Erlendar Verður í hóp Tottenham í kvöld Miðjumaðurinn ungi hjá Tottenham Hotspurs, Wayne Routledge, sem félagið keypti frá Crystal Palace í sumar verður í hóp liðsins gegn Portsmouth í kvöld eftir að hafa verið frá keppni síðan síðla sumars vegna fótbrots. Sport 12.12.2005 15:41 Ragnick hættur hjá Schalke Ralf Rangnick hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarliðið Schalke. Rangnick hafði ætlað að hætta eftir að samningur hans rynni út í sumar, en hann hefur átt erfitt samband við stjórn liðsins að undanförnu og gengi liðsins hefur ekki þótt nógu gott. Sport 12.12.2005 15:05 Við verðum með í baráttunni Roberton Mancini hefur fulla trú á því að lið hans Inter Milan geti veitt AC Milan og Juventus verðuga samkeppni í baráttunni um ítalska meistaratitilinn eftir að lið hans lagði erkifjendur sína í AC í Milanoslagnum í gær, 3-2. Sport 12.12.2005 15:28 Tap hjá Leverkusen Það gengur vægast sagt erfiðlega hjá félagi Jakobs Sigurðarsonar í þýska körfuboltanum þessa dagana, en í gær tapaði liðið enn einum leiknum og er liðið sem stendur næstneðst í deildinni. Jakob skoraði 3 stig í gær þegar liðið tapaði fyrir Bonn 94-85. Sport 12.12.2005 14:38 Liverpool vill sigur og ekkert annað "Við komum hingað til að vinna, það er svo einfalt," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sem í dag lenti í Japan þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða á næstu dögum og mætir Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka á fimmtudaginn. Sport 12.12.2005 14:29 Öfundar vörn Chelsea Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur gefið það út að hann öfundi vörn Chelsea eftir að liði hans mistókst að sigra Everton í deildinni í gær, þrátt fyrir að hafa gríðarlega yfirburði á vellinum. Sport 12.12.2005 14:23 Hafði neytt kókaíns Hinn 29 ára gamli leikmaður Swansea, Ijah Anderson hefur verið dæmdur í keppnisbann um óákveðinn tíma eftir að hann féll á lyfjaprófi þar sem ljóst þótti að hann hefði neytt kókaíns. Anderson á yfir höfði sér sex mánaða keppnisbann af hendi knattspyrnusambandsins í Wales. Sport 12.12.2005 14:54 Van Gundy segir af sér Samkvæmt heimildum frá ESPN í Bandaríkjunum hefur Stan Van Gundy, þjálfari Miami Heat, sagt starfi sínu lausu hjá félaginu og er hættur. Búist er við að formleg tilkynning frá félaginu berist síðar í kvöld, en þetta leiðir líkum að því að forseti félagsins, Pat Riley, ætli sjálfur að setjast í þjálfarastólinn og taka við liðinu en hann gerði LA Lakers að meisturum oftar en einu sinni á sínum tíma. Sport 12.12.2005 14:46 Redknapp vill ná stigi Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að stefnan sé að ná í eitt stig þegar lið hans sækir Tottenham Hotspurs heim í leik kvöldsins. Þetta verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Redknapp, en liðin eru á mjög ólíku róli í deildinni. Sport 12.12.2005 14:08 Viðurkenna áhuga sinn á Keane Forráðamenn Real Madrid á Spáni hafa nú viðurkennt að hafa mikinn áhuga á að fá Roy Keane í sínar raðir, en spænskir fjölmiðlar voru í gær uppfullir af fregnum um að hann væri að undirgangast læknisskoðun hjá Real. Talsmenn félagsins hafa nú slegið þónokkuð á þær vangaveltur. Sport 12.12.2005 13:57 Kosinn þjálfari ársins af BBC Jose Mourinho var í gærkvöld útnefndur þjálfari ársins af BBC fyrir að gera Chelsea að meisturum í fyrsta skipti í hálfa öld í fyrra, en hann tók við verðlaununum við sérstaka athöfn þar sem breskt íþróttafólk var heiðrað fyrir framúrskarandi árangur. Þá fékk brasilíska knattspyrnugoðið Pele sérstök verðlaun fyrir ævistarf sitt og það var einmitt Mourinho sjálfur sem afhenti honum verðlaunin. Sport 12.12.2005 13:53 Sjötti sigur Detroit í röð Detroit Pistons heldur fast í toppsætið í NBA deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið góðan útisigur á spútnikliði LA Clippers, þrátt fyrir stórleik frá Elton Brand. Shaquille O´Neal sneri aftur úr meiðslum hjá Miami Heat og hjálpaði liðinu að ná sigri gegn Washington í framlengingu. Sport 12.12.2005 12:59 