Erlent Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:31 Hitabeltisstormurinn Ernestu fer yfir Flórída Hitabeltisstormurinn Ernesto náði landi suðvestur af Miami á Flórída í nótt. Bylurinn sótti ekki í sig veðrið á leiðinni, íbúum á svæðinu til mikillar gleði. Ernesto náði í skamma stund styrk fellibyls á sunnudaginn en síðan dró úr vindhraða þegar hann fór yfir austur hluta Kúbu. Erlent 30.8.2006 08:18 Minningarathöfn í New Orleans Minningarathöfn var haldin í New Orleans í Bandaríkjunum í dag en ár er liðið síðan fellibylurinn Katrín reið yfir landsvæði Mexíkóflóa og olli 1600 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 21:29 Sjálfsvígsárás í Afganistan Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum. Erlent 29.8.2006 18:29 Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis. Erlent 29.8.2006 18:25 Hráolíuverð undir 70 dölum Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar. Viðskipti erlent 29.8.2006 15:16 Engin flóðbylgjuhætta Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter. Erlent 29.8.2006 15:14 Flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálfta Jarðskjálfti sem mældist sex komma fjórir á Richter varð fyrir stundu neðasjávar við austur af Indónesíu. Yfirvöld segja hættu á flóðbylgju. Erlent 29.8.2006 14:20 Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi. Erlent 29.8.2006 12:21 Annan kominn til Suður-Líbanon Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Erlent 29.8.2006 12:17 Neyðarástand vegna Ernesto Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Erlent 29.8.2006 12:14 Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. Erlent 29.8.2006 12:08 Sprenging í olíuleiðslu Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah Erlent 29.8.2006 11:16 Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Erlent 29.8.2006 10:12 Vopnahlé komið á í Úganda Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. Erlent 29.8.2006 10:08 Ár frá fellibylnum Katrínu Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 08:34 Neyðarástand vegna Ernesto Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Erlent 29.8.2006 08:30 Atvinnuleysi minnkar í Japan Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð. Viðskipti erlent 29.8.2006 09:07 Óvænt hætt við ákæru Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. Erlent 29.8.2006 08:27 Segir árásina morðtilraun Heimilislaus Íslendingur í Kaupmannahöfn, sem var kastað fyrir lest í fyrrakvöld, lætur engan bilbug á sér finna, eftir það sem hann kallar morðtilraun. Hann heitir Haraldur Sigurðsson, er 26 ára og ætlar að halda áfram að lifa á götunni í Danmörku. Þar gengur hann undir nafninu "Íslendingurinn". Sighvatur Jónsson, fréttamaður okkar í Danmörku, ræddi við Harald í gærkvöld. Erlent 28.8.2006 20:59 Syrgir mannræningja sinn Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Erlent 28.8.2006 19:08 Glerbrotunum rigndi yfir Íslendinga Glerbrotum rigndi yfir hóp Íslendinga þegar sprengja sprakk við hliðina á þeim í ferðamannabænum Marmaris í Tyrklandi í gærkvöldi. Um þrjú hundruð Íslendingar eru í Marmaris á vegum Úrvals Útsýnar og Plús ferða. Erlent 28.8.2006 19:00 Olíuverð lækkar frekar Heimsmarkaðsverð lækkaði um 2 bandaríkjadali og fór niður fyrir 71 dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna þess efnis að hitabeltisstormurinn Ernesto, sem nú nálgast suðurströnd Bandaríkjanna, fari framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Viðskipti erlent 28.8.2006 16:04 3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi Þrír létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring. Erlent 28.8.2006 15:50 Kaupa mexíkóskt tekílafyrirtæki Bandaríska áfengisfyrirtækið Brown-Forman, sem meðal annars framleiðir Jack Daniel's viskíið og líkjöra á borð við Southern Comfort, greindi frá því í dag að það hefði keypt mexíkóska tekílaframleiðandann Grupo Industrial Herradura fyrir 876 milljónir dala, jafnvirði rúmra 61,3 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.8.2006 15:46 Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Erlent 28.8.2006 15:18 Amazon.com kaupir eigin bréf Stjórn bandarísku netverslunarinnar Amazon.com hefur gefið heimild fyrir því að kaupa aftur eigin bréf í félaginu fyrir hálfan milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. Viðskipti erlent 28.8.2006 13:23 Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir lækkun á olíuverði en lækkunin hafði áhrif á gengi olíufélaga. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals sömuleiðis gagnvart evru. Þá lækkaði gengi Banca Intesa og Sanpaolo IMI, sem munu renna saman í einn, um tæp 2 prósent. Viðskipti erlent 28.8.2006 11:54 Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð. Viðskipti erlent 28.8.2006 10:23 Olíuverð niður um rúman dal Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni. Viðskipti erlent 28.8.2006 09:20 « ‹ 287 288 289 290 291 292 293 294 295 … 334 ›
