðgerð sem gerð var til að aðskilja síamstvíbura lauk í nótt. Aðgerðin þykir hafa heppnast vel en hún var gerð á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. Erlent 15.6.2006 07:37 Átök milli fótboltaáhugamanna í Dortmund Þýska lögreglan handtók í gær nokkur hundruð knattspyrnuáhugamenn eftir að til átaka kom milli þeirra. Fyrstu fimm dagar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu höfðu farið friðsamlega fram. Í gær sauð hins vegar upp úr hjá stuðningsmönnum Þjóðverja og Pólverja fyrir leik liðanna sem fram fór í Dortmund. Upptök slagsmálanna virðist mega rekja til aðgerða lögreglu sem skyggði á sjónvörp sem knattspyrnuáhugamenn voru að reyna að fylgjast með. Alls handtók lögreglan um þrjúhundruð manns. Erlent 15.6.2006 07:22 Menn verða að flytja út í geim Örlög mannkynsins gætu ráðist á því hvort við finnum nýja plánetu til að búa á innan hundrað ára, að sögn Stephens Hawking, hins heimsfræga stjarneðlisfræðings. Erlent 14.6.2006 21:31 Eiffelturninn eitt skotmarkanna Franskur dómstóll dæmdi í gær 25 manns í fangelsi fyrir að skipuleggja árásir á Frakkland, en árásirnar áttu að vera hluti af stuðningi við öfgafulla múslima í Tsjetsjeníu. Erlent 14.6.2006 21:31 Fatah sakar Hamas um glæpi gegn almenningi í Palestínu Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatah-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stjórna Palestínu. Dahlan þykir hafa mikil áhrif innan Fatah-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Í gær ruddust tugir Palestínumanna inn í palestínska þingið og réðust á þingmenn Hamas-hreyfingarinnar til að mótmæla því að hafa ekki fengið laun sín greidd í rúma þrjá mánuði. Erlent 15.6.2006 07:11 « ‹ 325 326 327 328 329 330 331 332 333 … 334 ›
Barnaníðingurinn ákærður Lögreglan í Belgíu hefur ákært dæmdan barnaníðing vegna hvarfs tveggja telpna, sjö og tíu ára, en stúlkurnar hurfu á laugardag. Abdallah Ait Oud gaf sig sjálfur fram til lögreglu eftir að lýst var eftir honum í fjölmiðlum. Hann neitar allri aðild að málinu og belgíska lögreglan er vonlítil um að hann játi nokkuð á sig, nema sönnunargögn finnist. Erlent 15.6.2006 22:37
Lofar að fangelsa Taylor Breska ríkisstjórnin sagði í gær að hún væri tilbúin til að útvega fyrrverandi forseta Líberíu, Charles Taylor, vist í fangelsum Bretlands verði hann fundinn sekur um stríðsglæpi. Erlent 15.6.2006 22:37
Stórt skref í aðskilnaðarátt Líkur eru á því að kjósendur í Katalóníuhéraði samþykki næstkomandi sunnudag áætlun um aukna sjálfstjórn héraðsins. Íhaldsmenn á Spáni leggja þetta að jöfnu við áætlun um sjálfstæði Katalóníu og upplausn Spánar. Upplausn Spánar má reyndar kalla stjórnarskrárbundna, því í stjórnarskrá landsins er kveðið á um að vald ríkisins skuli í áranna rás vera fært æ frekar heim í héruðin. Erlent 15.6.2006 22:37
Viðurkenna Svartfjallaland Ríkisstjórn Serbíu viðurkenndi í gær sjálfstæði Svartfjallalands og tilkynnti að komið yrði á stjórnmálasambandi ríkjanna á milli. Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði og sambandsslitum frá Serbíu hinn 3. júní eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Erlent 15.6.2006 22:37
Mega ekki koma að landi Ráðherra þjóðaröryggismála á karabísku eyjunni St. Kitts tilkynnti að ríkisstjórnin hefði ákveðið að banna skipi Grænfriðunga að koma að landi. Hann neitaði að tjá sig um tilefni hafnbannsins en ákvörðunin var líklega tekin í tilefni fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir á eyjunni. Erlent 15.6.2006 22:37
Múslimar hertaka aðra borg Múslimar hafa hertekið Jowhar, síðustu hernaðarlega mikilvægu borgina sem var á valdi bandalags nokkurra stríðsherra sem eru styrktir af Bandaríkjastjórn. Erlent 15.6.2006 22:37
Hamas vill vopnahlé Hamas-hreyfingin hefur boðist til að koma aftur á vopnahléi, nokkrum dögum eftir að því var slitið í mótmælaskyni við blóðuga sprengingu í Gazasvæðinu sem varð átta Palestínumönnum að bana. Erlent 15.6.2006 22:37
