Erlent Unglingsstúlka lést í handsprengjuárás Unglingsstúlka lést þegar handsprengju var hent inn á heimili hennar í indverska hlutka Kasmír-héraðs í morgun. Árásin er sögð hafa beinst að bróður stúlkunnar sem að sögn Reuters-fréttastofunnar er fyrrverandi skæruliði. Fimm aðrir fjölskyldumeðlimir særðust í árásinni. Erlent 27.7.2006 08:27 Mannfall í aurskriðum í Kína Að minnsta kosti sex eru látnir og tæplega fjörutíu er saknað eftir að aurskriður féllu í tveimur héruðum í suðurhluta Kína í gær. Skriðurnar féllu í kjölfar mikilla rigninga eftir að hitabeltisstormurinn Kaemi gekk yfir Guangdong- og Jiangxi-hérað. Erlent 27.7.2006 08:09 Mesta mannfall í röðum Ísraela á einum degi Ísraelsher hefur beitt loftárásum og stórskotaliði af miklu afli í Suður-Líbanon undanfarinn sólarhring eftir að níu hermenn voru drepnir í gær. Það er mesta mannfall á einum degi í röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum tveimur vikum. Erlent 27.7.2006 08:01 Ísraelar hunsuðu viðvaranir Ehud Olmert segist sjá eftir árásum ísraelska hersins á bækistöð friðargæslusveita í Líbanon. Kofi Annan segir árásina hafa verið vísvitaða. Fjórir friðargæslumenn Sameinuðu þjóðanna létust í árásunum. Erlent 26.7.2006 23:07 Húsaleigan þykir afar lág Húsaleiga í Kaupmannahöfn er ein sú lægsta í Evrópu, kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Leigan er svo lág, að hún jafnast á við leigu í Istanbúl og Búdapest, jafnvel þó að laun í Danmörku séu almennt talin vera þrisvar til fjórum sinnum hærri en í Tyrklandi og Ungverjalandi. Erlent 26.7.2006 23:07 Alþjóðlegt lið við landamæri Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að hann vildi fá tveggja kílómetra langa ræmu af líbönsku landsvæði meðfram landamærum Ísraels undir yfirráð alþjóðlegs gæsluliðs. Erlent 26.7.2006 23:07 Samkynhneigðir fá ekki að giftast Hæstiréttur Washington-ríkis í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að ekkert væri athugavert við lög, sem hafa verið í gildi í Washington frá árinu 1998. Erlent 26.7.2006 23:07 Frekar skotinn en hengdur Saddam Hussein mætti fyrir dómara í gær í fyrsta skipti eftir innlögn á sjúkrahús á sunnudaginn. Hann kvartaði undan því að hafa verið fluttur nauðugur af sjúkrahúsinu. Erlent 26.7.2006 23:07 Þrír hermenn handteknir Srinagar, AP Þrír indverskir hermenn og tveir lögreglumenn hafa verið handteknir í Kasmírhéraði nyrst á Indlandi. Þeir eru grunaðir um tengsl við herská samtök sem talin eru bera ábyrgð á fjölda sprengjuárása á Indlandi, þar á meðal sprengingunum í lestakerfinu í Mumbai fyrr í þessum mánuði. Erlent 26.7.2006 23:07 Sala hanaslagstímarita endi Mannúðarsamtök í Bandaríkjunum hafa hvatt söluvefinn Amazon.com til að hætta sölu á tveimur tímaritum á vefsíðu sinni, en þau telja það varða við lög. Tímaritin fjalla bæði um „íþróttina“ hanaslag og heita þau „Fiðraði bardagamaðurinn“ og „Leikhaninn.“ Erlent 26.7.2006 23:07 Eldur í efnaverksmiðju Talsverð skelfing greip um sig í gríska bænum Lavrio í morgun þegar eldur kom upp í efnaverksmiðju þar. Erlent 26.7.2006 19:19 Enginn árangur af ráðstefnunni Bandaríkjamenn og Bretar komu í veg fyrir að tafarlauss vopnahlés yrði krafist á alþjóðlegri ráðstefnu um stríðið í Líbanon sem fram fór í Róm í dag. Líbanski forsætisráðherrann spurði á ráðstefnunni hvort tár Ísraela væru meira virði en blóð Líbana. Erlent 26.7.2006 19:16 Ísraelar grunaðir um græsku Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag. Erlent 26.7.2006 19:12 Enn eykst tapið hjá GM Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 26.7.2006 13:21 Bóluefni við H5N1 afbrigði fuglaflensu Lyfjafræðingar hjá breska lyfjafyrirtækinu