Fótbolti er karlmannsíþrótt Michael Essien, miðjumaður Chelsea segist í viðtali við People í dag ekki vera grófur leikmaður en hann liggur þessa dagana undir harðri gagnrýni vegna ljótrar tæklingar á Dietmar Hamann í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Sport 11.12.2005 16:03 Jafnt hjá Man Utd og Everton Man Utd mistókst að endurheimta 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú undir kvöldið þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Everton á Old Trafford. Stuðningsmenn Man Utd bauluðu á sína leikmenn þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Sport 11.12.2005 17:59 Stefán skoraði fyrir Lyn Stefán Gíslason skoraði eitt mark norska liðsins Lyn sem vann sænska liðið Gautaborg, 3-1 Royal League eða skandinavísku meistaradeildinni í fótbolta í dag. Jóhannes Harðarson lék allan leikinn í liði Start sem gerði 3-3 jafntelfi við Vålerenga í sömu keppni. Sport 11.12.2005 17:36 Frábær endurkoma Els Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els vann sigur á Dunhill meistaramótinu í golfi í Evrópumótaröðinni í Suður Afríku í dag með þriggja högga forystu. Els átti frábæran lokadag í dag og lék á 68 höggum. Hann fékk 5 fugla og einn skolla og lauk keppni á samtals 274 höggum eða samtals 14 höggum undir pari. Sport 11.12.2005 16:59 1-1 í hálfleik hjá Man Utd og Everton Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Manchester United og Everton eigast við á Old Trafford. Þar er nýbúið að flauta til hálfleiks og er staðan 1-1. Everton komst yfir strax á 7. mínútu með marki James McFadden en Ryan Giggs jafnaði metin fyrir heimamenn á 15. mínútu eftir sendingu frá Paul Scholes. Sport 11.12.2005 16:45 Juventus í 10 stiga forystu Juventus náði í dag 10 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta þegar liðið valtaði yfir Cagliari, 4-0. David Trezeguet skoraði tvö mörk fyrir Juve og Pavel Nedved eitt en fjórða markið var sjálfsmark. 7 leikjum er lokið í Serie A í dag. Sport 11.12.2005 16:26 Keane og Wenger til Real? Nú virðist fara að draga til tíðinda hjá Real Madrid sem er í þjálfaraleit. Fréttir frá Spáni herma nú að Madridarfélagið ætli að bjóða Arsene Wenger, stjóra Arsenal, 15 milljónir punda fyrir að taka við liðinu. Þá herma fregnir einnig að Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd hafi gengist undir læknisskoðum hjá Real Madrid í gær og gengið verði frá samningi við hann eftir helgina. Sport 11.12.2005 15:18 Fótbolta eða júdó? Knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger segir að Alan Shearer, fyrirliði Newcastle komist upp með meira en aðrir leikmenn. Wenger er ósáttur við frammistöðu dómarans Dermot Gallagher þegar Arsenal tapaði 1-0 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal lék manni færri eftir að Gilberto fékk rauða spjaldið eftir 57 mínútna leik liðanna á St James Park. Sport 11.12.2005 14:54 Hræddur við Ástrala Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta segist vera guðs lifandi feginn því að hafa ekki dregist í riðil með Áströlum á HM sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Hann segist óttast Ástrala sérstaklega vegna þess hve mikill rígur er á milli þjóðanna í íþróttagreinum. Sport 11.12.2005 14:13 Íslendingarnir úr leik Íslenska sundfólkið, Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir eru úr leik á Evrópumeistaramótinu í Trieste á Ítalíu en þau luku keppni í morgun. Jakob hafnaði í 19. sæti af 34 keppendum í undanrásum í 200 metra bringusundi en hann synti á 2 mín og 12.45 sek í morgun. Ragnheiður varð í 24. sæti af 41 keppanda í undanrásum í 50 metra skriðsundi en hún synti á 25.93 sek. Sport 11.12.2005 13:43 KA úr leik í Evrópu KA er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta karla en norðanmenn töpuðu með 10 marka mun gegn Steaua Bucharest, 31-21 í Rúmeníu í morgun. Þetta var í síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum en þeim fyrri lauk með sigri KA á Akureyri. Sport 11.12.2005 13:26 LeBron með 52 stig Það urðu heldur betur