Erlendar Saunders þjálfar Austurliðið Í gær varð ljóst að Flip Saunders, þjálfari Detroit Pistons, muni þjálfa lið Austurdeildarinnar í stjörnuleiknum árlega sem fram fer í Houston þann 19. febrúar. Sá þjálfari sem náð hefur bestum árangri þann 5. febrúar í hvorri deild fyrir sig, stýrir viðkomandi liði, en eftir að Detroit vann og Cleveland tapaði í gærkvöld, varð ljóst að ekkert lið getur komist upp fyrir Detroit á þeim tíma. Sport 19.1.2006 21:41 Villeneuve ánægður með nýja bílinn Ökuþórinn Jacques Villeneuve er mjög ánægður með nýja BMW-Sauber bílinn sem hann reynsluók í fyrsta sinn í dag og segist viss um að bíllinn eigi eftir að gera góða hluti á komandi keppnistímabili. Sport 19.1.2006 21:16 Lofum engum sæti í liðinu Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur viðurkennt að honum þyki súrt að missa af þeim Wayne Bridge og Theo Walcott til Fulham og Arsenal eins og útlit er fyrir, en Tottenham hafði mikinn áhuga á að fá báða þessa leikmenn í sínar raðir. Sport 19.1.2006 19:46 Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach til ársins 2009. Guðjón hefur farið á kostum með liðinu í vetur og hefur verið markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar undanfarnar vikur. Kóreumaðurinn Shin Yoon hefur hinsvegar neitað að framlengja samning sinn við félagið og leikur því ekki með Gummersbach á næstu leiktíð. Sport 19.1.2006 20:16 Breskir fjölmiðlar ættu að skammast sín Fyrrum knattspyrnuhetjan og núverandi knattspyrnustjóri Wolves, Glenn Hoddle, segir að breskir fjölmiðlar ættu að skammast sín fyrir meðferð sína á Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga. Eriksson hefur verið harðlega gagnrýndur af bresku pressunni undanfarið, en því er ekki að neita að hart hefur verið vegið að honum. Sport 19.1.2006 19:27 Wayne Bridge farinn til Fulham Chelsea hefur samþykkt að lána varnarmanninn Wayne Bridge til Fulham út leiktíðina, en Bridge hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með Chelsea í vetur þó hann sé inni í myndinni hjá enska landsliðinu. Bridge sagðist fagna þessu tækifæri og vonast nú til að geta tryggt sér sæti í landsliðinu í sumar með því að fá meira að spila hjá Fulham. Sport 19.1.2006 19:19 Hewitt úr leik Þriðji stigahæsti tennisleikarii heims, Lleyton Hewitt, féll úr leik í dag á opna ástralska meistaramótinu í tennis, þegar hann tapaði fyrir Argentínumanninum Juan Ignacio Chela í annari umferð mótsins í æsilegum leik 6-4, 6-4, 6-7 (8-10) og 6-2. Hewitt hefur átt við ökklameiðsli að stríða að undanförnu, en andstæðingur hans þurfit einnig að glíma við smávægileg meiðsli í leik þeirra í dag. Sport 19.1.2006 17:03 Spáir Ullrich sigri á Tour de France Hjólreiðakappinn Lance Armstrong frá Bandaríkjunum spáir að Þjóðverjinn Jan Ullrich komi til með að vinna Frakklandshjólreiðarnar í sumar. Ullrich hefur verið einn helsti keppinautur Armstrong undanfarin ár, en á að baki einn sigur í keppninni fyrir níu árum síðan. Sport 19.1.2006 16:53 Fullkomin byrjun fyrir Cassano Ítalski framherjinn Antonio Cassano átti sannkallaða draumabyrjun með liði sínu Real Madrid í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark liðsins á útivelli í 1-0 sigri á Real Betis í spænska bikarnum. Sport 19.1.2006 16:42 Loeb bjartsýnn fyrir Monte Carlo Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, er bjartsýnn á að geta unnið þriðja titil sinn í röð á næsta keppnistímabili, þrátt fyrir að þurfa að keppa fyrir einkaaðila á árinu eftir að lið Citroen ákvað að hætta að reka lið í heimsmeistarakeppninni. Sport 19.1.2006 16:34 Hljóp upp í áhorfendastæði til varnar eiginkonu sinni Furðulegt atvik átti sér stað í leik Chicago Bulls og New York Knicks í NBA deildinni í nótt, þegar Antonio Davis hjá New York spratt skyndilega upp í áhorfendastæðin í átt til konu sinnar af ótta við