Glaxo Smith Kline telja sig hafa þróað bóluefni gegn hinu banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu. Fjöldaframleiðsla á því gæti hafist á næsta ári. Erlent 26.7.2006 11:56 Tekjur Eurostar jukust um 6 prósent Áhugi fólks á sögusviði kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn í París í Frakklandi og HM í knattspyrnu í Þýskalandi urðu til þess að tekjur Eurostar, lestarinnar sem gengur frá Lundúnum í Bretlandi undir Ermarsund og til Parísar í Frakklandi, námu tæpum 260 milljónum punda, eða 34,7 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 6 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 26.7.2006 12:40 Krefja Ísraela um bætur Líbanar ætla að krefja Ísraela um bætur vegna árása þeirra á landið síðustu daga. Fuad Siniora, forsætisráðherra landsins, sem nú situr fund um ástandið í Líbanon í Róm á Ítalíu, tilkynnti þetta í morgun. Erlent 26.7.2006 11:52 Ótímabært að ræða hvort NATO sendi lið til Líbanon Framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins segir ótímabært að ræða það hvort fjölþjóðlegt herlið sem sent yrði til Suður-Líbanon lúti stjórn þess. Frakkar segjast tilbúnir að leiða herliðið. Fjórir liðsmenn friðareftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon féllu í loftárás Ísraelshers á bækistöð þeirra í suðurhluta landsins í nótt. Erlent 26.7.2006 11:46 Náðust loksins eftir mikinn eltingaleik Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Richfield í Minnesota í Bandaríkjunum eftir æsilegan eltingaleik í gærmorgun. Lögregla bað mennina um að stöðva bíl sinn við venjubundið eftirlit en þeir létu ekki segjast. Erlent 26.7.2006 10:58 Hagnaður Colgate minnkar milli ára Bandaríski snyrtivöru- og tannkremsframleiðandinn Colgate-Palmolive hagnaðist um 283,6 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 21 milljarðs króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er tæplega 60 milljóna dala minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 26.7.2006 10:55 Saddam færður með valdi af sjúkrahúsi fyrir dóm Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseti, segist frekar vilja falla fyrir byssukúlu en að fara í gálgann veðri hann sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Saddam var færður með valdi af sjúkrahúsi í morgun og fyrir dóm. Erlent 26.7.2006 10:55 Kínverjar krefja ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers á bækistöð þeirra í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Kínverjar hafa krafið ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni. Erlent 26.7.2006 09:11 Níu hermenn féllu í átökum Hizbollah og Ísraelsher Að minnsta kosti níu ísraelskir hermenn féllu í miklum átökum við skæruliða Hizbollah í þorpinu Bint Jbeil í Suður-Líbanon í morgun. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera greindi frá þessu fyrir stundu. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya segir hins vegar að tólf hermenn hafi fallið. Fréttir bárust af því í gær að Ísraelsher hefði hertekið þorpið en nú berast fréttir af frekari átökum þar. Erlent 26.7.2006 09:02 Rolling stones með tekjuhæstu tónleikaferð allra tíma Hljómsveitin Rolling Stones eru nú enn og aftur komin á spjöld sögunnar og að þessu sinni fyrir að vera komin í efsta sæti lista yfir tekjuhæstu tónleikarferðir sögunnar. Hljómsveitarmeðlimirnir hófu tónleikaferð sína, A Bigger bang, fyrr á þessu ári en eru nú komnir til Evrópu. Erlent 26.7.2006 08:02 22 skipverjum bjargað Mildi þykir að ekki fór verr þegar tuttugu og tveimur skipverjum var bjargað af flutningaskipi sem fór á hliðina undan ströndum Alaska í fyrrinótt. Skipið, sem skráð er í Singapúr, var á leið