óvænt úrslit í NBA körfuboltanum í nótt þegar Atlanta Hawks unnu meistarana í San Antonio Spurs, 94-84 eftir sjö tapleiki í röð. Hinn tvítugi LeBron James gerði sér lítið fyrir og skoraði 52 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem tapaði fyrir Milwaukee. Sport 11.12.2005 13:13 Hlakkar til að mæta Svíþjóð Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, er sáttur við riðil Englands á heimsmeistaramótinu sem fram fer á næsta ári. Enska landsliðið er með Svíþjóð, Paragvæ og Trinidad og Tobago í B-riðli. Sport 10.12.2005 20:21 Kominn með skjöld og byssu Krimmarnir í Miami mega gæta sín því lögreglan í Miami var að útskrifa stærsta lögregluþjón heimsins, Shaquille O"Neal. Shaq neitaði að sverja eiðinn með hinum lögreglumönnunum sem voru að útskrifast þar sem hann vildi ekki skyggja á stóra daginn þeirra. Sport 10.12.2005 20:21 Segist ráða við Kahn Jens Lehmann, markvörður Arsenal, er bjartsýnn á að geta slegið Oliver Kahn út úr þýska landsliðinu fyrir HM næsta sumar. Jurgen Klinsmann, þjálfari Þjóðverja, er ekki búinn að velja aðalmarkvörð en valið stendur á milli Kahns og Lehmanns. Sport 10.12.2005 20:21 Fylgist með ungum Svía Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er þessa dagana með í skoðun hinn 18 ára gamla Svía, Daniel Larsson, sem leikur með Hacken. Hann hefur tvisvar farið til Chelsea og gengið ágætlega. Sport 10.12.2005 20:21 Bíður eftir svari frá Keane David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, er enn að bíða eftir því að Roy Keane svari tilboði þeirra um að koma til Liverpool og spila fótbolta fyrir Everton. Sport 10.12.2005 20:20 Hengir upp treyju númer 33 Chicago Bulls heiðraði framlag Scottie Pippens til félagsins þegar það ákvað að hengja treyju númer 33 upp í rjáfur og verður hún þar af leiðandi ekki notuð aftur. Treyjan var hengd upp í leikhléi á leik Bulls og Lakers og Pippen átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði áhorfendur. Sport 10.12.2005 20:21 « ‹ 246 247 248 249 250 251 252 253 254 … 264 ›
Verður í hóp Tottenham í kvöld Miðjumaðurinn ungi hjá Tottenham Hotspurs, Wayne Routledge, sem félagið keypti frá Crystal Palace í sumar verður í hóp liðsins gegn Portsmouth í kvöld eftir að hafa verið frá keppni síðan síðla sumars vegna fótbrots. Sport 12.12.2005 15:41
Ragnick hættur hjá Schalke Ralf Rangnick hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarliðið Schalke. Rangnick hafði ætlað að hætta eftir að samningur hans rynni út í sumar, en hann hefur átt erfitt samband við stjórn liðsins að undanförnu og gengi liðsins hefur ekki þótt nógu gott. Sport 12.12.2005 15:05
Við verðum með í baráttunni Roberton Mancini hefur fulla trú á því að lið hans Inter Milan geti veitt AC Milan og Juventus verðuga samkeppni í baráttunni um ítalska meistaratitilinn eftir að lið hans lagði erkifjendur sína í AC í Milanoslagnum í gær, 3-2. Sport 12.12.2005 15:28
Tap hjá Leverkusen Það gengur vægast sagt erfiðlega hjá félagi Jakobs Sigurðarsonar í þýska körfuboltanum þessa dagana, en í gær tapaði liðið enn einum leiknum og er liðið sem stendur næstneðst í deildinni. Jakob skoraði 3 stig í gær þegar liðið tapaði fyrir Bonn 94-85. Sport 12.12.2005 14:38
Liverpool vill sigur og ekkert annað "Við komum hingað til að vinna, það er svo einfalt," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sem í dag lenti í Japan þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða á næstu dögum og mætir Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka á fimmtudaginn. Sport 12.12.2005 14:29
Öfundar vörn Chelsea Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur gefið það út að hann öfundi vörn Chelsea eftir að liði hans mistókst að sigra Everton í deildinni í gær, þrátt fyrir að hafa gríðarlega yfirburði á vellinum. Sport 12.12.2005 14:23
Hafði neytt kókaíns Hinn 29 ára gamli leikmaður Swansea, Ijah Anderson hefur verið dæmdur í keppnisbann um óákveðinn tíma eftir að hann féll á lyfjaprófi þar sem ljóst þótti að hann hefði neytt kókaíns. Anderson á yfir höfði sér sex mánaða keppnisbann af hendi knattspyrnusambandsins í Wales. Sport 12.12.2005 14:54