að maður væri að ógna henni. Sport 19.1.2006 16:25 Fiorentina býður í Kroldrup Ítalska liðið Fiorentina hefur gert Everton tilboð í danska varnarmanninn Per Kroldrup, en sá danski hefur fá tækifæri fengið með enska liðinu síðan hann kom til félagsins frá Udinese fyrir 5 milljónir punda síðasta sumar, enda hefur hann átt við erfið meiðsli að stríða. Sport 19.1.2006 16:15 Neitaði tilboði Fulham í Taylor Úrvalsdeildarlið Portsmouth neitaði í dag 1,2 milljón punda tilboði Fulham í vængmanninn Matthew Taylor, því félagið vildi fá hærri upphæð fyrir leikmanninn. Portsmouth hafði gefið það út að til greina kæmi að selja Taylor til að safna peningum, en nú er ljóst að ekkert verður af því í bili. Sport 19.1.2006 16:04 Íhugaði að yfirgefa Arsenal Thierry Henry hefur viðurkennt í samtali við franska blaðið L´equipe að hann hafi íhugað að fara frá Arsenal, en hann ákvað fyrir skömmu að vera áfram hjá liðinu og mun undirrita nýjan samning við félagið á næstunni. Sport 19.1.2006 15:59 Kaupir David Thompson Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni fengu í dag til sín miðjumanninn David Thompson frá Blackburn, en Thompson hefur fá tækifæri fengið með liði sínu í vetur eftir að hafa barist við þrálát meiðsli. Wigan tekur við samningi hans út árið. Þá er talið víst að Wigan muni ganga frá samningi við hinn lítt notaða Neil Mellor hjá Liverpool fljótlega. Sport 19.1.2006 14:56 Detroit valtaði yfir Atlanta Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Sport 19.1.2006 14:29 Walcott á leið til Arsenal BBC greindi frá því nú fyrir skömmu að unglingurinn Theo Walcott væri í þann mund að ganga til liðs við Arsenal frá Southampton fyrir um 12,5 milljónir punda og ef hann stenst læknisskoðun gætu kaupin klárast á morgun. Sport 19.1.2006 13:46 Gattuso fer ekki til Man. Utd. Forráðamenn AC Milan segja ekkert til í þeim sögusögnum sem eru að bendla miðjumanninn Gennaro Gattuso við sölu til Manchester United nú í janúar. Sport 19.1.2006 10:04 Verðum að stöðva Rooney Xabi Alonso, spænski miðjumaðurinn hjá Liverpool, segir að leikmenn liðsins verði að hafa hemil á Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy ætli þeir sér að bera sigur út býtum í viðureign liðanna um helgina. Sport 19.1.2006 09:58 Federer lítur vel út Svisslendingurinn Roger Federer stefnir hraðbyri á enn einn sigurinn á árinu en í nótt sigraði hann Þjóðverjann Florian Mayer örugglega á ástralska meistaramótinu í tennis, 6-1, 6-4 og 6-0. Sport 19.1.2006 09:54 Pierce féll úr keppni í nótt Mary Pierce frá Frakklandi féll úr keppni á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í nótt þegar hún beið í lægri hlut fyrir ungum Tékka. Sport 19.1.2006 09:44 Gabri líklega til Middlesbrough Allt útlit er fyrir að Middlesbrough sé að vinna kapphlaupið um spænska miðjumanninn Gabri, sem hefur hug á því að komast burt frá Barcelona. Sport 19.1.2006 09:36 Houston - Dallas í beinni Í kvöld verður á dagskrá Texasslagur á NBA TV á Digital Ísland, þegar Houston Rockets tekur á móti Dallas Mavericks. Það eina sem þessi lið eiga sameiginlegt í dag er að vera frá Texas, því gengi þeirra hefur verið gjörólíkt í vetur. Leikurinn hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti. Sport 18.1.2006 22:37 Auðveldur sigur Manchester United Manchester United burstaði Burton Albion 5-0 í enska bikarnum á Old Trafford í kvöld. Rossi skoraði tvö mörk fyrir United og þeir Richardson, Giggs og Saha skoruðu eitt mark hver. Þá tryggði Tim Cahill Everton sigur á Milwall í hinum leik kvöldsins í bikarnum. Sport 18.1.2006 22:00 Mílanóliðin söxuðu á forskot Juventus Heil umferð fór fram í ítalska boltanum í kvöld. Topplið Juventus náði aðeins jafntefli gegn Chievo á útivelli 1-1. AC Milan lagði Ascoli heima 1-0 með marki frá Inzaghi og Inter lagði Treviso á útivelli 1-0 með