Erlendar

Fréttamynd

Liverpool að landa Kromkamp

Nú eiga þeir Josemi og Jan Kromkamp aðeins eftir að standast læknisskoðun svo félagaskipti þeirra milli Liverpool og Villareal geti gengið í gegn. Þeir hafa báðir komist að kaupum og kjörum og því er búist við að skiptin fari fram eftir um það bil viku.

Sport
Fréttamynd

Þórir skoraði tíu mörk fyrir Lubbecke

Fimm leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þórir Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir lið sitt Lubbecke þegar það burstaði Delitzsch 40-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði níu mörk fyrir Gummersbach í sigri liðsins á Minden, Róbert Gunnarsson bætti við þremur mörkum fyriri Gummersbach, en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Minden.

Sport
Fréttamynd

Earnshaw fær ekki að fara

Framherjinn Robert Earnshaw hefur nú í annað sinn verið neitað um að fá að fara frá félaginu og hefur Bryan Robson knattspyrnustjóri harðneitað að leyfa leikmanninum að fara á sölulista í janúar.

Sport
Fréttamynd

Jólaörtröðin er Eriksson að kenna

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru mjög óhressir með það uppistand sem hefur orðið á keppninni um jólin, þar sem fresta hefur þurft leikjum vegna kulda og snjóa, en forráðamenn liðanna í deildinni hafa einnig kvartað sáran undan of miklu leikjaálagi yfir hátíðarnar. Þetta mun allt saman vera Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga að kenna að þeirra mati.

Sport
Fréttamynd

Ólafur og félagar bikarmeistarar

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real tryggðu sér sigur í deildarbikarkeppninni á Spáni, þriðja árið í röð í fyrrakvöld þegar liðið sigraði Portland San Antonio í úrslitaleik 31-23. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Ciudad vinnur þennan titil.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo meiddur

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid meiddist á kálfa á æfingu í gær og talið er víst að hann missi því af bikarleiknum gegn Atletico Bilbao þann 3. janúar, en framherjinn Raul er enn frá vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í nóvember. Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate er þó byrjaður að æfa á ný eftir að hafa verið meiddur á læri.

Sport
Fréttamynd

Tungumálaerfiðleikar helsta ástæða skiptanna

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur viðurkennt að helsta ástæða þess að hann ákvað að skipta varnarmanninum Josemi til Villareal á Spáni hafi verið tungumálaerfiðleikar leikmannsins, en því var einmitt svo farið líka með manninn sem kemur í skiptum fyrir hann ef samningar nást, Hollendinginn Jan Kromkamp.

Sport
Fréttamynd

Agathe orðaður við Leeds og Boro

Franski varnarmaðurinn Didier Agathe hjá Glasgow Celtic mun að öllum líkindum fara frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnast eftir áramótin og er hann nú orðaður við Middlesbrough í úrvalsdeildinni og Leeds í þeirri fyrstu. Agathe hefur ekki verið í náðinni hjá Gordon Strachan, stjóra Celtic og hefur lítið fengið að spila.

Sport
Fréttamynd

Chelsea að landa Maniche

Úrvalsdeildarlið Chelsea er sagt vera að leggja lokahönd á að fá portúgalska miðjumanninn Maniche til sín á lánssamningi frá Dynamo Moskvu, með möguleika á að kaupa hann í sumar. Maniche spilaði undir stjórn Jose Mourinho hjá Benfica og Porto á sínum tíma og er 28 ára gamall, en honum verður væntanlega ætlað að fylla skarð Michael Essien þegar hann fer í Afríkukeppnina eftir áramótin.

Sport
Fréttamynd

Efast um að Woods toppi Nicklaus

Golfsérfræðingurinn Peter Alliss hjá BBC segist efast um að Tiger Woods nái að slá met Jack Nicklaus yfir flesta sigra á stórmótum á ferlinum. Woods, sem er þrítugur, hefur sigrað á 10 stórmótum til þessa en Nicklaus vann 18 slík á sínum ferli, þar af 11 fyrir þrítugt.

