Erlendar

Fréttamynd

Ívar samdi við Reading til 2008

Ívar Ingimarsson hefur skrifað undir nýjan samning við fyrstu deildar liðið Reading, sem þýðir að hann verður hjá félaginu í þrjú ár til viðbótar. Ívar hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2003, en samningur hans hefði runnið út í sumar.

Sport
Fréttamynd

Hef ekkert rætt við fulltrúa Arsenal

Útsendari frá Arsenal fylgdist með Fernando Torres hjá Atletico Madrid spila um síðustu helgi og það gaf orðrómi um kaup Arsenal á framherjanum byr undir báða vængi í gær. Umboðsmaður Torres segist hinsvegar ekki hafa heyrt í neinum frá Arsenal í meira en eitt og hálft ár.

Sport
Fréttamynd

King og Lampard heilir

Þrátt fyrir fréttir um hið andstæða í gær, virðist nú sem þeir Ledley King og Frank Lampard verði klárir í slaginn með enska landsliðinu gegn Argentínu á laugardaginn. Talið var að King gæti ekki spilað vegna hnémeiðsla, en bæði hann og Lampard komust í gegn um æfingu með enska liðinu í morgun.

Sport
Fréttamynd

Vitali Klitschko hættur

Þungavigtarhnefaleikarinn Vitali Klitschko hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 34 ára gamall vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur átt við að stríða á undanförnum mánuðum. Fyrirhuguðum andstæðingi hans Hasim Rahman hefur því verið afhent WBC meistarabeltið, en þeir áttu að berjast núna 12. nóvember.

Sport
Fréttamynd

Nowitzki meiddist og Dallas tapaði

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Philadelphia sigraði Dallas auðveldlega 112-97 eftir að Dallas var án Dirk Nowitzki lengst af í leiknum, en hann meiddist í baki. Keith Van Horn skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas, en Allen Iverson skoraði 25 stig fyrir Philadelphia.

Sport
Fréttamynd

Ballack verður ekki seldur í janúar

Michael Becker, umboðsmaður miðjumannsins Michael Ballack hjá Bayern Munchen, segir að leikmaðurinn verði alls ekki seldur frá Bayern þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar, en fjöldi liða er á höttunum eftir Ballack sem hefur enn ekki gefið upp hvort hann ætli að framlengja samning sinn við Bayern.

Sport
Fréttamynd

Ledley King meiddur á hné

Nú þykir ólíklegt að varnarmaðurinn Ledley King verði með enska landsliðinu þegar það mætir Argentínumönnum í æfingaleik á laugardaginn, eftir að hann gat ekki æft með liðinu í dag vegna hnémeiðsla.

Sport
Fréttamynd

Verður frá í tvo mánuði

Miðvallarleikmaðurinn Mark van Bommel hjá Barcelona verður frá keppni í um tvo mánuði eftir að að hann meiddist illa á æfingu með hollenska landsliðinu. Hann fór í aðhlynningu hjá læknum í Amsterdam og hefur verið ráðlagt að fara ekki strax til Barcelona vegna þess að hann er enn mikið bólginn.

Sport
Fréttamynd

Philadelphia - Dallas í beinni

Leikur Philadelphia 76ers og Dallas Mavericks verður í beinni útsendingu á NBA TV körfuboltastöðinni á Digital Ísland í kvöld. Þarna eru á ferðinni tvö skemmtileg lið, sem hafa á að skipa tveimur af betri leikmönnum heimsins, þeim Allen Iverson og Dirk Nowitzki.

Sport
Fréttamynd

Fékk Mike Tyson í heimsókn

Tveir kóngar í íþróttaheiminum, knattspyrnuhetjan Diego Armando Maradona og hnefaleikakappinn Mike Tyson, fóru mikinn í sjónvarpsþætti þess fyrrnefnda í argentísku sjónvarpi í gær. Maradona og Tyson eiga ýmislegt sameiginlegt.

Sport
Fréttamynd

Sacramento fékk grínið borgað

Skondin uppákoma varð fyrir leik Sacramento og Detroit í NBA í nótt. Í upphitun fyrir leik liðanna eru venjulega spiluð myndbrot á risaskjá fyrir ofan völlinn og þegar lið Detroit var kynnt, hafði einhverjum háðfuglinum dottið í hug að sýna myndir af brenndum bílum og ónýtum byggingum, til að gera grín af staðalmyndum um bílaborgina. Þetta fór ekki vel fyrir brjóstið á leikmönnum Detroit.

Sport
Fréttamynd

Hannover rekur þjálfarana

Þýska úrvalsdeildarliðið Hannover 96 hefur rekið aðalþjálfarann Ewald Lienen og aðstoðarmann hans Michael Frontzeck, eftir að þeir náðu aðeins einum sigri í síðustu átta leikjum með liðið. Lienen er þriðji þjálfarinn sem tekur pokann sinn í úrvalsdeildinni í vetur, en áður höfðu þeir Klaus Augenthaler hjá Leverkusen og Wolfgan Wolf hjá Nurnberg verið látnir fara.

Sport
Fréttamynd

Þrælahald stundað í fótbolta

Sextán ára knattspyrnumenn frá Afríku fara unnvörpum til Belgíu að reyna fyrirsér í atvinnumennskunni. Fæstir ná að uppfylla þann draum og þeir lenda á bótum hjá belgíska ríkinu.