Olíuverð hækkaði lítillega Olíuverð hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag og fór yfir 70 bandaríkjadali á tunnu á ný eftir snarpar lækkanir síðustu tvo daga. Vikulegar upplýsingar um olíubirgðir í Bandaríkjunum verða birtar í dag og bíða fjárfestar eftir þeim. Viðskipti erlent 30.8.2006 10:31
Hitabeltisstormurinn Ernestu fer yfir Flórída Hitabeltisstormurinn Ernesto náði landi suðvestur af Miami á Flórída í nótt. Bylurinn sótti ekki í sig veðrið á leiðinni, íbúum á svæðinu til mikillar gleði. Ernesto náði í skamma stund styrk fellibyls á sunnudaginn en síðan dró úr vindhraða þegar hann fór yfir austur hluta Kúbu. Erlent 30.8.2006 08:18
Minningarathöfn í New Orleans Minningarathöfn var haldin í New Orleans í Bandaríkjunum í dag en ár er liðið síðan fellibylurinn Katrín reið yfir landsvæði Mexíkóflóa og olli 1600 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 21:29
Sjálfsvígsárás í Afganistan Óbreyttur borgari lét lífið þegar ráðist var á herbíla Atlantshafsbandalagsins nálægt Kandahar í Afganistan í dag. Ofbeldi færist stöðugt í aukana í Afganistan, tæpum fimm árum eftir að stjórn talibana var hrakin frá völdum. Erlent 29.8.2006 18:29
Árásarmaður handtekinn í Kaupmannahöfn Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag mann sem talinn er hafa hrint íslenskum manni, Haraldi Sigurðssyni, út á lestarteina á Nörreport stöðinni á laugardag. Maðurinn gaf sig fram nú síðdegis. Erlent 29.8.2006 18:25
Hráolíuverð undir 70 dölum Olíuverð fór niður fyrir 70 dala markið á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að ljóst þykir að hitabeltisstormurinn Ernesto fer framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Þetta er annar dagurinn í röð sem olíuverð lækkar. Viðskipti erlent 29.8.2006 15:16
Engin flóðbylgjuhætta Engin flóðbylgja myndaðist í kjölfar jarðskjálfta sem varð neðansjávar austur af Indónesíu, nánar tiltekið við Molucca-eyjar, skömmu eftir hádegi í dag. Jarðskjálftinn mældist 5,4 á Richter. Erlent 29.8.2006 15:14
Flóðbylgjuviðvörun vegna jarðskjálfta Jarðskjálfti sem mældist sex komma fjórir á Richter varð fyrir stundu neðasjávar við austur af Indónesíu. Yfirvöld segja hættu á flóðbylgju. Erlent 29.8.2006 14:20
Dauðarefsingar krafist Saksóknari í Líbíu hefur ákveðið að krefjast dauðadóms yfir fimm búlgörskum hjúkrunarkonum og palestínskum lækni sem eru ákærð fyrir að hafa sýkt rúmlega fjögur hundruð börn í Líbíu með HIV vírusnum sem veldur alnæmi. Erlent 29.8.2006 12:21
Annan kominn til Suður-Líbanon Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsótti friðargæsluliða í Suður-Líbanon í morgun. Ítalir og Tyrkir fluttu þangað liðsmenn sína í gær en þeir verða hluti aðlþjóðlegs gæsluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. Erlent 29.8.2006 12:17
Neyðarástand vegna Ernesto Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Erlent 29.8.2006 12:14
Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. Erlent 29.8.2006 12:08
Sprenging í olíuleiðslu Þrjátíu og fjórir týndu lífi þegar sprenging var í olíuleiðslu í Suður-Írak í morgun. Grunur leikur á að fórnarlömbin hafi verið að soga eldsneyti úr leiðslunni á iðnaðarsvæði í Diwaniyah Erlent 29.8.2006 11:16
Einn í haldi vegna sprengju í Fredriksberg Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið mann um þrítugt vegna gruns um að hann hafi valdið sprengingu á sólbaðsstofu við Finsenvej í Fredriksberg í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Erlent 29.8.2006 10:12
Vopnahlé komið á í Úganda Vopnahlé milli stjórnvalda í Úganda og uppreisnarmanna þar í landi tók gildi í morgun. Skrifað var undir vopnahléssamkomulag á laugardaginn. Erlent 29.8.2006 10:08