frá Japan til Kanada með um fimm þúsund bíla og önnur farartæki um borð. Erlent 26.7.2006 08:09 Palestínsk stúlka lést í átökum á Gaza Átta Palestínumenn féllu og þrjátíu særðust í átökum á Gaza-ströndinni í morgun. Á meðal hinna látnu var þriggja ára gömul stúlka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru hinir sjö sem féllu í árásunum skæruliðar Hamas-samtakanna. Erlent 26.7.2006 08:03 FBI segir ásatrú ofbeldisfulla Ásatrú verður sífellt vinsælli innan fangelsisveggja í Bandaríkjunum og mun einn fangi verða tekinn af lífi á morgun fyrir að drepa samfanga, fyrir að sýna guðunum ekki tilhlýðilega virðingu. Sérfræðingar óttast að ofbeldi muni aukast með útbreiðslu trúarbragðanna. Erlent 25.7.2006 21:26 Mikið um kjarrelda í Noregi Sjaldan ef aldrei hafa kviknað jafn margir kjarreldar í Noregi líkt og á þessu ári samkvæmt frétt á fréttavef norska ríkissjónvarpinu. Fara þarf allt aftur til ársins 1976 til að finna svipaðar tölur yfir fjölda kjarrelda en þó hafa fleiri eldar kviknað í ár og mun stærra svæði hefur brunnið. Veðurfarið er talin ein helsta orsök eldanna. Úrkoma hefur víða verið lítil það sem af er sumri en á sumum svæðum hefur verið þrisvar sinnum minni úrkoma í júlí en fyrri ár. Innlent 26.7.2006 07:06 Sextugur Dani olli fjaðrafoki slökkvilið og sjúkrabifreiðar voru snögg á vettvang í gærmorgun, með sprengjuleitarbúnað og sprengjuleitarhunda, þegar tilkynning barst frá bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn um hættu á sprengjuárás. Nærliggjandi götur voru lokaðar klukkutímum saman. Erlent 25.7.2006 21:26 Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna drepnir Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru staddir í bækistöðvum sínum á svæðinu þegar Ísraelar gerðu loftárás á þær. Erlent 26.7.2006 07:13 « ‹ 303 304 305 306 307 308 309 310 311 … 334 ›
Unglingsstúlka lést í handsprengjuárás Unglingsstúlka lést þegar handsprengju var hent inn á heimili hennar í indverska hlutka Kasmír-héraðs í morgun. Árásin er sögð hafa beinst að bróður stúlkunnar sem að sögn Reuters-fréttastofunnar er fyrrverandi skæruliði. Fimm aðrir fjölskyldumeðlimir særðust í árásinni. Erlent 27.7.2006 08:27
Mannfall í aurskriðum í Kína Að minnsta kosti sex eru látnir og tæplega fjörutíu er saknað eftir að aurskriður féllu í tveimur héruðum í suðurhluta Kína í gær. Skriðurnar féllu í kjölfar mikilla rigninga eftir að hitabeltisstormurinn Kaemi gekk yfir Guangdong- og Jiangxi-hérað. Erlent 27.7.2006 08:09
Mesta mannfall í röðum Ísraela á einum degi Ísraelsher hefur beitt loftárásum og stórskotaliði af miklu afli í Suður-Líbanon undanfarinn sólarhring eftir að níu hermenn voru drepnir í gær. Það er mesta mannfall á einum degi í röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum tveimur vikum. Erlent 27.7.2006 08:01
Ísraelar hunsuðu viðvaranir Ehud Olmert segist sjá eftir árásum ísraelska hersins á bækistöð friðargæslusveita í Líbanon. Kofi Annan segir árásina hafa verið vísvitaða. Fjórir friðargæslumenn Sameinuðu þjóðanna létust í árásunum. Erlent 26.7.2006 23:07
Húsaleigan þykir afar lág Húsaleiga í Kaupmannahöfn er ein sú lægsta í Evrópu, kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Leigan er svo lág, að hún jafnast á við leigu í Istanbúl og Búdapest, jafnvel þó að laun í Danmörku séu almennt talin vera þrisvar til fjórum sinnum hærri en í Tyrklandi og Ungverjalandi. Erlent 26.7.2006 23:07
Alþjóðlegt lið við landamæri Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að hann vildi fá tveggja kílómetra langa ræmu af líbönsku landsvæði meðfram landamærum Ísraels undir yfirráð alþjóðlegs gæsluliðs. Erlent 26.7.2006 23:07