Van Gundy segir af sér Samkvæmt heimildum frá ESPN í Bandaríkjunum hefur Stan Van Gundy, þjálfari Miami Heat, sagt starfi sínu lausu hjá félaginu og er hættur. Búist er við að formleg tilkynning frá félaginu berist síðar í kvöld, en þetta leiðir líkum að því að forseti félagsins, Pat Riley, ætli sjálfur að setjast í þjálfarastólinn og taka við liðinu en hann gerði LA Lakers að meisturum oftar en einu sinni á sínum tíma. Sport 12.12.2005 14:46
Redknapp vill ná stigi Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að stefnan sé að ná í eitt stig þegar lið hans sækir Tottenham Hotspurs heim í leik kvöldsins. Þetta verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Redknapp, en liðin eru á mjög ólíku róli í deildinni. Sport 12.12.2005 14:08
Viðurkenna áhuga sinn á Keane Forráðamenn Real Madrid á Spáni hafa nú viðurkennt að hafa mikinn áhuga á að fá Roy Keane í sínar raðir, en spænskir fjölmiðlar voru í gær uppfullir af fregnum um að hann væri að undirgangast læknisskoðun hjá Real. Talsmenn félagsins hafa nú slegið þónokkuð á þær vangaveltur. Sport 12.12.2005 13:57
Kosinn þjálfari ársins af BBC Jose Mourinho var í gærkvöld útnefndur þjálfari ársins af BBC fyrir að gera Chelsea að meisturum í fyrsta skipti í hálfa öld í fyrra, en hann tók við verðlaununum við sérstaka athöfn þar sem breskt íþróttafólk var heiðrað fyrir framúrskarandi árangur. Þá fékk brasilíska knattspyrnugoðið Pele sérstök verðlaun fyrir ævistarf sitt og það var einmitt Mourinho sjálfur sem afhenti honum verðlaunin. Sport 12.12.2005 13:53
Sjötti sigur Detroit í röð Detroit Pistons heldur fast í toppsætið í NBA deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið góðan útisigur á spútnikliði LA Clippers, þrátt fyrir stórleik frá Elton Brand. Shaquille O´Neal sneri aftur úr meiðslum hjá Miami Heat og hjálpaði liðinu að ná sigri gegn Washington í framlengingu. Sport 12.12.2005 12:59
Fótbolti er karlmannsíþrótt Michael Essien, miðjumaður Chelsea segist í viðtali við People í dag ekki vera grófur leikmaður en hann liggur þessa dagana undir harðri gagnrýni vegna ljótrar tæklingar á Dietmar Hamann í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Sport 11.12.2005 16:03
Jafnt hjá Man Utd og Everton Man Utd mistókst að endurheimta 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú undir kvöldið þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Everton á Old Trafford. Stuðningsmenn Man Utd bauluðu á sína leikmenn þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Sport 11.12.2005 17:59
Stefán skoraði fyrir Lyn Stefán Gíslason skoraði eitt mark norska liðsins Lyn sem vann sænska liðið Gautaborg, 3-1 Royal League eða skandinavísku meistaradeildinni í fótbolta í dag. Jóhannes Harðarson lék allan leikinn í liði Start sem gerði 3-3 jafntelfi við Vålerenga í sömu keppni. Sport 11.12.2005 17:36
Frábær endurkoma Els Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els vann sigur á Dunhill meistaramótinu í golfi í Evrópumótaröðinni í Suður Afríku í dag með þriggja högga forystu. Els átti frábæran lokadag í dag og lék á 68 höggum. Hann fékk 5 fugla og einn skolla og lauk keppni á samtals 274 höggum eða samtals 14 höggum undir pari. Sport 11.12.2005 16:59
1-1 í hálfleik hjá Man Utd og Everton Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Manchester United og Everton eigast við á Old Trafford. Þar er nýbúið að flauta til hálfleiks og er staðan 1-1. Everton komst yfir strax á 7. mínútu með marki James McFadden en Ryan Giggs jafnaði metin fyrir heimamenn á 15. mínútu eftir sendingu frá Paul Scholes. Sport 11.12.2005 16:45
Juventus í 10 stiga forystu Juventus náði í dag 10 stiga forystu á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta þegar liðið valtaði yfir Cagliari, 4-0. David Trezeguet skoraði tvö mörk fyrir Juve og Pavel Nedved eitt en fjórða markið var sjálfsmark. 7 leikjum er lokið í Serie A í dag. Sport 11.12.2005 16:26