Ár frá fellibylnum Katrínu Bush Bandríkjaforseti telur ólíklegt að meiru verði varið en þegar hafi verið heitið til endurbyggingar þeirra svæða sem verst urðu úti í fellibylnum Katrínu í fyrra. Ár er frá því að bylurinn reið yfir Mexíkóflóa og olli mikilli eyðileggingu. Erlent 29.8.2006 08:34
Neyðarástand vegna Ernesto Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Erlent 29.8.2006 08:30
Atvinnuleysi minnkar í Japan Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig í Japan í júlí. Það mælist nú 4,1 prósent og spá greiningaraðilar áframhaldandi efnahagsbata í landinu. Atvinnuleysi í Japan hefur minnkað jafnt og þétt 15 mánuði í röð. Viðskipti erlent 29.8.2006 09:07
Óvænt hætt við ákæru Saksóknari í Colorado í Bandaríkjunum hefur óvænt hætt við að ákæra John Mark Karr fyrir morðið á hinni sex ára gömlu barnafegurðardrottningu JonBenet Ramsey fyrir tíu árum. Erfðaefni úr Karr passaði ekki við það sem fannst á morðstaðnum. Erlent 29.8.2006 08:27
Segir árásina morðtilraun Heimilislaus Íslendingur í Kaupmannahöfn, sem var kastað fyrir lest í fyrrakvöld, lætur engan bilbug á sér finna, eftir það sem hann kallar morðtilraun. Hann heitir Haraldur Sigurðsson, er 26 ára og ætlar að halda áfram að lifa á götunni í Danmörku. Þar gengur hann undir nafninu "Íslendingurinn". Sighvatur Jónsson, fréttamaður okkar í Danmörku, ræddi við Harald í gærkvöld. Erlent 28.8.2006 20:59
Syrgir mannræningja sinn Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem slapp úr klóm mannræningja í síðustu viku, hún syrgir manninn sem rændi henni og vill ekki hitta foreldra sína. Hún biður fjölmiðla um að láta sig í friði og neitar að svara spurningum um það sem hún kallar persónuleg atvik í gíslingu hjá manninum. Erlent 28.8.2006 19:08
Glerbrotunum rigndi yfir Íslendinga Glerbrotum rigndi yfir hóp Íslendinga þegar sprengja sprakk við hliðina á þeim í ferðamannabænum Marmaris í Tyrklandi í gærkvöldi. Um þrjú hundruð Íslendingar eru í Marmaris á vegum Úrvals Útsýnar og Plús ferða. Erlent 28.8.2006 19:00
Olíuverð lækkar frekar Heimsmarkaðsverð lækkaði um 2 bandaríkjadali og fór niður fyrir 71 dal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna þess efnis að hitabeltisstormurinn Ernesto, sem nú nálgast suðurströnd Bandaríkjanna, fari framhjá olíuborpöllum við Mexíkóflóa. Viðskipti erlent 28.8.2006 16:04
3 látnir í sprengjuárás í Tyrklandi Þrír létu lífið og 20 særðust þegar sprengja sprakk í miðri ferðamannaborginni Antalya í Suður-Tyrklandi í dag. Enginn Íslendingur er það. Þetta er fimmta sprengjan sem vitað er að hafi sprungið í Tyrklandi á tæpum sólahring. Erlent 28.8.2006 15:50
Kaupa mexíkóskt tekílafyrirtæki Bandaríska áfengisfyrirtækið Brown-Forman, sem meðal annars framleiðir Jack Daniel's viskíið og líkjöra á borð við Southern Comfort, greindi frá því í dag að það hefði keypt mexíkóska tekílaframleiðandann Grupo Industrial Herradura fyrir 876 milljónir dala, jafnvirði rúmra 61,3 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.8.2006 15:46
Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Erlent 28.8.2006 15:18
Amazon.com kaupir eigin bréf Stjórn bandarísku netverslunarinnar Amazon.com hefur gefið heimild fyrir því að kaupa aftur eigin bréf í félaginu fyrir hálfan milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna, á næstu tveimur árum. Viðskipti erlent 28.8.2006 13:23
Hlutabréf lækkuðu í Evrópu Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir lækkun á olíuverði en lækkunin hafði áhrif á gengi olíufélaga. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals sömuleiðis gagnvart evru. Þá lækkaði gengi Banca Intesa og Sanpaolo IMI, sem munu renna saman í einn, um tæp 2 prósent. Viðskipti erlent 28.8.2006 11:54
Hlutabréf lækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmt prósent í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Þetta er fjórða lækkunin á jafn mörgum dögum og hefur hlutabréfavísitalan ekki verið lægri í landinu í hálfan mánuð. Viðskipti erlent 28.8.2006 10:23
Olíuverð niður um rúman dal Hráolíuverð lækkaði um rúman bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að fellibylurinn Ernesto, sem er yfir karabíska hafinu, var lækkaður niður í hitabeltisstorm. Olíufyrirtæki hafa engu að síður sent starfsmenn sína á brott frá olíuborpöllum við Mexíkóflóa í varúðarskyni. Viðskipti erlent 28.8.2006 09:20