Sport
Fréttamynd

Beckham á ekki skilið að vera í landsliðinu

Fyrrum landsliðsmaðurinn Chris Waddle gaf það út í viðtali við BBC í gær að fyrirliðinn David Beckham ætti ekki skilið að halda sæti sínu í enska landsliðinu á miðað við þá spilamennsku sem hann hefði sýnt að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Kromkamp til Liverpool í skiptum fyrir Josemi

Nú á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í skiptum Liverpool og Villareal á leikmönnunum Jan Kromkamp og Josemi sem væntanlega ganga í gegn eftir áramótin ef leikmenn klára að semja um kaup og kjör. Kromkamp þessi er hollenskur landsliðsmaður og getur spilað bæði í vörn og á miðju. Hann er 25 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Detroit heldur áfram

Detroit Pistons vann í nótt níunda leikinn í röð í NBA deildinni þegar það skellti Miami Heat 106-101 á heimavelli sínum, en uppgjör liðanna sem mættust í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra var æsispennandi fram á lokamínúturnar þar sem Pistons sýndi af hverju liðið hefur verið í úrslitum NBA tvö ár í röð.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í kvöld

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Grosswallstadt sigraði Kronau Ostringen 27-26 þar sem Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Grosswallstadt. Nordhorn sigraði Dusseldorf 30-29 og Göppingen lagði Hamburg 34-29.

Sport
Fréttamynd

Solskjær biður um tíma

Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær biður stuðningmenn Manchester United um að gefa sér tíma til að koma til baka úr langvarandi meiðslum sínum og segir að fólk verði alfarið að stilla væntingar sínar í hóf með framhaldið á ferli sínum. Solskjær spilaði sjö mínútur með Manchester United í jafnteflinu gegn Birmingham í gær, en það var í fyrsta sinn í átján mánuði sem hann spilaði í úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Augenthaler tekinn við Wolfsburg

Fyrrum landsliðsmaðurinn Klaus Augenthaler hefur verið ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Wolfsburg, en samningurinn gildir út árið 2007. Augenthaler tekur við af Holger Fach sem var rekinn fyrir jólin, en hann stýrði áður liði Bayer Leverkusen.

Sport
Fréttamynd

Verður Pandiani áfram á Englandi?

Svo gæti farið að framherjinn Walter Pandiani færi ekki frá Birmingham eins og til stóð, því þó spænska liðið hafi talið sig vera búið að landa honum fyrir eina milljón punda í vikunni, hefur nú komið hik á Birmingham í málinu. Forráðamenn liðsins segja ekki koma til greina að hleypa Pandiani í burtu fyrr en eftirmaður hans finnst, því liðið hefur í dag aðeins á að skipa þremur framherjum.

Sport
Fréttamynd

Mido flýgur í leikina í janúar

Tottenham hefur náð samkomulagi við egypska knattspyrnusambandið um að fá að nota framherjann Mido meira en til stóð í janúar, en hann verður þá á fullu með landsliði Egypta í Afríkukeppninni. Mido mun fljúga á milli Afríku og Englands og verður því með Tottenham í mikilvægum leikjum gegn Liverpool og Manchester City.

Sport
Fréttamynd

Marcus Camby fingurbrotinn

Frákastahæsti leikmaðurinn í NBA-deildinni, miðherjinn Marcus Camby hjá Denver Nuggets, er fingurbrotinn og þarf að fara í aðgerð. Það er því ljóst að enn bætast menn á langan meiðslalista liðsins, sem þegar hefur misst einn mann út tímabilið og nokkra aðra í 6-10 leiki. Camby hirti um 12,9 fráköst að meðaltali í leik, auk þess að skora 16 stig og verja yfir 3 skot, svo meiðsli hans eru liðinu mikil blóðtaka.

Sport
Fréttamynd

Neville og Arteta heimskulegir

David Moyes var ekki ánægður með að þurfa að sjá á eftir tveimur leikmanna sinna af velli með rautt spjald í leiknum við Liverpool í gærkvöldi og sagði að þeir Phil Neville og Mikel Arteta hefðu verið heimskir að láta reka sig af velli með sitt annað gula spjald.

