Erlent

Fréttamynd

Ætlar ekki að vera viðstaddur þingsetningu

Moshe Katsav, forseti Ísraels, ætlar ekki að vera viðstaddur þingsetningu ísraelska þingsins í dag. Fjöldi þingmanna hafði hótað því að ganga út ef Katsav mætti. Lögreglan í Ísrael hefur krafist þess að Katsav verði ákærður fyrir nauðganir.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisráð SÞ samþykkir refsiaðgerðir gegn N-Kóreu

Bandaríkin, Bretland og Frakkland komust hjá ágreiningi við Rússland og Kína um refsiaðgerðir gegn Norður Kóreu og samþykktu öll 15 aðildarríki öryggisráðsins nýja ályktun. Hún felur í sér að Norður Kórea eyðileggi öll kjarnorkuvopn, gjöreyðingarvopn og langdrægar flaugar, en útilokar hernaðaraðgerðir gegn landinu.

Erlent
Fréttamynd

Skjóta Tíbeta á flótta

Rúmenskir kvikmyndatökumenn náðu því á mynd þegar kínverskir landamæraverðir skutu á hóp Tíbeta sem var fótgangandi á leið yfir til Nepals. Tveir létu lífið. Kínversk stjórnvöld viðurkenna að átök hafi átt sér stað, en halda því fram að fólkið hafi ráðist á landamæraverðina.

Erlent
Fréttamynd

Wal-Mart braut á starfsfólki

Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið dæmd til að greiða fyrrum starfsfólki sínu að minnsta kosti 78 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matarhléum, án þess að fá greitt fyrir það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Geislavirk efni nærri tilraunastað

Frumrannsóknir bandarískra sérfræðinga sýna að geislavirk efni hafi fundist nærri þeim stað þar sem Norður-kóreumenn segjast hafa sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á mánudaginn. Heimildarmaður í bandaríska stjórnkerfinu hefur staðfest þetta bæði við Reuters-fréttastofuna og CNN í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

365 þúsund Írakar á vergangi

Mörg þúsund Írakar flýja nú heimaland sitt á degi hverjum. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir þetta stöðuga og lágværa brottflutninga. Þeim Írökum sem leita hælis á Vesturlöndum fjölgi dag frá degi. Auk alls þessa séu 365 þúsund Írakar á vergangi og þeir verði aðeins fleiri eftir því sem á líði.

Erlent
Fréttamynd

Nýr megrunardrykkur reynist umdeildur

Sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum gera lítið úr fullyrðingum Coca-Cola og Nestle um að nýr drykkur frá þeim hjálpi fólki við að létta sig drekkið það þrjár 30 millilítra dósir á dag.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um að rjúfa friðhelgi einkalífs Díönu og Dodis

Franskur dómstóll hefur sýknað breskan ljósmyndara af ákæru um að hafa skert friðhelgi einkalífs Díönu prinsessu af Wales og Dodi Fayeds. Jason Fraser tók myndir af parinu þar sem þau kysstust á snekkju við ítölsku Rívíeruna í ágúst árið 1997, nokkrum dögum áður en þau týndu lífi í bílslysi í París. Það var faðir Dodis, auðjöfurinn Mohamed Al Fayed, sem kærði Fraser. Dómsorð í málinu hefur enn ekki verið birt opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Meðferð á föngunum í Guantanamo rannsökuð

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fyrirskipað rannsókn á meintri illri meðferð á föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu eftir að fréttir bárust af því að fangaverðir stærðu sig af því að hafa barið og misþyrmt föngum þar.

Erlent
Fréttamynd

Vilja aftur að samningaborðinu

Norður-kóreumenn eru tilbúnir til að snúa aftur að samningaborðinu og ræða næstu skref í kjarnorkudeilu sinni við vesturveldin. Alexander Alexeyev, vara-utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta í viðtali við Itar-Tass fréttastofuna síðdegis í dag. Ekki kemur fram í fréttinni að stjórnvöld í Pyongyang setji nokkur skilyrði fyrir því að hefja viðræður á ný eftir tæplega eins árs hlé.

Erlent
Fréttamynd

Ban Ki-Moon næsti framkvæmdastjóri SÞ

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna skipaði í kvöld Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, í embætti framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við af Kofi Annan um næstu áramót.

Erlent
Fréttamynd

Enn eitt hneykslið hjá Repúblíkönum

Fyrsti bandaríski þingmaðurinn hefur nú játað á sig mútuþægni í máli Jack Abramoffs, fulltrúa þrýsihóps sem hefur verið sakfelldur fyrir að bera fé á þingmenn. Bob Ney er fulltrúadeildarþingmaður Repúblíkanaflokksins frá Ohio. Hann dró framboð sitt til þingkosninganna í næsta mánuði til baka í ágúst þegar ljóst var að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafði hafið rannsókn á tengslum hans við Abramoff. Ney mun segja af sér þingmennsku á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Verðlaunaféð fer í sjúkrahús og matvælaverksmiðju

Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen smálána-bankinn sem hann stofnaði og veitir fátækum lán, deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Verðlaunaféð, um 100 milljónir króna, mun Yunus nota til að koma á fót verksmiðju sem framleiðir ódýr matvæli með miklu næringargildi auk þess að koma á fót í heimalandi sínu sjúkrahúsi sem sérhæfir sig í augnaðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að styðja Hamas

Bandaríkjamaðurinn Mohamed Shorbagi hefur játað á sig fyrir dómi í Bandaríkjunum að hafa veitt Hamas-samtökunum fjárstuðning. Shorbagi, sem er 42 ára, er imam í mosku í Georgíu-ríki. Í lok sumars var hann ákærður fyrir að styðja erlend hryðjuverkasamtök og gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. Bandarísk stjórnvöld skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Seðlabanki Japan tilkynnti í dag að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir. Stýrivextirnir í Japan hafa verið 0,25 prósent síðan í júlí þegar bankinn ákvað að láta af núllvaxtastefnu sinni og hækka vexti í fyrsta sinn í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ver verðlaunafénu til góðgerðamála

Mohammad Yunus, sem hlaut í morgun friðarverðlaun Nóbels á ásamt Grameen-smálánabankanum sem hann stofnaði, hyggst verja verðlaunafénu, um 95 milljónum króna, til góðgerðamála.

Erlent
Fréttamynd

BAE selur í Airbus

Breski hergagnaframleiðandinn BAE Systems hefur lokið við sölu á 20 prósenta hlut sínum í flugvélaframleiðandanum Airbus til EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tyrkir hóta Frökkum hefndum

Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í dag að Tyrkir myndu leita hefnda gegn Frökkum, sem í gær samþykktu lög um að skilgreina það sem glæpsamlegt athæfi að neita því að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg

Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Friðsamleg mótmæli fyrir utan sendiráð Dana í Djakarta

Hópur múslíma kom saman fyrir framan sendiráð Danmerkur í Djakarta í Indónesíu í morgun til þess að mótmæla nýjum teikningum af Múhameð spámanni sem birst hafa á vegum Danska þjóðarflokksins að undanförnu. Mótmælin voru þó fámenn og friðsamleg en þau áttu sér stað eftir föstudagsbæn múslíma.

Erlent