marki frá Cruz. Juventus heldur þó enn 8 stiga forskoti á Inter sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.1.2006 21:52 Vill fara til Englands í sumar Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra hjá frönsku meisturunum Lyon hefur gefið það út að hann vilji helst spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári og þessi skilaboð koma eflaust til með að vekja áhuga Manchester United og Chelsea, sem vitað er að hafa augastað á Malímanninum sterka. Sport 18.1.2006 21:40 United yfir gegn Burton Manchester United hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn utandeildarliðinu Burton í enska bikarnum, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Það voru Saha og Rossi sem skoruðu mörk United, sem hefur nokkra yfirburði gegn baráttuglöðum mótherjum sínum. Staðan í leik Everton og Millwall er 0-0. Sport 18.1.2006 20:58 Ehiogu verður um kyrrt Varnarmaðurinn Ugo Ehiogu mun ekki ganga til liðs við West Brom eins og til stóð, eftir að ekki náðust samningar milli hans og forráðamanna West Brom. Mál þetta er búið að vera hið flóknasta, en eftir að Gareth Southgate hjá Middlesbrough meiddist, ákvað félagið að selja hann ekki og því runnu samningar út í sandinn. Sport 18.1.2006 19:55 Bardaga Castillo og Corrales frestað Þriðja bardaga þeirra Diego Corrales og Luis Castillo hefur verið frestað eftir að Corrales meiddist á æfingu á dögunum, en meiðsli hans munu þurfa nokkrar vikur til að jafna sig. Því verður ekki af því að þeir mætist aftur 4. febrúar eins og til stóð. Sport 18.1.2006 17:01 Manchester United - Burton í beinni Leikur Manchester United og utandeildarliðsins Burton verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Þetta er síðari leikur liðanna eftir að þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum. Þá eigast Everton og Millwall við öðru sinni í kvöld á sama tíma. Sport 18.1.2006 18:26 « ‹ 225 226 227 228 229 230 231 232 233 … 264 ›
Saunders þjálfar Austurliðið Í gær varð ljóst að Flip Saunders, þjálfari Detroit Pistons, muni þjálfa lið Austurdeildarinnar í stjörnuleiknum árlega sem fram fer í Houston þann 19. febrúar. Sá þjálfari sem náð hefur bestum árangri þann 5. febrúar í hvorri deild fyrir sig, stýrir viðkomandi liði, en eftir að Detroit vann og Cleveland tapaði í gærkvöld, varð ljóst að ekkert lið getur komist upp fyrir Detroit á þeim tíma. Sport 19.1.2006 21:41
Villeneuve ánægður með nýja bílinn Ökuþórinn Jacques Villeneuve er mjög ánægður með nýja BMW-Sauber bílinn sem hann reynsluók í fyrsta sinn í dag og segist viss um að bíllinn eigi eftir að gera góða hluti á komandi keppnistímabili. Sport 19.1.2006 21:16
Lofum engum sæti í liðinu Martin Jol, stjóri Tottenham, hefur viðurkennt að honum þyki súrt að missa af þeim Wayne Bridge og Theo Walcott til Fulham og Arsenal eins og útlit er fyrir, en Tottenham hafði mikinn áhuga á að fá báða þessa leikmenn í sínar raðir. Sport 19.1.2006 19:46
Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach til ársins 2009. Guðjón hefur farið á kostum með liðinu í vetur og hefur verið markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar undanfarnar vikur. Kóreumaðurinn Shin Yoon hefur hinsvegar neitað að framlengja samning sinn við félagið og leikur því ekki með Gummersbach á næstu leiktíð. Sport 19.1.2006 20:16
Breskir fjölmiðlar ættu að skammast sín Fyrrum knattspyrnuhetjan og núverandi knattspyrnustjóri Wolves, Glenn Hoddle, segir að breskir fjölmiðlar ættu að skammast sín fyrir meðferð sína á Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englendinga. Eriksson hefur verið harðlega gagnrýndur af bresku pressunni undanfarið, en því er ekki að neita að hart hefur verið vegið að honum. Sport 19.1.2006 19:27