Samkynhneigðir fá ekki að giftast Hæstiréttur Washington-ríkis í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að ekkert væri athugavert við lög, sem hafa verið í gildi í Washington frá árinu 1998. Erlent 26.7.2006 23:07
Frekar skotinn en hengdur Saddam Hussein mætti fyrir dómara í gær í fyrsta skipti eftir innlögn á sjúkrahús á sunnudaginn. Hann kvartaði undan því að hafa verið fluttur nauðugur af sjúkrahúsinu. Erlent 26.7.2006 23:07
Þrír hermenn handteknir Srinagar, AP Þrír indverskir hermenn og tveir lögreglumenn hafa verið handteknir í Kasmírhéraði nyrst á Indlandi. Þeir eru grunaðir um tengsl við herská samtök sem talin eru bera ábyrgð á fjölda sprengjuárása á Indlandi, þar á meðal sprengingunum í lestakerfinu í Mumbai fyrr í þessum mánuði. Erlent 26.7.2006 23:07
Sala hanaslagstímarita endi Mannúðarsamtök í Bandaríkjunum hafa hvatt söluvefinn Amazon.com til að hætta sölu á tveimur tímaritum á vefsíðu sinni, en þau telja það varða við lög. Tímaritin fjalla bæði um „íþróttina“ hanaslag og heita þau „Fiðraði bardagamaðurinn“ og „Leikhaninn.“ Erlent 26.7.2006 23:07
Eldur í efnaverksmiðju Talsverð skelfing greip um sig í gríska bænum Lavrio í morgun þegar eldur kom upp í efnaverksmiðju þar. Erlent 26.7.2006 19:19
Enginn árangur af ráðstefnunni Bandaríkjamenn og Bretar komu í veg fyrir að tafarlauss vopnahlés yrði krafist á alþjóðlegri ráðstefnu um stríðið í Líbanon sem fram fór í Róm í dag. Líbanski forsætisráðherrann spurði á ráðstefnunni hvort tár Ísraela væru meira virði en blóð Líbana. Erlent 26.7.2006 19:16
Ísraelar grunaðir um græsku Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag. Erlent 26.7.2006 19:12
Enn eykst tapið hjá GM Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 26.7.2006 13:21
Bóluefni við H5N1 afbrigði fuglaflensu Lyfjafræðingar hjá breska lyfjafyrirtækinu Glaxo Smith Kline telja sig hafa þróað bóluefni gegn hinu banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu. Fjöldaframleiðsla á því gæti hafist á næsta ári. Erlent 26.7.2006 11:56
Tekjur Eurostar jukust um 6 prósent Áhugi fólks á sögusviði kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn í París í Frakklandi og HM í knattspyrnu í Þýskalandi urðu til þess að tekjur Eurostar, lestarinnar sem gengur frá Lundúnum í Bretlandi undir Ermarsund og til Parísar í Frakklandi, námu tæpum 260 milljónum punda, eða 34,7 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 6 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 26.7.2006 12:40
Krefja Ísraela um bætur Líbanar ætla að krefja Ísraela um bætur vegna árása þeirra á landið síðustu daga. Fuad Siniora, forsætisráðherra landsins, sem nú situr fund um ástandið í Líbanon í Róm á Ítalíu, tilkynnti þetta í morgun. Erlent 26.7.2006 11:52
Ótímabært að ræða hvort NATO sendi lið til Líbanon Framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins segir ótímabært að ræða það hvort fjölþjóðlegt herlið sem sent yrði til Suður-Líbanon lúti stjórn þess. Frakkar segjast tilbúnir að leiða herliðið. Fjórir liðsmenn friðareftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon féllu í loftárás Ísraelshers á bækistöð þeirra í suðurhluta landsins í nótt. Erlent 26.7.2006 11:46
Náðust loksins eftir mikinn eltingaleik Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Richfield í Minnesota í Bandaríkjunum eftir æsilegan eltingaleik í gærmorgun. Lögregla bað mennina um að stöðva bíl sinn við venjubundið eftirlit en þeir létu ekki segjast. Erlent 26.7.2006 10:58