Sport
Fréttamynd

Breytir ekki leikjaniðurröðun

Fjöldi athugasemda hafa borist forkálfum ensku úrvalsdeildarinnar í kjölfar þess að fresta þurfti fjölda leikja í gær vegna veðurs og slæmra vallarskilyrða. Margir vilja meina að skipulag hafi verið mjög lélegt og voru stuðningsmenn liðanna sem ferðuðust hvað lengst á leikina og fóru fýluferð sumir hverjir æfir yfir frestun leikjanna.

Sport
Fréttamynd

Leikbannið stendur

Enska knattspyrnusambandið hefur hafnað beiðni Newcastle um að draga rauða spjaldið sem Lee Bowyer fékk á móti Liverpool á dögunum til baka og því þarf leikmaðurinn að sætta sig við þriggja leikja bann. Hann missir því af leikjum liðs síns við Tottenham og Middlesbrough í deildinni og bikarleiknum við Mansfield.

Sport
Fréttamynd

Lánaður til Malmö í Svíðþjóð

Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hjá Tottenham Hotspurs hefur verið lánaður til sænska liðsins Malmö út tímabilið, en Emil á enn nokkuð eftir af samningi sínum við enska liðið. Emil vonast til að fá með þessu tækifæri til að spila með aðalliði Malmö, en hann hefur sem kunngt er verið að leika með varaliði Tottenham.

Sport
Fréttamynd

Glasgow-liðin fara ekki í ensku úrvalsdeildina

Skosku stórliðin Glasgow Celtic og Glasgow Rangers munu ekki verða partur af ensku úrvalsdeildinni í nánustu framtíð ef marka má orð forráðamenn félaganna. Þeir hafa lengið verið að íhuga að koma liðum sínum í ensku úrvalsdeildina og höfðu vonir um þetta vaknað í kjölfar þess að samið var um sjónvarpsrétt í enska boltanum á dögunum, en menn hafa ákveðið að falla frá þessum áætlunum sínum.

Sport
Fréttamynd

Kærður fyrir ummæli

Framherjinn Lomana LuaLua hjá Portsmouth hefur verið kærður fyrir ummæli sín í garð dómarans í leik Portsmouth og Tottenham þann 12. desember. Portsmouth tapaði leiknum og LuaLua vildi meina að vítaspyrnudómur sem féll liði sínu í mót hefði verið ósanngjarn. "Það hjálpar ekki þegar dómarinn heldur með hinu liðinu," sagði hann. Leikmaðurinn hefur frest til 17. janúar til að áfrýja.

Sport
Fréttamynd

Mandaric ætlar að opna budduna

Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, ætlar að opna budduna sína rækilega í janúar og hella sér á leikmannamarkaðinn með það fyrir augum að styrkja liðið í fallbaráttunni.

Sport
Fréttamynd

45 stig frá Bryant dugðu skammt

Kobe Bryant skoraði 45 stig fyrir LA Lakers í nótt þegar liðið tapaði naumlega 100-99 fyrir Memphis í framlengingu á heimavelli sínum. Damon Stoudamire skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Memphis.

Sport
Fréttamynd

Reyna ökklabrotinn

Miðjumaðurinn Claudio Reyna hjá Manchester City er ökklabrotinn og verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur í kjölfarið. Hinn 32 ára gamli bandaríski landsliðsmaður hefur spilað meiddur í tvo mánuði en nú þótti honum nóg komið og ætlar til Hollands í aðgerð á fætinum.

Sport
Fréttamynd

Brynjar skoraði fyrir Reading

Brynjar Björn Gunnarsson var á skotskónum fyrir lið sitt Reading í kvöld þegar það vann góðan sigur á Leicester City 2-0. Brynjar kom inná sem varamaður í leiknum, en Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading og Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Birmingham og United

Manchester United mistókst að saxa á forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við jafntefli gegn frísku liði Birmingham 2-2. Van Nistelrooy og Rooney skoruðu fyrir United, en þeir Clapham og Pandiani skoruðu mörk heimamanna.

Sport