Keane og Wenger til Real? Nú virðist fara að draga til tíðinda hjá Real Madrid sem er í þjálfaraleit. Fréttir frá Spáni herma nú að Madridarfélagið ætli að bjóða Arsene Wenger, stjóra Arsenal, 15 milljónir punda fyrir að taka við liðinu. Þá herma fregnir einnig að Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd hafi gengist undir læknisskoðum hjá Real Madrid í gær og gengið verði frá samningi við hann eftir helgina. Sport 11.12.2005 15:18
Fótbolta eða júdó? Knattspyrnustjóri Arsenal, Arsene Wenger segir að Alan Shearer, fyrirliði Newcastle komist upp með meira en aðrir leikmenn. Wenger er ósáttur við frammistöðu dómarans Dermot Gallagher þegar Arsenal tapaði 1-0 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal lék manni færri eftir að Gilberto fékk rauða spjaldið eftir 57 mínútna leik liðanna á St James Park. Sport 11.12.2005 14:54
Hræddur við Ástrala Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í fótbolta segist vera guðs lifandi feginn því að hafa ekki dregist í riðil með Áströlum á HM sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Hann segist óttast Ástrala sérstaklega vegna þess hve mikill rígur er á milli þjóðanna í íþróttagreinum. Sport 11.12.2005 14:13
Íslendingarnir úr leik Íslenska sundfólkið, Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir eru úr leik á Evrópumeistaramótinu í Trieste á Ítalíu en þau luku keppni í morgun. Jakob hafnaði í 19. sæti af 34 keppendum í undanrásum í 200 metra bringusundi en hann synti á 2 mín og 12.45 sek í morgun. Ragnheiður varð í 24. sæti af 41 keppanda í undanrásum í 50 metra skriðsundi en hún synti á 25.93 sek. Sport 11.12.2005 13:43
KA úr leik í Evrópu KA er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta karla en norðanmenn töpuðu með 10 marka mun gegn Steaua Bucharest, 31-21 í Rúmeníu í morgun. Þetta var í síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum en þeim fyrri lauk með sigri KA á Akureyri. Sport 11.12.2005 13:26
LeBron með 52 stig Það urðu heldur betur óvænt úrslit í NBA körfuboltanum í nótt þegar Atlanta Hawks unnu meistarana í San Antonio Spurs, 94-84 eftir sjö tapleiki í röð. Hinn tvítugi LeBron James gerði sér lítið fyrir og skoraði 52 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem tapaði fyrir Milwaukee. Sport 11.12.2005 13:13
Hlakkar til að mæta Svíþjóð Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, er sáttur við riðil Englands á heimsmeistaramótinu sem fram fer á næsta ári. Enska landsliðið er með Svíþjóð, Paragvæ og Trinidad og Tobago í B-riðli. Sport 10.12.2005 20:21
Kominn með skjöld og byssu Krimmarnir í Miami mega gæta sín því lögreglan í Miami var að útskrifa stærsta lögregluþjón heimsins, Shaquille O"Neal. Shaq neitaði að sverja eiðinn með hinum lögreglumönnunum sem voru að útskrifast þar sem hann vildi ekki skyggja á stóra daginn þeirra. Sport 10.12.2005 20:21
Segist ráða við Kahn Jens Lehmann, markvörður Arsenal, er bjartsýnn á að geta slegið Oliver Kahn út úr þýska landsliðinu fyrir HM næsta sumar. Jurgen Klinsmann, þjálfari Þjóðverja, er ekki búinn að velja aðalmarkvörð en valið stendur á milli Kahns og Lehmanns. Sport 10.12.2005 20:21
Fylgist með ungum Svía Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er þessa dagana með í skoðun hinn 18 ára gamla Svía, Daniel Larsson, sem leikur með Hacken. Hann hefur tvisvar farið til Chelsea og gengið ágætlega. Sport 10.12.2005 20:21
Bíður eftir svari frá Keane David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, er enn að bíða eftir því að Roy Keane svari tilboði þeirra um að koma til Liverpool og spila fótbolta fyrir Everton. Sport 10.12.2005 20:20
Hengir upp treyju númer 33 Chicago Bulls heiðraði framlag Scottie Pippens til félagsins þegar það ákvað að hengja treyju númer 33 upp í rjáfur og verður hún þar af leiðandi ekki notuð aftur. Treyjan var hengd upp í leikhléi á leik Bulls og Lakers og Pippen átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði áhorfendur. Sport 10.12.2005 20:21