Fljótandi kjarnorkuver Áform eru uppi í Rússlandi um að búa til fljótandi kjarnorkuver til að þjóna afskekktum svæðum í norðurhluta Rússlands, segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Umhverfisverndarsinnar í Noregi hafa gagnrýnt áformin. Þeir telja mikla hættu á því að kjarnorkuverið sökkvi. Erlent 15.6.2006 22:37
Á þriðja þúsund fallnir 2.500 Bandaríkjamenn hafa nú látið lífið í Írak. Umræður í Bandaríkjunum um stríðið í Írak hafa þótt á jákvæðari nótunum síðustu daga, en víst er að andstæðingar stríðsrekstursins eiga eftir að vekja mikla athygli í fjölmiðlum á nýrri tölu látinna. Erlent 15.6.2006 22:37
Börn láta lífið Þriðja hvert dauðsfall vegna astmakasta er hjá börnum með vægt form af sjúkdómnum, samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn sem kynnt var á miðvikudag. Erlent 15.6.2006 22:37
Gefa sér lengri íhugunarfrest Eins árs "íhugunarhlé" sem leiðtogar Evrópusambandsins gáfu sér eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskrársáttmálanum svonefnda í þjóðaratkvæðagreiðslum í fyrra, er nú formlega að baki. En á leiðtogafundi sem hófst í Brussel í gær munu ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna 25 ákveða að gefa sér eins árs frest til viðbótar til að íhuga hvert framhaldið skuli verða. Erlent 15.6.2006 22:37
Íranar ekki samvinnuþýðir Helsti sendifulltrúi Bandaríkjamanna hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni segir Írana enn neita að veita stofnuninni allar upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína. Sendifulltrúi Írana segir stjórnvöld í Teheran skoða vandlega tilboð Vesturveldanna til lausnar deilunni. Erlent 15.6.2006 12:25
Grunaður um að hafa rænt barnungum stúlkum Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, sjö og tíu ára. Maðurinn hefur tvívegis setið í fangelsi fyrir að hafa misnotað börn. Óttast er um afdrif stúlkanna sem hurfu á föstudagskvöldið. Erlent 15.6.2006 12:22
61 féll í sprengingu á Sri Lanka Að minnsta kosti 61 féll þegar sprenging varð um leið og strætisvagni var ekið yfir jarðsprengju á norðurhluta Sri Lanka í morgun. 45 særðust. Ekki hafa jafn margir óbreyttir borgarar fallið í einu síðan vopnahlé tók gildi árið 2002. Erlent 15.6.2006 12:17
Maður ákærður vegna mannráns í Belgíu Belgíska lögreglan hefur ákært mann um fertugt fyrir að hafa rænt tveimur skólastúlkum, 7 og 10 ára. Stúlkurnar, sem eru stjúpsystur, hurfu úr götuveislu í borginni Liege seint á laugardagskvöldið og hefur þeirra verið leitað síðan, án árangurs. Erlent 15.6.2006 10:44
41 sprenging í Tælandi Að minnsta kosti tveir féllu og sextán særðust þegar sprengjur sprungu á um fjörutíu mismunandi stöðum á Tælandi snemma í morgun. Sprengjunum hafi verið komið fyrir víðsvegar í þremur héruðum í suðurhluta landsins þar sem múslimar eru í meirihluta. Erlent 15.6.2006 10:40
Methækkun hlutabréfa á Indlandi Gengi hlutabréfa hækkaði um 6,9 prósent á mörkuðum á Indlandi í dag og er það methækkun hlutabréfa á einum degi. Gengi bréfanna hafði lækkað mikið síðastliðna þrjá daga og því var hækkuninni tekið fagnandi, að sögn sérfræðinga. Viðskipti erlent 15.6.2006 11:23
Taylor verður fangelsaður í Bretlandi Bretar hafa lofað því að fangelsa Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Þar með verður hægt að hefja réttarhöld yfir Taylor fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Taylor er nú í haldi í Sierra Leone, nágrannaríki Líberu. Erlent 15.6.2006 10:02
Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar funda Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar hittust í gær á aðalfundi stofnunarinnar. Nokkur stærstu lönd í mið- og Austur-Asíu eiga aðild að stofnuninni, Kína, Rússland, Tajikistan, Kasakstan, Kyrgistan og Úsbekistan. Búist er við að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, eigi tvíhliða fundi með Kína og Rússlandi um afstöðu þeirra til kjarnorkudeilu Vesturveldanna við Íran. Erlent 15.6.2006 09:33