Wayne Bridge farinn til Fulham Chelsea hefur samþykkt að lána varnarmanninn Wayne Bridge til Fulham út leiktíðina, en Bridge hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með Chelsea í vetur þó hann sé inni í myndinni hjá enska landsliðinu. Bridge sagðist fagna þessu tækifæri og vonast nú til að geta tryggt sér sæti í landsliðinu í sumar með því að fá meira að spila hjá Fulham. Sport 19.1.2006 19:19
Hewitt úr leik Þriðji stigahæsti tennisleikarii heims, Lleyton Hewitt, féll úr leik í dag á opna ástralska meistaramótinu í tennis, þegar hann tapaði fyrir Argentínumanninum Juan Ignacio Chela í annari umferð mótsins í æsilegum leik 6-4, 6-4, 6-7 (8-10) og 6-2. Hewitt hefur átt við ökklameiðsli að stríða að undanförnu, en andstæðingur hans þurfit einnig að glíma við smávægileg meiðsli í leik þeirra í dag. Sport 19.1.2006 17:03
Spáir Ullrich sigri á Tour de France Hjólreiðakappinn Lance Armstrong frá Bandaríkjunum spáir að Þjóðverjinn Jan Ullrich komi til með að vinna Frakklandshjólreiðarnar í sumar. Ullrich hefur verið einn helsti keppinautur Armstrong undanfarin ár, en á að baki einn sigur í keppninni fyrir níu árum síðan. Sport 19.1.2006 16:53
Fullkomin byrjun fyrir Cassano Ítalski framherjinn Antonio Cassano átti sannkallaða draumabyrjun með liði sínu Real Madrid í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark liðsins á útivelli í 1-0 sigri á Real Betis í spænska bikarnum. Sport 19.1.2006 16:42
Loeb bjartsýnn fyrir Monte Carlo Heimsmeistarinn í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, er bjartsýnn á að geta unnið þriðja titil sinn í röð á næsta keppnistímabili, þrátt fyrir að þurfa að keppa fyrir einkaaðila á árinu eftir að lið Citroen ákvað að hætta að reka lið í heimsmeistarakeppninni. Sport 19.1.2006 16:34
Hljóp upp í áhorfendastæði til varnar eiginkonu sinni Furðulegt atvik átti sér stað í leik Chicago Bulls og New York Knicks í NBA deildinni í nótt, þegar Antonio Davis hjá New York spratt skyndilega upp í áhorfendastæðin í átt til konu sinnar af ótta við að maður væri að ógna henni. Sport 19.1.2006 16:25
Fiorentina býður í Kroldrup Ítalska liðið Fiorentina hefur gert Everton tilboð í danska varnarmanninn Per Kroldrup, en sá danski hefur fá tækifæri fengið með enska liðinu síðan hann kom til félagsins frá Udinese fyrir 5 milljónir punda síðasta sumar, enda hefur hann átt við erfið meiðsli að stríða. Sport 19.1.2006 16:15
Neitaði tilboði Fulham í Taylor Úrvalsdeildarlið Portsmouth neitaði í dag 1,2 milljón punda tilboði Fulham í vængmanninn Matthew Taylor, því félagið vildi fá hærri upphæð fyrir leikmanninn. Portsmouth hafði gefið það út að til greina kæmi að selja Taylor til að safna peningum, en nú er ljóst að ekkert verður af því í bili. Sport 19.1.2006 16:04
Íhugaði að yfirgefa Arsenal Thierry Henry hefur viðurkennt í samtali við franska blaðið L´equipe að hann hafi íhugað að fara frá Arsenal, en hann ákvað fyrir skömmu að vera áfram hjá liðinu og mun undirrita nýjan samning við félagið á næstunni. Sport 19.1.2006 15:59
Kaupir David Thompson Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni fengu í dag til sín miðjumanninn David Thompson frá Blackburn, en Thompson hefur fá tækifæri fengið með liði sínu í vetur eftir að hafa barist við þrálát meiðsli. Wigan tekur við samningi hans út árið. Þá er talið víst að Wigan muni ganga frá samningi við hinn lítt notaða Neil Mellor hjá Liverpool fljótlega. Sport 19.1.2006 14:56
Detroit valtaði yfir Atlanta Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur. Sport 19.1.2006 14:29
Walcott á leið til Arsenal BBC greindi frá því nú fyrir skömmu að unglingurinn Theo Walcott væri í þann mund að ganga til liðs við Arsenal frá Southampton fyrir um 12,5 milljónir punda og ef hann stenst læknisskoðun gætu kaupin klárast á morgun. Sport 19.1.2006 13:46