Hagnaður Colgate minnkar milli ára Bandaríski snyrtivöru- og tannkremsframleiðandinn Colgate-Palmolive hagnaðist um 283,6 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 21 milljarðs króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er tæplega 60 milljóna dala minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti erlent 26.7.2006 10:55
Saddam færður með valdi af sjúkrahúsi fyrir dóm Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseti, segist frekar vilja falla fyrir byssukúlu en að fara í gálgann veðri hann sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Saddam var færður með valdi af sjúkrahúsi í morgun og fyrir dóm. Erlent 26.7.2006 10:55
Kínverjar krefja ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers á bækistöð þeirra í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Kínverjar hafa krafið ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni. Erlent 26.7.2006 09:11
Níu hermenn féllu í átökum Hizbollah og Ísraelsher Að minnsta kosti níu ísraelskir hermenn féllu í miklum átökum við skæruliða Hizbollah í þorpinu Bint Jbeil í Suður-Líbanon í morgun. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera greindi frá þessu fyrir stundu. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya segir hins vegar að tólf hermenn hafi fallið. Fréttir bárust af því í gær að Ísraelsher hefði hertekið þorpið en nú berast fréttir af frekari átökum þar. Erlent 26.7.2006 09:02
Rolling stones með tekjuhæstu tónleikaferð allra tíma Hljómsveitin Rolling Stones eru nú enn og aftur komin á spjöld sögunnar og að þessu sinni fyrir að vera komin í efsta sæti lista yfir tekjuhæstu tónleikarferðir sögunnar. Hljómsveitarmeðlimirnir hófu tónleikaferð sína, A Bigger bang, fyrr á þessu ári en eru nú komnir til Evrópu. Erlent 26.7.2006 08:02
22 skipverjum bjargað Mildi þykir að ekki fór verr þegar tuttugu og tveimur skipverjum var bjargað af flutningaskipi sem fór á hliðina undan ströndum Alaska í fyrrinótt. Skipið, sem skráð er í Singapúr, var á leið frá Japan til Kanada með um fimm þúsund bíla og önnur farartæki um borð. Erlent 26.7.2006 08:09
Palestínsk stúlka lést í átökum á Gaza Átta Palestínumenn féllu og þrjátíu særðust í átökum á Gaza-ströndinni í morgun. Á meðal hinna látnu var þriggja ára gömul stúlka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru hinir sjö sem féllu í árásunum skæruliðar Hamas-samtakanna. Erlent 26.7.2006 08:03
FBI segir ásatrú ofbeldisfulla Ásatrú verður sífellt vinsælli innan fangelsisveggja í Bandaríkjunum og mun einn fangi verða tekinn af lífi á morgun fyrir að drepa samfanga, fyrir að sýna guðunum ekki tilhlýðilega virðingu. Sérfræðingar óttast að ofbeldi muni aukast með útbreiðslu trúarbragðanna. Erlent 25.7.2006 21:26
Mikið um kjarrelda í Noregi Sjaldan ef aldrei hafa kviknað jafn margir kjarreldar í Noregi líkt og á þessu ári samkvæmt frétt á fréttavef norska ríkissjónvarpinu. Fara þarf allt aftur til ársins 1976 til að finna svipaðar tölur yfir fjölda kjarrelda en þó hafa fleiri eldar kviknað í ár og mun stærra svæði hefur brunnið. Veðurfarið er talin ein helsta orsök eldanna. Úrkoma hefur víða verið lítil það sem af er sumri en á sumum svæðum hefur verið þrisvar sinnum minni úrkoma í júlí en fyrri ár. Innlent 26.7.2006 07:06
Sextugur Dani olli fjaðrafoki slökkvilið og sjúkrabifreiðar voru snögg á vettvang í gærmorgun, með sprengjuleitarbúnað og sprengjuleitarhunda, þegar tilkynning barst frá bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn um hættu á sprengjuárás. Nærliggjandi götur voru lokaðar klukkutímum saman. Erlent 25.7.2006 21:26
Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna drepnir Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru staddir í bækistöðvum sínum á svæðinu þegar Ísraelar gerðu loftárás á þær. Erlent 26.7.2006 07:13