Skotárás í Karachi Þrír féllu og tveir særðust þegar byssumenn réðust á bifreið á vegum pakistönsku lögreglunnar í hafnarborginni Karachi í morgun. Meðal þeirra sem féllu var einn yfirmanna fangelsismála í borginni. Erlent 15.6.2006 09:31
Smásöluverslun jókst um 0,5 prósent Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,5 prósent í maí, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands. Helsta ástæða hækkunarinnar er aukin viðskipti með fatnað og raftæki. Verslunareigendur í Bretlandi segjast hafa tekið eftir aukinni sölu plasma-sjónvarpa og fótboltabola með merki enska landsliðsins. Viðskipti erlent 15.6.2006 10:42
Heimsmeistarakeppni vélmenna Það er um fátt annað talað en heimsmeistarakeppnina í fótbolta, og því fer ekki hátt að það er önnur heimsmeistarakeppni sem fer fram þessa dagana, einnig í Þýskalandi. Í óformlegri heimsmeistarakeppni sem nefnist Robocup eru keppendurnir ekki mennskir og ekki einu sinni lifandi, heldur vélmenni með gervigreind. Erlent 15.6.2006 09:18
2,5 prósenta verðbólga á evrusvæðinu Verðbólgan mældist 2,5 prósent á evrusvæðinu í maí, samkvæmt útreikningum Evrópusambandsins (ESB). Þetta er 0,1 prósenti meiri verðbólga en mældist á svæðinu í apríl. Viðskipti erlent 15.6.2006 10:03
Sprenging í Istanbúl Sprengja sprakk í miðbæ Istanbúl í morgun. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir utan stoppistöð strætisvagna. Þrír eru taldir slasaðir en ekki er vitað hversu illa. Erlent 15.6.2006 09:01
Hamas-samtökin sökuð um glæpi gegn Palestínumönnum Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatha-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stýra sjálfsstjórnarsvæðunum. Dahlan hefur mikil áhrif innan Fatha-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Erlent 15.6.2006 08:56
Síamstvíburar aðskildir Tæplega sólarhringslangri aðgerð sem gerð var til að aðskilja síamstvíbura lauk í nótt. Aðgerðin þykir hafa heppnast vel en hún var gerð á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum. Systurnar voru fastar saman frá neðra brjóstholi niður að mjaðmagrind. Aðgerðin þótti einstaklega flókin þar sem endurskapa þurfti mörg mikilvæg líffæri en önnur stúlknanna var aðeins með eitt nýra. Erlent 15.6.2006 07:37
Átök milli fótboltaáhugamanna í Dortmund Þýska lögreglan handtók í gær nokkur hundruð knattspyrnuáhugamenn eftir að til átaka kom milli þeirra. Fyrstu fimm dagar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu höfðu farið friðsamlega fram. Í gær sauð hins vegar upp úr hjá stuðningsmönnum Þjóðverja og Pólverja fyrir leik liðanna sem fram fór í Dortmund. Upptök slagsmálanna virðist mega rekja til aðgerða lögreglu sem skyggði á sjónvörp sem knattspyrnuáhugamenn voru að reyna að fylgjast með. Alls handtók lögreglan um þrjúhundruð manns. Erlent 15.6.2006 07:22
Menn verða að flytja út í geim Örlög mannkynsins gætu ráðist á því hvort við finnum nýja plánetu til að búa á innan hundrað ára, að sögn Stephens Hawking, hins heimsfræga stjarneðlisfræðings. Erlent 14.6.2006 21:31
Eiffelturninn eitt skotmarkanna Franskur dómstóll dæmdi í gær 25 manns í fangelsi fyrir að skipuleggja árásir á Frakkland, en árásirnar áttu að vera hluti af stuðningi við öfgafulla múslima í Tsjetsjeníu. Erlent 14.6.2006 21:31
Fatah sakar Hamas um glæpi gegn almenningi í Palestínu Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatah-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stjórna Palestínu. Dahlan þykir hafa mikil áhrif innan Fatah-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári. Í gær ruddust tugir Palestínumanna inn í palestínska þingið og réðust á þingmenn Hamas-hreyfingarinnar til að mótmæla því að hafa ekki fengið laun sín greidd í rúma þrjá mánuði. Erlent 15.6.2006 07:11