Gattuso fer ekki til Man. Utd. Forráðamenn AC Milan segja ekkert til í þeim sögusögnum sem eru að bendla miðjumanninn Gennaro Gattuso við sölu til Manchester United nú í janúar. Sport 19.1.2006 10:04
Verðum að stöðva Rooney Xabi Alonso, spænski miðjumaðurinn hjá Liverpool, segir að leikmenn liðsins verði að hafa hemil á Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy ætli þeir sér að bera sigur út býtum í viðureign liðanna um helgina. Sport 19.1.2006 09:58
Federer lítur vel út Svisslendingurinn Roger Federer stefnir hraðbyri á enn einn sigurinn á árinu en í nótt sigraði hann Þjóðverjann Florian Mayer örugglega á ástralska meistaramótinu í tennis, 6-1, 6-4 og 6-0. Sport 19.1.2006 09:54
Pierce féll úr keppni í nótt Mary Pierce frá Frakklandi féll úr keppni á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í nótt þegar hún beið í lægri hlut fyrir ungum Tékka. Sport 19.1.2006 09:44
Gabri líklega til Middlesbrough Allt útlit er fyrir að Middlesbrough sé að vinna kapphlaupið um spænska miðjumanninn Gabri, sem hefur hug á því að komast burt frá Barcelona. Sport 19.1.2006 09:36
Houston - Dallas í beinni Í kvöld verður á dagskrá Texasslagur á NBA TV á Digital Ísland, þegar Houston Rockets tekur á móti Dallas Mavericks. Það eina sem þessi lið eiga sameiginlegt í dag er að vera frá Texas, því gengi þeirra hefur verið gjörólíkt í vetur. Leikurinn hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti. Sport 18.1.2006 22:37
Auðveldur sigur Manchester United Manchester United burstaði Burton Albion 5-0 í enska bikarnum á Old Trafford í kvöld. Rossi skoraði tvö mörk fyrir United og þeir Richardson, Giggs og Saha skoruðu eitt mark hver. Þá tryggði Tim Cahill Everton sigur á Milwall í hinum leik kvöldsins í bikarnum. Sport 18.1.2006 22:00
Mílanóliðin söxuðu á forskot Juventus Heil umferð fór fram í ítalska boltanum í kvöld. Topplið Juventus náði aðeins jafntefli gegn Chievo á útivelli 1-1. AC Milan lagði Ascoli heima 1-0 með marki frá Inzaghi og Inter lagði Treviso á útivelli 1-0 með marki frá Cruz. Juventus heldur þó enn 8 stiga forskoti á Inter sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.1.2006 21:52
Vill fara til Englands í sumar Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra hjá frönsku meisturunum Lyon hefur gefið það út að hann vilji helst spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári og þessi skilaboð koma eflaust til með að vekja áhuga Manchester United og Chelsea, sem vitað er að hafa augastað á Malímanninum sterka. Sport 18.1.2006 21:40
United yfir gegn Burton Manchester United hefur yfir 2-0 í hálfleik gegn utandeildarliðinu Burton í enska bikarnum, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Það voru Saha og Rossi sem skoruðu mörk United, sem hefur nokkra yfirburði gegn baráttuglöðum mótherjum sínum. Staðan í leik Everton og Millwall er 0-0. Sport 18.1.2006 20:58
Ehiogu verður um kyrrt Varnarmaðurinn Ugo Ehiogu mun ekki ganga til liðs við West Brom eins og til stóð, eftir að ekki náðust samningar milli hans og forráðamanna West Brom. Mál þetta er búið að vera hið flóknasta, en eftir að Gareth Southgate hjá Middlesbrough meiddist, ákvað félagið að selja hann ekki og því runnu samningar út í sandinn. Sport 18.1.2006 19:55
Bardaga Castillo og Corrales frestað Þriðja bardaga þeirra Diego Corrales og Luis Castillo hefur verið frestað eftir að Corrales meiddist á æfingu á dögunum, en meiðsli hans munu þurfa nokkrar vikur til að jafna sig. Því verður ekki af því að þeir mætist aftur 4. febrúar eins og til stóð. Sport 18.1.2006 17:01
Manchester United - Burton í beinni Leikur Manchester United og utandeildarliðsins Burton verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:55. Þetta er síðari leikur liðanna eftir að þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum. Þá eigast Everton og Millwall við öðru sinni í kvöld á sama tíma. Sport 18.1.2006 18:26