Sport
Fréttamynd

Byrjar strax að æfa aftur

Fyrirliði Newcastle, Alan Shearer, er strax kominn aftur heim til Newcastle eftir kviðslitsaðgerð sem hann gekkst undir í Þýskalandi í byrjun vikunnar og hefur þegar byrjað rólegar æfingar.

Sport
Fréttamynd

Tibúinn að mæta Argentínu

David Beckham hefur átt eftirminnilegar stundir með enska landsliðinu þegar það hefur mætt Argentínumönnum á stórmótum og hlakkar til að mæta þeim í vináttuleik þann 12. næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Verðum að ná í 20 stig fyrir jól

Birmingham hefur gengið skelfilega í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð og liðið situr nú í 19. sæti deildarinnar með aðeins sex stig úr fyrstu tólf leikjunum. Steve Bruce hefur sett liðinu markmið og ætlar því að vera komið með 20 stig um jólin.

Sport
Fréttamynd

Detroit enn taplaust

Detroit Pistons heldur áfram sigurgöngu sinni í upphafi leiktíðar í NBA og í gær rúllaði liðið yfir Sacramento á útivelli 102-88. Milwaukee Bucks tapaði sínum fyrsta leik, en Los Angeles Lakers byrjar ágætlega.

Sport
Fréttamynd

Memphis-Seattle í beinni

Einn leikur verður í beinni útsendingu á NBA TV í nótt, en það er viðureign Memphis Grizzlies og Seattle Supersonics. Memphis hefur unnið tvo leiki og tapað einum, en Seattle hefur spilað tvo leiki og unnið annan þeirra. Pau Gasol er stigahæstur í liði Memphis með rúm 25 stig að meðaltali í leik, en Ray Allen hefur skorað rúmt 31 stig í leik fyrir Seattle. Leikurinn hefst klukkan eitt í nótt.

Sport
Fréttamynd

Graham Rix þjálfar Hearts

Í dag var staðfest að fyrrum þjálfari Portsmouth, Graham Rix hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hearts í Skotlandi. Á næstunni er svo fyrirhugað að ráða yfirmann knattspyrnumála til félagsins, en allir menn í þessum stöðum voru látnir fara eða sögðu upp fyrir stuttu vegna deilna við eiganda félagsins.

Sport
Fréttamynd

Ég á skilið að vera í landsliðinu

David James, markvörður Manchester City segir að trú hans á sjálfan sig hafi gert honum kleift að vinna sér aftur inn sæti í enska landsliðinu, en James missti sæti sitt í liðinu eftir skelfilega frammistöðu gegn Dönum á Parken í ágúst.

Sport
Fréttamynd

Rooney má ekki vera undir pressu

Landsliðsþjálfari Þjóðverja telur að enska landsliðið hafi fulla burði til að verða heimsmeistari í Þýskalandi á næsta ári, en segir að Englendingar verði að gæta þess að setja ekki of mikla pressu á hinn unga Wayne Rooney.

Sport
Fréttamynd

Á yfir höfði sér frekari refsingu

Lauren Robert gæti átt yfir höfði sér aðra refsingu sína á stuttum tíma frá félagi sínu Portsmouth, eftir að hann gagnrýndi liðið harðlega í viðtölum eftir tapið gegn Wigan um helgina.

Sport
Fréttamynd

Maradona var svindlari

Paul Robinson, markvörður Tottenham og enska landsliðsins, hefur gefið góð fyrirheit fyrir vináttulandsleik Englands og Argentínu þann 12. nóvember næstkomandi, því á blaðamannafundi í dag sagði hann að Maradona hefði verið svindlari.

Sport
Fréttamynd

Seinna prófið líka jákvætt

Knattspyrnumaðurinn Abel Xavier hjá Middlesbrough á yfir höfði sér árs leikbann eftir að í ljós kom að seinna lyfjaprófið sem tekið var af honum eftir leik í Evrópukeppninni á dögunum, var einnig jákvætt og sýndi fram á steraneyslu að því er talið er.

Sport
Fréttamynd

Ferguson staðfestir janúarkaup

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að félagið muni styrkja leikmannahóp sinn þegar opnar fyrir félagaskiptagluggann í janúar.

Sport
Fréttamynd

San Antonio þurfti framlengingu í Chicago

Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs.

Sport
Fréttamynd

Bolton í þriðja sætið

Bolton vann góðan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, 1-0 með marki frá Kevin Nolan á 31. mínútu og lyfti sér í þriðja sæti deildarinnar. Heimamenn voru ívið betri í leiknum, en bæði lið fengu reyndar nokkur góð marktækifæri í rokinu á Reebok Stadium í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Bolton og Tottenham mætast í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20, þar sem Bolton tekur á móti Tottenham. Bæði lið hafa byrjað mjög vel í haust og ætla sér sæti í Evrópukeppninni á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Við getum endurtekið sigurgönguna

Eiður Smári Guðjohnsen segir að keppinautum Chelsea í ensku úrvalsdeildinni beri að vara sig, því meistararnir séu fullfærir um að endurtaka 40 leikja taplausa hrinu sína í deildinni.

Sport